Morgunblaðið - 28.09.1986, Síða 10

Morgunblaðið - 28.09.1986, Síða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 SVIPMYND A SUNNUDEGI/ Pat Robertson í forsetaframboð með stuðningi Almættisins „ÁTTATÍU prósent Bandaríkjamanna telja að Guð hafi ákveðið hlutskipti þeirra í lífinu. Ég er þar á meðal og ég hefði ekki tekið þessa ákvörðun nema af því að ég þykist vita að Guð hafi ætlað mér það hlutskipti." Sá sem lét þessi orð falla í sl. viku heitir Pat Robertson og hlutskiptið sem um ræðir er framboð fyrir hönd Repúblikana í komandi forsetakosningum í Banda- ríkjunum 1988. „Það má svo sem vel vera að Guð hafi fengið Robertson til að hyggja á framboð, en bandaríska þjóðin er nú kannski ekki á einu máli með almættinu f þeim efnum og þess vegna er Robertson ekki aiveg viss í sinni sök,“ segir blaða- maður Observer og bendir á þá skilmála Robertson að ef þijár milljónir skráðra kjósenda séu til- búnir að láta nafn sitt á undir- skriftalista honum til stuðnings, þá sé öruggt að hann fari í fram- boð. Reyndar eru fáir í vafa um að Robertson finni þessar þijár milljónir undirskrifta og á hinn bóginn, hver ætlar svo sem að fara að telja til að sanna annað? John Buchanan, fyrrum þing- maður Rebúblikana og svarinn fjandmaður Robertson, lét hafa eftir sér að „Robertson ætlaði að •eggja allt undir, jafnvel geisla- bauginn". Ámóta kaldhæðnisleg ummæli hafa fallið frá öðrum flokksbræðrum sem telja litlar líkur á að Robertson eigi mögu- leika á að verða frambjóðandi flokksins. Aðrir benda á að svipuð rök hafi heyrst frá þeim sem töldu Reagan lítt sigurstranglegan og hvað sem öðru líður er ljóst að Robertson hefur á bak við sig fjár- magn og nægan stuðning til að a.m.k. he§a baráttuna. Og innan flokksins eru margir sem óttast að Robertson eigi í raun mögu- leika á að safna um sig nægu liði til að verða næsti frambjóðandi flokksins eða jafnvel til að hreppa sæti varaforseta. Robertson er 56 ára gamall prestur og sjónvarpsstjama frá Virginiu, sonur öldungadeildar- þingmanns. Hann á flölmiðlafyrir- tæki sem veltir árlega um 230 milljónum bandaríkjadala, auk þess sem hann sér um kristilega sjónvarpsþætti sem kallast „The 700 Club“ og eru sýndir í rúmlega 190 sjónvarpsstöðvum víða um Bandaríkin. Sjónvarpsþáttinn byggir hann á blönduðu efni úr daglega lífínu, bænum og beiðn- um um fjárframlög í þágu starfs- ins. I hvert sinn sem fjárframlög berast er litið á þau í tengslum við „kraftaverk" og t.d. er sögð saga af ekkju sem lagði aleigu sína til „The 700 Club“ og lækn- aðist af krabbameini í framhaldi af því. Ymsir telja stjómmálaskoðnir Robertson heldur öfgakenndar, hann hefur ítrekað aukna þörf á sterkum vömum landsins, er á móti of miklum sveigjanleika í félagslegum málum, telur t.d. vafasamt að konur hverfí úr hlut- verki húsmæðra og mæðra til að sinna störfum á vinnumarkaði. Karlmaðurinn skal vera húsbóndi á sínu heimili, „æðsti prestur“ eins og hann nefnir þá stöðu gjama og er ábyrgur fyrir kristi- legri umgengni innan fjölskyld- unnar. Robertson segist vilja sjá stjómkerfíð og réttarkerfíð mótað af fólki með kristilegt hugarfar, sérstaklega hvað varðar túlkun stjómarskrárinnar. Um stjómar- skrána segir hann: „Þetta er yndislegt plagg um sjálfstjóm kristinna manna, en um leið og það kemst í hendur heiðingja og óskristilegra manna er undirstaða þjóðfélagsins brostin - og það er það sem hefur verið að gerast." Hann er á því að banna fóstu- reyðingar í öllum fylkjum Banda- ríkjanna, en hefur lítið tjáð sig um mannréttindamál almennt