Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 B 15 Löndunartörnin stóð í tvo sólarhringa hvíldarlaust — rætt við Signrð J. Jónasson pípulagningameistara Sigurður J. Jónasson pípulagn- ingameistari, sem átti níræð- isafmæli fyrir skömmu, var fyrsti bílstjórinn hjá Reykjavíkurborg. Margt hef- ur drifið á daga hans eins og fram kemur í viðtalinu sem hér fer á eft- ir. Sigurður og kona hans, Rannveig Eyjólfsdóttir, eignuðust fjögur böm og era þijú þeirra á lífi, en afkomendur þeirra era nú hátt á fjórða tug. í upphafi viðtals okkar rifjaði Sigurður ýmislegt upp frá fyrri áram. Ég er fæddur hér í Reykjavík árið 1896, hinn 10. september, og fæddist í húsi í Gijótaþorpinu sem ennþá stendur, Mjó- stræti 4, sagði Sigurður.' Foreldrar mínir vora Sigríður Sigurðardóttir frá Björk í Grímsnesi og faðir minn Jónas Jónasson trésmiður frá Keldnakoti í Stokkseyrar- hverfi. Þau fluttust austur á Stokkseyri þegar ég var þriggja ára en þar fékk fað- ir minn atvinnu hjá verslunarfélaginu Ingólfi. Þar bjuggum við allt þar til móðir mín dó árið 1902. Þá var ég fimm ára. Heimilið var leyst upp og við systkinin send sitt í hveija áttina. Reimleikar Mér var komið fyrir að Vorsabæjar- hjáleigu í Flóa, þar sem ekkjan Kristín Magnúsdóttir bjó. Þar var ekki laust við reimleika og varð ég sjálfur var við ýmis- legt undarlegt, en fátt var um þetta rætt á heimilinu. Maður Kristínar, Ivar Guð- mundsson, hafði horfíð á leiðinni milli heimilisins og Eyrarbakka. Það þótti und- arlegt að ekki fannst tangur né tetur af honum þó_ mikið væri leitað. Þegar Ivar varð úti minntust margir þess að nokkram áram áður, árið 1865, hvarf Guðmundur Gestsson þáverandi bóndi í Vorsabæjarhjáleigu, er hann var á leiðinni milli Eyrarbakka og Stokks- eyrar. Lík hans fannst aldrei. Sumir töldu að dauði Guðmundar hefði orðið af völdum Skerflóðsmóra, eða Selsmóra, eins og draugur þessi var einnig nefndur. Móri þessi var sögð mögnuð óvætt og trúði hjátrúarfullt fólk því að hann hefði orðið mörgum að bana. - Varðst þú sjálfur var við þennan draugagang? Já, ég varð vitni að ýmsu undarlegu sem gerðist á Vorsabæjarhjáleigu. Eitt kvöldið vora vinnumaðurinn og vinnukonan að fara út og var ég með þeim. Þama vora löng göng sem lágu frá baðstofunni og fram úr bænum. Þegar við eram komin fram í göngin snýr vinnukonan við inn í eldhúsið til að ná sér í hnokka sem hún ætlaði að hafa með sér. Við hinkram í göngunum á meðan en heyram hana þá æpa upp yfir sig. Komum við svo að henni þar sem hún liggur í öngviti við dyrnar. Hún hafði verið í tvennum sokkum en það undarlega var að þeir vora báðir skomir að endilöngu og skómir sem hún hafði verið í fundust aldrei. Sjálf sagðist hún hafa verið komin að baðstofudyranum þegar gripið var harkalega til hennar en ekkert vissi hún frekar. Ströng löndunartörn Það er kannski ekki vert að vera að segja frá þessu. A bænum var jafnan fátt um þessa atburði talað og spurðist lítið út, og var það sjálfsagt í og með vegna þess hve vinsæl Kristín fóstra mín var. Um það leyti sem ég fermdist var Kristín orðin öldrað og brá hún búi þess vegna. Guðmundur stjúpsonur hennar tók þá við jörðinni og gerðist ég vinnumaður hjá honum. Skyldi ég hafa 50 krónur í árskaup, sem var nú ekki stór peningur í þá daga fremur en nú. Um veturinn réði Guðmundur mig á vertíð hjá Guðsteini Einarssyni frá Skildinganesi og fékk ég 50 krónur í hlut sem húsbóndinn minn tók auðvitað allan. Ekki leist mér svo á að ég efnaðist nokkum tíma með þessu móti. Sigurður J. Jónasson Réði ég mig því sjálfur til Guðsteins næsta ár og skyldi þá fá 200 krónur í árskaup. Síðar réðst ég svo til íslandsfélagsins sem þá hafði töluverð umsvif hér í Reykjavík í togaraútgerð og fískverkun. Hafnaraðstaðan var engin og flytja varð aflann úr skipunum þar sem þau lágu á ytri höfninni og varð uppskipun