Morgunblaðið - 30.09.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986
13
Reykjavíkur-
kvartettinn
Þriðju tónleikar Norrænu tón-
listardaganna fóru fram í Áskirkju
og flutti Reykjavíkurkvartettinn
verk eftir Aulis Sallinen, Bent
Sörensen, Kenneth Sivertsen og
Jouni Kaipainen.
I Reykjavíkur kvartettinum eru
Rut Ingólfsdóttir, Júlíana Elín
Kjartansdóttir, Elizabeth Dean og
Arnþór Jónsson. Tónleikamir hóf-
ust á Strengjakvartett nr. 5 eftir
Sallinen. Sallinen (f. 1935) lærði
hjá Kokkonen og Mericanto. Hann
er víðfrægur fyrir óperur sínar og
var skipaður prófessor án
kennsluskyldu fyrir um það bil
áratug og hefur á þeim tíma stað-
ið skil á fjölda tónsmíða, er borið
hafa hróður Finnlands víða um
heim. Undirtitill strengjakvart-
ettsins er „pieces of Mosaic" og
er verkið í sextán stuttum þáttum.
Þættirnir eru ýmist sem tónrænar
andstæður eða samstæður og
margir hverjir frábærlega fallegir
í gerð. Annað verkið er eftir Bent
Sörensen (1958). Hann stundar
tónsmíðanám hjá Ib Nörholm og
nefnir verk sitt Alman sem sótt
er í virginalbók Fitzwilliams.
Verkið ber þess merki að höfund-
urinn leitar sér lærdóms og því
mjög vel unnið samkvæmt „aka-
demískum" kokkabókum. Þriðja
verkið er eftir Kenneth Sivertsen
(1961). Hann stundaði gítamám
hjá Torbjöm Wiberg og tónsmíðar
hjá Magnari Ám og hefur starfað
við flutning á samtímatónlist, jazz
og þjóðlögum. í efnisskrá segir:
„Hann forðast stílfestu, leggur
áherslu á lagferli og hiynjandi í
verkum sínum.“ Verkið nefnir
hann For ope hav og er það sa-
mið fyrir tenorsaxófón og kvart-
ett. Það er rétt að tónskáldið
leggur áherslu á lagferli, því verk-
ið er eitt lag og á köflum mjög
fallega unnið og líklegt til að
hæfa vel sem kvikmyndatónlist,
eins og ætlast er til, því það er
samið fyrir sjónvarpið á Hörðal-
andi og er verið að ganga frá
myndefni því sem fella á að tón-
listinni. Síðasta verkið á efnis-
skránni, Kvartett nr. 3 op. 25,
eftir Jouni Kaipainen, er feikna
erfitt, einkum hljóðfallslega og í
samhljómun, vegna tíðra tvígripa
í öllum röddum. Einnig er leikið
með blíðlegri blæbrigði og er þessi
fjögurra þátta kvartett feikna
áhrifamikil tónsmíð. Reykjavíkur-
kvartettinn lék öll verkin mjög vel
og einkum var aðdáunarvert
hversu vel síðasti kvartettinn var
leikinn, samfelldur og sterkur í
túlkun og sérdeilislega hiynskýr.
í efnisskrá er nafnið Reykjavík-
urkvartettinn og væri vel, ef hér
hefúr verið stofnaður sérstakur
kvartett en slíkir leikhópar hafa
því miður ekki starfað samfellt
hér á landi síðan kvartett Bjöms
Ólafssonar var við lýði. Það er
sannarlega kominn tími til þess
að hér starfí strengjakvartett og
er trúlega nóg fyrir hann að gera.
Leikur Reykjavíkurkvartettsins
var svo góður, að ekki verður
annað hægt en að harma það ef
slíkur leikhópur fær ekki að skóla
sig í þeirri strengjalist, sem einna
mikilfenglegust er og þar sem
tónlist nær mestri reisn og fegurð.
Jón Ásgeirsson
Við seljum síðustu
FORD ESCORT bílana
af árgerð 1986
Aætlað verö
FORDESCORT C 1300
3ja dyra 4 gíra m/útv.
FORDESCORT CL 1100
3ja dyra 5 gíra m/útv.
FORDESCORT CL1300
5 dyra 5 gíra m/útv.
FORDESCORT CL1600
5 dyra sjálfsk. m/útv.
FORD ESCORT CL 1600
STATION 5 dr. 5 g. m/útv
r «S9S
lu| . MÍÉL " i
einkum í þriðju gerðinni, vom
ágætlega útfærð en samvirkni
mynda og hljóða var ekki nema
að litlu leyti samstæð og hvort
sem það átti eða átti ekki að vera
svo, þá var endurtekningu mynd-
formanna ofgert og ekki um
myndrænar andstæður að ræða,
svo nemi, nema þá helst í þriðju
hljóðmyndinni. Á margan hátt er
þetta athyglisverð tilraun sem þó
er ekki frumlegri en það að um
árabil hafa þessar aðferðir verið
notaðar, þar sem tölvutæknin hef-
ur náð útbreiðslu, t.d. í Banda-
ríkjunum. Hommage á Jules
Veme heitir þriðja verkið og er
það eftir Jarmo Sermilá (f. 1939),
fyrrum jazzista sem lærði hjá
Kokkonen og síðar í Prag. Efnið
er að mestu upptökur, sem síðar
em „mixaðar" saman. Þessi
smíðamáti rekur„ sögu sína til
„konkrete" vinnubragða og þykir
af raftækniaðferðum vera minnst
í ætt við tónsmíði, með einstaka
undantekningum sérlega vel
gerðra verka. í þessu verki var
tónsmíðin varla meira en samsetn-
ingin og ekki mikið unnið úr
hljóðefninu og það sem var
skemmtilegt við verkið, var það
sem hélst hreint af frummynd-
inni. Síðasta verkið er eftir
Þorstein Hauksson og nefnist það
tvær etýður. Verkið er unnið í
stúdíói í París og er hreint raf-
verk. Þrátt fyrir að verk etýðunn-
ar sé undirbúningur undir gerð
stærra verks, er margt fallega
unnið í þessum tónsmíðaetýðum.
• 1000 watta kraftmikill mótor
• Afkastar 54 sekúndulítrum
• Lyftir 2400 mm vatnssúlu
• 7 lítra poki
• 4 fylgihlutir í innbyggðri geymslu
• Stillanleg lengd á röri
• Mjög hljóðlát (66 db. A)
• Fislétt, aðeins 8,8 kg
• Þreföld ryksía
• Hægt að láta blása
• 9,7 m vinnuradíus
• Sjálfvirkur snúruinndráttur
• Teppabankari fáanlegur
• Taupoki fáanlegur
• Rómuð ending
• Hagstætt verð
Reyndu hana á næsta útsölustað:
Míele RYKSUGAN
Hún er vönduð
og vinnur vel
Mikligarður v/Sund
JL-húsið, rafdeild
Rafha, Austurveri
Gellir, Skipholti
Teppabúðin, Suðurlandsbraut
Raforka, Akureyri
KB, Borgarnesi Rafbúð RÓ, Keflavík
KHB, Egilsstöðum Árvirkinn, Selfossi
Verzl. Sig. Pálma, Hvammstanga Kjarni, Vestmannaeyjum
KH, Blönduósi Rafþj. Sigurd., Akranesi
Straumur, ísafirði Grímur og Árni, Húsavík
KASK, Höfn Rafborg, Patreksfirði
1
JÓHANN ÓLAFSSON & CO