Morgunblaðið - 30.09.1986, Page 15
15
Helgi Þór Ingason
beita okkur refsiaðgerðum ef við lát-
um ekki af hvalveiðum.
Sjálfstæðum þjóðum þykir súrt í
broti að hlíta slíkum afarkostum.
Þjóðarstolt Norðmanna er sært eftir
að Bandaríkjamenn knúðu þá með
alvariegum hótunum til að hætta
hrefnuveiðum. Slíkar ofstopaaðgerðir
hljóta að fylla okkur tortryggni í
garð Bandaríkjamanna. Við hljótum
að spyija á hvaða lagalegum og sið-
ferðislegum forsendum Bandaríkja-
menn leyfa sér að skipa fullvalda
þjóðum fyrir verkum á þennan hátt
og í framhaldi af því hvort rétt sé
að líða þeim slikan yfirgang.
íslendingar verða að beita þeim
vopnum sem tiltæk eru til að gera
umheiminum skiljanlegt að þeir vilja
að komið sé fram við þá sem jafn-
ingja en ekki undirmálsmenn. Við
þurfum ekki að hugsa lengi til að
fínna út hvaða vopn eru liklegust til
Skoðanakönnun
DV á fylgi ríkis-
stjórnarinnar:
Ríkisstjórnin
nýtur meiri-
hlutafylgis
SAMKVÆMT skoðanakönnun,
sem DV lét gera um fyrri
helgi, eru 45,8% kjósenda fylgj-
andi rikissjóminni, en 26,0%
andvígir. Samkvæmt þessari nið-
urstöðu, hefur fylgi ríkisstjórn-
arinnar aukist um 0,9% frá þvi
að samskonar könnun var gerð
á vegum dagblaðsins í maí á
þessu ári. Ríkisstjómin hefur að
mestu notið meirihlutafylgis í
skoðanakönnunum DV á þessu
ári, sem og i fyrra.
I skoðanakönnuninni sögðust
17,8% ekki hafa gert upp hug sinn,
en 10,3% vildu ekki svara spuming-
unni. Ef aðeins er miðað við þá sem
afstöðu tóku, eru 63,8% fylgjandi
ríkisstjóminni, en 36,2% andvígir.
Sé miðað við þessar tölur, hefur
fylgi stjómarinnar minnkað um 0,6
prósentustig frá því í maí og and-
staða við hana aukist um jafn mörg
stig.
Uratakið í skoðanakönnuninni
var 600 manns og var helmingur
þess fenginn af Reykjavíkursvæð-
inu og helmingur utan þess. Jafnt
hlutfall var milli kynja.
Höfðar til
.fólksí öllum
starfsgreinum!
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986
að auka skilning Bandaríkjamanna f
þessu máli.
Ami Sigurðsson segir í grein sinni
að íslendingar séu í „friðsamlegu
vamarsamstarfi" við Bandaríkja-
menn (hvað ætli hann skilgreini þá
sem „ófriðsamlegt vamarsam-
starf“?). Til að slíkt samstarf megi
blessast verða Bandaríkjamenn að
gera sér grein fyrir því að innanríkis-
mál Isiendinga koma íslendingum
einum við.
Því miður hafa Bandaríkjamenn á
undanfomum mánuðum gert alvar-
leg mistök í samsldptum sínum við
okkur. Yfirgangur þeirra hefur rýrt
traust landsmanna á „vininum í
vestri" og sýnt okkur að vinátta hans
er ekki jafti einlæg og sjálfsögð og
sum okkar e.tv. héldu.
Stór orð og tilfinningaþrungin
skrúðmælgi -- Ama Sigurðssonar
megna hvorki að kæfa tortryggni
okkar né hreinsa flekkaðan skjöld
Bandaríkjamanna í augum lands-
manna Ama ráðlegg ég þó að halda
áftam að tileinka sér speki Háva-
mála eins og hann gerði í umræddri
grein sinni, ekki hvað síst eftirfar-
andi línur
Vin sínum
skal maður vinur vera
og gjalda gjöf við gjöf.
Greinarhöfundur stuadar nám í
verkfræðideild Háskóia íslands.
BEGA
Þeir sem hafa efni á að
kaupa það besta, kaupa
fallegu útiljósin frá BEGA
í Þýskalandi. Stuttur af-
greiðslufrestur.
Árvík sf.
Ármúla 1,
Sími 687222.
Átt þú 65.000,- kr.
og ef til vill eldri
annn uno?
Með nýju skiptikjörunum
okkar getur þú hæglega
eignast nýjan
. mauna
Uno’87
Ef ofangreint fyrirkomulag hentar ekki, bjóðum við einnig mjög góð
greiðslukjör til lengri eða skemmri tíma, eða uppítöku á öðrum gerðum eldri bíla.
BOaa UMBOÐIÐ
SKEIFUNNI 8 - SÍMI 688850
PÁV • Prentsmiðja Ama Valdcmarssonar hf
Dæmi
Peningar kr.
lán til 6 mán. -
eldri bifr. ca. -
65.000,-
64.600,-
150.000,-
NYR FIAT UNO