Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 LP f l lVil rVII\MyNDANNA Tonabíó: Fjallaborgin — ástarsaga í eyðimörkinni Leikstjórarnir: Jim Abrahams, Jerry Zucker og David Zucker lengst til hægri. Bíóhöllin: Hræðilegt fólk í gamanmynd — nýjasta mynd Airplane-hópsins sýnd á næstunni MENN eru nefndir Jim Abra- hams, David Zucker og Jerry Zucker. Þeir eru fornvinir frá Mll- waukee í Bandaríkjunum og þeir hafa starfað saman I mörg ár. Feður þeirra störfuðu saman í fasteignabransanum og systur þeirra voru saman f háskóla svo það var aðeins eðlilegt að þeir skyldu vinna saman að þvf að kitla hláturtaugar ameríkana með talsvert geðveikislegum húmor sfnum. Fyrst gerðu þeir revíuna Kentucky Fried Theater og sýndu hana lengi í Los Angeles. Svo skrif- uðu þeir og framleiddu kvikmynd- ina The Kentucky Fried Movie og fengu John Landis til að leikstýra henni. Og árið 1980 gerðu þeir Airplane, einhverja aðsóknar- mestu gamanmynd allra tíma. í henni gerðu þeir grín að öllum flug- véla og -valla stórslysamyndum sem filmaðar hafa verið. Airplane il fylgdi fast í kjölfarið og svo Top Secret. Núna er komin Ruthless People, sem þeir leikstýra í sameiningu, en nýliðinn Dale Launer skrifar handritið að henni. Hún verður sýnd í Bíóhöllinni bráðlega. Hún er kannski fyrst og fremst um hræðilegt fólk sem svífst einsk- is til að ná markmiðum sínum. Aðalskíthællinn er Sam Stone (Danny DeVito) en hann er ömur- legur kaupsýslumaður sem, eftir að hafa kvænst konunni sinni til fjárs, gleðst óskaplega yfir því að Hvenær er bíómynd bíómynd og hvenær er bíómynd mynda- flokkur? Munurinn þarna á milli hefur verið nokkuð á reiki síðustu árin og virðist vera að minnka. Fanny og Alexander eftir Ingmar Bergman var tvímælalaust bíó- mynd en hún var líka fimm tfma sjónvarpsmyndaflokkur. Annað er það þegar bfómyndir eru klipptar útúr löngum sjónvarps- myndaflokkum eins og t.d. Masada sem sýndur var á sunnu- dagskvöldum. Og enn annað er það þegar menn gera bfómynd um leið og þeir gera myndaflokk- inn. Bíómyndin Fjallaborgin (The Far Pavilions) var gerð um leið og myndaflokkurinn Fjallaborgin. Handritahöfundurinn Julian Bond skrifaði einfaldlega tvö handrit, annað fyrir bíómynd en hitt fyrir myndaflokk. Hið fyrra var vitaskuld mun styttra en framleiðandinn Geoff Reeve, leikstjórinn, Peter Duffel og Bond brugðu á þetta ráð vegna þess að þeir vildu ómögu- lega láta myndina vera klipptan sjónvarpsmyndaflokk. Þannig urðuAil tvær útgáfur af Fjallaborginni og í sumum löndum var bíómyndaútgáfan eina útgáfan sem sýnd var og svo virðist ætla að vera um (sland því bíómyndin verður sýnd í Tónabíó innan skamms ef ekki er þegar farið að sýna hana. Með aðalhlutverkin fara Ben Cross (Chariots of Fire), Amy Irving, Christopher Lee og Omar Sharif auk fleiri góðra manna en myndin er eftir skáldsögu M.M. Kaye. Sagan hefst á Indlandi um 1865. Hún segir frá Ashton Hilary Akbar Pelham-Martyn (Cross), sem fjög- urra ára er tekinn í fóstur í fursta- dæminu Gulkote þar sem hin tignarlega fjallaborg blasir við aug- um. Ash á prinsessuna Anjuli (Amy Irving) fyrir vin en það slitnar upp- úr sambandi þeirra þegar Ash neyðist til að flýja Gulkote. Fóstra hans deyr en segir Ash áður að faðir hans só enskur herramaður. Ash er sendur til mennta í Bret- landi en kemur aftur til Indlands 19 ára. Hann hittir aftur Anjuli og lítið hefur breyst á milli þeirra. En Anjuli kveðst verða að skilja við hann og giftast furstanum af Bhit- hor. Hvorugt fær nokkru ráðið um það. Síðan líður og bíður