Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 Þegar tónlistarmenn eyða meiri tíma í málaferli en á vinsældarlistum Elton John, George Michael, Annie Lennox og Dave Stuart, hafa öll staðið í málaferlum út frá tónlistarf erli sínum. að þrátt fyrir borðleggjandi dæmi frá fyrri tíð, sem ætla mætti að yrðu öðrum víti til varnaðar, hafi lítið breyst. „Þetta er bara sama gamla sagan um miðaldra viðskiptarefinn sem selur í eigin ágóðaskyni það sem lítið reyndir strákar og lítið reyndar stelpur búa til. Krakkar sem hafa ekki hugmynd um hvað þau eru að gera í raun.“ George Miehael ætti svosem að vita hvað hann segir, hljómsveitin Wham! hefur eytt tæpu ári í málaferli gegn CBS hljómplötu- fyrirtækinu og dótturfyrirtæki þess Innervision, vegna gamals plötu- samnings sem gerði ráð fyrir að hvor meðlimur Wham! fengi um 500 pund fyrir sinn hlut fyrir vinnuna við fyrstu tólf laga plötu hljómsveit- arinnar. 500 pund geta varla talist mikið í ljósi þess að platan fór vel yfir meðallag á breskum sölulistum. En Wham! eru ekki einir um að sitja uppi með slíka samninga og seint virðast menn ætla að læra. Sting stóð í málaferlum 1982 við Virgin Music hljómplötufyrirtækið, vegna fijálslegrar notkunar þeirra á lögum sem hann samdi og söng með hljómsveitinni Police á sínum tíma. Annie Lennox og Dave Stewart, Þeir eru ófáir erlendu popptónlistarmennirnir sem ekki lenda, fyrr eða síðar í málaferlum eða deilum vegua umboðslauna, samningsbrota, fjárdráttar samstarfsmanna eða hljómplötufyrirtækja, þ.e. svindls á einn eða annan máta. Nýlega kom út í Bretlandi bókin „Expensive Habits“ eftir Simon Garfield. Hann fjallar þar m.a. um þrautargöngu ýmissa tónlistarmanna gegnum frumskóg plötusamninga, umboðssamninga og milliliða, sem æ oftar lyktar með málaferlum. Við grípum hér niður í kafla sem ber yfirskriftina „The dark side of the music industry“ eða „Skuggahlið tónlistariðnaðarins". 1% ágóða í hlut hljómsveitar Það er ekki nýtt af nálinni að tónlistarmenn lendi í ógöngum. Bítlamir gerðu snemma á sínum ferli hljómplötusamning sem kvað á um að hver meðlimur fengi í sinn hlut einn fimmta úr penníi fyrir hveija selda tveggja laga plötu hljómsveitarinnar. Hlutur fjórmenn- inganna af sölu fyrstu tólf laga platnanna var litlu meiri. Hljómsveit- in The Who skrifaði einnig undir ámóta slæman plötusamning þegar fyrsta tólf laga plata hennar kom út og það var ekki fyrr en eftir að önnur plata hljómsveitarinnar, einn- ig með svipaðan samning að baki, kom á markað, að meðlimimir átt- uðu sig á að ekki var allt sem skyldi. Samkvæmt þeim samningi féll nefni- lega innan við 1% hagnaðar af plötusölunni í þeirra hlut. Reyndar virðast flytjendumir ekki þeir einu sem uppi sitja með óhag- stæða samninga. Lagahöfundar hafa ekki farið varhluta af því máli og sem dæmi má nefna að bæði Elton John og Gilbert O’Sullivan hafa farið fyrir dómstóla á liðnum ámm til að endurheimta höfundar- rétt á sumum lögum sínum og um leið eitthvað af þeim stóm fjárfúlg- um sem aðrir hafa grætt á útgáfu tónlistar þeirra. Helmingnr launa Bowie til umboðsmanns Þá em þeir ófáir sem hafa lent í málaferlum og vandræðum vegna óhagstæðra samninga við umboðs- menn. Mörgum er minnistæður hlutur Allen Klein, umboðsmannsins sem tók við Bítlunum af Brian Ep- stein og átti stóran þátt í upplausn hljómsveitarinnar og