Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986
49
Bandaríkin munu ekki
styðja ríki svörtu Afríku
— verði gripið til refsiaðgerða geg-n Suður-Afríku
Lundúnaborg, AP.
HATTSETTUR bandarískur
embættismaður sagðist á mið-
vikudag efast um að Bandarikja-
stjórn myndi aðstoða þau ríki i
suðurhiuta Afríku, sem yrðu fyr-
ir barðinu á refsiaðgerðum gegn
Suður-Afríku yrði til þeirra grip-
ið.
Sem kunnugt er hafa mörg ríki
svartra krafist efnahagslegra refsi-
aðgerða gegn Suður-Afríku, en
yfirvöld í Pretoríu hafa hótað að
svara þeim í sömu mynt, þar sem
Suður-Afríka er aðal viðskiptaland
þeirra.
Embættismaðurinn, sem ekki
vilda láta nafns síns getið sagði
m.a.: „Ég hef ekki orðið var við að
mikils áhuga gæti meðal banda-
rískra þingmanna, eða hins al-
menna skattborgara, á því að
Bandaríkin haldi uppi heilum
heimshluta, vegna undarlegra efna-
hagsráðstafana, sem leiðtogar
svæðisins hafa] kallað yfir sig.“
Hann sagði Bandaríkjastjórn vænta
meiri árangurs af eigin aðferðum,
sem felast í því að beita þrýstingi
án hótana.
Embættismaðurinn sagði einnig
að sór myndi ekki koma á óvart
þó að bandarískir embættismenn
kæmu til fundar við Oliver Tambo,
forseta Afríska þjóðarráðsins. Hann
vildi þó engu spá um hvenær af
slíkum fundi gæti orðið.
Eygerður Ingimundardóttir, Helga Rósa Ragnarsdóttir og Aðalheiður Hafliðadóttir starfsstúlka.
Verslunin Skotið opnar á nýjum stað'
VERSLUNIN Skotið hefur nú
hafið starfsemi á nýjum stað.
Verslunin, sem áður var til húsa
á Laugavegi 26 hefur nú verið
opnuð í nýju umhverfi á horni
Laugavegs og Klapparstígs.
Skotið er vefnaðarvöruverslun,
þar sem boðið er upp á vefnaðar-
vöru, rúmfatnað, smávöru tii
sauma- og pijónaskapar, herra- og
dömunærföt og snyrtivörur og
skartgripi af ýmsu tagi. Verslunin
sendir í póstkröfu um allt land.
Hvað et lusf
I h'Mi«>r libð•A.nrívi..? ! r«m. v,ci'k..imu-,. 1.1 . <(.I.rj.ji tojynKlif:
l lAfin'Uis. (i.Miu ••■íjfl.jdus. I l.)i'i<S!>iviií>r;.l.«>r.}Ui.s!i«: l.ii' ein
i l.«tr<m> ,i h-i.y in.iiui.t. i i.íii .*».»-» js; .< IrirAii. uw* htin
sý»;!ii iii Itríiiiiui.iiu Húniiiu i 70 -■.í.uitiiin;,. viupiru Ji.b
1 i-r;v.!i!!>: in' .'.liagiv.K'J" kuiim«M:i»tl.iy.i\i<S!v»isv«yf.iim
Nitii) kl.'ksl ttl «>l!ir i> !<> •.ol.'iiirmg.i.
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
hefur gefið út bækling þar sem
gefin eru ráð um það hvernig
megi útrýma lúsinni.
Varað við lús
Heilsuverndarstöð Reykjavík-
ur vill beina þeim tilmælum til
foreldra og forráðamanna skóla-
barna að þeir geri sitt besta til
að hefta útbreiðslu lúsar meðal
skólabarna og hefur einnig verið
gefinn út bæklingur þar sem
gefin eru ráð um það hvemig
forðast megi þennan óvelkomna
gest.
