Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDÁGUR 28.' SEPTEMBER 1986 '*B 29 VELVAKANDI SVARAR (SÍMA 691100 KL. 11-12 FRÁ MÁNliDEGI TIL FÖSTUDAGS Hefur ráðherrann gleymt loforðinu? Helgi Kristjánsson skrifar: Velvakandi góður. Mig langar að biðja þig fyrir skilaboð til Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra. Á atvinnu- málaráðstefnu sem haldin var í Ólafsvík fyrir tajpu ári lofaði hann, úr ræðustóli, að birta á ný í dag- blöðum aflamörk allra fiskiskipa. Sagði hann það raunar sjálfsagt mál. Ég hef ekki orðið var við, að við þetta hafi verið staðið. Kannski hefur ráðherrann gleymt loforðinu? Bið ég hann að bæta úr því. í mars 1984 birti Morgunblaðið skrá yfír öll aflamörk. Eftir það hafa orðið margar s.k. leiðrétting- ar. Með því að bera saman getur maður séð hvar viðbótin liggur. Ég, og margir aðrir, kalla hana geð- þóttatónnin. Það er líka svo að sem sjálfstæðismaður roðna ég af skömm yfír því að minn flokkur skuli standa að þessari ofstjóm og þar með óstjóm. Aðrar leiðir að markmiðinu em betur færar og geðþekkari, leiðir sem ekki ganga þvert á það viðhorf sjálfstæðis- manna að hver maður skuli njóta verðleika sinna. Kvótinn var í byijun samþykktur til skamms tíma sem reynsluúr- ræði. Á síðasta vetri var hann svo barin gegnum Alþingi til framleng- ingar. Kvótamenn hafa síðan hælst um og sagt kvótann komin til að vera. Yrði þá öll rangsleitni endan- Iega negld niður og landkrabba- skessur með braskáráttu kasta á milli sín fjöreggi þjóðarinnar. Kvótamenn hafa skellt skollaeyrum fyrir öllum ágöllum, sem komið hafa í ljós á þessu geðþóttakerfi. Árátta þeirra minnir á gömlu vísuna, sem ég vona að ég fari rétt með: Þó brotni stafur og slitni jörð slettunum ekki kvíddu. Hugsaðu hvorki um himin né jörð en haltu þér fast og ríddu. Já, jörðin er svo sannarlega slitin og mínir flokksbræður, sem hafa kvótaglýjuna í augum, ættu að koma sér af merinni áður en meira er orðið.Ég læt svo, Velvakandi, fljóta að lokum vísu, sem ég sá í dálkum þínum ekki alls fyrir löngu: Kvótinn elskar aumingjann öðrum veldur tjóni. Gerir sérhvem mætan mann að meðalskussajóni. Filma tapaðist í Suður-Þing- eyjarsýslu Ágúst Guðmundsson skrifar: Laust eftir miéjan ágúst í sumar var ég á ferð um Norðurland og varð þá fyrir því hvimleiða óláni að tapa átekinni filmu. Filman var 35 mm af gerðinni Kodachrome 64 slides og var hún í fílmuboxinu í upprifnum umbúðum sínum ásamt sendingarumslagi til framköllunar. Líklega varð hún viðskila við eig- anda sinn einhversstaðar á leiðinni frá Fnjóská, örskammt neðan við og á bak við verslunina í Vagla- skógi, nálægt Bamafossi í Skjálf- andafljóti, um Ystafellsskóg og síðan eftir þjóðveginum norður til Húsavíkur. Það er að segja tapið uppgötvaðist á Husavfkurfjalli. Ef að einhver hefur fundið þessa til- nefndu fílmu og sent hana til framköllunar má þar líta landslag í blómlegum byggðum Eyjafjarðar og veggjahleðslur eftir hagleiks- manninn Áma Tómasson á Knarr- areyri á Flateyjardal. Hafí einhver orðið einhvers áskynja um afdrif téðrar fílmu væri mér mikil þökk ef hann léti mig vita. Bréfritari segir sjávarrútvegsráðherra hafa ekki staðið við það lof- orð sitt, að birta aftur í dagblöðum aflamörk allra fiskiskipa. Seg-ðu mér söguna aftur „Aldraðir úr Langholtssöfnuði" voru með fyrirspum í Velvakanda 4. september s.l., um hvort ein- hver kannaðist við framhaldið á kvæði sem byijaði á þessa leið: „Segðu