Morgunblaðið - 07.09.1986, Blaðsíða 68
50 ótemj-
ur seldar
til útlanda
Á VEGUM Félagfs hrossabænda
(> ^ og búvörudeildar SÍS verða flutt-
ir út 500 hestar með gripaflutn-
ingaskipi til Evrópu í byrjun
október. Með skipinu verða send-
ir um 200 reiðhestar til lífs og
300 sláturhross. í lífhestahópn-
um verða líklega 50 ótamin
hross, sem er nýmæli í hrossaút-
flutningi síðustu ára.
Sigurður Ragnarsson sölufulitrúi
í búvörudeild SIS segir að kaupend-
ur í Danmörku og Þýskalandi hefðu
sýnt áhuga á að kaupa 50 ótamin
hross, til að flytja út með hrossa-
skipinu. Hann sagði að það mál
væri í athugun, en taldi sjálfsagt
að gera þessa tilraun fyrst markað-
urinn væri fyrir hendi. Sigurður
_ sagði að kaupendumir ætluðu að
frumtemja hestana og selja þá
þannig í Danmörku og Þýskalandi.
Hrossaskipið fer frá Þorlákshöfn
í byijun október og siglir með hross-
in á hafnir í Noregi, Danmörku og
Belgíu.
Þýzk-íslenzk
viðskiptanefnd
l UNDANFÖRNU hefur nefnd
á vegum Halldórs Ásgrímssonar
sjávarútvegsráðherra starfað að
tillögugerð, með hvað hætti megi
auka og treysta viðskiptasam-
bönd íslands og Vestur-Þýska-
lands, einkum með tilliti til
stöðugs og öruggs ferskfisk-
framboðs í Vestur-Þýskalandi.
Sjávarútvegsráðherra sagði í
samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins, að þessi nefnd hefði
verið skipuð í framhaldi við-
ræðna hans og Werner Lenz,
viðskipta- og iðnaðarþingmanns
Bremen í Vestur-Þýskalandi í
Þýskalandi í sumar.
Halldór sagði að fleira kæmi til
reina en útflutningur á ferskum
Tiski. Til dæmis væri vélafram-
leiðslufyrirtækið Baader starfandi
í Bremen og fulltrúar þess fyrirtæk-
is hefðu haft áhuga á nánara
samstarfí við íslendinga, en eins
og kunnugt væri keyptu íslendingar
mikið af vélum frá Baader. „Það
hefur m.a. komið til tals, að eitt-
hvað af framleiðslu Baader verði
hér á landi," sagði sjávarútvegsráð-
herra.
Síldarsölusamningar:
Rússar selja mörg ný
skilyrði fyrir viðræðum
AD SÖGN síldarsaltenda hafa
Sovétmenn á undanförnum mán-
uðum sett fram mörg ný skiiyrði
fyrir því að taka upp viðræður
um saltsíldarkaup frá. Islandi.
Síldarútvegsnefnd og stjórnir
saltendafélaganna eru sammála
um að ekki komi til greina að
ræða sum þessi nýju skilyrði, þar
sem útilokað sé að fallast á þau.
Dótturfyrirtæki SHI Grimsby:
-Söluaukning fyrstu
8 mánuðina 45,3%
Dótturfyrirtæki Sölumiðstöðv-
ar hraðfrystihúsanna í Grimsby
í Bretiandi, Icelandic Freezing
Plants Ltd., hefur á fyrstu átta
mánuðum þessa árs selt verk-
miðjuframleiddar vörur, flök og
nnað, fyrir 20,2 milljónir punda.
Salan á sama tíma í fyrra nam
13,9 milljónum punda, þannig að
söluaukningin í ár er 45,3% að
verðmætum.
Icelandic Freezing Plants Ltd.
rekur verksmiðju og söluskrifstofur
í Grimsby. í ágústmánuði sl. seldi
fyrirtækið fyrir 816 þúsund pund,
miðað við 541 þúsund pund í ágúst
1985, og er þar um 50% aukningu
að ræða á milli ára. Sala í flökum
og öðru í sama mánuði var fyrir
2,4 milljónir punda, miðað við 1,7
milljónir punda í ágúst 1985, og
er þar um tæplega 40% aukningu
að ræða.
Fyrstu 8 mánuði ársins í fyrra
seldi fyrirtækið verksmiðjufram-
leiddar vörur fyrir 4,3 milljónir
punda, en fyrstu 8 mánuði ársins
í ár fyrir 6,4 milljónir punda, en
það jafngildir 49,5% aukningu á
milli ára. Aukningin í sölu flaka og
annars varð heldur minni á sama
tíma, því flök á árinu 1985 fyrstu
8 mánuðina voru seld fyrir 9,6 millj-
ónir punda, en í ár fyrir 13,7
milljónir punda, sem jafngildir
43,3%. Heildarsalan fyrstu 8 mán-
uði ársins í fyrra var 13,9 milljónir
punda, en í ár 20,2 milljónir punda,
sem jafngildir, eins og áður segir,
45,3%.
