Morgunblaðið - 07.09.1986, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986
39
A DRÖITINSMSI
Umsjón:
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Ásdís Emilsdóttir
Svavar A. Jónsson
Meðal efnis á nám-
skeiðum í Skálholti
Félags- og tómstunda-
starf fyrir aldraða
„í öðru lagi er ætlunin að kynna
félags- og tómstundastarf á með-
al aldraðra. Þátttakendur munu
fá i hendumar öll gögn sem til
eru um þá þjónustu.
Hér væri gaman að heyra í
fulitrúum safnaðanna og fræðast
um hvað er í boði á hveijum stað.
Síðan getur fólk skipst á skoðun-
um og ef til vill kemur eitthvað
mjög athyglisvert fram, t.d. um
mun að þessu leyti á dreifbýli og
þéttbýli."
Oldrun og elli
„í þriðja lagi verður reynt að
flalla almennt um öldrun og elli.
Við Þórir munum leitast við að
gera grein fyrir viðhorfum til ell-
innar hér á landi og í nágranna-
löndum okkar, jafnframt því sem
við munum fara í saumana á
helstu sjáanlegu breytingum, sem
hafa orðið að þessu leyti á síðustu
áratugum. Hér áður fyrr var öldr-
uðum skipaður sérstakur virðing-
arsess í samfélaginu. Til þeirra
var leitað um ráðgjöf og upp-
fræðslu. Nú virðist manni að
tilhneigingin sé sú, að þessu verði
brátt öfugt farið og ellin njóti
ekki jafn mikillar virðingar og
áður.“
Náungakærleikurinn
„Náungakærleikurinn er al-
gengt stef í kristnum boðskap og
flórði meginþáttur námskeiðsins
er einmitt um hann. Fjallað verður
um grundvöll allrar þjónustu
kirkjunnar og þátttakendur reyna
að gera sér grein fyrir þvf sem
einkennir hana. Glímt verður við
spumingar eins og: Hvert er hlut-
verk safnaða að þessu leyti? Og
í framhaldi af því: Hvert er hlut-
verk ríkis og sveitarfélaga? Eiga
söfnuðimir að líta í kringum sig,
sjá hvar þörfin er brýnust og
brydda upp á nýjungum í þjónustu
við aldraða?
Vart þarf að taka fram að þessi
þáttur, eins og aðrir, byggist á
virkni þeirra sem koma, fólk kem-
ur á þetta námskeið til að fræðast,
miðla öðmm af reynslu sinni og
fá nýjar hugmyndir."
Hver einasti maður er sköpun
Guðs, allt frá getnaði til grafar.
Slík sköpunartrú hlýtur að koma
fram í gjörvallri þjónustu kirkj-
unnar, svo og öðm starfi hennar.
Hinu má síðan ekki gleyma að
opinberir aðilar veita öldmðum
mikla þjónustu og það er almennt
viðurkennt að þeim beri að rækja
það hlutverk. Sú þjónusta felst
einkum í heimilishjálp, sjúkra-
þjónustu, tómstunda- og fraeðslu-
starfi og rekstri stofnana.
Spumingin er einungis þessi:
Em söfnuðimir að vinna eitthvert
starf sem betur væri komið í hönd-
um opinberra aðila, t.d. sveitarfé-
laga?
Ég ætla ekki að svara þessu
hér og við þessu er ekki til neitt
einhlítt svar. Við munum velta
þessu fyrir okkur á námskeiðinu
auk annars. Við ætlum einnig að
íhuga alvarlega hvort ekki væri
rétt að söfnuðimir fæm inn á
nýjar brautir í þjónustu við aldr-
aða og yrðu þannig leiðandi á því
sviði."
Tilgangnr
Að lokum er ekki úr vegi að
spyija Sævar spumingar, sem ef
til vill hefði átt að spyija miklu
fyrr: Hver er tilgangurinn með
námskeiðinu?
„Tilgangurinn með námskeið-
inu er sá að reyna að skapa tengsl
á milli safnaða. Það gengur ekki
að hver sé að pukra í sínu homi
og enginn viti neitt um hvað aðr-
ir em að gera. En til þess að
tilganginum sé náð verður fólk
að koma og miðla af reynslu sinni.
