Morgunblaðið - 30.09.1986, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐH), ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986
17
Einn og peninga
laus í Soho
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Eftir miðnætti (After Hours).
Sýnd í Bíóhöllinni. Stjömugjöf:
★ ★ ★
Bandarísk. Lcikstjóri: Martin
Scorsese. Handrit: Joseph Mini-
on. Framleiðendur: Amy
Robinson, Griffin Dunne og
Robert F. Colesberry. Tónlist:
Howard Shore. Kvikmynda-
taka: Michael Ballhaus. Helstu
hlutverk: Griffin Dunne,
Rosanna Arquette, Teri Garr,
John Heard, Veraa Bloom,
Linda Fiorentino og Cheech og
Chong.
Nýjasta mynd Martins Scorsese
(Raging Bull) og sú sem hann
hreppti leikstjóraverðlaunin á
Cannes fyrir sl. vor, heitir Eftir
miðnætti (After Hours) og er í
stuttu máli um mann sem fer út
á lífíð seint um kvöld og þegar
hann kynnist smám saman fólkinu
og næturlífinu í Soho á Manhatt-
an, einn og peningalaus á hann
enga ósk heitari í lífinu en að
komast aftur heim í öryggi og
hlýju heimilisins. Eftir miðnætti
' er furðuferð tölvuforritarans
Pauls Hackett (Griffin Dunne) um
ókunnuga og undarlega heima
mannfélagsins á Manhattan þar
sem enginn er eins og hann sýn-
ist, flestir eru pínulítið skrýtnir
og sumir stórskrýtnir.
Hackett leiðist starf sitt sem
tölyuforritari og lífið yfirleitt
kannski vegna þess að það gerist
aldrei neitt hjá honum. Hann er
hæglátur og einmana og þegar
hann hittir Marcy (Rosanna Ar-
quette) á einmanalegri kaffistofu
vill hann að þau skiptist á síma-
númerum. Þegar heim kemur
getur hann ekki stillt sig um að
hringja og hún biður hann að líta
við hjá sér í Soho.
Þar með hefst martröð Hack-
etts. Hún byijar á því að hann
missir peningana sína úr
leigubflnum á leið í Soho og endar
á því að morðþyrstir íbúar hverfis-
ins leita hans þvi þeir halda,
ranglega auðvitað, aið hann sé
alræmdur innbrotsþjófur sem
heimsótt hefur íbúðir hverfisins
undanfarið og hreinsað út nýti-
lega hluti. í millitíðinni fremur
Marcy sjálfsmorð (hún var alltaf
frekar þunglynd) og Hackett
flækist frá einum til annars í von-
lausri baráttu við að koma sér
heim aftur. En það er sama hvað
hann reynir, ekkert gengur.
Scorsese og handritshöfundur-
inn Joseph Minion passa sig að
taka ekkert of hátíðlega í þessari
svörtu kómedíu. Húmorinn er
kaldhæðnislegur og óskammfeil-
inn en alitaf grafalvarlegur og um
hræðileg eftii svo maður veit ekki
hvort það er i rauninni við hæfi
að hlæja. Gott dæmi um þetta er
þegar Paul kemur á barinn þar
sem barþjónninn (John Heard) er
sá eini sem sýnir honum einhvem
skilning á vandamálum hans og
Hackett segir honum að hann
verði að halda stefnumót sem
hann lofaði að eiga við gengil-
beinu barsins (Teri Gerr), sem
býður uppi í íbúðinni sinni. „Held-
ur þú að hún fremji sjálfsmorð
ef þú kemur ekki?“, segir bar-
þjónninn kæruleysislega. Síminn
hringir, barþjónninn tekur hann
upp og hlustar. Hann leggur á
niðurbrotinn. „Kærastan mín
framdi sjálfsmorð," segir hann. Á
meðan þessu fer fram eru leður-
klæddir hommar í ástúðlegum
sleik í bakgrunninum.
Það var þetta skrýtilega hand-
rit sem laðaði Scorsese að
myndinni en höfundurinn Minion
skrifaði það á námskeiði um hand-
ritagerð við Kólumíuháskóla. Það
er óhætt að segja að hann lofi
góðu með handriti sínu barma-
fullu af sérkennilegheitum og
persónum sem hegða sér yfirleitt
eins og fólk í slæmum draumi.
Allt getur gerst og gerist og kem-
ur jafnflatt upp á okkur og
ferðalanginn Hackett.
