Morgunblaðið - 07.09.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.09.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986 33 Hvanndalsskriður Ljósmyndir/Ólafur Örn Haraldsson 20 m þó. Og nú stöðvar Konráð bát sinn. Við á Hafdísinni vorum ekki ein í för. I fylgd með okkur voru þrír ungir sjóvíkingar úr björgunarsveit Olafsfjarðar á gúmmíbát með utan- borðsmótor. Þeir fóru sem fugl flygi, og óðar en Hafdísin hafði stöðvað siglingu sína, voru þeir komnir við hlið hennar. Þeir áttu að flytja okkur í land. Fara varð nokkrar ferðir, við vorum sex og farangur að auki. Var hvert okkar fært í björgunarvesti til öryggis, en sjálfir voru bátsmennirnir í froskmannabúningum og óðu sjóinn upp í axlir, væri þess þörf, og þurftu jafnvel ekki að hafa fast undir fótum. Bátarnir halda burt, en skyldu koma aftur næsta dag kl. 2. Við stöndum hér í fjörunni. Þetta er þá lending Hvanndala. Engin vík eða vogur, aðeins bugðulaus strönd, veit til úthafsins gegn norðaustri, upp af ströndinni um 20 m háir klettar, víða fellur sjór í berg, ann- ars staðar stórgrýtisurð, en hér er þó malarfjara á bletti, og þar stönd-' um við. Litlu austar er skarð í klettamúrinn, stutt brekka, snar- brött, en klettalaus. Við förum að bjástra við að bera farangur eftir fjörunni og upp brekkuna. Þarna liggur strengur upp. Hann hefur verið á stikum, en er nú niður fall- inn, hefur sýnilega verið til hand- styrkingar þeim er hér þyrftu að fara að vetri í ís og hálku. Nú þurf- um við ekki slíks, og eftir nokkurt erfiði erum við komin með farang- urinn á brún. Við erum í Hvanndöl- um. Einhver undarleg tilfínning hlýt- ur að grípa þann sem stendur í fyrsta sinn á sjávarbakkanum í Hvanndölum og litast um. Hér er eins og heimur út af fyrir sig. Hann er ekki stór, en fagur og stórbrotinn í senn. Upp af fjörunni er kletta- beltið, ekki hátt, en víða ókleift, og við rætur þess niðar síkvik aldan, en fram undan endalaust hafið; þó sést móta fyrir Grímsey í góðu skyggni. Út við sjóinn afmarkast svæðið af íjöllum, feikna háum, að norðvestan er Hvanndalabyrða, en að suðaustan Hádegisfjall, og er þar raunar yzti hluti Ilvanndala- bjargs. Milli þessara fjalla eftir sjávarbakkanum er vart skemmra en einn km. og er þar flatlendi, en breiddin upp frá bakkanum er nokk- ur hundruð metrar. Tekur þá við melalda, sem liggur þvert yfir dal- inn, sýnilega gömul jökulurð. Þar fyrír ofan mjókkar dalurinn mjög, og eru þar á báðar hliðar feikna há §öll með hamrabeltum, sem ganga saman í botninum, sem er þá örþröngur. Allir þessir klettar virðast ókleifir. Allvæn skál er í suðurhlíð dals- ins, og er upp brckku að fara þangað. Heitir hún Selskál, fallega hvelfd, grasi vaxin í botni og upp eftir hlíðum. Bendir nafnið til, að þar hafi fyrrum verið selstaða, en seltóft er þar enga að sjá. Hóll er í mynninu, þar sem gengið er í skálina. Er tóft á hólnum, en minni en svo, að þar hafi getað verið sel, stærð 2x4 m. Þarna kynni að hafa verið smalakofi. Hefði smali verið vel settur þarna í hjásetunni, en úr skálinni kemst ekki fé nema á þessum eina stað, og hefði verið tiltölulega auðvelt að gæta þess. Rústir mjaltakvía sjást ekki, en tóft er á grundinni fyrir neðan skálina, sennilega eftir fjárhús, og mætti vera að þar hefðu ærnar verið mjólkaðar. Allmikil brekka er upp úr Sel- skálinni. Ofan hennar er brún Sýrdals. Hér er ti'öllslegt umhverfi. Sýrdalur er raunar vítt gil niður í Hvanndalabjargið, um 200 m háir klettar úr dalsmynninu niður í §öru og gínandi hamrar á báða bóga, ókleifir. Aðeins á einum stað verður komizt í dalinn úr Hvanndölum. Sýndi Sigmundur okkur staðinn. Þar er lítið skarð í bergvegginn, og er þar fært niður. Þetta