Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 13
fólkið og staðina varð hann að drekka meira en hann var maður til og hafa þó jafnframt stjóm á sér, og þannig varð hann að fara að bæta á sig til að haida sér við rænu eftir að mál var til komið fyrir hann að deya. Seinast hafði hann varla nokkumtíma stundlegan frið til að vinna." Fitzgerald var einstaklega við- kvæm sál og fátt særði hann meir en orðflugur konunnar sem hann elskaði; ef til vill er þar komin skýr- ingin á þessum orðum í Veislu í i farángrinum: „Zelda sagði að ég væri þannig vaxinn að ég gæti aldr- ’ ei fullnægt neinni konu... hún sagði að það væri málbandsatriði." Zelda sveifst einskis til að ná sínu fram; Nancy Milford segir á einum stað í ævisögu Zeldu að Zelda hafi gmnað að Fitzgerald og Heming- way væm ástfangnir! Að því kom að ólæknandi sjúkdómur dró hana til sín, sinnisveikin ágerðist, hún var lögð inn á dýmstu sjúkrahús, en allt kom fyrir ekki, Zelda hvarf gersamlega inní sjálfa sig. „Scott var feikna hrifinn af Zeldu og mjög hræddur um hana,“ segir Heming- way okkur. Zelda lifði hann um átta ár en það vissi Fitzgerald ekki árið 1930 er hann barðist við að setja saman hina stórmerku bók Tender Is the Night, sem út kom árið 1934; á hveiju ári sem síðan er liðið hafa birst ótal lofritgerðir um þessa bók, en útgáfuárið lofaði ekki góðu, Fitz- gerald sá ekki framúr skuldum og eigin óhamingju. Hann samdi smá- sögur en þær vom ekki eins eftir- sóttar og tíu ámm áður, nú var hann jassgeggjumnum löngu gleymdur. Bókin seldist lítið sem ekkert og Fitzgerald sökkti sér í viskíglasið sitt. Engu að síður rat- aði hann til vesturstrandarinnar, til kvikmyndaverkbólsins í Hollywood, þar sem hann ætlaði sér að græða peninga á skömmum tíma. Ljúfar nætur? En áður varð hann að klára Tend- er Is the Night. Mánuðina og árin sem hann var að skrifa þá flóknu bók drakk hann til að gleyma rifrild- um sínum við Zeldu nær og fjær, til að hressa upp á sjálfstraustið, til að geta unnið og skrifað. Eftir að Fitzgerald var handtekinn fyrir ölvun við akstur var honum sagt af lækni að líf hans væri í hættu ef hann drykki áfram svo sleitu- laust. Fitzgerald yppti aðeins öxlum. Fitzgerald fór aldrei langt í burtu frá reynsluheimi sínum í leit að skáldskaparefni; hans eigið líf var honum nægtabmnnur í þeim efn- um. Fitzgerald var búinn að lifa nógu Iengi til að geta sett saman sögu um sinnisveiki og drykkju- sýki; hvort tveggja þekkti hann of vel. Hann hætti að skrifa smásög- ur, en á þeim hafði hann lifað síðan 1922, til að beisla alla orku sína í skáldsöguna. Fitzgerald var í stök- ustu vandræðum með að finna heiti á söguna, loks er hann hafði barið hana saman. Fyrst datt honum í hug að kalla hana „The Dmnkard’s Holiday", síðan „Dr. Diver’s Holiday", eða bara „Richard Div- er“, eftir aðalpersónunni. En á endanum fann hann yndislegt ljóð eftir Keats, Oðinn til næturgalans, og í því komu fyrir orðin: Tender Is the Night: Nóttin er ljúf. Fitzgerald leit alltaf á þessa bók sem sína bestu, þeim mun meiri og alvarlegri urðu vonbrigði hans með söluna, bókin gekk illa út, ekki fleiri en 12.000 eintök seldust fyrsta árið. En bókin