Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 VÍSINDI/Sverrir Ólafsson Notkun leysigeisla í læknisfræði Rúmlega 25 ár eru liðin frá því Theodore H. Maimann byggði fyrsta leysinn í „Huges Research Laboratories" í Kalifomíu. Síðan hefur leysirinn verið þróaður gífur- lega og gegnir í dag mikilvægu hlutverki á mörgum sviðum tækni og vísinda. í hugum margra tengist leysir hárfínum ljósgeisla sem borað getur gat á demanta og þykkar stálplöt- ur. Öðrum verður hugsað til þeirra risaleysa sem verið er að þróa í tengslum við „stjömustríðsáætlun" Bandaríkjanna. Víða um heim vinna aðrir vísindamenn að hönnun leysa sem ætlað er „heilbrigðara" hlut- verk, en það er að lækna sjúka af meinsemdum sem hingað til hafa verið (og eru enn) illviðráðanlegar og leggja árlega að velli milljónir manna um allan heim. Frá upphafi bundu menn miklar vonir við hagnýta möguleika leysis- ins á sviði læknisfræðinnar. Sumar þessara vona hafa margfalt betur en ræst, en minna hefur orðið úr öðrum. Hvítt ljós Orkumagn atóma getur einungis tekið ákveðin skömmtuð gildi sem ákvarðast af „sveifluástandi" (þ.e. orkuástandi) rafeinda þess. Undir venjulegum kringumstæðum hefur atómið tilhneigingu til að dvelja í ástandi lægstrar orku, en hægt er að örva það með rafsegulgeislun af ákveðinni tíðni. Örvað atóm send- ir fljótlega frá sér upptekna orku á formi ljóseinda (þ.e. ljóss). Hvenær frágeislun á sér stað er ómögulegt að segja um, þar sem slíkur ferill er tölfræðilegs eðlis. Venjulegur ljósgjafi (t.d. Ijósa- pera) hefur að geyma mikinn fjölda örvaðra atóma, sem á mjög óreglu- legan hátt og óháð hvert öðru senda frá sér ljóseindir. Ljósið saman- stendur því af óreglulega mynduð- um þáttum sem búa yfir mismunandi bylgjulengdum. Fasi (þ.e. taktur) og stefna hinna ein- stöku bylgjuþátta eru einnig mjög mismunandi. Hvað er leysir? Grundvöllur leysisins byggist á eftirfarandi staðreynd. Ef rafsegul- geislun af ákveðinni bylgjulengd skellur á örvuðu atómi, þvingar hún það til að senda frá sér alla um- framorku á formi ljósgeislunar. Geislun þessi nefnist „þvinguð frá- geislun" en hún býr yfír sömu orku og innfallsgeislunin og sveiflast í takt við hana. Örvað atóm virkar því sem „magnari" á geislun af ákveðinni bylgjulengd. Ef mikill flöldi atóma er á örvuðu ástandi, getur pífurleg geislamögnun átt sér stað og því myndast aflmikill geisli sem samanstendur af „samsveif- landi“ þáttum jafnrar bylgjulengd- ar. Það er á þennan hátt sem leysigeisli verður til, en bylgjulengd hans er háð því hvaða efni er notað til ljósmyndunarinnar. Kostir leysigeisla Þar sem leysigeisli samanstendur af samhliða bylgjuþáttum sem hafa jafna bylgjulengd er auðvelt að leiða hann eftir ljósleiðurum og sjón- pípum sem notaðar eru til skoðunar á ýmsum innri hlutum líkamans. Það eru einnig þessir sérstöku eig- inleikar leysigeislans sem skýra þá staðreynd að einungis ákveðnir vef- ir gleypa hann á meðan aðrir hleypa honum óáreittum í gegn. Hægt er Theodore H. Maimann með fyrsta leysinn því að nota leysigeisla til skurðað- gerða á ákveðnum hluta líffæris án þess að skadda annan hluta sama líffæris. Dæmi um þetta er hinn blágræni geisli „argon-jóna-leysis- ins“ sem farið getur í gegnum augað án þess að skaða nokkurn hluta þess nema sjónhúðina (ret- ina). Áhrif leysigeisla á lífrænt efni Víxlverkan leysigeisla við lífrænt efni er háð afli og bylgjulengd geisl- ans svo og samsetningu efnisins. Það eru þessi þættir sem ákvarða hvort lífrænn vefur gleypir geisl- ann, hleypir honum óáreittum í gegn eða einungis breytir stefnu hans. Þeir vefír sem gleypa geislann geta orðið fyrir skaðrænum áhrifum af völdum hans. Þegar um gleypna vefí er að ræða minnkar geisla- magnið verulega eftir því sem fjær dregur yfírborði vefsins, en drif geislans er háð bylgjulengd hans og samsetningu vefsins. Innan ákveðinnar dýptar sk. „hvarfdýpt- ar“ gætir áhrifa geislans ekki lengur. Vegna samstefnu og samsveiflu allra bylgjuþátta leysisins er orka geislans samanþjöppuð á mjög lítið svæði rúms. Leysigeisli