fjármálaóreiðu. Þá hóf David Bowie mikil málaferli við umboðsmann sinn Tony Defries 1975, eftir að hafa greitt honum 50% af heildartelqum sínum um fimm ára skeið. Þetta em aðeins örfá dæmi um tónlistarmenn sem hafa átt í vand- ræðum með að rata í gegnum fmmskóg plötusamninga, smáa let- ursins sem ekki var lesið fyrr en eftir á, umboðsmanna sem högnuð- ust ámóta mikið eða í sumum tilvik- um meira en skjóistæðingar þeirra. Ofangreindir tónlistarmenn hafa hinsvegar allir komist í gegnum fmmskóginn, en þeir em fleiri sem em þar ennþá, hafa skrifað undir svo slæma samninga að það sem er á prenti hefur staðið því sem er á plötu fyrir þrifum. WHAM! í málaferlum Söngvarinn og lagahöfundurinn George Michael hefur lýst því yfir Bítlarnir fengu hver um sig einn fimmta hlusta úr penníi fyrir hveija selda tveggja laga plötu. Eurythmics, standa enn í málaferl- um vegna útgáfuréttar á einni af plötum sínum. 800.000 punda endurgreiðsla til Sex Pistols Hljómsveitin Sex Pistols vann snemma á þessu ári mál gegn fyrmm umboðsfyrirtæki sínu og fékk um 800.000 punda greiðslu sem útgáfu- laun og hljómleikagróða, en að mati umboðsskrifstofunnar hafði þessi upphæð ekkert í vasa hljómsveitar- meðlima að gera. Spandau Ballet höfðuðu mál á hendur hljómplötufyr- irtækisins Chrysalis 1985 og töldu að fyrirtækið hefði ekki staðið við gerða samninga hvað kynningu á hljómsveitinni í Bandaríkjunum varðaði. Málið vannst, samningum var rift og hljómsveitin gerði fyrir skömmu nýja samninga við CBS hljómplötufyrirtækið. Allir vilja verða Bítlar sinnar kynslóðar Af hveiju læra menn ekki af reynslunni og hvemig getur það gerst að hljómsveitir á borð við Wham! og The Who eyða meiri tíma í réttarhöldum en á vinsældalistum? Líklegast eru þijár meginástæður. Sú fyrsta að sjálfsögðu að flesta sem leggja út á tónlistarbrautina dreym- ir um að verða „Bítlar" sinnar kynslóðar og gera allt til að nálgast takmarkið - jafnvel þó að það þýði ótrygga atvinnu, tónlistarflutning í litlum og lélegum klúbbum og síðast en ekki síst lélega plötusamninga. Lélegur samningur er betri en eng- inn samningur segja flestir og slá til ef tilboð berst. Önnur ástæðan er að ungir og lítt reyndir tónlistarmenn trúa yfir- leitt öllu sem við þá er sagt. Birtist einhver sem virðist hafa einlægan áhuga á að koma tónlist þeirra á framfæri og tryggja velferðina, þá eru menn fljótir að treysta viðkom- andi manneskju. Peter Townshend og Elton John lærðu báðir sína lexíu í þessum efnum. Trúði öllu sem við mig var sagt „Ég er þannig gerður að ég vil treysta öðru fólki og einhvemveginn datt mér ekki í hug að menn vildu misnota mig sem tónlistarmann og braska með mína tónlist," segir Tow- nshend og bætir við að það sé erfitt fyrir sig að hugsa á þennan hátt nú. Elton John sagði einnig í réttar- höldum á sl. ári að hefði einhver bent sér á að fara til lögfræðings í byijun ferilsins til að fá sín mál á hreint, hefði hann hlegið að þeim hinum sama. „Ég trúði svo innilega öllu því sem umboðsmenn og tals- menn hljómplötufyrirtækja sögðu mér og hefði Iíklegast þótt það móðgun við þá að athuga hvort eitt- hvað væri verið að gera á minn hlut. Eiginlega held ég að mér hefði aldr- ei dottið það í hug.“ Aukin lögfræðiaðstoð Þriðja ástæðan fyrir því að menn læra ekki af reynslunni er líklega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.