í ræðum sínum, og eru því margir undrandi á miklu fylgi sem Rob- ertson virðist hafa á meðal blökkumanna. Varðandi skólamát vill hann koma á bænastundum í öllum bandarískum skólum og gera þá kristilegri að öllu leyti, en þess má geta að hann hefur lagt fram fé í baráttunni til að banna tilteknar skólabækur sem hann telur að sýni ekki heims- myndina samkvæmt bibliunni. Sama dag og Robertson til- kynnti að líklegast myndi hann fara í framboð, en tilkynningin kom í sjónvarpsþætti sem hann sendi út til stuðningsmanna sinna á breiðtjaldi í samkomusölum víðsvegar um Bandaríkin, héldu samtökin „People for the Ámeric- an way“ blaðamannafund í því skyni að mótmæla væntanlegu framboði Robertson. Á fundinum voru m.a. sýnd atriði úr sjónvarps- þáttum hans, þar sem hann viðrar öfgakenndar skoðanir, að mati hópsins, á ýmsum málum sem og þátturinn þar sem hann greindi frá hvemig Guð hefði komið sér í skilning um að hann ætti að fara í framboð. Sú ákvörðun tengdist fellibyln- um Gloríu sem fór meðfram austurströnd Bandaríkjanna á sl. ári. Hætta var talin á að Gloría myndi ná til Virginia Beach, þar sem Robertson hefur aðsetur sitt og að hans sögn söfnuðust a.m.k. ein milljón manna saman í bæn með honum og starfsfólki hans. Bænahöldin stóðu yfír í nokkrar klukkustundir og fellibylurinn Gloría fór framhjá staðnum. „Ef ég get ekki stjómað fellibyl þá er ljóst að ég get ekki stjómað heilli þjóð,“ sagði hann síðar meir. „Ég vissi að ég myndi fara í fram- boð aðeins að því tilskyldu að Guð vildi að ég gerði það og gæfí mér merki um vilja sinn. Og hann gaf mér merki." En það er ekki aðeins stuðning- ur almættisins sem Robertson þarf að hafa, stuðningur á jörðu niðri verður líka að vera tryggð- ur. Robertson er vel studdur af sínum fylgismönnum og um 20.000 manns láta reglulega fé af hendi rakna til framgöngu hans. En Robertson er umdeildur maður og stuðningurinn við hann er ekki að sama skapi víðtækur og hann er djúpur. Ýmist dýrkar fólk hann eða hatar. Robertson virðist geta safnað talsverðu fé í kosningasjóð sinn sem og aðrar framkvæmdir sem hann hefur staðið fyrir og til marks um það má nefna að hann safnaði einni milljón dala í fjáröfl- unarkvöldverði í Washington nýverið. Ef honum gengur eins vel á öðrum stöðum, s.s. í suður- fylkjunum þar sem talið er að hann geti unnið talsvert fylgi, þá mega menn allt eins vænta þess að Robertson mæti í framboðs- slaginn með stuðningi allt að fjórðungi kjósenda Rebúblikana- flokksins á bak við sig. Það dugir kannski ekki til útnefningar, en fari svo mun það líklegast duga til að ýta Rebúblikanaflokknum utar á hægri væng stjómmálanna. -VE (Heimildir: Observer, Herald Tribune ofl.) ÞÚ FÆRD FULLBÚINN VOLVO Á GRuimimvhkui VOLVO 240 DL 4RA DYRA 116 HÓ. 4RA GÍRA VERÐ FRA 608.000 ÚTBORGUN: Rœddu við sólumann EFTIRSTÓÐVAR: Samkomulag INNIFALIÐ í GRUNNVERÐI ER M.A.: 1. Átta óra ryðvamarábyrgð. (Fyrstir með 8 ára ábyrgð á ryðvóm) 2. Fimm óryggisbelti. 3. Vókvastýri. 4. Yfirgír. (Aðeins í sjálfskiptum bllum) 5. Upphitað bllstjórasœti. 6. Þurrkur og sprautur á framljósum. 7. Halogen aðalljós. 8. Klukka. 9. Stilling fyrir útispegla innan frá. 10. Tveir útispeglar. 11. Þokuljós að aftan, 12. Vindskeið að framan. (Spoiler) 13. Diskabremsur á öllum hjólum. 14. Aðvðrunarljós vegna bilaðs bremsukeríis. 16. Hnakkapúðar á framstólum. 17. Aðvörunarhljóð vegna svisslykils og Ijósa. 18. Tauáklœði. KYNNTU ÞÉR VOLVOKJÓRIN 1987 sm JÖRIN \!i SUÐURLANDSBRAUT 16 SlMI 35200

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.