Morgunblaðið - 28.09.1986, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 28.09.1986, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 B 23 Þótt líkar séu í útliti er högum þeirra misjafnlega háttað. Á meðan Joan Collins borðar kavíar, vinnur Jane sér inn nokkra aura sem tvífari henn- ar, á milli þess sem hún þvær bleyjur o g straujar rúmfðt. Lærði meira að segja að daðra eins og Joan Collins „Rebbi", eða Michael J. Fox, var vinsælasti boðsgesturinn. Rebbi vinsælastur Sagt er að engar tvær mann- eskjur séu eins, en alltaf öðru hvoru skýtur upp á yfirborðið tvíför- um þekktra stjama. Eru sumir tvífaranna svo ótrúlega líkir fyrir- myndinni, að efasemdir vakna um áðumefnda kenningu. Ein þeirra sem hafa af því tekjur að líkjast frægri leikkonu er Jane Alan. Hún er 27 ára gömul sænsk húsmóðir, sem ákvað fyrir tveimur ámm að færa sér í nyt svipinn, sem öllum fannst vera með þeim Joan Collins, sem, eins og eflaust flestum er kunnugt, fer með hlutverk hinn- ar úrræðagóðu Alexis í þáttaröðinni Dynasti. Jane segist hafa verið orðin þreytt á því að fólk var sífellt að fara mannavillt á þeim Joan og ákvað í staðinn að notfæra sér svip- inn. Henni var fyrst bent á þennan svip þegar hún var 16 ára og með ámnum lærði hún að mála sig eins og Joan, lét klippa hár sitt eins og fór hún þá að líkjast henni meira, þrátt fyrir að töluverður aldursmun- ur sé á þeim. „Ég lærði meira að segja að daðra eins og Joan," segir Jane. Hún segist geta unnið sér ailt að 15.000 kr. á dag, ef hún kærir sig um. Mest er sóst eftir henni í auglýsingar, en hún hefur einnig leikið í myndbandi með stórpoppar- anum Elton John. Jane segir þó að nokkur munur sé á högum þeirra Joan, og sé líf hennar örlítið íburðarminna en stjömunnar. Hún og eiginmaðurinn, Mike Langran, eiga þijá syni og hefur Jane yndi_ af því að annast fjölskylduna. „Ég uni mér best heima við með fjölskyldunni, en ég kann samt ágætlega við aukastarf- ið.“ Mike er leigubflstjóri og segir Jane að muni um búbótina sem tvífaratekjumar em, enda séu þau hjón að festa kaup á húsi. Ef þú mættir ráða, hveijum myndir þú helst langa til að bjóða í sunnudagssteikina? Þessa spumingu lagði tímarit eitt í Banda- ríkjunum fyrir lesendur sína og stóð ekki á svömnum. Svo virðist sem lesendumir séu flestir kvenkyns, því Michael J. Fox (lék í kvikmynd- inni „Aftur til framtíðar") var allra manna vinsælasti boðsgesturinn. Fast á hæla honum kom þó Joan Collins, þá Díana prinsessa og á eftir henni Linda Evans, aðalkeppi- nautur Joan Collins í sjónvarps- þáttunum Dynasti. Á eftir þeim stöllum komu kyntáknið Don John- son, úr Miami Vice, Tony Danza, Lucille Ball, borgarstjórinn Clint Eastwood og loks Johnny Carson. Lesendumir vom einnig spurðir að því hvað þeir myndu spjalia um, ef svo færi að uppáhaldsstimið þeirra liti inn í íjallalambið og sultu- tauið. Svörin vom af ýmsu tagi, en eftirfarandi svar vairti mesta at- hygli. Það var frá karlmanni: „Heyrðu Joan mín, finnst þér þú ekkert orðin of gömul til að vera kyntákn?" COSPER — Bara að þetta hundkvikindi sé ekki dulbúinn lögreglu- hundur. Rektor Skálholtsskóla Multiplan Vandað námskeið í notkun töflureiknisis Multiplan. Þátttak- endur fá góða æflngu í að nota kerfíð og ýmis gagnleg útreikningslíkön. Dagskrá: ★ Almennt um töflureikna ★ Töflureiknirinn Multiplan ★ Æflngar í notkun allra algengustu skipana í kerfínu ★ Fjárhagsáætlanir ★ Notkun tilbúinna líkana til að reikna út víxla, verð- bréf, skuldabréf o.fl. Ath. Með námskeiðsgögnum fylgir disklingur með ýmsum gagnlegum útreikningslíkönum. Innritun í símum 687590 Tfmi: 6.-9. október Id. 13-16. og 686790. Q| TÖLVUFRÆÐSLAN Ármúla 36, Reykjavík. Hefur þú augaö opið? Fjölmiölabraut Skálholtsskóla veitir menntun í fjölmiðlun, Ijós- myndun, tölvunotkun og veitir innsýn í heim miðlunar. Aðrar brautir skólans eru leiðtogabraut og myndlistarbraut. Skólinn hefst 12. okt. Upplýsingar veittar ís. 99-6870 og 99-6872. Fjölbreytt og vandað námskeið í notkun IBM-PC. Tilvalið námskeið fyrir alla notendur einkatölva, ekki síst þá sem búa úti á landi. Dagskráin: ★ Grundvallaratriði í notkun einkatölvunnar frá IBM ★ Stækkunar- og tengimöguleikar. ★ Stýrikerfló MS-DOS ★ Ritvinnsla ★ Ritvinnslukerfið World Perfect. ★ Töflureiknirinn MULTIPLAN, æfíngar ★ Gagnasafnskerfíð d-BASE III ★ Fyrirspurnir og umræður. Tími: 4. og 5. október kl. 10—17. Innritun í símum 687590 og 686790. Leiðbeinandi: Yngvi Pétursson, menntaskólakennari. Tölvufræðslan Ármúla 36, Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.