Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 69
MÖRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 69 Nýjungar í skólastarfinu: Námsefni Fjölbrauta- skólans kennt í 9. bekk SKÓLASTARF er nú að hefjast um allt land og nemendur og kennarar að mæta aftur í skól- ana að loknu sumarfríi. í Réttar- holtsskóla, Hagaskóla og Garðaskóla verður nemendum í 9. bekk boðið upp á mismunandi námshraða i samræmdum grein- um i fyrsta sinn nú þetta skólaár, auk þess sem þau geta tekið hluta námsefnis Fjölbrautaskólans. Undirbúningur þessara breyt- inga hefur staðið yfir í skólunum i eitt ár og eru þær í anda til- rauna sem gerðar hafa verið á Akranesi undanfarin þrjú ár, en þar hefur nemendum 9. bekkjar verið boðið upp á kennslu á hluta námsefnis Fjölbrautaskólans. Auk þess hafa nemendur þar getað valið um mismunandi námshraða, og hver og einn þvi verið með sérsmiðaða stunda- skrá. „Við komum saman í fyrra, auk mín þeir Haraldur Finnsson skóla- stjóri í Réttarholtsskólanum og Björn Jónsson í Hagaskólanum," segir Gunnlaugur Sigurðsson skóla- stjóri Garðaskóla. „Við höfum ásamt fleiri skólamönnum lengi haft áhyggjur af 9. bekk, teljum að við höfum orðið varir við skóla- leiða, áhugaleysi og deyfð sem stafar af því að nemendur fá ekki verkefni við sitt hæfi. Það skapar leiða er nemendur fá of auðveld verkefni og eins ef þeir fá verkefni sem þeir ráða ekki við. Því ákváðum við að fara þess á leit við fræðslu- yfirvöld og Skólaþróunardeild að gera þessar breytingar, en sam- kvæmt þeim geta nemendur valið um námshraða greinanna, geta far- ið á svokallaðri hraðferð, miðferð og hægferð í gegnum námsefnið, svipað því sem tíðkast í framhalds- skólunum. Valgreinar hér eru svipaðar og í öðrum skólum, en auk þess geta afburðanemendur í grein- um eins og stærðfræði og tungu- málum tekið viðbótartíma í þeim greinum í vali og tileinkað sér námsefni framhaldsskólans, tekið próf þar og lokið þannig hluta fram- haldsskólanámsins í grunnskólan- um. Sérhver nemandi í 9. bekk verður því með eigin stundatöflu í vetur." Gunnlaugur sagði að tölva hefði verið látin sjá um að setja saman stundaskrá fyrir hvem einstakan nemanda, kennslan færi fram á tímabilinu 8 til 2.30, nemendur væru með 35 kennslustundir á viku og ef eyður mynduðust í stunda- skránni væri aðstaða fyrir nemend- ur til að vinna í skólanum, t.d. væri mjög góð aðstaða á bókasafn- inu, en þar geta um 50 nemendur verið við lestur samtímis. En hver var reynsla Akurnesinga af því að láta nemendur 9. bekkjar glíma við námsefni Fjölbrautaskól- ans? Að sögn Þóris Ólafssonar skólameistara var tilraunin gerð vegna húsnæðiserfiðleika í grunn- skólanum, 9. bekkur fékk inni í húsnæði Fjölbrautaskólans og um leið var gerð tilraun tii að bjóða nemendum upp á misjafnan náms- hraða í námsefni skólans og auk þess var þeim boðið að taka hluta af námsefni Fjölbrautaskólans og létta sér þannig nám næsta vetrar. Þórir sagði að um þriðjungur nem- enda hefði notfært sér þetta í einni grein eða fleirum, tilraunin tekist mjög vel og af henni mætti ráða að hluti nemenda 9. bekkjar réði við námsefni Fjölbrautaskólans. Hann sagði að skólinn hefði skilað skýrslum um þessa tilraun til Menntamálaráðuneytis, en hús- næðisvandi grunnskólans á staðn- um væri nú leystur og nemendur 9. bekkjar því nú til húsa í grunn- skólanum. „Það voru allir sammála um það sem fylgdust með þessu hérna hjá okkur að þetta gekk mjög vel,“ sagði Þórir. „Okkur tókst mjög vel að verða við óskum hvers og eins um nám við hæfi, krakkarnir voru mjög starfsöm og dugleg og þetta virtist virka mjög hvetjandi á þau.