Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 22
22 fe MORGUNBLAÐH), SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 fclk í fréttum Sannkölluð prímadonna Eg gerði allt til að vera öðruvísi, segir söng- og leikkonan Ma- donna, sem ávallt hefur staðið nokkur styrr um. Alla sína hunds- og katt- artíð, hefur hún reynt að skera sig úr fjöldanum og á undanfömum árum, hefur þessi árátta hennar fært henni frægð og frama. Madonna byijaði ung að reyna að vekja á sér eftirtekt, fyrst heima fyr- ir þar sem hún þurfti að standa í ströngu til að vera ekki troðin undir af fimm bræðrum og tveimur systr- um. Madonna Louise Veronica Ciccone fæddist í Rochester í Michigan-ríki 16. ágúst 1959 og seg- ir hún sjálf að á milli þess sem hún barðist við að vera ekki hengd upp á þvottasnúru af bræðrum sínum, hafi hún reynt allt hvað hún gat til að fá athygii. „Það efldi sjálfstraust mitt og metnað að þurfa ávallt að beijast um athyglina," segir Ma- donna. Madonna beitti ýmsum brögðum við að ná athygii viðstaddra í æsku, en aðaliega söng hún og dansaði fyr- ir þá æm á vildu horfa og hlusta. „Ég komst að því að maður getur fengið ýmislegt upp í hendumar, ef maður notar réttu aðferðimar. Best reyndist mér að sjarmera alla upp úr skónum á mjög kvenlegan hátt. Síðan ég komst að þessu, hef ég notfært mér það til hins ítrasta." Þegar Madonna var sjö ára, lést móðir hennar og fékk það mjög á hina upprennandi stjömu. Ekki lag- aðist ástandið þegar faðir hennar kvæntist aftur, í þetta skiptið ráðs- konunni. Madonnu samdi ákafiega illa við hana og til að fá útrás fyrir reiðina og vonbrigðin, byijaði Ma- donna í danstímum. „Ég gerði allt til að láta bera á mér. Eg reif samfestinginn minn og nældi í mig litlar öryggisnælur hér og þar. Svo setti ég lykkjuföli í sokka- buxumar og lét öilum illum látum." Hún átti það til að ropa í miðjum tímum og gefa frá sér ýmis önnur búkhljóð og voru kennaramir lítt hrifnir af þessum truflunum. Danskennarinn hennar, Christo- pher Flynn, var sá sem átti stærstan þátt í því að Madonna ákvað að freista gæfunnar í New York. Hann hvatti hana til dáða og sagði að hún gæti auðveldlega náð langt á frama- brautinni, bara ef hún væri nógu ákveðin. Madonna fékk styrk til dansnáms í Michigan-háskóla, en New York freistaði hennar of mikið til að hún gæti verið kyrr í Michigan. Hún setti nesti í poka og lagði af stað til heims- borgarinnar uppfull af hugmyndum um hvemig henni tækist að leggja heiminn að fótum sér. Hún var 17 ára gömul og átti 35 dollara í vasan- um og fljótlega komst hún að því að meira þarf til að ná langt í Nýju Jórvík en glæstar framavonir og drauma. í tvö ár bjó hún í slæmum hverfum og átti lítinn aur. Þá kynnt- ist hún tónlistarmanninum Dan Gilroy og á svipstundu ákvað hún að fyrst heimurinn vildi ekki falla fyrir henni sem dansara, þá skyldi hún svo sannarlega sigra hann með söng. Hún slóst í hópinn með Dan og félögum hans í hljómsveitinni „Breakfast Club", lærði á trommur og gítar og rauiaði með. „Þetta var sennilega besti hluti ævi minnar," segir Ma- donna, þegar hún hugsar um gamla tímann. Hún vildi þó ekki láta sér duga trommuleikinn, svo hún og annar meðlimur í „Breakfast Club" hættu og stofnuðu sína eigin hljómsveit „Emmy". Madonna var mjög iðin við að iáta alla vita hver hún var og notaði útlit sitt og persónutöfra ós- part. „Ég er sérfræðingur í því að daðra," segir hún. Á þessum árum var Madonna fræg fyrir að ganga aldrei í öðru en netaboium, háum - sokkum og iét alltaf skína í naflann. Einn diskótekarinn í New York, Mark Kamins, dáðist svo af dirfsku og ein- urð Madonnu, að hann fór með hana í prufuupptöku hjá Sire-plötufyrir- tækinu og þar bauðst henni samning- ur upp á 5.000 dollara. Fyrstu tvö lögin sem hún gaf út, „Buming Up“ og „Everybody" voru æði vinsæl í næturklúbbum, en það var ekki fyrr en hún gaf út lagið „Holiday Hit" að aðstandendur Sire-útgáfunnar gerðu sér grein fyrir þvf að hún var efni í stjórstjömu. Madonna var ekk- ert undrandi á þessari skjótu vel- gengni. „Ég er ótrúlega fær í þvi að nota fólk," segir hún hreinskilnislega. „Ég læst aldrei vera annað en ég er; hörð og metnaðargjöm og ef fólk álítur mig vera skass vegna þessa, þá það.