Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 32
m MORGUNBLABH); -ÞRIÐJUDA6UR ■». ;SEPTEMBER 1986 Sprengmg í ráð- húsinu 1 París, AP. SPRENGJA sprakk í ráðhúsi Parísarborgar í gaír. Að minnsta kosti einn maður lét lífið en ekki er vitað hversu margir særðust. Enn hefur enginn lýst ábyrgðinni á hendur sér. Jean Paolin, yfírmaður lögregl- unnar í París, sagði að sprengjunni hefði verið komið fyrir undir bekk í f)ósthúsi byggingarinnar. I til- kynningu frá slökkviliðinu sagði að þrír væru alvarlega særðir og að minnsta kosti tólf hefðu hlotið minniháttar meiðsli. Hálfri klukkstund áður en París sprengjan sprakk höfðu 11 kúrdar, sem tekið höfðu skrifstofu írakska flugfélagsins á sitt vald, gefíst upp. Franska ríkisstjórnin gaf í síðustu viku skipun um hertar ör- yggisaðgerðir vegna sprengjuhót- ana frá samtökum, sem beijast fyrir frelsi þriggja hermdarverkamanna, sem sitja í fangelsi í Frakklandi. Orðrómur var á kreiki um að ríkis- stjómin hygðist láta einn mannanna lausan til að flýta fyrir frelsun franskra gísla í Líbanon. Sagt er að Bandaríkjastjóm hafi lagst ein- dregið gegn þessari hugmynd. Njósnahnett- ir í einkaeign Enn stækkar einkageirinn UNDANFARNA áratugi hafa njósnagervihnettir stórveldanna sveimað umhverfis jörðu ogtekið myndir af hveiju því sem vekur áhuga eigenda þeirra. Fáu er hægt að leyna, því bæði eru tekn- ar myndir á ýmsum bylgjulengd- um ljóssins og hitamyndir, svo ský og myrkur skýla litlu. Til þessa hefur ávallt hvílt mikil leynd yfir hnöttunum og vitn- eskja almennings byggð á getgátum. En nú eru gervihnett- ir í einkaeign famir að skyggn- ast um hnattkúluna og einokun stórveldanna á upplýsingum af þessu tagi virðist lokið. Tæknin sem liggur að baki þessa hefur verið í einkaeign frá 1972, en þá bárust myndir frá fyrsta Landsat-gervihnettinum, en hann er í bandarískri eigu. Þær myndir voru þó nær einungis notaðar í vísindaþágu, en ákvörðun banda- rískra stjómvalda um að koma Landsat í einkaeigu og tilkoma franska gervihnattarins SPOT em að breyta þessu. Mark Brender, sem er frétta- stjóri hjá bandarísku sjónvarpsstöð- inni ABC, er sannfærður um að þetta muni breyta miklu í frétta- flutningi og Paul Stares, fræðimað- ur á sviði hernaðargildis geimsins, segir, að gervihnattanjósnir einka- aðila muni breyta miklu á næstu ámm. „Fjölmiðlar eiga eftir að ve- fengja stjórnvöld meira en áður. Þeir munu geta tekið gervihnattar- myndir af meintum brotum á vígbúnaðarsamningum og fengið sjálfstæða sérfræðinga til þess að meta þær og segja til um hvort þar V estur-Þýskaland: sé um brot að ræða eða ekki.“ Sem fyrr segir hafa Landsat- hnettimir aðallega verið notaðir í vísindaskyni, en oiíufélög, skógar- höggsfyrirtæki, iandbúnaðarfyrir- tæki og fleiri hafa nýtt sér þjónustu hnattarins. Gervihnettirnir, sem sveima í um 800 km hæð yfir jörðu, komust í sviðsljósið í vor, þegar fyrstu gervi- hnattarmyndirnar af slysinu í Chemobyl komu frá þeim og sáust þá rústir versins og sviðin jörðin í kring í fyrsta skipti. Hinn 25. ágúst var birt gervi- hnattarmynd í New York Times, sem sýndi Baikonur-geimferðastöð- ina