Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 Ast er__ TM Reg. U.S. Pal. Otf,—all rigtits reserved © 1986 los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffinu 'k 930 Ef ég á að slökkva á kertinu hvar er þá rofinn? HÖGNI HREKKVlSI Lesandi hringdi: Eg vil þakka Steingrími á Bimustöðum á Skeiðum fyrir hvað hann var góður við 6-7 ára bömin úr Vogaskóla sem fóru í réttir nú fyrir skömmu, og að teyma undir þeim hring eftir hring. Erlendur Erlendsson Einn af niðjum Erlends Er- lendssonar hringdi: Vegna skrifa í Velvakanda fyr- ir nokkru vil ég koma því á framfæri að Erlendur sá sem skrifað var um er Erlendsson en ekki Einarsson. Það má lesa um hann í æviskrám Eggerts Páls Ólafssonar og í sjósókn, heimild- arriti um Alftanesið. Ánægð með Brodda 3239-6763 hringdi: Ég vil að það komi fram hversu margir eru ánægðir með Brodda Broddason, fréttamann á ríkisút- varpinu. Hann hefur skýra og fallega rödd. Við erum lánsöm að hafa svona góðan fréttamann, sem er þar að auki laus við þenn- an hvimleiða norðlenska hreim, sem virðist hijá svo marga frétta- menn. Gullhringar töpuðust Hulda hringdi: Ég tapaði tveimur gullhringum í ágústmánuði. Annar er venjuleg- ur gamaldags giftingarhringur með þremur rauðum steinum greyptum ofan í hringinn, en hinn er með einum rauðum steini og „blöðum" út frá. Báðir hringarnir eru íslensk framleiðsla og ómerkt- ir. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 37268 og 36040. Jólaferðir fyrir aldraða Kæri Velvakandi. Mig langar til að koma á fram- færi hugmynd sem lengi hefur brotist um innan með mér, og þykist ég tala af reynslu. Ég hef starfað lengi fyrir eldri borgara og það sem mig langar að koma á framfæri er hvort að ekki væri snjallt að fara jólaferð svo að þeir fái tilbreytingu um jólin eins og þeir yngri. Það eru svo margir eldri borgarar sem eru hornrekur um jólaleytið, ekki endilega af því Þessir hringdu . . . Þakkir til Steingríms á Birnustöðum að þeir eigi ekki aðstandendur sem bjóða þeim heim í mat á að- fangadagskvöld, en það vill oft gleymast í gleðinni að sinna þeim eldri svo hann eða hún verður einangruð og finnst sér ofaukið í „ánægjunni". Því væri það til- breyting að fá jólagleði sem allir gætu tekið þátt í, en þurfa ekki að hlakka til að jólin séu liðin eða sem sannara er að það voru engin jól. Vegna tannstöng- uls i tertu Kona á Selfossi liringdi: Vegna fréttar um tannstöngul í tertu á Hótel Örk vil ég koma með hugsanlega skýringu á þessu. Ég vinn við það, að útbúa brauð- tertur og rjómatertur hvort sem er fyrir hlaðborð eða daglega sölu. Það er algert skilyrði að tertum sé komið í kæli um leið og búið er að skreyta þær. Utan um þær er settur álpappír, til að terturnar fái ekki aukabragð af öðru sem kann að vera í kælinum. Ál- pappímum er haldið uppi með pinnum, „tannstönglum". Það er líklega einn svona pinni sem hefur slæðst með í tertu konunnar. Víkverji skrifar Hinn 17. september síðastliðinn birtist frétt á forsíðu Morgun- blaðsins þess efnis, að Danir óttist „að mjög skæð inflúensa muni geisa meðal þeirra innan tíðar." Glöggur lesandi benti Víkveija á, að þetta væri ambögulegt orðalag. Blaða- maðurinn virtist ekki átta sig á því, hvað orðið „skæður" þýddi. Ekki er unnt að taka undir þá gagn- rýni, þar sem í orðabók Menningar- sjóðs segir að skæð veiki sé veiki, sem margir veikjast af eða deyja úr. Hvort tveggja getur átt við Velvakandi hvetur les- endur til að skrifa þættin- um um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til - eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstu- daga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásaguir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundar óski I nafnleyndar. slæman inflúensu-faraldur eins og kunnugt er. I fréttinni segir, að veikinnar hafi orðið vart í Þýska- landi en uppruni veirunnar, sem valdi henni hafi verið rakinn til Suðaustur-Asíu. Er hún sögð leggj- ast sérlega þungt á roskið fólk og lasburða. í lok fréttarinnar er tekið fram, að læknar segi inflúensuna „sjaldnast lífshættulega". í framhaldi af þessu hefur Morg- unblaðið leitað til íslenskra lækna og spurt þá um það á hveiju við eigum von í þessu efni. Ólafur Ól- afsson, landlæknir, segir hér í blaðinu á föstudag, að heilbrigðis- yfírvöld viti um ijóra stofna af inflúensu, sem hafi heijað á fólk í Austurlöndum fjær og hafí gert ráðstafanir til að fá bóluefni gegn þeim. Hins vegar sagðist hann ekki vita til þess, að þær hefðu breyst í faraldur í Evrópu. Af því að dæma var upphaflega fréttin, sem höfð var eftir danska blaðinu Aktuelt kannski orðum aukin - að minnsta kosti skulum við vona það. XXX Um þessar mundir er efnt til Norrænna músíkdaga hér á landi. Þetta er mót norrænna tón- skálda og eru flutt verk eftir þau. Til slíkra móta er efnt hér á landi á tíu ára fresti. Þaö hefur. vakið athygli Víkveija, hve jítiö hefur verið sagt frá því fyrir frám I fjöl- miðlum, að þessir_ dagar eru að hcfyast hér og nú. Ástæða er til að ætla, að þar sé ekki einungis um áhugaleysi hjá fjölmiðlum að ræða heldur hitt, að þeir, sem að mótinu standa, hafi ekki tileinkað sér þær aðferðir hinna úr tónlistarheimin- um, sem eru mun röskari við að láta ljós sitt skína á síðum biað- anna, svo að ekki sé minnst á útvörpin. Nútímatónlist er erfið í flutningi og krefst það gífurlegrar vinnu að ná þeim tökum á henni, að unnt sé að flytja hana vel á tónleikum. Eru þær vafalaust ófáar stundim- ar, sem varið hefur verið til æfinga hjá þeim hljómlistarmönnum, er fram koma á Norrænum músík- dögum. Þá er hitt heldur ekki lítið verk að safna tónlistarfólki saman til að taka að sér verkefni sem þetta samhliða störfum í Sinfóníuhljóm- sveitinni, hjá íslensku óperunni og Þjóðleihúsinu, þar sem æfingar á óperunni Toscu hófust nýlega auk þess sem kennsla er nú að hefjast í tónlistarskólunum. Ekki má svo gleyma hlut þeirra, sem hafa það verkefni að semja dagskrána og taka á móti þeim norrænu tónlistar- mönnum, sem heimsækja land okkar af þessu tilefni. Skal sú ósk látin í ljós, að öll vinnan beri þann árangur, sem að er stefnt og áhugamenn um tónlist láti ekki sitt eftir liggja og noti tækifærið til að kynnast því, er hæst ber í norrænni músík um þess- ar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.