var af- réttur Hvanndalabónda, áreiðan- lega minnsti og furðulegasti afréttur landins. Úm þetta skarð var fé rekið í dalinn á vorin og síðan hlaðið í skarðið, en það er um 8—10 m breitt. Stórfengleg hefur verið umgerð um land Hvanndalabónda, svo sem nú hefur verið lýst. En hvernig hefur verið að búa þarna? Það hef- ur vissulega verið mjög erfitt. Hlunnindi hafa verið lítil, reki nær enginn. Tré hafa ekki náð að fest- ast þar við land. Þó sáum við þar eitt rekatré. Talið er að þar hafi verið einhver selveiði. Verst hefur verið hve lending var ill, og hefur það totveldað stórum fiskiveiði. Bát hafa Hvanndalabræður þó einatt átt, en torvelt er að sjá hvemig geyma mátti bát þar undir klettun- um. Það er því varla vafi, að í Hvanndölum hefur verið búið eink- um við grasnyt og sauðfjárrækt. Snjóþyngsli hafa verið afskapleg, en jörð hefur komið góð undan snjó. En graslendi er þar furðu mikið, svo innikreppt sem allt er, og kjarngott er þar í besta lagi og land grasgefið. Við undruðumst, er við gengum þarna um, hversu feiknar- lega mikill vöxtur var þar í öllum gróðri alls staðar þar sem gras gat vaxið. Þó er þess að gæta, að eng- in skepna hefur gengið þar nú í tuttugu ár. Hvanndalir hafa nú verið í eyði í níutíu ár, frá 1896. En Olafsfirðingar höfðu þar lengi fé á sumrin, en við mikið erfiði. Varð að flytja féð sjóleiðis, en smalamennska hin erfiðasta í hlíðum og hömrum, en féð hálf- tryllt af styggð á haustin. Sagði Sigmundur okkur ýmislegt frá erf- iðum smalamennskum, og elting- um, sem hann hafði lent þar í. Þótt land Hvanndala sé þröngt og afmarkað, er þar allmikið gras- lendi, og hefur margur bóndi búið við minna. Samt er það samkvæði allra sem til þekkja, að furðulegt sé að þar skuli hafa verið bónda- bær. Það sem mestum erfiðleikum olli, voi-u samgöngurnar. Þær voru hinar erfiðustu, og að vetri til hlýt- ur oft að hafa verið með öllu ófa'rt til annarra bæja. Skemmst var til Héðinsfjarðar, vestan við Hvann- dali. Hátt fjall skilur á milli. Er það Hvanndalabyrða út við sjóinn, en innar Víkurbyrða. Yfir hana liggur leið milli Hvanndala og Héðinsfjarð- ar, og er fjallið þar sennilega um eða yfír 500 m hátt. Er farið upp úr botni Hvanndala. Þar er fært upp á einum stað, þótt tilsýndar sýnist ófært. Héðinsfjarðarmegin er Víkurdalur, og liggur leiðin þar, einnig mjög brött. Hvanndalabyrða er afar há og brött út til hafsins. Þar eru hamrar efst, síðan snarbrattar skriður. Eru þær alleinkennilegar, mógular að sjá, þótt fjallið sé annars gert af dökku basalti. Þetta eru Hvanndals- skriður, sem oft eru nefndar „hinar illræmdu Hvanndalsskriður". En það sem gerði þær svo illræmdar, var þar hve torgengar þær eru og hættulegar. Uijótskriður eru ekki sem verstar, þótt þungar geti verið; þar fæst fótfesta. Oðru máli gegnir um þessar leirskriður. Sigmundur, sem. oft hafði þarna farið, sagði okkur, að helst ætti að fara skrið- urnar alveg upp við kletta. í vætutíð dignaði leirinn, og mætti þá fá fót- festu í honum, en í þurrkum yrði hann harður eins og steinn, þá markaði ekki s]H>r og þá væri þarna ófært, en bani vís þeim er félli, því að fyrir neðan skriðumar taka við klettar allt niður í fjöm. Þriðja leiðin er fyrir „Landsenda" sem kallað er, en það er neðan kletta niðrí fjöm, en þar er talið fært um lágfjöru, sé dauður sjór. Má því sjá að ærnir erfiðleikar em að komast í Hvanndali. Sumarfag- urt er þar, en ægileg hefur vistin verið þar að vetri til í norðanhríð og stórbrimi, en leiðir til annarra byggða með öllu ófærar. Verður því eigi annað sagt en Hvanndalir séu einn afskekktasti staður lands- ins, sá er hefur verið byggður til langframa. Þctta hlaut að hafa áhrif