í Mið-Asíu og kom fram á myndinni að verið er að bæta við hana svo skjóta megi geimskutlu á loft þaðan. Þá má minnast á gervi- hnattarmyndir þær sem birtar hafa verið af hemaðamppbyggingunni á Kola-skaga, en Morgunblaðið birti þær fyrir skemmstu. Myndir af þessu tagi hafa til þessa einungis legið á borðum í Washington og Kreml, en kunnugir segja að njósnahnettir stórveldanna geti greint bílnúmer. Lagasetningin árið 1984, sem leyfði sölu Landsat 4 og 5 til „Earth Observation Satellite Co.“, kvað á um að Ijósmyndir hnattarins skyldu standa hvetjum sem væri til boða, svo framarlega sem greitt væri fyr- ir þær. EOSAT er fyrirtæki í eigu flugvélaframleiðandans Hughes og íjölmiðlafyrirtækisins RCA. Þessi tækni, sem nú stendur al- menningi til boða, gerir fjölmiðlum kleift að sannreyna óstaðfestar fregnir og hrekja ósannindi ríkis- stjóma, sem starfa af óheilindum og aðhyllast ieyndarhyggju. AP/Símamynd Neeija Mishra, indversk flugfreyja í Pan Am-þotunni, var meðal þeirra, sem féllu fyrir kúlum hryðju- verkamannanna. Hér liggur lík hennar í flugstöðinni í Karachi en hún var grafin í gær í heimaborg sinni, Bombay, með mikilli viðhöfn. Mishra hefði orðið 23 ára sl. sunnudag. Hryðjuverkið í Pakistan: Flest fórnarlömbin voru frá Indlandi Karachi, Frankfurt, AP. YFIRHEYRSLUR fara nú fram yfir Palestínumönnunum fjórum sem myrtu 18 manns um borð í bandarískri þotu á flugvellinum í Karachi í Pakistan. 100 manns særðust og enn er einn farþeg- anna þungt haldinn. Yfírheyrslur yfir þremur hryðju- verkamannanna fara fram í herstöð skammt frá Karachi en sá fjórði er í sjúkrahúsi vegna sára sem hann fékk þegar pakistanskir öryggis- verðir réðust inn í vélina. Pakistan- skir embættismenn sögðu í gær að ef hryðjuverkamennimir reyndust sannir að sök biði þeirra ekkert nema dauðinn. Þeir sem létust í flugvélinni vom af þrennu þjóðemi a.m.k., 13 Ind- veijar, tveir Bandaríkjamenn, tveir Pakistanar og lítið bam en um þjóð- emi þess var ekki vitað. Eins og sagt hefur verið frá í fréttum komust flugstjórar Pan Am-þotunnar á brott úr vélinni eft- ir að hryðjuverkamennimir höfðu náð henni á sitt vald og hefur flótti þeirra sætt nokkurri gagnrýni. Segja sumir að sú gamla regla eigi að gilda að skipsijórinn eða fiug- stjórinn verði ávallt síðastur til að yfirgefa fleyið en aðrir telja flug- mennina hafa farið rétt að. Á blaðamannafundi í New York í gær sagði Martin R. Shugrue, varafor- seti Pan Am, að flugmennimir hefðu hagað sér í samræmi við stefnu flugfélagsins í svona málum. „Þeim bar að tryggja að ekki væri hægt að fljúga flugvélinni," sagði Shugrue. Fjölskylda flýr að austan Lttbeck, Vestur-Þýskalandi, AP. AUSTUR-þýsk fjölskylda, hjón og tvö börn þeirra, komst á föstu- dag heilu og höldnu yfir til Vestur-Þýskalands. Synti fólkið yfir á á landamærunum eftir að hafa komist óséð framhjá vopn- uðum vörðum við „einskis manns Iandið“. Vestur-þýskir landamæraverðir í Lubeck segja, að austur-þýska fjöl- skyldan hafí klifrað yfir girðingam- ar austan megin í skjóli myrkurs og komist yfir þær án þess að verð- imir tækju eftir. Síðan