að ganga hratt og snurðulaust. Þetta þýddi að mað- ur varð að vinna þar til uppskipun var lokið og fyrr varð ekki farið heim. Mér er minnistæð ein löndunartöm sem stóð tvo sólarhringa. Þá unnum við 48 klukku- tíma hvíldarlaust og er það í eina skiptið sem ég hef sofnað á gangi. Þá var ég að skakklapast heim til mín út í Skeijafjörð og var að fara þar yfir brú. Þá hlýt ég að hafa sofnað þvi allt í einu ramba ég niður í lækinn í stað þess að fara veginn frá brúnni. Kynlegt þótti mér að líta til baka því eldsbjarmi og mikill reykur var yfir miðbænum, en ég skeytti því ekki heldur dreif mig í bælið. Svaf ég svo sólar- hring i beit. En þegar ég vaknaði var mér sagt að Hótel Reykjavík hefði brannið ásamt 11 öðram húsum og var miðbærinn orðinn að einni branarúst. - Varst þú aldrei atvinnulaus á þessum áram? Það kom fyrir en sjaldan lengi í einu. Um tíma vann ég við byggingu hússins þar sem Reykjavíkur Apótek er núna. Þar þótti nýlunda að steypan var hífð með spili og sá Stefán Þorláksson vélstjóri um að halda því gangandi. Ég var hins vegar að taka á móti steypunni uppi á húsinu. Það var oft kalsamt verk, en útsýnið gott yfir lífíð í miðbænum. Þá vora fáir lögregluþjónar hér í borg- inni og höfðu þeir ærinn starfa. Oft lentu þeir í ryskingum við drakkna menn og áttu þá stundum fullt í fangi með að hafa þá undir. Svo urðu þeir að aka þeim á handvagni upp í Steininn á Skólavörðu- stígnum og var oft skondið að sjá þær aðfarir. Það var ekki þrautalaust að vera í lögreglunni á þeim tíma. Bílstjórastarf Svo var ég kaupamaður tvö sumur í Morgunblaðið/Bjami Borgarfirði og var t.d. tvær vertíðir í Vest- mannaeyjum. Ég réðst í að læra á bfl hjá Jóni Sigmundssyni árið 1919. Var bflpróf- ið mitt númer 176 og má á því sjá að ekki vora bflstjórar margir þá. Fyrir bragð- ið varð ég fyrsti bístjórinn hjá Rafveitu Reykjavíkur og þar með fyrsti bflstjórinn sem starfaði hjá borginni. - Þótti bflstjórastarfið ekki ævintýraleg atvinna á þessum áram? Þú getur nú nærri - allir strákar vora þá vitlausir í að verða bflstjórar. Ég sótti um ásamt mörgum öðram og hreppti hnossið - ég þóttist auðvitað hafa himinn höndum tekið. Bíllinn sem ég ók var Max- well-skúffubíll og var hann síðar keyptur af fyrirtæki Natans Olsen. Þeir vildu vera alveg vissir um að bfllinn væri í lagi áður en gert var út um kaupin. Var það gert þannig að farið var á bflnum út í gryfjur og sandi mokað á pallinn eins og á hann komst. Svo hengdu þeir aftan í hann tengi- vagn og var mér sagt að keyra bílnum þannig upp Ártúnsbrekkuna, en þá var vegurinn á öðram stað og brekkan brött. Þetta gekk samt ágætlega og keyptu þeir bflinn. - En þú flentist ekki í bflstjórastarfinu þó fínt væri? Nei, allt frá bamsaldri hafði ég lesið Noregskonungasögur og það hafði kveikt í mér mikla útþrá. Ég svaraði því auglýs- ingu frá bónda í Noregi sem auglýst hafði eftir starfsmönnum. Við fórum svo utan tveir saman árið 1920. Kaupið var nú ekki mikið, 1.200 kr. á ári, en uppihaldið frítt. Þegar ég hafði verið þama í ár sá ég auglýsingu þar sem auglýst var eftir fjárgæslumönnum. í Noregi verður víða að gæta að fénu allt árið því ef það fer inn í skógana er það hrein heppni ef það finnst aftur. Við fjárgæslu í Noregi Ég skrifaði þessum bónda og bauðst til að starfa að þessu í 3 mánuði fyrir 1.200 kr. á mánuði. Þegar ég hafði sent bréfið minntist ég á þetta við bóndann sem ég vann hjá og sagði hann mér að ég fengi aldrei þetta starf nema ég minnkaði kaupkröfumar, einungis vönum mönnum væri borgað svona mikið fyrir þetta. Ég ákvað samt að láta slag standa - og viti menn, ég fékk starfið. Það varð einhver skemmtilegasti tími ævi minnar þama á afréttinni. En ein- kennilegt þótti mér að það var eins og ég kannaðist við allt þama á norsku afréttun- um rétt eins og ég hefði séð það áður í draumi. Þama