á okkur sex sem vomm nú stödd þar og ætluðum að dveljast þar saman eina nótt. Við fundum okkur eins og skorin frá samfélag- inu og um leið nálægari hvert öðm. Skipbrotsmannaskýli er í Hvann- dölum. Er þess ærin þörf, því að þar gæti skipbrotsmenn að landi borið og hefur enda gert. Hafa 01- afsfirðingar látið sér mjög annt um húsið. Það stendur næstum á bjarg- brún nokkm sunnar en uppgangan er. Þar gisti nú Sigmundur við ann- an mann, en hinir fjórir í tjaldi. Kveldið var fagurt. Við gengum suður bjargbrún að lítilli á, setn fellur þar til sjávar. Þar fyrir sunn- an em fomar rústir, og þar á bærinn að hafa staðið fyrmm. Þar heitir Odáinsakur. Er sagt að þar vaxi lífgrös og geti enginn dáið þar. Og þó flestir reyni að forðast dauðann í lengstu lög, þótti ekki búandi við slíkt, og var bærinn því færður norður fyrir ána og þangað sem hann stóð upp frá því. Við för- um ekki heldur suður á Odáinsakur- inn, heldur aðeins að mörkum hans og höldum okkur á landi lífs og dauða. Sólarlagið var dýrlegt. Við sáum ekki með vissu hvort sólin komst að fullu niður fyrir hafflöt, því að skýjabönd vom við sjónhring, en glóandi geislaband lá allt þaðan og upp undir land í Hvanndölum. Við sátum lengi úti í veðurblíðunni og nutum dýrðar hafs og lands. Loks varð ekki umflúið að ganga til náða. Næsta dag, laugardag 12. júlí, var sama veðurblíða. Við áttum rólegan morgun, gengum síðan upp í Selskál og allt að inngöngunni í Sýrdal og nutum útsýnis til stór- brotins landslags, sem lýst hefur verið hér að framan. Þegar komið var heim að tjaldi og húsi, var komið nokkuð fram yfir hádegi og liðið að þeim tíma er bátsmenn kæmu að sækja okk- ur. Við bjuggumst þvi til ferðar, en þó gáfu menn sér tíma til að gróðursetja hjá húsinu nokkrar birkihríslur, sem vom með í för. Nái þær að lifa, verða þær senni- lega einhverjar nyrstu birkihríslur landsins. Ekki stóð á bátsmönnum. Brátt em allir komnir á skipsfjöl, og nú var stefnt norðvestur með landi í átt til Héðinsfjarðar. Stórfengleg var landsýn að Hvanndalsskriðum. Mér blöskraði að sjá þær, hversu brattar þær vom og óárennilegar, og ægði sú til- hugsun, að þar skyldi áður hafa verið alfaraleið og hin helsta í Hvanndali. A þeirri leið hlýtur ein- att að hafa verið skammt milli lífs og dauða. En nú var Héðinsfjörður fram undan, og við tökum þar land við sléttan sand í fjarðarbotni. Landsvipur Héðinsijarðar er mjög ólíkur og í Hvanndölum. Fjörðurinn sjálfur er allmyndarleg- ur, þótt eigi sé hann stór. Há brött fjöll em beggja vegna, einkum vest- an fjarðar, þeim mun brattara sem utar dregur. Að austan er brekka sums staðar minni, og þar var byggðin. Alls vom fimm jarðir í byggð að staðaldri, sumar þó einatt óbyggðar. Þannig er aðeins ein jiirð í byggð 1712, er Jarðabók Ama Magnússonar og Páls Vídalíns var gerð. Var það Vík. Sumar jarðanna höfðu farið í eyði í Stómbólu 1707. Heimildir nefna nokkrar fleiri jarðir eða kot, sem vom byggð um stund- arsakir. Undirlendi í Héðinsfirði er mjög lítið; hafa bæimir staðið í brekku- rótum. Snjóþyngsli vom mjög mikil, og jafnvel fennti þar eitt sinn bæ í kaf. Snjóflóð vom tíð, féllu einatt á bæi og varð af manntjón. I Hvanndölum hefur aftur á móti naumast verið hætta á snjóflóði á bæinn. Hins vegar hafa nokkur hlunnindi verið í Héðinsfirði. Bær- inn Vík stóð út með fírðinum að austan. Þar var best lending, og var þar útræði. Selveiði var í firðin- um, silungsveiði í vatninu, sem er inn af fjarðarbotni. Tijáreki var nokkur. Mátti segja að fjömsandur- inn í fjarðarbotni væri alþakinn viði er við komum þar, en margt var það smátt. Hálfkirkja var í Vík, og er þess getið í Jarðabók Á.M. og P.V. Byggð lauk í Héðinsfírði 