Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 35
aser jrjHMaTqas e ífuoAamiuiíM .aioAAd'/.umov MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 20 þúsund gyðingar búsettir í Tyrklandi Kynþáttahatur óþekkt fyrirbrigði Istanhul, AP. MORÐIN í bænahúsinu í Istan- bul urðu þeim 20.000 gyðingum sem þar búa mikið áfall. Þeir segjast hingað til ekki hafa þurft á sérstakri vernd að halda þrátt fyrir að 98% borgarbúa séu múhameðstrúar. Talsmenn gyðinga í Istanbul segjast ekki telja að morðingjam- ir hafí ætlað að ógna samfélagi gyðinga í Tyrklandi. „Hér hefur aldrei borið á kynþáttahatri," sagði Jack Veissed, einn helsti leiðtogi gyðinga í Istanbul. Flestir þeirra gyðinga, sem búa í Istanbul, eru afkomendur gyð- inga, sem upphaflega komu til Spánar frá Norður-Afríku og flúðu undan Spænska rannsókn- arréttinum árið 1492. Þeir fengu hæli í Ottomanna-ríkinu og voru þá um 100.000. „Tyrkland hefur ævinlega reynst landflótta gyð- ingum vel,“ sagði Jack Veissed. Á fjórða áratug aldarínnar flúðu fjölmargir menntamenn af gyðingaættum frá Þýskalandi og settust að í Tyrklandi. Þetta varð tyrkneskum háskólum mikil lyfti- stöng. Um 80.000 gyðingar bjuggu í Tyrklandi fram til ársins 1948 þegar Israelsríki var stofnað. Þá hófust miklir fólksflutningar og fluttu um 60.000 manns úr landi til ísraels. Gyðingamir hafa runnið saman við hið tyrkneska samfélag í ald- anna rás. Flestir tala þeir Tyrk- nesku en nokkrir tala enn hið foma tungumál Ladino, sem er blanda af tungu gyðir 'a og spænsku. Hebreska er kennd sem annað tungumál í tveimur skólum gyðinga í Istanbúl. Holland: Sprenging í bygging- arfyrirtæki Gouda, Hollandi, AP. SPRENGJA sprakk í gær í skrif- stofu eins stærsta byggingafyrir- tækis Hollands, að því er sagði í hollenska ríkisútvarpinu. Engin slys urðu á mönnum. Sprengjan sprakk um klukkan 22 á sunnudagskvöldið og olli mjög miklum skemmdum. Samkvæmt fréttum útvarpsins hafði enginn lýst ábyrgðinni á hendur sér. Fyrr á þessu ári sprakk sprengja í skrifstofu byggingafyrirtækis í Suður-Hollandi. Hópur friðarsinna sagðist hafa staðið að baki spreng- ingunni. Fullyrtu þeir að fyrirtækið annaðist smíði skotpalla fyrir stýri- flaugar í herstöð hollenska flug- hersins í Woensdrecht. Árið 1988 er áætlað að koma þar fyrir 48 stýriflaugum á vegum Atlantshafs- bandalagsins. Holland: Miklar óspekt- ir á knatt- spyrnuvöllum Amsterdam, AP. MIKIL ólæti urðu á knattspyrnu- vöUum víða í Hollandi um helg- ina. AUs slösuðust 14 manns og 21 var handtekinn. Þetta eru verstu ólætin í Hollandi á þessu keppnistímabili. í Haag lenti aðdáendum heima- liðsins, „FC Den Haag“, saman við fylgismenn „Feyenoord". Leiknum lyktaði með jafntefli en aðdáendur liðanna grýttu hvorir aðra að leiks- lokum. 14 þurftu að leita læknisað- stoðar og 12 menn sitja enn í varðhaldi og verða þeir væntanlega ákærðir fyrir óspektir. Þrír hollenskir þingmenn fylgd- ust með leiknum en þeir sitja í nefnd, sem ætlað er að fjalla um óspektir og ofbeldisverk á knatt- spymuvöllum í Hollandi. í Eindhoven börðust heimamenn við fylgismenn „AZ Alkmaar" en leiknum lauk með sigri heimaliðs- ins. 15 voru handteknir en þeim hefur öllum verið sleppt úr haldi. Ofbeldisseggirnir börðust inni á leikvanginum og verða þeir kærðir fyrir óspektir, skemmdarverk og óleyfilegan vopnaburð. Einn þeirra sem handteknir voru ógnaði lög- reglumanni með lagvopni. Að sögn talsmanna lögreglunnar er ekki vit- að hvaða ákæra verður gefin út á hendur honum. Mírnir Haustnámskeið MÁLASKÓLL RITARASKÓLI Enskuskóli æskunnar er fyrir börn á aldrinum 8—12 ára og unglinga 13—16 ára. Skólinn veróur starfræktur í Breiðholti og Vesturbæ næsta vetur. Námskeióin hefjast 17. sept. og 21. janúar og veróur kennt í 12 vikur í hvort skipti. Hægt er aö velja á milli fjögurra þyngdarstiga. LÆRIÐ ensku á skemmtilegan hátt meó skemmtilegum enskum kenn- urum í enskuskóla æskunnar. Em*cu ÆSKUNoÍAfii Enska mánud,—miðvikud. kl. 16—17/þriójud— fimmtud. kl. 16—17. Byrjendaflokkur — þar sem eru tekin fyrir grundvallEiratriöi enskunnar. Takmarkiö er aó bömin skilji og geti sagt einfaldar setningar, fyrirspumir og skipanir. Enska mánud,—miðvikud. kl. 17—18/þriðjud,—fimmtud. kl. 17—18. Fyrir þá sem skilja og geta sagt einfaldar setningar. Eftir námskeióiö eiga þátttakendur aö vera færir um aó tjá sig um sínar þarfir og geta rætt daglega hluti á einfaldan hátt. Enska mánud—mióvikud. kl. 18—19/þriðjud— fimmtud. kl. 18—19. Fyrir þá sem hafa undirstööuþekkingu í ensku. Eftir námskeiöió eiga þátttakendur aó geta rætt um síri áhugamál og sagt frá sinni reynslu. Enska mánud,—mióvikud. kl. 19—20/þriðjud—fimmtud. kl. 19—20. Fyrir þá sem kunna ensku en vilja viðhalda kunnáttunni og bæta viö orðaforðann. , UPPLÝSINGAR OGINNRITUN I BREIÐHOLTI, VESTURBÆ 10004, 21655 OG HAFNARFIRÐI og 11109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.