Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986
55
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
Á að selja golf-
ferðir til Islands
Helstu söluaðilar: Bókaversl. Jónasar Tómassonar (safiröi • Bókaversl. Þórarins Stefánssonar Húsavík • Bókval Akureyri • E.Th.
Mathiesen Hafnarfirði • Fjölritun s.f. Egilsstöðum • Kaupfél. Árnesinga h.f. Selfossi • Kjarni Vestmannaeyjum • Penninn Hallarmúla
— sagði R. Van Erven Dorens frá Hollandi
SÍÐASTLIÐINN fimmtudag komu um 20 ræðismenn íslands, víðs
vegar að úr heiminum, saman í golfskála Golfklúbbs Reykjavíkur í
Grafarholtinu til þess að leika golf. M6t þetta var sett á í tilefni
ráðstefnu ræðismanna hér á landi og það var Einar Benediktsson
sendiherra í Lundúnum sem átti hugmyndina að þessu móti.
Það viðraði ekki vel til golfíðkun-
ar þegar fók bar að garði snemma
á fímmtudagsmorgun en engu að
síður mættu flestir þeir sem til-
kynnt höfðu þátttöku sína og má
þar á meðal nefna sendiherrafrúna
frá Mexíkó, ræðismanninn í Tókíó,
Spáni og Bankok að ógleymdum
Hollendingnum R. Van Erven Dor-
ens en hann var um margra ára
skeið einn fremsti kylfingur Holl-
ands og liðsstjóri landsliðs þeirra í
mörg ár.
Mótið fór hið besta fram og gekk
mönnum ótrúlega vel þrátt fyrir
leiðinlegt veður, lánskylfur og að
flestir voru óvanir vellinum. Ekki
Það mætti
auglýsa golf-
ferðir hingað
— segir Dauide C.
Ryeland frá Dover
EINN þeirra ræðismanna sem
þátt tók í golfmótinu var Dauice
C. Ryeland en hann er ræðismað-
ur íslands í Dover. Við spurðum
hann fyrst hvað ræðismaður ís-
lands á surðurströnd Englands
gerði.
„Starfið felst mest í því hjá mér
að líta eftir hagsmunum íslenskra
ferðamanna sem fara um Dover en
þaðan eru feijur til Frakklands og
Belgíu og mikill flöldi ferðamanna
fer þar um á hveijum degi. í fyrra
fóru þar um 60 milljónir ferða-
manna og það er því oft mikið um
að vera þar. Ég veit ekki hversu
margir íslenskir ferðamenn fara þar
um árlega því það er ekki skráð
sérstaklega hvaðan ferðamennimir
em en það er þó nokkur fjöldi.
Ég hef verið ræðsimaður íslands
í Dover frá því árið 1968. Ég veit
eiginlega ekki hvers vegna ég varð
ræðismaður en ætli það hafi ekki
verið vegna þess að fyrirtæki mitt
hafði umboð fyrir íslenska fískibáta
á þessum tíma. Það er ekki mikið
um að ég þurfí að skipta mér af
íslendingum sem em á ferðalagi
en það em þó alltaf nokkur tilfelli
á ári.
Ég hef komið hingað tvisvar áður
og í bæði skiptin var það í sam-
bandi við ræðismannafundi en þeir
hafa alla verið haldnir þrisvar."
— Hvemig er að leika golf hér
í Grafarholtinu?
„Það er mjög gaman. Þessi völlur
kemur mér mjög á óvart. Hann er
ekkert verri en margir vellir í Eng-
landi. Flatimar em að vísu ekki
eins góðar og heima en brautimar
em skemmtilegar og mjög góðar.
Þetta er mjög skemmtilegur völlur
til að koma á og ég er ekki í nokkr-
um vafa um að ferðamenn sem
hingað koma hefðu gaman af því
að leika hér golf og það mætti vel
auglýsa golfferðir hingað til lands.
Völlurinn er alveg þess virði."
Hverfisgötu 33-Sími 91 -20560
er að efa að þetta mót á eftir að
skila sér að því leytinu til að sendi-
herrar þeir sem hér kepptu vom
allir á því að það væri vel þess virði
að reyna að auglýsa ísland sem
golfland en það tíðkast mjög meðal
kylfínga að komast sem víðast um
heiminn til að leika golf.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Hér ræða menn málin áður en lagt er af stað. Veðrið hefur örugglega verið ofarlega á baugi þvi það
var slæmt en allir létu sig þó hafa það að leika golf og líkaði vel.
„Þetta er mjög góður völlur sem
þið hafíð hér,“ sagði Erven Dorens
í mótslok og hefur hann þó séð þá
marga um ævina. „Þetta er enn
furðulegra ef haft er í huga við
hvaða aðstæður hann er byggður
hér. Geysilega erfíð uppbygging er
að skila sér og þetta framtak sýnir
að það má gera ýmislegt með sjálf-
boðavinnu þó svo við gætum það
aldrei í Hollandi. Golfíþróttin er í
mikilli sókn hér á landi og ber
árangur Sigurðar Péturssonar og
Ragnar Ólafssonar í fyrra þess
gleggst merki og auðvitað má ekki
gleyma hinum unga íslandsmeist-
ara, Úlfari Jónssyni, sem á örugg-
lega eftir að ná mjög langt. Þetta
allt stefnir í sömu átt. Það á vel
að vera hægt að selja golfferðir
hingað til lands. Vellimir, fólkið,
veðrið og dagsbirtan leggjast á eitt
um það,“ sagði Dorens að lokum.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Þessir urðu í öðru sætí: Thomson frá Edinborg púttar, Konráð Bjarnason forsetí GSÍ heldur á flagginu
og Erven Dorens frá HoIIandi fylgist með og heldur á sínum bolta.
MINNI FYRIRHÖFN - MEIRI YFIRSÝN
Yfir 60% af seldum afgreiöslukössum á íslandi á
síðasta ári voru af gerðinni OMRON.
OMRON afgreiðslukassarnir fást í yfir 15
mismunandi gerðum, allt fráeinföldum kössum upp
í fullkomnartölvutengdar afgreiðslusamstæður.
Þeireru því sniðnir fyrir hvers konar verslunar-
rekstur, eru búnir sjálfvirkri tölvuútskrift, veita
möguleika á stækkun og stuðla að meiri yfirsýn og
markvissari rekstri. Þess vegnafinnurðu OMRON
afgreiðslukassa í íslenskum sjoppum, bakaríum,
sérverslunum, stórmörkuðum, veitingahúsum,
sundlaugum - já, víðar en nokkra aðra
afgreiðslukassa.
OMRON AFGREIÐSLUKASSAR
VERÐ FRÁ KR. 19.900.-
ÍMÉffx
' ^ 4 &
■ $! / ' / V 'J i
• • —
XJöfðar til
XXfólksíöllum
starfsgreinum!