Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 fclk í fréttum „Hefði ég reynt að hasla mór völl sem grínleikkona hefði ég alltaf verið borin saman við pabba — og auðvitað hefði ég beðið lægri hlut," segir Gerald- ine. Hér er hún í einu hlutverka sinna þar sem hún fer með aðalhlutverkið í sjónvarpsþátt- unum „Rachel". sérlega hátíðlega. Það skyldi þó enginn halda að hann hefði bara verið einhver brandarakarl, því raunin er sko allt önnur. Pabbi var nefnilega afar viðkvæmur og næm- ur maður, eins og algengt er um listamenn. Það þurfti ekki mikið til að hann felldi tár og hlýrri manni hef ég aldrei kynnst. Það er þann- ig, sem ég minnist hans, sem mikillar manneskju miklu fremur en fyndins og fjörugs manns,“ seg- ir hún. Þó svo það sé algengt að böm leikara vilji helst ekki vera þekkt fyrir það eitt að vera af- kvæmi foreldra sinna, reyni helst að leyna uppruna sínum, er því öfugt farið með Geraldine. „Ég er svo óskaplega stolt af honum, Boðið upp á hryll- ingsnætur á hótelinu Ein afleiðing harðrar sam- keppni er aukið hugmynda- flug og dirfska í framkvæmdum. Þessu til sönnunar má benda á, að í Bretlandi, þar sem veitinga- hús og hótel berjast um viðskipta- vinina með kjafti og klóm, auglýsa þessir staðir ótrúlegustu uppá- komur og atriði til að vekja á sér athygli. Jafnvel virtustu hótelin hafa nú sagt skilið við allar sínar hefðir, reyna að afla sér vinsælda í stað virðingar. Til að mynda hefur fjögurra stjömu hótelið Crown í Scarsborough nú tekið upp á því að auglýsa sérstakar „vampíru-vikur“, þar sem gestum er boðið upp á nokkurs konar hryllingsdvöl á hótelinu. Allir fá afhentan sérstakan pakka þegar Sýnishom af því sem maður getur átt von á að næturlagi á Crown-hótelinu. Spenn- andi, ekki satt? þeir koma, sem hefur m.a. að geyma hvítlauk og kross. Einnig er boðið upp á fjöldann allan af „Drakúla-myndum“, fyrirlestrum og námskeiðum um þessi blóð- þyrstu fyrirbæri. Á nætumar mega gestimir eiga von á því að ró þeirra verði raskað, því þá fara vættir ýmiss konar á stjá, alls konar hljóð heyrast glymja um húsið, þmsk og brak, fótatak og jafnvel árásir. Þessi spenna virðist líka höfða mjög til fólks því nú þegar er uppselt á hótelinu til októberloka. En hvað kostar það svo að láta hræða úr sér líftóruna á hótelinu? — Jú, hver hrylling- snóttin kostar u.þ.b. 5.500 krónur, 3V0 framtakið ætti vissulega að skila forsvarsmönnunum arði. Oálitið sérkertnileg auglýsingamynd. — „Við bjóðum þig hjart- anlega velkominn á Hótel Crown, vonum að þú verðir virkilega skelfingu lostinn. Við munum í það minnsta gera allt sem í okkar valdi stendur til að hræða úr þér líftóruna. — Góða skemmtun," segir í kynningarbæklingnum — og viti menn, viðskiptavinirnir skipta hundruðum, það er allt upppantað þar tíl f nóvember. „Fyrir mér var pabbi allt að því fullkominn. Hann hafði ríka kimnigáfu en var samt afskaplega viðkvæm- ur innst inni,“ segir Gerald- ine. _ Hver hefur ekki einhvem tímann hlegið sig máttlausan að litla, snaggaralega, útskeifa manninum með stóru dökku augun, yfírvararskeggiðog svartan kúlu- hattinn á höfðinu? Hann valdi sér það hlutverk að leika hirðfífl alla sína ævi, létta lund almennings. Charlie Chaplin heitir hann og er fyrir löngu orðinn goðsögn — tákn hins fullkomna gamanleikara. En Chaplin var þó meira en bara lista- maður — hann var líka faðir og tók hann það hlutverk sitt, ekki siður hátíðlega. Dóttir hans, Geraldine, sem ávallt leit mjög upp til föður síns, fetaði líka í fótspor hans, lagði út á leiklistarbrautina, þó svo ekki hafi hún helgað sig grínmyndunum. „Pabbi var húmoristi af Guðs náð,“ segir hún um Chaplin. „Hann bjó yfir þeim hæfíleika að geta ávallt séð skondnu hliðamar á málunum, tók hvorki sjálfan sig né aðra neitt Geraldine Chaplin ásamt eiginmanni sfnum, spænska leikstjóranum Carlos Saura. ,Jiamvar ekkibara brandarakari - segir Geraldine Chaplin um föðursinn, grínleikarann góðkunna Charlie Chaplin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.