“ Madonna hefur nú lagt netabolina, leðuijakkana, blúndumar og dingl- andi krossfestamar á hilluna en hefur þess í stað tekið upp á því að lita hár sitt ótrúlega oft og breyta útlitinu í stíl. Þeir sem hana dá, segja að hún sé jafn kynþokkafull ( hvaða gervi sem er, jafnvel í gervi trúboðans í myndinni Shanghai Surprise, nýjustu kvikmjmd hennar og eiginmannsins, Sean Penn. Madonna er ekki beint hæversk heldur „Ég kemst ekki hjá því að vera kyntákn. Ég er kynæs- andi. Ég myndi þurfa að setja bréfþoka yfir hausinn á mér og vefja Ifkama minn inn í pappfr ef ég ætti að komast hjá því að vera sexí. En þá myndi samt heyrast í mér og ég veit að röddin mín er kynæsandi." En það er öruggt að eiginmaður- inn, Sean Penn, er ekki hrifinn af því að Madonna sé að flíka kynþokka sínum og þær sögur hafa heyrst að hann eigi einkarétt á öllum myndum af Madonnu. Hvort sem það er satt eða logið, er Madonna trú eiginmanni sfnum. „Sean er hetjan mfn og besti vinur," segir hún. Shanghai Surprise verður frum- sýnd 17. næsta mánaðar og segir Madonna að uppáhaldsatriðin hennar séu rómantísku senumar. „Ég held að ferill minn sem leikkona eigi eftir að verða langur og gæfuríkur," segir prímadonnan. «<SB8 .... . F eneyjafílingur f hjónunum Madonnu og Sean Penn. Þau fara bæði með hlutverk í kvikmyndinni Shanghai Surprise, sem frumsýnd verður 17. október. „Ég kemst ekki hjá því að vera kyntákn. Ég er kynæs- andi,“ segir hin væra Ma- donna. Sade og peningamálin Hún er sakleysisleg á svipinn, söng- konan, sem nú hyggst sigra Hollywood með álíka glans og tónlistarheiminn. Madonna sést hér í gervi trúboða í Shanghai Surprise. Þótt söngkonan Sade þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af peningamálum þessa stundina, man hún þá tíð þegar varla fund- ust aurar fyrir kaffíbolla, hvað þá nýjum fötum. Sade er uppalin í Essex á Eng- landi og segir hún að fyrr á árum hafi hún oftsinnis þurft að leita á náðir góðviljaðra, þegar hún átti ekki fyrir mat eða drykk. „Við kunningjamir gátum yfir- leitt fengið lánaða peninga hjá einhverjum á laugardögum, en á sunnudögum var hvergi hægt að fínna mann sem hægt var að slá um fáeina skildinga. Þá kom fyrir að ég þurfti að láta höndina ieita ofan í kápuvasa annarra til að Sade næla mér í peninga fyrir mat. Þá kom spumingin hvort eyða ætti aurunum í dagblað, pylsu eða kexpakka." Sade segir að peningaáhyggjur séu fremur slítandi og eflaust eru þeir fáir sem myndu mótmæla því. Hins vegar segir hún réttilega að peningar kaupi ekki hamingju, þótt vissulega séu þeir til margra hluta nytsamlegir. „Peningar keyptu mér frelsi. Frelsi frá því að eyða dýrmætum tíma f að hafa áhyggjur af því hvaðan næsta máltíð kæmi, Ég vildi bara óska að allir gætu verið lausir við þær áhyggjur." Söngkonan er nú komin í iðn- að, þar sem mikið er um seðla en hún segist lítið hrifin af því að þurfa að skipta við peningagráð- ugt fólk. „Það er reyndar hægt að finna sæmilegt fólk í plötuiðnaðinum, en flestir eru svo miklir eigin- hagsmunaseggir að mér ofbýður. Það eina, sem plötuútgefendur hugsa um, er hvað mikla peninga þeir geti grætt á manni.“ Vonin um auð, frægð og frama var ekki það sem fékk Sade til að fara út á braut sönglistarinnar. „Ég vildi bara koma á framfæri tónlist sem fólki væri bjóðandi upp á,“ segir hún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.