Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 57 216 stig, en fast á hæla hans kom annar draugur, Páll Valdimarsson með 205. Röð næstu manna varð: Magnús Ólafsson 191, Sigfús Þórð- arson 180, Ásthildur Sigurgísla- dóttir og Lárus Arnórsson 154, Baldur Ásgeirsson og Magnús Halldórsson 126, Magnús Aspelund og Steingrímur Jónasson 116, Al- bert Þorsteinsson og Sigurður Emilsson 112 og Júlíana Isebarn og Margrét Margeirsdóttir 103. Og minnt er á að Sumarbrids 1986 lýkur í næstu viku, þriðjudag og fímmtudag. Spilað er í Skipholti 50A. Opna Þjóðviljamótið 20. september Það hefur víst ekki farið framhjá mörgum bridsspilurum, að Þjóðvilj- inn stendur fyrir Opnu Stórmóti í Brids laugardaginn 20. september nk., í tilefni 50 ára afmælis blaðs- ins (það eiga fleiri afmæli en hún Reykjavík). Skráning hefur gengið afar vel fram að þessu, enda um að ræða létt og lipurt fyrirkomulag, sem hentar flestum. Spilaður verður tvímenningur með Mitchell-fyrir- komulagi, sem þýðir í mæltu máli, að venjubundin tvímenningskeppni er á ferðinni, með tveimur spilum milli para. í upphafi sest helmingur af pörum í N/S átt og hinn helming- ur á A/V átt. Síðan sitja N/S pörin fast (áfram við sama borð út um- ferðina) en A/V pörin fara á röltið og taka andstæðinga í röð. Síðan er skorin úr viðkomandi setu skráð á þartilgert skorblað sem keppnis- stjóri innheimtir að lokinni hverri setu og komið til tölvuherbergis, þar sem skrásetjari mun „mata“ elskuna sína, og í lok umferðar mun allt heila „klabbið" vera skráð og þá tekur þessi sama elska sig til og spáir í niðurstöður. Svona geng- ur þetta fyrir sig í tvær umferðir, sú fyrri hefst kl. 13 á laugardag og sú síðari sama dag, eftir smá- matarhlé um kvöldið. Spiiað verður um góð verðlaun, auk silfurstiga. Keppnisgjald verður með allra lægsta móti, aðeins kr. 600 pr. spil- ara. Ólafur Lárusson, sem mun annast leiðsögn í mótinu, sér einnig um skráningu. Hans má vitja á skrifstofu Bridssambandsins, í Sumarbrids eða einfaldlega heima í s. 16588. ítrekað er, að þátttaka í þessu móti er öllum opin sem áhuga hafa á, en minnt er á að sökum húsnæðisskorts getur þurft að takmarka þátttöku (það er verið að vinna í því að fá allan kofann að Gerðubergi þennan laugardag undir mótið okkar). Því fyrr sem væntanlegir þátttakendur láta skrá sig því betra. Hinir fyrstu verða fyrstir. Frá Bridssambandi Islands Mótadagskrá Bridssambandsins fyrir næsta starfsár liggur nú fyrir. Meðal helstu nýjunga í henni er að finna m.a. breytingu á spiladögum í úrslitakeppni Islandsmótsins í sveitakeppni. í stað hinnar hefð- bundnu páskaspilamennsku færist keppnin til um eina viku (eftir páska) og hefst á miðvikudags- kvöld. Síðan tveir og hálfur leikur á fimmtudag og einnig á föstudag og einn leikur (síðari) á laugardags- eftirmiðdegi. Síðan verða mótslok um kvöldið með tilheyrandi mat og öðrum aðföngum. Er það von stjórnar BSÍ að þessi breyting mælist vel fyrir, enda páskaspila- mennska löngum verið óvinsæl. Islandsmót í tvenndarkeppni (blönduðum flokki) í tvímenning, færist nú yfir á vorið, enda verið kvartað yfir því að hafa það að haustlagi, spyrnt saman við ís- landsmót kvenna í tvímenning. í staðinn hefur verið ákveðið að hleypa af stokkunum, á sama tíma pg Islandsmót kvenna í tvímenning, Islandsmóti í yngri flokki í tvímenn- ing. Slík keppni hefur ekki verið Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn fimmtu- daginn 11. september kl. 20.30 að Síðumúla 35, uppi. Allir velkomnir. ★ Námskeiöið getur hjálpaö þér aö: ★ Öðlast HUGREKKI og meira SJÁLFSTRAUST. ★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri sann- færingarkrafti í samræöum og á fundum. ★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐINGU og VIÐURKENNINGU. ★ Talið er að 85% af VELGENGNI þinni séu komin undir því, hvernig þér tekst aö um- gangast aöra. ★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima og á vinnustaö. ★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr kvíöa. Fjárfesting í menntun gefur þér arð ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma: 82411 Q STJÓRIMUIMARSKÓLIIXIIM % Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðin" haldin til þessa. Aldursmark kepp- enda verður í þessa keppni, spilarar fæddir 1962 og síðar. Það er sami aldur og verður gjaldgengur í lands- lið næsta árs, en eins og fram kemur í mótadagskrá mun Brids- samband íslands halda Norður- landamót í flokki yngri spilara 1987 að Hrafnagili í Eyjafirði. Má því í framtíðinni búast við, að þetta mót færist til og verði haldið eftir ára- mót í framtíðinni, þannig að lands- liðsaldur gildi til þátttöku. Tölvuvædd tvímenningskeppni, landsbikarkeppni í tvímenning, er á dagskrá BSÍ í október. Hún verður með því sniði, að ÖLL félög á landinu taka þátt í þessari keppni, fá sent til sín tölvugjöf með spilum (númerum) 1—33 og sjái síðan um að fjölfalda þau í viðeigandi riðils- stærðir (8-10-12-14-16 para) eftir því sem við á og fyrirfram skrái pör til þátttöku, þannig að vitað sé hvað þarf að gefa í marga riðla (og hve stóra). Félögin spila þessa keppni á sínum EIGIN spiladegi, frá mánudegi til fímmtudags (er flestöll félögin spila) einhveija ákveðna viku í október. Síðan verði skorblöðum komið til útreiknings, sem þeir Vigfús Pálsson og Ásgeir P. Ásbjörnsson sjá um. Fljótlega í næstu viku liggja síðan fyrir úrslit, sem koma þannig út, að allt landið hafi spilað í einum STÓRUM riðli, enda hafi sömu spil verið spiluð um land allt. Einfalt? Bikarkeppni Bridssam- bandsins Tveir síðustu leikirnir í 4. umferð Bikarkeppni Bridssambandsins voru spilaðir í vikunni. Sveit Sam- vinnuferða/Landsýnar sigraði sveit Ásgeirs P. Ásbjörnssonar með 17 stiga mun. í sigursveitinni eru: Helgi Jóhannsson, Þorgeir P. Ey- jólfsson, Valur Sigurðsson, Guðmundur Pétursson, Jón Bald- ursson og Sigurður Sverrisson. Sveit Jóns Hjaltasonar gekk yfir sveit Sigtryggs Sigurðssonar, og varð þar með ljórða sveitin til að tryggja sér sæti í undanrásum Bik- arkeppninnar. Með Jóni eru í sveitinni: Hörður Arnþórsson, Jón Ásbjörnsson, Stefán Guðjohnsen og Símon Símonarson. Og einsog menn rekur minni til hafði verið ákveðið að draga í und- anrásum á keppnisstað á laugar- daginn, en því hefur verið breytt. Þessi mætast: Sveit Jóns Hjaltasonar mætir Samvinnuferðum/Landsýn og sveit Pólaris mætir Sigfúsi Erni Árna- syni. Allar eru þessar sveitir úr Reykjavík. Undanrásir verða spilaðar á Hót- el Hofi v/Rauðarárstíg nk. laugar- dag og hefst spilamennska kl. 10 árdegis. Spiluð verða 43 spil. Sigur- vegararnir úr þessum tveimur leikjum mætast svo í hreinum úr- slitaleik daginn eftir, sunnudaginn 7. september, á sama stað og hefst sá leikur einnig kl. 10 árdegis. Þá verða spiluð 64 spil. Keppnisstjóri verður Agnar Jörgensson. EROBIK BALLETT JASS BOLIR BUXUR SAMFESTINGAR SOKKABUXUR LEGGHLÍFAR BELTI UPPHITUNAR- BUXUR Sportval Bikarínn Laugavegi 116. Sími 14390. Skólavörðustíg 14. Sími 24520.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.