Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 23 Oskar Kokoschka. Myndskreyting úr Morðingja, von kvenna. Um 1908. Tússteikning. einnar og kvart-tommu) sem hallað- ist upp að nálægum vegg — það miklu hressari en „Eyjólfur“ sem lá flatur. Þessi var F-laga, og þó með þeirri tilbreytingu að þverarm- amir voru þrír en ekki tveir — nokkurs konar tvöfalt F. Nú fór ég að geta mér til um heiti þessa grips. „Auðvitað!" sagði ég næstum upp- hátt við sjálfan mig, enda einn í salnum: „Fimbul-famb!“ En mér skjátlaðist aftur. „Fresh breeze" nefndist listaverkið — „Kaldi" á íslensku. Það fór hrollur um mig hvað ég gat verið frámunalega vit- laus. Ég setti því fingur í éyrun til að heyra ekki röddina sem að mér hvíslaði úr þriðju pípulögninni — rúmlega metralöngu treikvart- tommu röri lokuðu í báða enda — en gekk rakleiðis að skýringarseðl- inum og las: „Ink-filled Pipe" — sem sagt, „Rör fullt af bleki". Ég ákvað að rengja ekki listamanninn með því að skrúfa tappa úr endanum, en hugsaði með mér að tama væri hressilegur sjálfblekungur og sneri mér að næsta verki. „Vökustaur" hét það og var mjög stækkuð mynd úr málmi af fyrirbæri því sem þekkt er úr íslenskum munnmælum. Þetta þótti mér góður fróðleikur, því að ég hafði aldrei getað gert mér al- mennilega grein fyrir því hvemig þessi nytjagripur hefði verið í lag- inu. Eftir þetta glennti ég augun eins og ósjálfrátt upp á vegg þar sem skjöldur hékk, í laginu eins og prófíll af heydríli, og var með fjöl- mörgum upphleyptum krossum; mér datt strax í hug kirkjugarður. „Philosophic Plan of a Relative" las ég á titilmiðanum — „Heimspekileg grunnmynd af ættingja." Það hefði ég svo sem átt að geta sagt mér sjálfur. Eigum við kannski ekki öll ættingja sem dauðir em úr öllum æðum — svona fílósófískt séð? List og vísindi í þvílíkum heimspekiþönkum lagði ég nú leið mína úr þessum fyrri sal — enda hef ég nú lýst öll- um þeim verkum sem þar vom saman komin — í hinn síðari. Eftir stigapalli var að fara, sem í milli liggur. Þar varð ég að stansa við merkilegt verk, sem geymt var undir plasthjálmi eins og dýrgripir ensku krúnunnar. Þetta vom tveir þykkir doðrantar í stóm fernings- broti, tvö bindi sama verks, sem bar heitið Once Around the Sun, sem á íslensku leggst út Einu sinni kringum sólina, og gæti eflaust fengið sjálfan Dieter Rot til að blygðast sín fyrir eftirlegu- eða sofandahátt. Annað bindið hafði að geyma bein strik þvert yfir allar síðumar frá upphafi til enda — sennilega um Qömtíu á hverri síðu — en samanlögð lengd þessara strika, að sögn höfundar, er (ef mig minnir rétt) hin sama og spor- baugs jarðar kringum sólina. Hitt bindið hafði á sama hátt að geyma eintóma punkta — hver síða þétt sett — sem tákna eiga tímalengd þá í sekúndum (þ.e. eitt ár) sem það tekur jörðina að ferðast lengd línanna í hinu bindinu. Að slíku verki er auðvitað mikill fengur, því að það sjá allir hvert hagræði það er auk listgildisins, að hafa þess háttar fróðleik skjalfestan og að- gengilegan á einum stað. Þama fékk ég bæði skýringuna á „mælingunni" í heiti sýningarinn- ar og stjamfræðilegan undirbúning þess sem beið mín í seinni salnum, sem ég nú gekk inn í. Þar blöstu við á vinstri hönd, reistar upp að vegg í skipulagðri röð, tíu ferhyrnd- ar stálþynnur. Níu þeirra vom 48 x 48 sm — og hér mun aftur um stjamfræðilegar mælingar að ræða — en ein 12 x48 sm. Þetta verk bar eins og getur að skilja heitið „New York’s Shortest Day“, eða „Stysti dagur í New York“. En á gólfinu framan við vom aðrar fimmtán stálþynnur 1 stafla, allar nema ein af sömu stærð og hinar níu, en sú efsta var afgangurinn af litlu þynnunni í „Stysta degin- um“, sem sagt 36 x48 sm að stærð. (Nýtni hefur alltaf verið talin dyggð á Islandi.) Og, já, þið eigið kollgát- una, lesendur góðir. Þessi stafli kallaðist „New York’s Longest Night" — „Lengsta nótt í New York“. Það er til marks um vönduð vinnubrögð listamannsins að hann sýndi líka á einum veggnum skissur að „Lengstu nóttinni": jafnmargar, jafnstórar pappírsarkir svertar með viðarkoli. Þannig em þessi verk ekki aðeins stjarnfræðilega útreikn- uð heldur líka þrauthugsuð og vandlega unnin. Eftir að hafa þann- ig leitt dag og nótt augum kom mér síðasta verkið á sýningunni engan veginn ókennilega fyrir sjón- ir. Þetta var mjög teygður málmtíg- ull, og mér kæmi ekki á óvart þótt hliðar hans hafi allar mælst vera 48 sm. En þegar hér var komið var ég svo innilega glaður að hafa séð þessa undurskemmtilegu sýningu, að ég bar ekki við að bregða á þær máli. Og þegar ég gekk út, minnt- ist ég þess með sjálfum mér að Leonardo hafði líka á sínum tíma sameinað list og vísindi. New York, mánuði fyrirjafndæg- urúhausti. Vissirþií ? Að afmælisdrymurinn er með 10% hreinum appeisínusafá. Metsölub/aó á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.