hafði ég einnig á hendi eftirlit með veiðivötnum og seldi veiði- leyfí, en mátti sjálfur veiða mér til matar. Ég hafði sjálfur orðið að leggja mér til hund, og var hann svo stór að hann gat rétt framlappimar upp á axlimar á mér. Þama var fjallakofi sem ég svaf í á nótt- inni. Einhvemtíma var það að Svíi sem var að veiða þama í vötnunum bað mig um að fá að sofa í kofanum yfír nótt. Ég sagði að það væri velkomið og fór hann til kofans. Þar var hundurinn hins vegar fyrir og þorði Svíinn ekki fyrir nokkum mun inn því hundurinn var svo illilegur. Hann passaði mig vel þessi hundur - það mátti enginn snerta mig. Ef mönnum varð það á að klappa á öxlina á mér svona í gamni þá rauk hann strax á þá. Ég var við fjárgæslu þama í þijú sum- ur en stundaði skógarhögg og ýmsa íhlaupavinnu á vetuma. Einn vetur var ég svo á Vors-lýðháskólanum. - Hvemig fannst þér vistin í Noregi? Mér líkaði yfirleitt vel. Helst var það að mér leiddist í vinnumennskunni hjá stórbændunum. Þeir þóttust miklir stór- bokkar sumir og litu niður á vinnufólkið. Hjá þeim tíðkaðist að húsbóndinn og fjöl- skylda hans borðaði sér en vinnufólkið borðaði í eldhúsinu. Margir stórbændur vora knappir á mat og lenti ég í vist hjá einum þar sem maturinn var bæði naumt skammtaður og lélegur. Einu sinni þegar maturinn var óvenju lélegur tókum við okkur saman og keyptum egg á næsta bæ til að fá einu sinni sæmilega maga- fylli. Kom húsbóndinn fram í eldhús þegar eggjaveislan stóð sem hæst og þótt hann léti ekki á neinu bera sáum við að undar- legur svipur kom á hann. Eftir það batnaði viðurgemingurinn að miklum mun. Heim til Islands Það undarlega var að miklu betra var að vera í vist hjá smábændunum. Þar var maturinn ekki sparaður og maður fékk yfirleitt miklu meiri mat heldur en maður gat torgað. Kunni ég miklu betur við mig hjá þeim heldur en þessum hofmóðugu stórbændum. Ég tók meirabílpróf í Stafanger og gilti það fyrir um öll Norðurlönd. Einhvemtíma var það að ég var fenginn til að aka bfl heim fyrir bónda; Hann hafði keypt bflinn í Drammen en treysti sér ekki til að keyra hann. Þegar við voram lagðir af stað ókum við fram á annan bfl sem var á sömu leið og var þar góðkunningi bóndans á ferð. Bóndinn fór yfir í hinn bílinn því kunningi hans var með nóg af bjór og drakk hann ósleitilega undir stýri. Ég var á undan en þótti það ekki einleikið hve þeir drógust mikið afturúr. Ég fór því að athuga málið og hafði kunninginn þá ekið út af vegin- um. Eftir það vildi ég fá að hafa þá á undan mér til að geta fylgst betur með þeim. Sjálfur ók ég aldrei undir áhrifum þó lítið væri með slíku fylgst á þessum áram. - Datt þér aldrei í hug að setjast að í Noregi? Jú, ég var að hugsa um það á tímabili en þar átti ég ekki kost á öðra en íhlaupa- vinnu því Norðmenn gengu fyrir í öll störf. Ég hélt því til íslands aftur. Þegar ég kom heim var verið að stofna Vélsmiðjuna Héðin í Reykjavík og var hún starfrækt í húsi er stóð þar sem Morgunblaðið er núna. Ég vann hjá Héðni um nokkurn tíma og einnig hjá vélsmiðjunni Hamri. Á þess- um árum fór ég að vinna í pípulögnum en fagið var ekki gert löggilt fyr en 1932. Ég var 9 ár í stjóm sveinafélagsins og 11 ár í stjórn Meistarafélags pípulagninga- manna. Undanfarin ár hef ég verið heiðursfélagi og aldursforseti í Meistarafé- lagi pípulagningamanna. - Hvemig líst þér á nútímann og fram- tíðina? Ég veit nú ekki hvað segja skal - það hefur mörgu farið fram en svo er annað sem ekki gengur eins vel. Merkilegt er það til dæmis að þeim tekst hvorki að selja kjötið né mjólkina með hagnaði, hvorki hér innanlands né úr landi. En svo era aftur menn sem geta selt blávatnið úr landi með gróða. Þetta hefði mörgum þótt undarleg útkoma í gamladaga og líklega hefði enginn trúað því að þetta gæti gerst. -bó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.