hefur staðist hina alræmdu tönn tímans, bókmennta- fræðingar og bókelskt fólk um víða veröld hampa henni og hún gengur vel út. Sumir fullyrða meira að segja að Tender Is the Night sé meira listaverk en Gatsby. Það eru þó miklar ýkjur að mínu mati, því verk- . ið er ekki eins heilsteypt. Sagan er | mikið safn sundurlausra minninga- brota úr lífi sálfræðingsins Divers, sem kvænist einum sjúklinga sinna, hinni undurfögm og lífsglöðu Nic- olc. Zelda er aldrei langt í burtu frá Fitzgerald. Hann byggði mörg MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 B Fitzgerald skrifaði um skemmtanafíkn fólks í Bandaríkjunum á bannárunum, þegar dansinn dunaði og jassinn hljómaði og vínið flaut. ÍJíUJiS (Jitúftftfyhuw S'tihuji //./„Mj/icAvft, atriði bókarinnar á eigin reynslu er hann dvaldi í Frakklandi; fæst þeirra geðfelld eða skáldinu að skapi. Allir hljóta að vera sammála um það að Fitzgerald hafi enginn auk- visi verið að vitsmunum. Hann nýtti sér ætíð reynslu sína og konu sinnar, enda upplifðu þau á skammri ævi meira en venjulegt fólk. Fitzgerald átti listfengi og mannþekkingu á háu stigi, en sú mannþekking kom aðeins í ljós þeg- ar listfengi hans fékk að njóta sín; þegar hann var sestur að skrifborði sínu, vopnaður penna og reynslu gærdagsins. Hann sólundaði ævi- dögum sínum en færði þá í listræn- an búning er hann vaknaði hátimbraður morguninn eftir. Hann lifði og hrærðist í samtímanum og sjaldan var yfir honum nokkurt stórsýnt áhyggjuleysi. í Tender Is the Night er meira efni tekið til meðferðar en títt er í sögum Fitzgeralds. En frásögnin er með þeim hætti að lesandinn verður að hafa lógaritmatöflu sér við hlið til að raða hinum sundur- lausu minningabrotum saman. Þessi frásagnarmáti er ruglingsleg- ur en hæfir engu að síður sögu þeirri sem Fitzgerald segir af sál- fræðingnum áttavillta; enda sagði Hemingway löngu síðar að sér virt- ist sagan batna og skýrast við hvern lestur. í sögunni allri er kynlegur öldugangur, stöðug barátta sálar- innar, reglubundin hrynjandi minningabrotanna sem flæða fram eins og léttar og stilltar öldur uns öldugangurinn vex og hrynjandin þyngist og ríður yfir. Orðfæri skáldsins á sinn þátt í fegurð og þrótti bókarinnar. Fitzgerald sló ekki um sig með skrúðyrðum, hon- um var annt um einfaldleika textans án þess þó að hann koðn- aði niður og segði ekkert. Orðavalið er öruggt, þaulhugsað og listrænt, það gefur textanum allt í senn feg- urð og gleði, klökkva og söknuð, alvöru sýktrar sálar og tilfinninga- semi ástfanginna sjúklinga, að ekki sé minnst á hinn fagra, rómantíska blæ sem einkennir allar bestu sögur Fitzgeralds. Skáld til sölu Fitzgerald kom, sá og leist illa á. Kvikmyndaverkbólið Hollywood var ekki fyrir hann, frekar en Lax- ness. En Fitzgerald var blankur og sárvantaði peninga, ekki fyrir brennivíni, því það fékk hann ódýrt, heldur til að kosta nám augasteins síns, hennar Scottie, og sjúkrahús- dvöl Zeldu, en hún varð því ruglaðri sem lengra leið. (Henni auðnaðist þó að ljúka við eina skáldsögu, Save Me the Waltz, ef skáldsögu skyldi kalla, því sagan er lítt dul- búið æviágrip hennar.) Hann komst á launaskrá hjá Metro-Goldwyn- Meyer en