og Ash berast fréttir um að furstinn af Bhithor sé að deyja og samkvæmt siðvenju munu eiginkonur hans verða brenndar á báli með honum. Sumsé brennheit ástarsaga í eyðimörkinni. Mannræninginn og Sam rffast um lausnargjaldið. henni skuli vera rænt. Og það er ekki nóg meö að Sam sé kátur með það; hann ætlaöi einmitt að myrða konuna sína daginn sem henni var rænt. Skíthæll númer tvö er konan hans, Barbara Stone (Bette Midl- er), sjálfselsk, ofdekruð og spillt og hvaðeina. Hún er svo ömurlega leiðinleg að mannræingjarnir falla næstum í þá freistingu að skila henni aftur og borga Sam fyrir að taka við henni. Hún er svo hræöi- leg að annar mannræningjanna segir eftir sérlega erfiða viðureign við hana: „Þetta er sko engin móðir Teresa. Gandhi hefði kyrkt hana.“ Raunar eru mannræningjarnir þeir einu sem ekki eru slæmir í Ruthless People. Áður en þeir ræna Barböru t.d. tóku þeir til í gestaherberginu svo fórnarlamb- inu liði nú ekki illa hjá þeim. Mannræningjana leika þau Judge Reinhold og Helen Slater (Super- girl). Ben Cross og Christopher Lee f Fjallaborglnni. Bíóhúsið: Mona Lisa með Bob Hoskins Breska myndin Mona Lisa eftir Neil Jordan (Angel) verður bráð- lega tekin til sýninga i' Bíóhúsinu. Hún er um George (Bob Hosk- ins), smákrimma sem nýkominn er úr fangelsi, sem fer að vinna hjá Mortwell (Michael Caine), við að keyra út klámspólur og aka gleðikonunni Simone (Cathy Ty- son) á milli forrikra viðskiptavina. George er besta skinn þótt hann líti ekki út fyrir að vera það, góð- hjartaður og viðkvæmur og hann veröur hrifinn af Simone þótt hún sé honum ávallt nokkur ráðgáta. Hún biður hann að finna fyrir sig vinkonu sína, unga mellu sem hef- ur horfið og leit George leiðir hann um öngstræti Lundúna, á vit mellu- dólga og smákrimma og hann fær sig brátt fullsaddan af undirheima- lýðnum. Leikstjórinn Neil Jordan segir: „Hugmyndin að Mona Lisa kom við tökurnar á síðustu mynd minni, Company of Wolves. Sagan er fengin úr frétt í bresku dagblaði um réttarhöld yfir manni, sem ákærður var fyrir líkamsárás, en hann sagðist hafa verið að verja gleðikonur fyrir hópi melludólga og eiturlyfjasala. Þessi maður kvartaði yfir því að hefðbundnir og gamalgrónir glæpir væru að hverfa af strætunum og hann saknaöi þeirra. Ég lagði fyrir mig í grófum dráttum þemu og persónur; Ge- orge hefur setið í fangelsi í mörg ár og finnst heimurinn breyttur þegar hann kemur út. Og svo datt mér ástarsagan í hug ... sagan um George og Simone, bílstjórann og gleðikonuna. Hann er miðaldra úr verkamannastétt og utangátta á níunda áratugnum. Hún er ungt og svört og veraldaa*Ön en samt eins og utangátta líkt og George." Bob Hoskins fékk verðlaun fyrir bestan leik á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor fyrir túlkun sína á George. Hoskin hefur á skömmum tíma orðið einn af þekktustu leikur- um Bretlands og hróður hans minnkaði síst þegar Coppola fékk hann til að leika í mynd sinni The Cotton Club. En Hoskins hefur líka leikið á sviði og í sjónvarpi, m.a. lago í Óþelló. Jordan skrifaði Mona Lisa með Hoskins í huga og þegar Hoskins er spurður að því hvað það væri við George sem honum líkaði best, svaraði hann: „Hann hefur stóra sál, er hugrakkur en ekki sérlega vel gefinn. Hann er óskaplega tilfinningaríkur og getur ekki hætt að láta sig hiuti varða. Ég held aö hann sé hin eina sanna hetja vegna þess að hann er ekki ósæranlegur." Mellan og bílstjórinn: Tyson og Hoskins I hlutverkum sfnum f Mona Lisa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.