Morgunblaðið - 30.09.1986, Qupperneq 1
72 SIÐUR
B
STOFNAÐ 1913
219. tbl. 72. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986
Prentsmiðja Morgunblaðsina
Daniloff
á heimleið
Bandaríski blaðamaðurinn Nic-
holas DanUoff um borð í þotu
Lufthansa á leið frá Moskvu til
Frankfurt í Vestur-Þýzkalandi í
gær. Daniloff bregður á loft
stuttermabol, sem á er prentuð
krafan um að hann skuli látinn
laus. Hann var látinn laus í
Moskvu í gær, mánuði eftir hand-
töku og ásakanir um njósnir.
„Þakklátur að vera
aftur fríáls maður“
U/ocIiinnt An M/idlnm 1P ■
Frankfurt, Washington, Moskvu, AP.
„ÉG ER þakklátur Bandarikjaforseta að ég skuli vera
aftur frjáls maður og kominn til Vesturlanda,“ sagði
bandariski blaðamaðurinn Nicholas Daniloff er hann
kom í gærkvöldi til Frankfurt í Vestur-Þýzkalandi frá
Moskvu. Hann var handtekinn í Moskvu fyrir tæpum
mánuðí og sakaður um njósnir. Daniloff dvaldist í nótt
í Frankfurt en heldur til Bandaríkjanna í dag.
Við brottförina frá Moskvu
sagðist Daniloff fremur fullur
trega en reiði. Málið gegn honum
hefði verið tilbúningur og
sovézka leyniþjónustan, KGB,
hefði hlaupið illa á sig. Hann var
hins vegar alsæll við komuna til
Frankfurt og kona hans, Ruth,
geislaði af gleði, þegar Richard
Burt, sendiherra í Vestur-Þýzka-
landi, tók á móti þeim hjónum.
Þegar Daniloff yfirgaf banda-
ríska sendiráðið í Moskvu í gær
veifaði hann til viðstaddra með
sigurmerki. Fljótlega spurðist út
hvað í vændum væri og fór fregn-
in sem eldur í sinu um Banda-
ríkin, þar sem frelsi hans var
fagnað um land allt.
Reagan forseti og bandarískir
embættismenn sögðu að staða
hins meinta sovézka njósnara,
sendifulltrúans Gennadiy Zakh-
arov, sem handtekinn var í New
York viku á undan Daniloff, væri
óbreytt. Heimildir hjá Sameinuðu
þjóðunum fullyrtu þó að Zakh-
arov yrði látinn laus í skiptum
fyrir Daniloff og að utanríkisráð-
herrar stórveldanna, Shultz og
Shevardnadze, hefðu samið um
lyktir máls þeirra á sunnudags-
kvöld.
Sjá ennfremur um Danil-
off-málið á bls. 29 og for-
ystugrein á bls. 32.
Eins dags verk-
fall í Færeyjum
Þórshöfn. Frá Hilmari Jan Hanscn, fréttarítara Morgunbladsins.
VERKFALLINU, sem 14
stærstu launþegasamtök Fær-
eyja hófu í gærmorgun, var
aflýst síðdegis. Efnt var til
þess í mótmælaskyni við áform
landsstjórnarinnar um tolla-
og skattahækkanir, sem lands-
þingið samþykkti um hádegis-
bilið í gær.
Launþegasamtökin halda því
fram að hinir nýju skattar stjóm-
arinnar eigi eftir að hafa í för
með sér mikla aukningu heimilis-
útgjalda.
Gerðar voru breytingar á
frumvarpinu í meðförum þingsins
til þess að koma að einhveiju
leyti til móts við launþegasam-
tökin og varð það m.a. til þess
að þau afléttu verkfallinu. Ýmsir
foiystumenn samtakanna vora
þó þeirrar skoðunar að eðlilegra
hefði verið fyrir stjórnina að ijúfa
þing og efna til kosninga svo að
landsmenn gætu látið í ljós álit
sitt á frumvarpinu.
Vestur-Þýzkaland:
Eru 27.000 flótta-
menn á leiðíimí?
Bonn, AP.
VESTUR-ÞÝZK yfirvöld reyna
nú eftir pólitískum leiðum að
koma í veg fyrir að 27.000 flótta-
menn frá Tyrklandi og íran, sem
sagðir eru á leið til Austur-
Þýzkalands, komist til áfanga-
staðar, sem mun vera i
Vestur-Berlín.
Brezkí Verkamannaflokkurinn:
Gremja út í Weinberger
Blackpool, AP.
LEIÐTOGAR brezka Verka-
mannaflokksins sökuðu Banda-
ríkjamenn um leynimakk með
Margaret Thatcher, forsætis-
ráðherra, og tilraunir til að
skemma fyrir flokknum f næstu
konsingum með árásum á
stefnu hans í kjarnorkumálum.
Flokkurinn hefur heitið þvf að
eyðileggja brezk kjamorku-
vopn komist hann f stjóm.
Denis Healey, talsmaður
flokksins í utanrikismálum, var
harðorður í garð Bandaríkja-
manna fyrir ummæli þess efnis
að líf Atlantshafsbandalagsins
kynni að vera í veði ef Verka-
mannaflokkurinn yrði við sljóm-
völinn eftir næstu kosningar.
Healey sakaði Caspar Wein-
berger, vamarmálaráðherra, og
Richard Perle, aðstoðarráðherra,
um afskipti af brezkum innanrík-
ismálum.
í gær samþykkti flokksþing
Verkamannaflokksins að reka
átta trotskyista, flesta þeirra frá
Liverpool, úr flokknum. FVam-
kvæmdastjóm flokksins visaði
þeim úr flokknum í sumar. Átta-
menningamir ruku í fússi út af
þinginu í gærmorgun og sögðu
ástandið þar minna meira á
Stalínstímann í Sovétríkjunum en
þing í flokki, sem kenndi sig við
lýðræði.
Lundúnablaðið Standard birti í
dag nýja skoðanakönnun um
stöðu stjómmálaflokkanna og
samkvæmt henni hlyti Verka-
mannaflokkurinn 37% atkvæða,
ef kosið yrði í dag, eða tveggja
prósenta meira fylgi en íhalds-
flokkurinn.
Þá segir að kosningabandalag
Frjálslynda flokksins og Jafnaðar-
mannaflokksins hlyti 26% at-
kvæða.
Að sögn embættismanns í utan
ríkisráðuneytinu í Bonn eru 600
langferðabifreiðar á leið frá Istan-
búl til Austur-Berlín með flótta-
mennina. Yfirvöld í Vestur-Þýzka-
landi telja sig hafa vissu fyrir því
að fólkið ætli að fara yfir í Vestur-
Berlín þegar til borgarinnar
tvískiptu kemur áður en ný austur-
þýzk lög um flóttamenn ganga í
gildi á miðvikudag.
Embættismenn í Búlgaríu skýra
frá því að mörgum bifreiðum hafi
verið snúið þaðan aftur til Týrk-
lands. Borgarstjóri landamæra-
borgarinnar Edime í Tyrklandi
vísaði því á bug að 27.000 flótta-
menn væru á leið þaðan. Hann
staðfesti að 550 íranir hefðu farið
yfir landamærin til Evrópulanda frá
20.-26. september og sagði hina
töluna hugarburð.
Hafa yfirvöld í ríkjum kommún-
ista heitið þvi að snúa til baka öllum
flóttamönnum, sem ekki hafa vega-
bréfsáritun til dvalar í Vestur-
Þýzkalandi.