þoldi engan veginn Thalberg-bygginguna, sem honum fannst líkjast um of sjúkrahúsi. Fitzgerald fór einförum, eignaðist fáa vini, fólk vissi af honum en umbar hann eins og ósjálfbjarga sjúkling. Fyrsta verkefni hans var að endurskrifa sögu um sprelligosa í Oxford, en hið næsta var freist- andi: hann átti að skrifa kvik- myndahandrit eftir sögu Rem-arques, Þrír félagar. Remar- que var umtalaður eftir að „Tíðinda- laust á vesturvígstöðvunum" tók kvikmyndaheiminn með áhlaupi. Fitzgerald réðst til atlögu við verk- efnið, sem hann kunni vel að meta, en ánægjan var tekin af honum er honum var fenginn aðstoðarpenni, gamall kunningi sem Fitzgerald hafði gert grín að í sinni fyrstu bók. Samstarfið gekk engan veg- inn; Fitzgerald lagði rækt við hinn evrópska anda sem einkenndi sög- una, en aðstoðarpenninn skrifaði texta sem Fitzgerald fannst eiga heima í kúrekamynd. Um svipað leyti fékk hann óvænta heimsókn frá Ginervu King, æskuástinni sem hann fékk aldrei að njóta; hún hleypti sálarbögglingi skáldsins í óleysanlegan hnút. Kvikmyndin „Þrír félagar" var gerð með tals- verðum breytingum á því handriti sem Fitzgerald sendi frá sér, en myndin hlaut góðar undirtektir al- mennings og Fitzgerald ávann sér traust séffanna á fjórðu hæð, eig- endanna með stóru vindlana, og samningur hans var framlengdur. Næsta verkefni var honum mjög að skapi. Hann átti að skrifa sögu um framhjáhald og titillinn Infíde- lity fannst honum snilld. En gallinn var sá að leikkonan Joan Crawford, mesta skass síns tíma, var ekki jafn hrifin. Það sem var þó verst var að Fitzgerald fannst lítið til skess- unnar koma: „Það er erfitt að skrifa fyrir leikkonu sem ekki getur sýnt svipbrigði í sama atriðinu án þess að kalla til heilan her af andlitsmál- urum“, sagði hann í bréfi. Hann lagði það mikla erfiði á sig að horfa Zelda, sem Fitzgerald elskaði og kvæntist ungur, ætlaði sér alltaf að verða listakona, en skaplyndi hennar stefndi í aðra átt. Zelda fórst í eldsvoða er hælið, sem hún dvaldi i, brann til kaldra kola árið 1948. á allar myndir hennar og lærði inn á „leikstíl" hennar. Fitzgerald lauk við handritið, en þá kom kvik- myndaeftirlitið siðsama, rak glyrn- urnar í titilinn, og eiganda fyrirtækisins, Louis Mayer, íhalds- sömum manni í stjórnmálum og siðfræði sem hafði tekið að sér það strembna hlutverk að vernda heim- ili og fjölskyldur hins bandaríska þjóðfélags, tókst hið ótrúlega: hann varð siðsamari en hið kaþólska kvikmyndaeftirlit. Fitzgerald var því kominn inn í sannkallaðan frum- skóg tilfinningalausra viðskipta og siðferðilegrar hræsni, þar sem „væmnar tíusenta kossamyndir", eins Laxness segir um kvikmyndina amerísku 1928, voru gerðar og eru gerðar enn. Endalokin nálguðust. Fitzgerald drakk æ meira, hann mætti til vinnu ofurölvi og var borinn burt, og Sheila Graham, stúlkan sem tók hann að sér, gafst upp á skáldinu. Hann kynntist rithöfiindinum Nat- haniel West, sem einnig reyndi fyrir sér á kvikmyndaverkbólinu, með svipuðum árangri og Fitzgerald. En upp úr reynslu hans á vestur- ströndinni spratt hugmynd að sögu sem honum auðnaðist ekki að klára: það var The Last Tycoon, sem fannst í skrifborðinu að