Morgunblaðið - 07.09.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.09.1986, Blaðsíða 45
h MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986 Steven Spielberg- við gerð „The Color Puple“. Merkilegasta saga sem ég hef lesið, sagði Spielberg um bók Alice Walkers. Spielberg hóf kvikmyndafcril sinn með nokkrum stórmerkum, alvarleg- um myndum, Einvíginu, Okind- inni og Close Encounters, sneri sér síðan að spennumyndum, Ráninu á týndu örkinni, ET, og Indiana Jones, en með „Color Purple“ snýr hann sér að öllu alvarlegraefni, manneskjunni sjálfri. spurði hún gröm þegar hún var gagnrýnd fyrir að leika alltaf sömu þjónustustúlkuna, „að- alskvísu Clarks Gable“? Hattie sagði það betra hlutskipti að fá sjö hundruð dala fyrir að leika þjónustustúlku heldur en að fá sjö dali fyrir að vera þjónustu- stúlka). Woopi var útnefnd fyrir aðal- hlutverk og það var Meryl Streep einnig, en Geraldine Page skaut þeim ref fyrir rass; hún hafði verið útnefnd alls sjö sinnum án árangurs. Margaret Avery og Oprah Winfrey voru útnefndar fyrir aukahlutverk, en þær töp- uðu fyrir Angelicu Huston, sem var stórkostleg í „Heiðri Prizzis". Quincy Jones samdi tónlistina við „The Color Purple", en hann varð að láta í minni pokann fyr- ir Lionel Ritchie, sem samdi tónlistina við „Bjartar nætur". Bréf til Guds Spielberg hefur lítið sagt um þessa atburði og enn minna um gerð myndarinnar eða tilurð hennar. Það eina sem við vitum er að hann las bókina skömmu eftir að hún fékk Pulitzer- bókmenntaverðlaunin og að hann tárfelldi við lesturinn. Hann byij- aði á myndinni í júlí 1985 og hún var tilbúin til sýninga i desemb- er; Spielberg er ekkert að tvínóna við hlutina ef hann kemst hjá því. Diana Ross frétti af gerð myndarinnar og vildi ólm og uppvæg fá aðalhlutverkið. En bókarhöfundurinn Alice Walker tók það ekki í mál, alveg sama hversu frægogvinsæl söngkona væri. Alice sannfærði Spielberg um nauðsyn þess að hafa óþekkt andlit í stærstu og mikilvægustu hlutverkunum. „The Color Purple“ er saga um Celie, unga svertingjastúlku sem býr í litlum bæ um aldamót- in nítjánhundruð. Celie eignast tvö böm með föður sínum, en hann tekur þau frá henni. Karl- mennimir í lífí hennar em hinir mestu hrottar og eina huggun Celie í lífínu er persónulegt sam- band hennar við Guð. Hún skrifar Guði bréf, opnar honum hug sinn, enda er hann eini vinur- inn hennar, þar til hún kynnist blússöngkonunni Shug Ávery og líf hennar tekur á sig nýjan svip. „The Color Purple" naut fá- dæma vinsælda meðal almenn- ings í Bandaríkjunum þegar hún var sýnd fyrri hluta ársins, en framleiðandi myndarinnar, Wamer-bræður, ákvað að sýna hana ekki annars staðar í heimin- um fyrr en með haustinu. Austurbæjarbíó tekur myndina til sýninga innan tíðar. „ T - Danny Glover leikur Herrann, manninn sem kvænist Celie og fer með hana eins og skepnu; Celie sést niðurlút í bakgrunni. Blússöngkonan Shug, leikin af Margaret Avery, breytir lífi hinnar bældu og kúguðu Celie. 45 i»n NAMSKEIÐ AMSTRAD Fjölbreytt og vandað námskeið í notkun Amstrad 464 og 6128. Dagskrá: ★Grundvallaratriði við notkun Amstrad ★ Forritunarmál ★ Amstrad Basic ★ Teikning og tónlist með Amstrad ★ Ritvinnsla með Amstrad ★ Töflureiknirinn Supercale ★Gagnasafnskerfið DFM ★ Ýmis forrit á Amstrad Timi: 16., 18., 23. og 25. sept. kl. 20—23. MS - DOS Stutt og hnitmiðað byrjendanámskeið í notkun stýrikerfis- ins MS — DOS. Kennd er notkun allra helstu skipana í kerfinu. Dagskrá: ★ Almennt um stýrikerfi ★Stýrikerfið MS — DOS ★ Æfingar í MS — DOS Timi: 15. og 16. sept. kl. 13—16. WORD PERFECT Námskeið í notkun ritvinnslukerfisins Word Perfect. Word Perfect er með islenskt orðasafn og hefur ýmsa góða eiginleika sem önnur ritvinnslukerfi hafa ekki. Dagskrá: ★ Undirstöðuatriði við notkun PC-tölva ★ Ritvinnslukerfið Word Perfect ★ Æfingar í Word Perfect ★ Orðasafnið í Word Perfect ★ Útprentun á laserprentara ★ Wr>>-d Perfect og setning í prentsmiðju Umræður og fyrirspurnir Timi: 17.—19. sept. kl. 13—16. UNGLINGA- NÁMSKEIÐ Fjölbreytt og vandað byrjendanámskeið fyrir unglinga. Dagskrá: ★Grundvallaratriði við notkun tölva ★ Forritunarmál ★ Forritnnarmál BASIC ★ Æfingar í BASIC ★ Ritvinnsla með tölvu ★Töflureiknar Timi: 15.—18. sept. kl. 17—20. NÁMSKEIÐ í NOTKUN EASYLINK Tölvuþjónusta Easylink í London tengir notendur tölva- og telex-tækja um allan heim á mjög hagkvæman hátt. Á námskeiðinu er farið i öll grundvallaratriöi við notkun kerfisins. Tími: 12. september kl. 17—21. Athugið: Starfsmannasjóður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur greiðir hluta af námsgjaldinu fyrir sína félaga. Innritun í símum: 687590 og 686790. .01TÖLVUFRÆÐSLAN Ármúla 36, Reykjavik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.