getur búið yfír tíuþúsundmilljón sinnum meiri orkuþéttleika en sólarljósið við yfír- borð jarðarinnar. Skemmd lífræns efnis af völdum leysigeisla kemur til af þeirri stað- reynd að efnið hitnar gífurlega í snertipunkti geislans. Hversu mikil skemmdin verður er háð heildar- orku geislans og þeim tíma sem vefurinn gleypir orkuna á. Því skemmri sem tíminn er því meiri verða skemmdimar. Ef vefurinn gleypir staðbundið mikla orku á stuttum tíma nær hitinn ekki að ieiða út í vefínn og vex því mjög. I geislapunktinum getur hitinn farið langt upp fyrir 100°C. Nálæg- ar frumur soðna því og bókstaflega gufa upp. Ferill þessi nefnist því „ljósgufun". Fjær geislapunktinum hitnar vefurinn iðulega upp í 60— 90°C. Við þetta hitastig storknar eggjahvítuefni fmmanna, sem harðna og skreppa saman. Sagt er að fmmurnar „ljósharðni". Það er þessi ljóshersla sem myndar ör við skurðinn. Notkun leysis til augnlækninga Strax eftir uppgötvun leysisins var ljóst að möguleikar hans til skurðlækninga vom miklir. Notkun leysigeisla innan auglæknisfræð- innar hefur tíðkast um margra ára skeið og gefíð góðan árangur. Myndin sýnir langan, uppvafinn Ijósleiðara sem skín af ljósi því sem leitt er eftir honum. Leysigeislar eru notaðir til að eyða æxlum sem hindra eðlilegt flæði lofts til lungnanna. Litla myndin sýnir slíkt tilfelli fyrir og eftir meðhöndlun. Myndin sýnir „leysibekk" í „National Physical Laboratory“ sem staðsett er rétt utan við London. Þekktust er notkun argon-jóna- leysisins við meðhöndlun á sjúk- dómum augans sem tengjast sykursýki. Sjónhúð sykursjúkra er iðulega vannærð með súreftii. Aug- að reynir að bæta úr þessari neyð og stuðlar að vexti nýrra háræða í auganu. Slíkt rýrir gagnsæi augans og leiðir til sjóndepra og jafnvel blindu. Til að hindra að slíkt geti gerst nota augnlæknar ljós úr arg- on-jóna-leysi til að ljósherða ytri og síður mikilvægar fmmur sjón- húðarinnar. Slíkt minnkar heildar- þörf sjónhúðarinnar fyrir súrefni og getur því stöðvað vöxt til við- bótar háræða innan augans. Aðgerð þessi minnkar að vísu sjónarsvið sjúklingsins, en dregur stómm úr líkunum á því að hann verði blindur. Annað dæmi um notkun leysis í augnlæknisfræði er meðhöndlun sjúklinga sem augasteinninn hefur verið fjarlægður úr. Þegar slík að- gerð er framkvæmd er stundum hluti þess vefs sem augasteinninn var festur við skilinn eftir. Slíkt hefur ákveðna kosti í för með sér en þó þann ókost að vefurinn sem var skilinn eftir getur orðið ógegn- sær og rýrt vemlega það ljósmagn sem nær að örva sjónhúðina. Undir slíkum kringumstæðum er hægt að nota orkuskammtaðan „neodym- YAG“ leysi til að brenna gat á hinn ógegnsæja vef og bæta stómm sjón hins sjúka. Leysir og f ita í æðum Ýmsir læknar og vísindamenn binda miklar vonir við notkun leysa til meðhöndlunar á fitustífluðum æðum og æðakölkun. Engar áreið- Valbrá hefur að geyma mikinn blóðrauða (hemoglobin) sem gleypir blágrænt ljós argon-jóna-leysisins. Ljós þetta hefur því verið notað til að fjarlægja þessa rauðbláu fæðingarbletti. anlegar aðferðir em þekktar sem læknað geta fitustíflu í æðum, sem getur orðið svo alvarleg að grípa verður til aflimunar til að bjarga sjúklingnum. Burt séð frá öllum óþægindum fyrir viðkomandi er slík aðgerð og öll eftirmeðhöndlun dýr, auk þess sem hún kostar samfélag- ið mikið í tapi á vinnuafli. Nýlegar athuganir benda til að nota megi leysigeisla til að eyða aðsettri fitu án þess að skemma nærliggjandi æðaveggi. Helsta vandamálið er að koma leysigeisl- anum inn í æðamar þar sem fitan hefur safnast fyrir. Starfshópar vísindamanna og lækna í Bandaríkjunum og í Evrópu vinna að þróun hárfínna „ljósnála“ sem ætlað er að leiða leysigeislann inn í æðamar. Áætlað er að hefja tilraunir á sjúklingum á Englandi fljótlega. Leysir í stað uppskurðar Hægt er að leiða leysigeisla eftir Ijósleiðara sem festur er við sjón- pípu, en hún er notuð til athugana á ýmsum innri hlutum líkamans, s.s. maga og endaþarmi. Einn ljós-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.