honum látn- um. Fitzgerald ætlaði sér að skrifa um lífið og viðskiptin í Hollywood og gera úr því jafn góða sögu og Gatsby. Textinn sem við höfum í höndunum lofar góðu en sagan var ekki hálfnuð og flestir kaflarnir grófskrifaðir (uppkast). Á hverri síðu handritsins er að finna athuga- semdir skáldsins, hugmyndir hans um þróun persóna og samtala. Að- alpersónan er Monroe Stahr (leikur sér að star/stjörnudýrkun heims- frægra leikenda), undrabarn kvikmyndaheimsins, og er fyrir- myndin vafalaust Irving Thalberg. Fitzgerald er enn að skrifa um öfga- fullar andstæður; hér eru það veraldleg auðæfi sem ekki skortir í Hollywood andspænis andlegri pínu og vesöld; listamaðurinn neyð- ist til að selja sig, sálina sem ef til vill hefur metnað í aðra átt, til þess að halda vinnunni og eiga fyrir salti í grautinn; og eyðileggur sig þar með. Fitzgerald er óbeint að skrifa um sjálfan sig, eins og alltaf. En The Last Tycoon er sennilega þroskaðasta saga Fitzgeralds, hann var með mikilfenglegt efni í hönd- unum sem honum því miður auðnaðist ekki að Ijúka við. Aðal- persónur fyrri bóka hans voru allar ungir, rótlausir menn: Amory Blaine og Antony Patch í fyrstu bókunum hans tveim, This Side of Paradise, og The Beautiful and the Damned, voru busar í menntaskóla, rómantískir hænuhausar, og ansi líkir höfundi sínum; Gatsby og Div- er voru skrifaðir úr meiri Qarlægð, á hlutlægari hátt; en sagan um Monroe Stahr er einkennileg blanda af þessu tvennu: djúp, tilfinningarik saga ungs athafnamanns, og þrátt fyrir ljós og leynd ádeiluatriði innan sögunnar er ljóst að samúðin er öll Stahrs megin. Fitzgerald var orðinn sjúkur maður þegar hann byrjaði á sög- unni, og hann skrifaði síðasta stafinn í henni daginn áður en hann lést, 21. desember 1940. Hann hafði mörg ævintýraleg áform á pijónun- um, hugðist meira að segja ferðast til Evrópu og skrifa um stríðið í bandarísk blöð. En hann vissi ekki hversu langt hann var leiddur. Sheiia Graham sá um hann síðustu vikurnar, klæddi hann, gaf honum að borða, dró hann heim drukkinn, háttaði ofan í rúm og beið næsta morguns. Hann fékk kast og Sheila vissi ekki hvað átti að taka til bragðs, hringdi í lækni sem ekki ansaði og skáldið gaf upp öndina, þar sem hann lá ósjálfbjarga á gólf- inu. Hann var rétt rúnJega 44 ára. Fitzgerald var þá flestum nema örfáum traustum vinum gleymdur, og enginn varð til að kynda undir minningu hans uns greinasafnið The Crack-Up kom út, þá fóru menn að ræða Fitzgerald á ný og sú umræða hefur aldrei lognast út af og mun ekki gera meðan við lesum bækur. Hemingway skrifaði tuttugu árum eftir dauða Fitzgeralds: „Skáldgáfa hans var eins náttúrleg og víindi í duftinu á fíðriidisvængj- um. Þar kom að hann skildi þetta ekki fremur en fiðrildið og hann hafði ekki tekið eftir hvenær gáfan þoldi hnekk og varð brostin. Þegar frá leið varð hann þess vís að vængj- um hans hafði daprast flug og hann fór að hugsa um hvernig þeir hefðu verið settir saman og lærði að hugsa vísvitandi en gat ekki lengur flogið af því ást hans á flugi var horfin og hann mundi það eitt að sú var tíð hann fló án átaks. Helgi Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.