Kvenfólk, sem hann var á hött-
unum eftir í byijun, verða hans
verstu óvinir. Gengilbeinan, sem
lifir í sjöunda áratugnum og hlust-
ar á The Monkeys, teiknar af
honum mynd sem sýnir hann eftir-
lýstan fyrir innbrotin í hverfinu
og fjölfaldar hana (hún vinnur á
Ijósritunarstofu á hæðinni fyrir
neðan) þegar hann vill ekkert með
hana hafa, kona sem hann hittir
seinna og keyrir ísbíl verður æst-
ust í að klófesta hann þegar hún
sér eina af þessum myndum og
þriðja konan steypir hann í mót
eins og listaverk og er ekkert á
því að losa hann úr því. Það er
ekki fyrr en hinir raunverulegu
innbrotsþjófar (Cheech og Chong)
ræna honum í mótinu að hann
sleppur.
Scorsese leikstýrir þessu öllu
með glæsibrag og hefiir sérlega
gaman af því að setja bæði háal-
varleg mál og lítilfjörug í kóm-
ískar kringumstæður. Smáræði
eins og peningalaus maður í Soho
verður að hrikalegu vandamáli
upp á líf og dauða. Griffín Dunne
sýnir stjömuleik í hlutverki hins
ráðvillta Hacketts, Rosanne Ar-
quette er Qarska leið Marcy, John
Heard er sérlega ljúfur í hlutverki
barþjónsins og Teri Garr er bráð-
sniðug í hlutverki gengilbeinunn-
ar sem hlustar á The Monkeys.
Kvikmyndataka Michaels Ball-
haus (fyrrum samstarfsmaður
Fassbinders) er mjög vönduð óg
á stóran þátt í því að gera Soho-
hverfið að stað sem best er að
forðast.
Háskóli íslands:
um framtíðarþróun í tölvutækni
Spástefna
REIKNISTOFNUN Háskólans og
tölvunarfræðinemar gangast
fyrir spástefnu um framtfðar-
þróun tölvutækninnar, 8. október
n.k. að Hótel Sögu. Spástefnan
er í tenglsum við sýningu tölvun-
arfræðinema „Tölvur og þjóðlíf“
og munu fjórir erlendir fyrirles-
arar flytja þar erindi.
Á spástefnunni verður Qallað um
helstu nýjungar í tölvutækni og
áhrif þeirra í náinni framtíð. Tvö
megin efni verða sérstaklega rædd,
„Tölvunet og gagnabankar" og
„Gervigreind og tölvutal".
Fýrirlesaramir era allir sérfræðing-
ar á þessum sviðum hjá helstu
tölvuframleiðendum heims og hafa
viðkomandi fyrirtæki greitt fyrir
því að þeir kæmust hingað til lands.
Stephen Mallison er sérfræðing-
ur í fjarskiptatækni hjá IBM í
Englandi og mun hann fjalla um
helstu nýjungar á sviði tölvuneta.
Bjöm Tuft er sérfræðingra í tölvu-
netum hjá Hewlett Packard í
Frakklandi og mun hann fjalla um
tölvunet og þá sérstaklega um IS-
DN-tæknina. Hans Eske Sindby er
verkefnastjóri í þróun
gervigreindar hjá Digital Equip-
ment Corperation í Danmörku og
mun hann fjalla um gervigreind,
þekkingarkerfi og uppbyggingu
þeirra og tölvutal. Michele Pracchi
er deildarstjóri hjá Hewlett Packard
Labaratorium í Bristol í Englandi
og fjallar hann um 5. kynslóð tölva,
þróun dreifðra tölvukerfa, „rök for-
ritun" og „fals forritun". Fyrir-
spumir og fijálsar umræður verða
að loknum hveijum fyrirlestri.
Fundarstjóri er Páll Jensson for-
stöðumaður.
(Úr fréttatilkynningu)
LOW POWER
FYRIR PC EINKATÖLVUR
“ 29.800
ÍSETNING INNIFALIN, 1 ÁRS ÁBYRGÐ
EINNIG SEGULBANDSSTÖÐVAR
FYRIR ÖRYGGISAFRIT.
AUÐVELDAR í NOTKUN,
HANDHÆGAR.
GÍSLI J. JOHNSEN
m
Nýfeýfewegi 16, simi 641222.
Gieratgptti 20.
VLT HRAÐABREYTAR
fyrir: dælustýringar,
færibönd, loftræstingar,
hraðfrystibúnað o.fl.
Danfoss VLT hraöa-
breytar fyrir þriggja fasa
rafmótora allt aö150 hö.
Hraðabreytingin er
stiglaus frá 0-200% og
mótorinn heldur afli viö
minnsta snúningshraða.
Leitið frekari upplýsinga
í söludeild.
= HEÐINN =
VÉLAVERSIllN, SÍMI 24260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER
Þú
sparar
með
= HÉÐINN =
VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER
STEYPIBAÐ
Þú stillir vatnshitann með
einu handtaki á hitastýrða
baðblöndunartækinu frá
Danfess, og nýtursíðan
stéýþibaðsinsvel óg lengí.
sslfPHIMkf ==
aw—ww -O-lttf fcÁ 'j mwmmm