Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 B 31 Madonna f Shanghai Sur- prise. r KJÖTMIOSTÖPIN Slmi 686511 HRAÐLESTUR Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn? Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? Vilt þú auðvelda þér námið með auknum lestrarhraða og námstækni? Svarir þú játandi, skaltu drífa þig á næsta hraðlestrarnámskeið, sem hefst miðviku- daginn 8. október nk. Síðast komust færri að en vildu, svo þú skalt skrá þig snemma. Skráning öll kvöld kl. 20:00 — 22:00 ísíma 611096. HRAÐLESTRARSKÓLINN -4 Lítill áhugi á Madonnu og Penn Getur verið að enginn hafi áhuga á Madonnu og Sean Penn og mynd þeirra Shanghai Surprise? Ertu eitthvað frá þér? Eins og fólk fiykkist ekki á myndina til að sjá þau loksins sam- an í ró og næði? Það er víst ekki, ef marka má könnun sem dreifingarfyr- irtæki myndarinnar, MGM, lét gera áður en myndin var sett í dreifingu. í Ijós kom að fólk var ekki sérlega spennt fyrir Shanghai Surprise. Og vegna þeirrar niðurstöðu var mynd- inni dreift í litlu upplagi í miðvestur- og norðaustur- fylkjum Bandaríkjanna og í kanada síðast í ágúst. MGM vildi hafa vaðið fyrir neðan sig áður en það eyddi milljónum dollara í auglýsingaherferð í New York og Kaliforníu sem kannski gæfi ekkert af sér. Shanghai Surprise var frumsýnd í 401 kvikmyndahúsi og allt þaö versta sem MGM gat hugsað sér að gerðist, gerðist. Miðasalan nam rúm- lega hálfri milljón dollara fyrstu fjóra dagana eða um 14.000 dollara á hús. Það er minna en helmingur þess sem meðalmynd gerir á góðum degi. Eftir næstu helgi á eftir höfðu 47 kvikmyndahús hætt að sýna Shanghai Surprise og þá var hún aðeins sýnd í 354 húsum og tók inn 674 dollara á hús. Þetta þýddi aðeins eitt: Myndin var algjör skellur. „Við höfum gert víðtækar kannanir og við komumst ein- faldlega að því að það væri enginn áhugi á myndinni," sagði Greg Morrison hjá MGM. Það er langdýrast að dreifa kvikmyndum í New York vegna hárra auglýsingagjalda í blöðum og sjónvarpi. „Mjög fáar myndir sem opna í New York,“ segir Morrison, „ná inn fyrir auglýsingakostnaði'1. Miðvestur- og norðuaustur- fylkin eru þeir staðir sem Madonna-plöturnar seljast best á. Fólk virðist nenna að hlusta á Madonnu en það nennir ekki að sjá hana. Eða kannski nennir það ekki að sjá eiginmanninn, Sean Penn. Hann hefur þó verið talinn álit- legur hingað til. GoldStar GSA-5100 PLÖTUSPILARI: Hálfsjálfvirkur-reimdrifmn- magnetískur. MAGNARI: 2x50wött-léttrofar. Stereo-FM-Hi blend stilling- FM/MW-Hi blend. SEGIJLBAND: Stereo-Dolby-léttrofar-muting. HÁTALARAR: Tveir-80watta-3-way. Verfl afieins: 33.230,-stgr. GoldStar Gæði - Gott verð > * VIÞTDKUM VEL A MOTI ÞER Þrumustæðan frá - gulltryggt val - GoldStar GSA-5200 PLÖTUSPILARI: Hálfsjálfvirkur-reimdrifinn- magnetískur. MAGNARI; 2x70wött-loudness-LED ljós fyrir tuner,CD/AUX,TV/VTR, segulband og plötuspilara- MIC mixing. ÚTYARP: Tölvustýrður stövaleitari-stereo- FM-Hi blend-MW-faststilling á fjórtán rásum. SEGULBAND: Tvöfalt segulband-longplay A+B synhrostart-Dolby-Hi Speed Dubbing. TÓNJAFNARI: 12 skiptur grafískur tónjafnari- By-pass stilling-LED HÁTALARAR: Tveir-80watta-3-way. Vcrð aðcins: 42.730,-stgr. EURO <ri=dit Engin útborgun og eftirstöðvar á 11 mánuðum til handhafa SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.