mér söguna aftur, söguna frá því í gær, um litlu stúlkuna ljúfu með ljósu fléttumar tvær“. Tveir aðilar höfðu samband við Velvakanda nú í vikunni, sem könnuðust við þetta kvæði. Það heitir „Litla stúlkan" og er úr ljóð- mælum Jóhanns Magnúsar Bjamasonar. Velvakandi þakkar viðkomandi aðilum fyrir aðstoðina. Litla stúlkan Hér birtist kvæðið Litla stúlkan með aldamótastafsetningu. Litla stúlkan Segðu mér söguna aptur — söguna þá í gær — um litlu stúlkuna, með ljúfu augun og ljósu fléttumar tvær. Var hún ekki fædd út’ á íslandi, og alin þar upp á sveit, og send hingað vestur á sveitarinnar fé — með saknaðartárin heit? Hún var þrettán ára, eða þar um bil. — Jú, það vom þín orð. Þú sagðir, að sárt hefði ’ún grátið, er settu þeir hana um borð; og þá gusumar geng’ yfír skipið, sem gnötraði og veltist á hlið, þá bað hún svo vel, og þá bað hún svo heitt: „æ, blessaðir snúið þið við! Aumingja bam! Það var ósköp sárt! En átakanlegra var hitt, þegar vestur hún kom til Vinnipeg og vildi sjá skyldfólkið sitt, að fólkið hennar var farið — hún fann það ekki þar. Þú sagðir, að þér hefði mnnið til riíja, hve raunaleg hún var í innflyténda-salnum, er sat hún svo sakleysisleg og hljóð og reyndi að hylja með hymunni sinni ’ið heita táraflóð. Var kyn þó væri ’ún döpur? Og víst var það nokkuð hart, að segja við ’ana: „Hættu að hrína! — Hestamir koma nú snart. — Með karlinum keyrirðu út á land, og kemst þar í góða vist. Skæld’ ekki meira! — Skárr’ er það! — Jeg skal nú verða bist!“ Svo fór hún einhverja langa leið út á land — Eða var ekki svo? Og fremur gott var fólkið við hana fyrstu dagana tvo. En svo þmtu gæðin meir og meir; og maigsinnis var það hún grét, þá kerlingu kreppti hnefann og karlhróið fólslega lét. Þau börðu hana trúi jeg, svo bólgin hún var og blædd’ undan svipunni þrátt: Þau létu hana vinna, þó hún væri sjúk — já, vinna allt stórt og smátt. Henni leiddist svo mjög; hana langaði heim. Já, láttu mig heyra um það, þegar hún tók til þess bamslega bragðs að búast um nótt af stað. Hún komst út um gluggann með kistilinn sinn; — en koldimm var nóttin og löng — svo hljóp hún til skógar, eins hart og hún gat. — Hún hræddist ei myrkviðar-göng. Hún þekkti enga leið, eins og vonlegt var. Hún villtist. Hún missti þrótt. Og hver getur sagt, hvert hún lenti, eða hvað hún leið þá nótt? En líklegast hefur hún lagt sig til svefns, þá lúin hún orðin var, og ef til vill aldrei vaknað — já andast í skóginum þar. Já, hver getur sagt, hvaða þrautir hún leið, eða hvemig hún lífinu sleit? Opt hefur verið að því sþurt, en enginn maður það veit. Æ segðu mér söguna aptur — söguna þá í gær — um litlu stúlkuna, með ljúfu augun og íjósu fléttumar tvær. Með kveðju, Ein á Akranesi. v2 SVÍNKT Napoleon gædi 235 kr. kg. Minni fita Tilbúið ' kistuna- Betra eldi Lægra verð | | KJÖTMIÐSTÖÐIN Simi 686511 n AMC Jeep 'F I A T Þjónusta er veturinn nálgast Mótor- og Ijósastillum Yfirförum bílinn og bendum á hvað þarf að lagfæra til að fyrir- byggja tafir og óþörf vandræði. Hafið samband við verk- stjóra í síma: 77200. A.M.C. umboðið. EGILL VILHJÁLMSSON HF Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77395 Plliffl^Jogginggallar með endurskinsmerkjum Litir: grátt/rautt, blátt/rautt Stærðir: 3—8 Verð kr. •Senduntí9 PÓSTKRÖFU SPORTVORUyERSLUN JNGOLFS ÓSKARSSONAR Klapparstíg 40. Á HORNIKLAPPARSTIGS 06 GRETTISGÖTU S: 11783

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.