Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 7
I ^ apor ÍTríTÍTM,íT,r<I,íIP STTTnAfTTTI/TMTTP QTrrAJSiVTTTO.flOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 B 7 l Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir á mér, sérstaklega eftir að ég flutti út til Bandaríkjanna, þá fann ég oftsinnis á mér ef eitthvað gerðist heima hjá mínu fólki. Eitt sinn hringdi ég heim til að spyrja af hveiju kviknað hefði í húsi hjá einu barna minna. Þetta þótti ekki ein- leikið því enginn hafði viljað segja mér frá eldsvoðanum. Ráðskona hjá ekkjumanni Þegar spánska veikin var í rénum kom vinkona mín sem bjó á Lindar- götunni að máli við mig og bað mig að fara um tíma til manns sem hafði misst konu sína, ófríska, úr spönsku veikinni frá sex ungum börnum. Ég var treg til, vildi heldur sauma, en svo hvöttu mig fleiri og loks lét ég tilleiðast að fara til hans í Bergvík á Leiru á meðan hann væri að útvega sér aðra manneskju sem vildi vera til langframa. Þetta var erfitt heimili, yngsta bamið ársgamalt og það elsta átta ára, fimm drengir og ein stúlka, öll Stjórnandi kvenundirfata- og kápuverksmiðjunnar MAX. Myndin tekin á svölunum á Hverfisgötu 34. elskuleg. Yngsti drengurinn, uppá- haldið mitt, slasaðist í blindingsleik, datt niður í stigagang. Hann lá á spítala í eitt og hálft ár. Þegar hann fór að hressast eftir slysið smitaðist hann af mislingum á spítalanum. Hann var fluttur í líkkistu heim. Það var hræðileg raun fyrir okkur öll. Ég giftist þessum ekkjumanni tveimur árum seinna. Hann hét Símon Guðmundsson, hann var tólf árum eldri en ég. Ég fann aldrei fyrir þeim aldursmun, mér hafði alltaf fundist menn á aldur við mig svo óttalega barnalegir. Við Símon áttum saman sex börn. Ég missti elsta og yngsta barnið mitt, hið fyrra úr kíghósta en hið seinna úr inflúensu. Það var sárt. Öll voru börnin mín elskuleg, ég fann engan mun á stjúpbörnum og eigin börn- um. Prjónaði fyrir öll Suðurnesin Fyrst bjuggum við að Bergvík en svo fiskaðist vel og við gátum keypt Hrúðunes í Leiru og fengið okkur kýr svo börnin fengju mjólk. Allt gekk um tíma ágætlega en svo komu fiskileysisár og þá fluttum Nýflutt í bæinn — myndin tekin fyrir utan Kárastíg 8 í Reykjavík. Margrét um það leyti sem hún flutti út til Bandaríkjanna. Á erlendri grund, Margrét í New York við til Reykjavíkur að Kárastíg 8. Ég hætti að miklu leyti að sauma á þessum fyrstu búskaparárum, nema auðvitað saumaði ég allt á heimilisfólk, meira að segja bónd- ann. Seinna keypti maðurinn minn handa mér vandaða pijónavél og ég pijónaði fyrir fólk í Keflavík og raunar öll Suðurnesin. Hrúðunes var góður staður, krakkarnir gátu leikið sér mikið úti og lítið þurfti fyrir þeim að hafa. Þegar ég kom til Reykjavíkur aftur fór ég að sauma og tók að kenna stúlkum saumaskap, hafði margar stúlkur. Við Símon slitum samvistir um 1940, þá voru flest börnin uppkomin, sú yngsta nýlega fermd. Max Á kreppuárunum stofnaði ég kvenundirfataverksmiðjuna Max á Hverfisgötu 34. Ég hafði ekki und- an að sauma og bætti við vélum þar til þær voru átta, hjá mér vann eintómt kvenfólk nema mennirnir sem báru til okkar strangana frá heildsölunum. Seinna fór ég að panta sjálf efni erlendis frá. Nokkru seinna setti ég á fót kápusauma- stofu og saumaði þar kápur og dragtir og þess háttar. Nokkru eft- ir að ég hóf þá starfsemi komu tveir menn á saumastofuna og tóku tvær kápur og fóru með þær. Ég var uppi í ráðuneyti til að reyna að útvega innflutningsleyfi fyrir efni. Stúlkurnar sem unnu hjá mér sögðu mér frá mönnurium sem tóku kápurnar. Nokkrum dögum seinna komu þeir með kápurnar og sögðu mér að ég myndi heyra frá þeim seinna. Mig var nú farið að gruna að þeir hefðu verið að athuga saumaskapinn hjá mér. Stuttu seinna fékk ég sent meistarabréf. Vildi ekki