“ Hann sagði að umræður væru í gangi um framtíð þessarar kennslu- skipunar í gi-unnskólanefndinni en ákvarðanir hefðu ekki verið teknar um hvort þetta fyrirkomulag yrði notað í framtíðinni. Að sögn Hrólfs Kjartanssonar í Skólaþróunardeild Menntamála- ráðuneytisins eru auk þessara skipulagsbreytinga einnig breyting- ar á almennu námsefni grunnskól- anna þetta skólaár. Meðal nýjunga má nefna að aukin áhersla er lögð á tónlistaruppeldi 6-8 ára bama. Þá er nýkomið út námsefni um jafn- réttismál sem notað er í samfélags- kennslu grunnskólans og auk þess verður í vetur í fyrsta sinn notað nýtt íslenskt námsefni í forskóla- deildunum, en því er ætlað að brúa bil milli starfsemi leikskóla og dag- heimila og forskólans. Hvað segja þau um þessar breytingar? HVAÐ segja nemendur 9. bekkjar Garðaskóla um þær breytingar sem eru fyrirhugað- ar í vetur? MÁR MÁSSON: „Mér líst þrælvel á þetta, og tel að þetta fyrirkomulag ætti að geta bætt námsárangurinn. Mér fínnst gott að nemendur geti valið sér þann námshraða sem þeim hentar og held að það sé almenn ánægja meðal nemenda með þetta.“ -Hvaða námshraða valdir þú? „Ég valdi hægferð í stærð- fræði, miðferð í íslensku og hraðferð í ensku og dönsku. Svo tek ég tölvufræði og fjölbrauta- enskuna." — Ekkert óánægður með að bekkjakerfíð sé úr sögunni? „Nei, alls ekki. Mér finnst þess- ar breytingar almennt jákvæðar." SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR: „Ég er mjög ánægð með þetta, ég ætla að taka fjölbrautastærð- fræði og ensku og kemur það mér áreiðanlega til góða næsta vetur. Auk þess held ég að það sé mjög gott fyrir þá sem fara í Fjöl- Moi^unblaðið/Þorkell Már Másson: „Þess- ar breytingar eru almennt jákvæðar.“ Sigríður Björnsdótt- ir: „Gott að aðlagast þessu kerfi smám sarnan." Auður Skúladóttir: „Finnst að allir skól- ar ættu að taka þetta upp.“ brautaskólann að aðlagast þessu kerfi smám saman.“ — Heldurðu að þetta fyrir- komulag hafi einhver áhrif á það sem kallað hefur verið skólaleiði? „Já, krakkarnir eru almennt ánægð með þetta og ég held að þetta geti haft í för með sér minni námsleiða þegar hver og einn fær verkefni við sitt hæfi. Annars er lítið farið að reyna á þetta ennþá, þetta kemur ekki í ljós fyrr en lengra er liðið á skólaárið." — Ertu ánægð með stundatöfl- una þína? „Já, það er bara ein eyða í henni, og hún er eftir sundtíma." — Saknarðu ekki gamla bekkj- arkerfisins? „Nei, ég er með sumum gömlu vinanna í nokkrum námsgreinum, og auk þess hittumst við áfram í skólanum. Það er einnig kostur við þetta kerfi að menn kynnast fleirum en áður.“ AUÐUR SKÚLADÓTTIR: „Mér líst mjög vel á þetta, ég valdi tvær miðferðir og tvær hrað- ferðir í námsefninu. Auk þess ætla ég að taka fjölbrautastærð- fræði og fjölbrautaþýsku. Mér fínnst þó vera einn stór galli á þessu kerfí en hann er sá að við fáum framhaldsskólanámsefnið eingöngu metið í Fjölbrautaskól- anum hér, þetta er ekki metið ef við forum t.d. í menntaskólanám. En þessi mismunandi námshraði hjálpar þeim sem þurfa að fara hraðar og hægar yfír námsefnið.“ — Heldurðu að nemendur séu almennt ánægðir með þetta fyrir- komulag? „Já, ég hef ekki heyrt neina óánægju með þetta, en sumum fínnst þeir þó vera með of margar eyður.“ — Er ekki góð aðstaða til að læra hér í skólanum? „Jú, en það er alltaf best að komast sem fyrst heim til sín. Ég er með þrjár eyður og fínnst það fullmikið. En í heild er þetta fyrir- komulag ágætt og mér fínnst að allir skólar ættu að taka þetta upp.“ Verð MAZDA bíla hefur hlutfallslega aldrei verið lægra en núna. Verðlauna- bíllinn MAZDA 626 1.6L 5 dyra Hatchback LX kostar nú aðeins 475 þúsund krónur. Örfáir bílar til afgreiðslu úr viðbótar- sendingu í október. Tryggið ykkurþví bíl strax. Opið laugardaga frá kl. 1 - 5. mazDa BÍLABORG HF SMIÐSHÖFÐA 23, SlMI 68-12-99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.