Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 B 9 ■i sú að í hveiju tilvika fyrir sig, þar sem samstarf hljómsveitar og um- boðsmanna eða hljómplötufyrir- tækja hefur endað með málaferlum, eru aðstæður á einhvern hátt sér- stakar og menn hugsa sem svo - í mínu tilviki er nú ekki um þetta eða hitt að ræða. Þó ber því ekki að neita að með auknum dómsmálum af þessum toga hefur framboð á sérhæfðri lögfræðiaðstoð á þessum sviðum aukist til muna og tónlistar- menn eru að gera sér grein fyrir því að það er á engan hátt móðgun við viðkomandi samningsaðila að bera samning undir sinn eigin lögfræðing áður en skrifað er undir. Meiri áhyggjur af útlitinu en tekjunum David Gentle er í hópi breskra lögfræðinga sem hafa mikið starfað með hljómlistarmönnum. Hann seg- ist í auknum mæli verða var við að því miður séu margir af sínum skjól- stæðingum, sérstaklega í hópi mjög ungra tóniistarmanna, fólk sem hafi meiri áhyggjur af því hvemig það soul-tónlistarmanna, sem margir hveijir hafa verið bundnir af óhag- stæðum samningum um árabil. Allir ríkir af minni tónlist - nema ég Little Richard er dæmi um mann sem malaði gull fyrir sína framleið- endur, sá lítið af því sjálfur og sér ekkert af þeim peningum sem fást fyrir endurútgefín lög sín nú. „Mörg hljómplötufyrirtæki hafa reyndar enn ekki borgað mér sam- kvæmt samningum. Samningum sem þó voru þannig frágengnir að ég gat hvorki hreyft mig aftur á bak eða áfram. Þetta var og er ótrúlegt, allar vinsældirnar, öll plötusalan og allir í kringum mig ríkir nema ég. Það er ótrúlegt en satt að mýmörg plötufyrirtæki eru byggð úr blóði og svita svartra tónlistarmanna," segir Little Richard, sem sagði skilið við heim rokksins og snéri sér að trúnni. Hver veit nema hljómplötufyrirtæki hafí átt sinn þátt í þeirri kristnun. -VE líti út á Ijósmynd í tónlistartímariti, en hvort það fái grænan eyri í sinn hlut eftir margra mánaða vinnu við plötuútgáfu. „I raun er ekkert óeðli- legt við að hljómplötufyrirtæki bjóði lítt þekktum tónlistarmanni lítt laun- aðan samning, sérstaklega ef önnur hljómplötufyrirtæki hafa nú ekki einu sinni áhuga á honum og sam- keppnin er því engin,“ segir Gentle. „Og í raun er lítil ástæða til að amast við slíkum samning vegna launanna. Það sem skiptir meira máli fyrir tónlistarmanninn er að fara vandlega yfir öll atriði sem varða kynningu, dreifíngu og eigin hlut í upptökukostnaði. Það má ekki gleyma því að í Bretlandi eru ekki nema þtjár, kannski ijórar hljóm- sveitir sem koma fram í dagsljósið á ári hveiju og slá í gegn, tónlistar- lega og peningalega." Þó er það einmitt í slíkum örfáum tilvikum sem veruleg vandamál verða til, þ.e. þegar hljómsveit „slær í gegn“, hlýtur allar þær vinsældir sem meðlimina nokkru sinni dreymdi um, en að sama skapi ekki alla þá peninga sem voru með í draumunum. Þá eru aðeins tvær leiðir til, annað hvort að endursemja við útgáfufyrir- tækið í ljósi vinsælda og sú leið er algeng. Hin er þó því miður ekki svo óalgeng, þ.e. leiðin að dómshúsinu. Endurútgáfa oft aðfinnanleg Nýjar stjömur eru þó ekki einar um vandann. Endurútgáfa á hljóm- plötum eldri meistara rokksins er oft á tíðum aðfínnanleg og Elvis Prestley hafði talsvert til síns máls þegar hann kvaðst hafa miklu meiri not af tveimur góðum endurskoðend- um en tveimur lífvörðum. Mörg sorgleg dæmi um góða tónlistar- menn sem fá litla sem enga umbun erfíðis síns er að fínna, flest t.d. á meðal svartra bandarískra rokk- og Elvis Presley kvaðst hafa meiri not af tveimur góðum endurskoðendum en tveimur lifvörðum til að gæta hagsmuna sinna. Sting hefur staðið í málaferlum vegna „frjálslegrar notkunar“ útgefenda á tónlist sem hann samdi og I flutti með m Police á sínum " tima. JAHN íwdrSsoh MAÐUR VEIÐAR vzmwmm ^íiiyri0UM no JBÖKA UTSAIA Stórútsala á íslenskum bókum Tilvalið tœkifœri til þess að birgja sig upp fyrir vetrarkvöldin og þeir forsjálu finna auðvitað margar góðar jólagjafir. EYMUNDSSON Austurstræti 18 NFW YORk , VILXtllNl ~ l grasTisíu oisu JÓNSSON jOHAmsmia uma MArtHiAS v XJHANNESSeN/rmm./ui.'' ÁRIN OKKAK G

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.