Þora að taka til máls og segja frá
því sem það er að gera þessa
stundina. Skýra frá því hvemig
gangi og spytja aðra hvemig
gangi hjá þeim. Ég er sannfærður
um að það verður gaman og við
getum mikið lært hvert af öðm.“
Við þökkum Sævari kærlega
fyrir spjallið og hvetjum um leið
fólk, sem tekur þátt í starfi á
meðal aldraðra eða hefur á því
áhuga, að fjölmenna á títtnefnt
námskeið. Nánari upplýsingar em
veittar í Skálholtsskóla. Vakin
skal á því athygli að fjölda þátt-
takenda verður að takmarka.
- SAJ
Ráðgert er að halda mörg athyglisverð námskeið í Skálholti á næstunni, m.a. um öldrunarþjónustu.
Öldrunarþj ónusta:
Lýðháskólinn í Skálholti hef-
ur starfað um margra ára
skeið, en trúlega eru þeir ófáir
sem lítið vita um þá stofnun.
Nýlega var ungur guðfræð-
ingur, dr. Sigurður Ámi
Þórðarson, ráðinn rektor lýð-
háskólans. Myndarleg hjörð
kennara og uppfræðara verður
Sigurði til halds og trausts
þennan fyrsta vetur hans í
Skálholti. Vonandi getum við
heimsótt skólann einhvern
tímann í vetur og kynnt okkur
starf hans, en að þessu sinni
er ætlunin að kynna annan þátt
í starfi Skálholtsskóla, nefni-
lega námskeiðahald.
í Skálholti er gott að
vera á námskeiðum
Undanfarin ár hafa verið haldin
námskeið um margvísleg efni í
Skálholti. Margir kannast við
námskeið í æskulýðsstarfi, sem
hafa verið haldin þar alloft og að
sama skapi hafa verið haldin nám-
skeið fyrir organista og kirkju-
kóra í mörg ár.
Skálholt er að mörgu leyti ákaf-
lega hentugur staður fyrir slíka
mannfundi. Staðurinn er fyrir það
fyrsta ægifagur. Þar ilmar að
auki allt af sögu og glæstri frægð.
Það er alveg einstök tilfinning að
standa í hlaðinu í Skálholti, riQa
upp sögu staðarins og reyna þá
helgi, sem á honum hvílir.
Þá fyllast jafnvel Hólastiftis-
strákar eins og ég djúpri lotningu.
í öðru lagi hentar húsakostur
Skálholtsstaðar mjög vel fyrir
námskeið. Byggingar lýðháskól-
ans eru einkar glæsilegar, hafa
að geyma gott gistipláss, mötu-
neyti, vel búnar skólastofur og
fundarsali. Spottakom frá skólan-
um em sumarbúðimar í Skálholti.
Undirritaður veit það af fenginni
reynslu að þær eru vel boðlegar
til íveru yfír vetrartímann líka.
Hafa þau húsakynni raunar verið
leigð út í skammdeginu, t.d. fyrir
fermingarbamamót, og líkað bara
vel.
Sem sagt: í Skálholti er góð
aðstaða og staðurinn sjálfur er
vinalegur. Þar hafa einnig ráðið
Þórir Guðbergsson
menn sem hafa viljað nýta þennan
góða stað og aðstöðuna fyrir
kirlquna okkar. Einn slíkur situr
þar núna, fyrmefndur Sigurður
Ámi. Hann reynir nú að feta slóð
fyrirrennara sinna og býður upp
á námskeið af ýmsu tæi, söfnuð-
um í landinu til gagns og kirkjunni
til heilla. Trúlega hefur úrval þess,
sem fjallað verður um, aldrei ver-
ið meira. Þegar þessar línur eru
ritaðar stendur yfír námskeið fyr-
ir kirkjukóra og organista. Síðar
í mánuðinum verður námskeið um
siðfræði fjölmiðla með þátttöku
valinkunnra blaðamanna, fyöl-
miðlafólks, guðfræðinga og
annarra.
Námskeið um öldr-
unarþjónustu
Dagana 19.—20. september
næstkomandi verður í Skálholti
námskeið um öldrunarþjónustu.
Við ætlum í næstu línum að for-
vitnast um þetta námskeið, því
bæði fannst okkur efnið forvitni-
legt og eins langar okkur að sjá
hvemig námskeið í Skálholti geta
farið fram. Sævar Guðbergsson,
félagsráðgjafí, var tekinn tali og
beðinn að fræða okkur um nám-
skeiðið. Hann mun ásamt bróður
sínum, Þóri Guðbergssyni, fé-
lagsráðgjafa og yfírmanni elli-
máladeildar félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar, annast nám-
skeiðið.