sauma fyrir aðra f öt einsog mín Það er alltaf töluvert verk að sauma kápur og dragtir, mikið meira verk en að sauma kjóla. Ég hef þó aldrei upplifað það að fá verulega vöðvabólgu í axlirnar en ég neita ekki að ég fann stundum til fyrir jólin þegar ég var búin að sauma mikið fyrir fólk og þurfti svo að sauma á allan hópinn minn og stundum jakkaföt á bóndann líka. Mér hefur heldur aldrei fundist erf- itt að sauma, ég tók bara nákvæmt mál og það var ekkert mál að sauma. Ég lét þó fólk alltaf koma að minnsta kosti einu sinni að máta en stundum hafði ég gínur til að máta á. Mér var alltaf illa við að sauma á fólk eins föt og ég hafði saumað mér. Ég man að þegar ég var á Stykkishólmi hafði ég saumað mér blússu úr dönsku blaði. Mamma keypti dönsk blöð með sniðum og svo pikkaði maður munstrin með títupijónum óg klippti svo út. Mér fannst þetta skemmtilegt verk. Snið af karlmannafötum hafði mamma aftur fengið hjá þeim danska sem hún lærði hjá. Jæja, blússan mín var falleg og fór vel. Dóttir kaup- mannsins í Stykkishólmi, hann var bróðir séra Árna Þórarinssonar, sá mig í blússunni og fékk mömmu til að sauma sér eins blússu. Ég varð svo reið að ég henti minni blússu. Löngu seinna saumaði ég mér astrakankápu eftir sniði sem ég hafði búið til sjálf. Maður einn sá mig í kápunni og bjó til mjög svip- aða kápu á konuna sína. Það fannst mér mjög frekt. Til Bandaríkjanna Ég fór til Bandaríkjanna árið 1949 af því að ég hafði þá tapað fyrirtækinu mínu hér. Ég leigði í fyrstu hjá Ingibjörgu Halldórsson á Manhattan í New York og fór að sauma, byijaði á að taka heim saum en seinna fór ég til Harlington og vann í verslun sem framleiddi vönd- uð föt. Meðan ég var þar kom til mín kona sem gift var manni í ut- anríkisþjónustunni. Hún var með kjól sem frönsk stúlka hafði saumað en henni þótti ekki fara nógu vel. Ég tók að mér að laga kjólinn og sagði henni að vitja hans daginn eftir. Hún talaði mikið um hve vel hann færi eftir viðgerðina, en satt að segja sá ég lítinn mun. Allt um það, eftir þetta streymdi til mín fína fólkið. Skömmu seinna réð ég mig hjá Mister Silver, hann framleiddi vandaðan kvenfatnað. Hjá Mister Silver var ég í rúmlega tólf ár, þá var lagt hart að mér að breyta til og kenna manni, sem var að setja á stofn pijónaverksmiðju í Brooklyn í New York, að sníða og sauma. Ég ætlaði að vera hjá honum í þijár vikur en var hjá honum í fimm ár. Hann hækkaði alltaf kaupið við mig þegar ég ætlaði að hætta. Ein- hvern veginn er það þó svo að peningar hafa aldrei loðað við mig. Seinna fór ég aftur til Mister Silver er hann var orðinn sjúklingur og ég var hjá honum nokkurn tíma. Nú er ég hjá dóttur minni í New York, hún er búin að missa sinn mann en á öll sín börn í Banda- ríkjunum. Mér leiddist fyrst í Bandaríkjunum en smám saman hefur mér farið að líka þar vel, ég hefði þó heldur viljað eiga mitt fyrir- tæki hér. En þó svo að mig langi alltaf heim þá er ég varla komin heim þegar mig langar dálítið út aftur. Svona gengur þetta hjá mér, ég verð líklega á þessu flakki. En þó, ég get ekki að því gert, alltaf þrái ég ísland. BREIÐHOLTSSOKN Munið eftir prestskosningunni í dag. Kbsið^er í Breiðholtsskóla kl. 10 -23. Stuðningsmenn sr. Gísla Jónassonar Styrkið og fegrið líkamann Dömur og herrar. Ný 5 vikna námskeið hefjast 6. október. Hinir vinsælu herratímar í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértím- ar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eda meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eda þjást af vödvabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufuböd — kaffi og hinir vinsælu sólaríumlampar. Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 63295. Júdódeild Ármanns Ármúla 32.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.