1949, mest vegna erfiðra samgangna og snjóþyngsla. Samgöngur vom þar samt stómm betri en í Hvanndölum. Besta leið var um Hestskarð frá Siglufiiði; hafði verið gerð þar gata, svo að fara mátti með hest. Við tjölduðum skammt upp frá fjaiðarbotni á fögmm stað rétt við vatnsbakkann, áttum þar rólega vist og fómm skammt. Þó var reynd veiði í vatninu, en árangur lítill. Næsta dag, sunnudag 13. júlí, komu til okkar þremenningarnir á hraðbát sínum og með þeim Gunn- laugur, því að nú var lokið heimsókn vinabæja. Var ánægjulegt að dvelj- ast þar með honum og Sigmundi milli háfjalla, milli vatns og hafs, dást að kyrrð og náttúrufegurð. En þama í sumarblíðunni og í vinahópi svifu einnig í huga mér hugarmyndir þeirra er eitt sinn vom hér og háðu með æðmleysi harða baráttu við óblíð kjör. Það verður ekki rakið hér, en það lífsstríð hefur einatt verið svo strangt, að ótrúlegt er. Má þar nefna Jón Magnússon, er bjó á Vatnsenda í Héðinsfirði, einnig á Möðmvöllum , innsta bæ í firðinum, síðan í Minna-Holti í Fljótum (d. 1916). Hann orti Ijóð, sem hefur verið nefnt sveitarljóð Héðinsfjarð- ar. Ber hann mikið lof á byggðina, einkum fyrir náttúmfegurð, hlunn- indi og búsæld. Galla nefnir hann enga, og hafa erfiðleikar þó verið nógir þar á innsta bæ byggðarinnar í þröngri kreppu hárra fjalla. Þar segir svo m.a.: Glaðvær syngur fugla Qöld fagurblá við himintjöld, blómin anga björt og hrein, blikar rós á hverri grein. Sólin blíð signir hlíð sveipar allt í skraut margfalt. Hjarðir una haga við, höldar róa fram á mið. Björg þar mikil berst á land blessað meður heilla stand, heilagfiski, hákarlinn, hrognkelsi og selurinn. Silungur sællegur sést þar líka í hverri vík, langmest er af þorski þó, þar sem veiða menn úr sjó. Annars staðar minnist hann á búfjárlönd sem eru þar alls staðar afbragðs góð, svo finnur þjóð um þær sveitir engin slik yfirburða kostarík. Niðurlag kvæðisins er á þessa leið: Héðinsfjörður, heill sé þér, heimur meðan byggður er, blómgist fagra byggðin þin, björt á meðan sólin skín. Drottins náð lög og láð lýð þinn blessi alla tíð. Héðinsfjörður heiil sé þér heimur meðan byggður er. Þetta má nú kalla að horfa á átthagana með ástarinna gleraugu á nösum. Skömmu eftir hádegi kom Kon- ráð á Hafdísi. Nú var ekki til setu boðið. Til Reykjavíkur skyldi komist um kveldið. Hraðbátsmenn fluttu okkur og farangur um borð, og við höldum heimleiðis. Þetta var þriðja ferð bátsmanna í okkar þágu í för- inni. Enn var siglt undir björgum, og við nutum og rifjuðum upp allt sem við höfðum heyrt og séð í ferð- inni. Á Olafsfirði bauð Sigmundur okkur heim til sín, og hlutum við veislumóttökur hjá þeim hjónum. Og ekki lét Gunnlaugur á sér standa og flutti okkur sem fyrr, nú til Akureyrar, og komum við þangað í tæka tíð til að ná síðustu flugferð dagsins. Talsvert hefur verið skrifað um Héðinsfjörð og Hvanndali. Þar má nefna Lýsingu Eyjafjarðar eftir Steindór Steindórsson náttúrufræð- ing. Kafla um Héðinsfjörð og Siglufjörð í Árbók Ferðafélags Is- lands 1948 eftir séra Óskar Þor- láksson, frásögn eftir Eirík Sigurðsson skólastjóra um Héðins- fjörð og Hvanndali í tímaritinu Súlum 12. h. Þar er m.a. kvæði það sem hér var vitnað til. Að endingu flyt ég þakkir frá okkur samferðamönnum til allra þeirra Ólafsfirðinga sem veittu okk- ur liðsinni til þessarar ferðar, rausnarlegar móttöku, flutning, samfylgd, fncðslu, allt sem varð til þess að við komumst á þessar tor- sóttu slóðir, svo að ferðin varð ein hin eftirminnilegasta og ánægjulcg- asta sem við höfum farið. Höfundur hefur feróast mikið um ísiand og ni.a. skrifað hwkur fyrir Ferðafélag Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.