Á undanfömum árum hefur borið
á lús meðal skólabama, sérstaklega
í upphafi skólaárs. Til að hefta út-
breiðslu lúsarinnar þarf að fínna
þau böm sem smituð em áður en
skólastarf byrjar.
Það em því vinsamleg tilmæli
heilbrigðisstarfsmanna til foreldra
og forráðamanna allra skólabama
að athugað verði áður en skóla-
ganga hefst, hvort börn þeirra
kunni að hafa lúsasmit.
Finnst lús eða nit skal notað lyf
sem fæst án lyfseðils í lyfjabúð og
fara nákvæmlega eftir þeim leið-
beiningum sem fylgja.
Brýnt er, að heilbrigðisstarfs-
menn, nemendur og foreldrar
leggist á eitt um að ráða niðurlögum
þessa vágests, og má enginn skor-
ast úr leik.
Á því veltur árangurinn því að
lúsin gerir sér ekki mannamun.
Enginn þarf að skammast sín
fyrir að fá á sig lús. Við það verður
ekki ráðið. Á hinn bóginn verður
það að teljast vítavert óhreinlæti
að láta lúsina þrífast eftir að henn-
ar verður vart.
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
CATHIODERMIE!
andlitsmeðferð
brjóstameðferð
augnmeðferð
hálsmeðferð
minnst 3 skipti
10 skipta kúr
6 skipta kúr
6 skipta kúr
CATHIODERMIE húðmeðferðtr eru byggðar á
árangri 30 ára rannsókna sérfrœðinga í efnafræði
snyrtivara við René Guinot rannsóknarstofurnar í
Frakklandi sem eru meðal þeirra allra fremstu
á sínu sviði.
Við meðferðirnar er notað sérstakt hydradermie
tœki (sem er ekki lasertœki) til að þrýsta þar til
gerðum jóniskum gelum niður í húðina.
Gelin hafa mismunandi efnasamsetningu eftirþví
til hvers þau eru ætluð.
Yfir 2500 snyrtistofur víða um heim bjóða þessa
viðurkenndu þjónustu og selja jafnframt
René Guinot snyrtivörur til heimanota.
15% kynningarafsláttur
út september
CATHIODERMIE:
★ örvar efnaskipti húðarinnar, þannig örvast
endurnýjun húðfruma og húðinfær aukin raka
og mýkt.
★ þéttir húðina og gefur henni fallegri áferð.
★ djúphreinsar húðina (disincrustation).
Mjög góður árangur fæst með slæma acne-húð.
★ stuðlar að rakajafnvœgi og réttu sýrustigi
húðarinnar.
Allir snyrtifræðingar sem gefa CATHODERMIE
meðferðir verða að fara á þjálfunarnámskeið
sem lýkur með prófi.
UTSOLUSTAÐIR:
Snyrtistoján Arsól, Grimsbie \jBústadaveg R.
Snyrtistofan Asýnd, Garóastrceti 4, R
Snvrtistofan Salon Rit:, Laugavegi 66, R
Snyrtistof'an Fegrun, Búóagerdi 10, R
Snyrtistofa Viktorín, EddufeHi 2—4, R
Snyrtistofan Andrómeda, lónbúd 4, Garöahtr
S: 21262 Snyrtistofun Þema, Reykjavikurvegi 64. Hajharf.
S: 29669 Snyrtistqfa Lilju, Engiijaila 8, Kópavogi
S: 22460 Snyrtistofan Dana, Hafnargötu 49, Kejlavik
S: 22205 Snyrtistofa Nönnu, Strandgöju 22, Akurevri
S: 79525 SnvrtihúsiöÁrsölum. Eyravegi 2, Selfossi
S: 42755 Snyrtistofa Ágústu Guónad., Miöstr. 14, Vestm.
Snyrtislofan Hótel Örk, Breióumörk, Hveragcröi S: 99-4700
S: 51928
S: 46620
S: 92-2617
S: 96-26080
■ S: 99-2566
S: 98-2268
Cathiodermie
húðmeðferðir
—■ * I PARIS1
Heilbrigðari húð!
«*
4*