Síldarsaltendur eru þeirrar skoð-
unar að með þessum nýju skilyrðum
séu Sovétmenn að reyna að losna
undan þeim ákvæðum viðskipta-
samnings landanna að kaupa héðan
saltsíld.
Einn síldarsaltandi sagði að
ástæðumar fyrir þessari tregðu
Sovétmanna væru margþættar: í
fyrsta lagi hefðu síldveiðar Sovét-
manna stóraukist á undanfömum
árum; í öðru lagi hefðu Kanada-
menn tilkynnt sovéskum stjórn-
völdum, að þeir fengju ekki að
stunda áfram bolfiskveiðar í
kanadískri landhelgi, nema þeir féll-
ust á að kaupa verulegt magn af
saltsíld framleiddri í Kanada; í
þriðja lagi hefðu Sovétmenn neitað
að kaupa síld frá öðrum löndum,
nema beint úr veiðiskipum viðkom-
andi landa til söltunar um borð í
verkefnalitlum verksmiðjuskipum
Sovétmanna og þá á mjög lágu
verði og með óhagstæðum greiðslu-
kjömm; í fjórða lagi væri um
alvarleg gjaldeyrisvandræði að
ræða hjá Sovétmönnum, m.a. vegna
stórfelldrar lækkunar á olíuverði
og gengisfellingar Bandaríkjadoll-
ars, en öll olían er seld í þeitn
gjaldmiðli.
Á fundum sem Síldarútvegs-
nefnd hefur haldið með stjórnum
saltendafélaganna í sumar hefur
m.a. komið fram að Sovétmenn
hafi tilkynnt að ef til samningavið-
ræðna komi, verði íslenska síldin
að seljast á „markaðsverði", sem
Sovétmenn telja langtum lægra en
íslenska söluverðið var á síðustu
vertíð. Sovétmenn miða þá við það
verð sem Kanadamenn og Norð-
menn hafa verið að bjóða í skjóli
mikilla ríkisstyrkja. íslendingar
telja aftur á móti að hækka þurfi
verðið verulega, vegna mikillar
gengisfellingar Bandaríkjadollar,
en öll viðskipti landanna fara fram
í þeim gjaldmiðli.
Gunnar Flóvenz framkvæmda-
stjóri Sfldarútvegsnefndar kvað það
rétt vera að Sovétmenn hefðu sett
fram ýmsar nýjar kröfur sem útilok-
að væri að ganga að, en kvaðst
telja rangt að ræða þessi mál frek-
ar fyrr en að loknum hinum
almennu viðskiptaviðræðum land-
anna sem hefjast í Reykjavík í
fyrramálið.
I fimm ára viðskiptasamningi
Islendinga og Sovétmanna er kveð-
ið á um kaup þeirra á 200.000—
250.000 tunnum á ári, 1986—1990.
í fyrra keyptu þeir af okkur
200.000 tunnur, að verðmæti um
800 milljónir króna.
Morgunblaðið/RAX
Stærsta hlaupið í 14 ár
- segir Ragnar Stefánsson í Skaftafelli
JÖKULHLAUPIÐ í Skeiðará
hefur ekki náð hámarki. Ragn-
ar Stefánsson, þjóðgarðsvörður
í Skaftafelli, sagði að um há-
degisbilið i gær hafi áin enn
virst í vexti, og sést greinilegur
munur á henni dag frá degi.
Hann telur að hlaupið sé þegar
orðið stærra en hlaupin árin
1972 og 1976. Áin rennur nú
yfir alla sumarfarvegi sína, og
undir allt brúarhafið. Nokkrir
litlir ísjakar eru farnir að ber-
ast fram á sandinn.
Á föstudag kom hlaup í Súlu
sem rénaði um nóttina. Að sögn
Gylfa Júlíussonar verkstjóra hjá
Vegagerðinni í Vík er áin aftur
komin í sama horf. Svo virðist sem
þetta hafi verið dreggjar af
síðasta hlaupi úr Grænalóni.
Ragnar Axelsson, ljósmyndari
Morgunblaðsins, tók þessa mynd
af Skeiðará á föstudag. Skeiðar-
árbrúin er fremst á myndinni, í
norðri sést Skaftafell og Skafta-
fellsjökull.