hefði fólkið synt yfir Wakenitz-ána á landa- mærunum. Þá tókst einnig austur- þýskum karlmanni að flýja yfir til Vestur-Berlínar með því að synda yfir Sakower-vatnið. Talsmaður vestur-þýsku stjóm- arinnar skýrði frá því í gær, að austur-þýskur efnafræðingur, Hasso Meinert að nafni, hefði flúið vestur. Notaði hann tækifærið þeg- ar hann fékk að sækja vísindaráð- stefnu í París fyrir nokkmm dögum. Kína: Tregir að leggja fé í Kjósa frekar að sofa á sparifénu ÞRÁTT FYRIR ítrekaðar tilraunir kínverskra stjórnvalda til þess að færa efnahagskerfið í vestrænna horf ætlar það að ganga erfiðlega. Til dæmis virðist meðal-Kínveijinn lítt treysta bönkum landsins. Samkvæmt könnun, sem gerð var af blaðinu Economic Information eru u.þ.b. 20 milljarðar júana (216 milljarðar ísl. króna skv. opinberri gengisskráningu) geymdir á einkaheimilum i Kína. 1 Kína eru skráðar um 12 milljónir fjölskyldufyrirtækja, en aðeins 6% þeirra eiga bankareikninga og í þeim eru aðeins um 500 milljónir júana. Aðalástæða þessa virðist vera sú að Kínveijar eru ekki vissir um að efnahagsúrbætur Dengs vari um alla eilífð. Er það síst undarlegt þegar litið er til þess pólitíska hringlandaháttar sem gætt hefur í Kína þau 37 ár sem liðin em frá byltingunni. Þrátt fyrir margendurtekin loforð Dengs og félaga um að breyting- amar séu varanlegar, þá líður flestum Kínveijum betur viti þeir af sparifé sínu í dýnunni, frekar en í bankanum. Jafnvel þó að sparifjáreigendum sé lofað tals- verðum vöxtum virðist það ekki duga. „Þeir óttast að ef ríkis- stjómin ákveði að ráðast gegn kapítalismanum að nýju verði innistæður þeirri frystar eða gerð- ar upptækar," segir blaðamaður Economical Information. Fleiri ástæður liggja að baki, t.d. er auðveldara að komast hjá skattgreiðslum ef hvergi er hægt að fá upplýsingar um sparifé. Skattakerfí Kína er mjög flókið og breytist oftar en tölu á festir, því er erfitt að áfellast menn fyr- ir að reyna að komast hjá skattá- lögum. Auk þess virðast embættismenn kínversku skatt- stofunnar ekki ábyrgir gagnvart neinum nema sjálfum sér og um margt svipaðir tollheimtumönnum Nýja-testamentisins. Með því að geyma fjármunina heima komast Kínveijar líka hjá því að fara í bankann, sem er musteri kínverskrar skriffinnsku. I öllum bönkum eru langar raðir viðskiptavina, sem bíða þess eins að komast í tæri við skrifkerana, banka svo hægt sé að leggja fram beiðni um að fá að taka út eigin peninga. Stjómvöld hófu útgáfu banka- ávísana og ferðatékka í Shanghai fyrir tveimur árum og notkun þeirra hefur breiðst út til fleiri stórborga. Kínverskir verslana- eigendur neita þó oft að taka við ávísunum og krefjast beinharðra peninga. Ávísanir gefnar út af einstaklingum yrðu líklega jafn gagnslausar, jafnvel þó svo að fólk fengist til þess að legga fé sitt í banka. Embættismaður við Kínverska alþýðubankann benti t.a.m. á að í landi jafnstóru Kína væri erfítt að ganga úr skugga um hvort innistæða væri fyrir ávísun eða ekki. Enn er því langt í land með að efnahagsmál Kína komist í frjálslegra horf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.