Kveikjan
Við spurðum Sævar fyrst um
Samstarf
„í fyrsta lagi verður fjallað um
mannleg samskipti, samvinnu og
samstarf. Öll þjónusta, þar með
talin öldrunarþjónusta, byggist
upp á samvinnu. Samvinnu þess
sem veitir þjónustuna og þess sem
hana þiggur. Fólk verður að geta
unnið hvert með öðm. Til þess
að það sé unnt, verður hver og
einn að vita hvað er að gefa og
þiggja, gera sér grein fyrir hvað
felst í því. Við getum tekið dæmi
um þetta.
Ef þú gefur konunni þinni blóm
og hún hendir þeim út um
gluggann, vill ekkert með þau
hafa, eru blómin hvorki gefín né
þegin. Það sama gildir um þjón-
ustuna, hún er hvorki veitt né
þegin, ef menn vita ekki h'vað er
að veita og veita viðtöku.
Við munum í þessum hluta
námskeiðsins sem öðrum leggja
ríka áherslu á að fólk sé ófeimið
við að miðla af reynslu sinni, þetta
verða ekki bara fyrirlestrar. Nám-
skeiðið verður alls ekki fræðilegt
eingöngu, það verður t.d. reynt í
þessum þætti að sýna fólki á
áþreifanlegan hátt hvemig það
getur virkjað sig í því að gefa og
þiggja.“
Tilhögun
„Námskeiðið verður sem fyrr
segir dagana 19.—20. september.
Byijað verður á föstudagskvöldi,
en farið heim kvöldið eftir. Nám-
skeiðið heitir: „Öldrunarþjónusta.
Námskeið fyrir starfsfólk safnaða
um öldrun og öldrunarþjónustu“.
Þeir safnaðarmeðlimir á
landinu, sem taka þátt í að veita
öldruðum margvíslega þjónustu,
eru margir, enda er slíkt hluti af
„díakoníu" kirkjunnar, kærleiks-
þjónustu hennar. Sú þjónusta er
bæði sjálfsagður og ríkur þáttur
kristinnar siðfræði. Við ætlum
okkur að ná til þessara starfs-
manna með námskeiðinu.
Námskeiðið samanstendur af
Qórum meginþáttum, sem allir eru
þó innbyrðis tengdir."
Þjónusta við sjúka
— þjónusta við aldraða
Nú hefur Sævar mikla reynslu
af starfí fyrir sjúka og fatlaða.
Nýtist sú reynsla ekki í þjón-
ustunni við aldraða?
„Jú, að mörgu leyti. Sjúkir og
fatlaðir eiga oft við svipuð vanda-
mál að stríða og aldraðir. Þegar
sá, sem hefur verið fatlaður eld-
ist, er heimur ellinnar ekki alveg
nýr fyrir honum. Sá sem á hinn
bóginn hefur verið heilbrigður allt
sitt líf, er að þessu leyti verr
staddur, því þau umskipti, er ell-
inni fylgja, eru oft snögg.“
Kirkjuleg þjónusta —
opinber þjónusta
Við töluðum áðan um einkenni
kirkjulegrar þjónustu. Sævar
vinnur við að veita opinbera þjón-
ustu. Fróðlegt væri að heyra hver
hann telur að eigi að vera ein-
kenni þjónustu kirkjunnar.
„Öll þjónusta kirkjunnar á að
hafa ákveðin sérkenni. Þau sér-
kenni hljóta að markast af hefð
kristindómsins, en þar er að fínna
mikla virðingu fyrir einstaklingn-
um, gildi mannsins er mjög mikið.
kveikjuna að því að ákveðið var
að halda þetta námskeið.
„Fyrir nokkru var umræðudag-
ur í Skálholti að tilstuðlan Sigurð-
ar Áma. Þar var rætt um
námskeiðahald í Skálholti, og
m.a. óskað eftir hugmyndum um
efni. Þar kom fram, að menn töldu
brýna þörf á námskeiðum fyrir
hinn almenna safnaðarmeðlim um
ýmis verkefni, sem söfnuðimir í
landinu hafa tekið að sér. Dæmi
um slíkt verkefni em æskulýðs-
starf, en þar sem margir söfnuðir
hafa með höndum margháttað
starf á meðal aldraðra, var ákveð-
ið að halda námskeið um það
efni.“