Morgunblaðið - 30.09.1986, Síða 18

Morgunblaðið - 30.09.1986, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986 Svar við grein dr.Gunn- laugs Þórðarsonar eftir Hilmar Þorbjömsson Þann 23. sept. sl. rakst undirritað- ur á grein þína í Morgunblaðinu, undir fyrirsögninni Drengskapur í gapastokk. Ég hef haft það fyrir vana að lesa skrif þín í blöðum, mér til gagns og gamans oft. í upphafí vil ég geta þess að ég hef litið upp til þín dr. Gunnlaugur og talið þig mann rétt- lætis og drengskapar, manns sem ég sér það að leiðarljósi að koma á betri heimi. Dr. Gunnlaugun Eftir að hafa les- ið grein þína í Morgunblaðinu varð ég hissa og mér fannst kominn tími til að festa á blað til þín fáeinar línur. í grein þinni talar þú um þrískipt vald, dr. Gunnlaugur, framkvæmda- vald, löggjafarvald og dómsvald og bætir síðan við fjölmiðlavaldi og rannsóknarvaldi, og telur tvö s.n. vera að sigla þjóð okkar inn í myrk- ur lögregluríkis. Auðvitað er vald ijölmiðla mikið í tæknivæddum heimi og oft hafa íjölmiðlar komið möigu góðu af stað og einnig hefur þeim orðið á. Um hið síðamefnda ætla ég ekki að fyalla því að ég er ekki viss um hvað vakir fyrir þér með orðinu rannsóknarvald. Þú talar um morg- unverk rannsóknarmanna í svoköll- uðu Hafskipsmáli, hreint eins og þér sé ekki fullkomlega ljóst, að þar fóru þeir í skjóli sprenglærðra lögmanna og starfsfélaga þinna. Þú leikur þér að því í grein þinni, dr. Gunnlaugur, að gera rannsóknarmenn tortryggi- lega í augum fólks með því að gefa í skyn, að þeir komi boðum til fjöl- miðla í því augnamiði að þeir taki myndir af grunuðum til þess að gera hina grunuðu enn tortryggilegri í Hilmar Þorbjömsson augum fólks. Þvílík smekkleysa, dr. Gunnlaugur. Hinsvegar get ég verið þér sammála um að þessar mynda- Þegar System/36 tekur við aðajhhitverkinu af PC einmemiingstölvunm Farsæl tölvuuppbygging Hagkvæm stækkun Algengt er að fyrirtæki sem nota IBM einmennings- tölvurnar vaxi skjótt. Þegar einmenningstölvurnar anna ekki lengur umsvifunum er komið að því að taka IBM SYSTEM/36 í þjónustuna. Stækkunin er auðveld og hagkvæm, ekki síst fyrir þær sakir að einmennings- tölvurnar nýtast áfram sem slíkar eða sem skjástöðvar við SYSTEM/36 tölvuna. Stækkunarkostir Nú selur IBM þrenns konar SYSTEM/36 tölvur. SYSTEM/36 PC er þeirra minnst og þess vegna er hentugt að hefja SYSTEM/36-tölvuvæðinguna með henni. Þú stækkar hana eftir því sem þörfin eykst og þegar fyrirtækið er loks vaxið upp úr henni kemur „litla“ SYSTEM/36 í staðinn. Við hana má svo auka smám saman þar til stóra SYSTEM/36 leysir hana af hólmi í fyllingu tímans. Þegar þú skiptir um vél notar þú sama hugbúnað, sömu skjástöovar og sömu prentara. Fjárfestingin í námi starfs- fólksins nýtist að fullu og engin töf verður á rekstrinum. Þú kaupir einungis tölvuna sjálfa og færð gott endursöluverð fyrir fyrirrennarann! Þegar fjárfest er í verðmætum tölvubúnaði má ekki leika nokkur vafi á gæðum búnaðar, þjónustu seljanda né öryggi framleiðanda. Það er óþarfi að fjölyrða um slíkt þegar IBM á í hlut, þú getur hreinlega reitt þig á styrk og vand- virkni í hvívetna. Aðgengilegt verð og vildarkjör Verðið á SYSTEM/36 er okkur mikið ánægjuefni. Það er afar hagstætt, hvernig sem á það er litið. Dæmi: Ef þú átt PC einmenningstölvu og prentara getur þú fengið SYSTEM/36 PC tölvu ásamt nauðsynlegum stjórn- hugbúnaði á verði frá 426.000 kr. Ekki sakar að greiðsluskilmálar á SYSTEM/36 eru marg- víslegir. Sölumenn okkar eru vísir til að finna þá lausn sem hentar þínu fyrirtæki. ^ Hringdu eða líttu inn hjá okkur. Þú ert aufúsugestur hjá 5 IBM. VANDVIRKNI í HVÍVETNA Skaftahlíð 24 105 Reykjavík • Sími 27700 Það ætti að vera gagn- stætt siðareglum lög- manna og óbrjótanleg regla, að skrifa ekki um mál á dómstigi. tökur voru siðlausar og blaðamönn- um til vansæmdar. Þú talar dr. Gunnlaugur um uppá- komu Landssambands lögreglu- manna og rannsóknarmanna í sambandi við ráðningu Boga Nflsson- ar í stöðu Rannsóknarlögreglustjóra ríkisins og mótmæli af þeirra hálfu. Þvflíkt bull. Hið sanna í máli þessu er, dr. Gunnlaugur, að nefndir aðilar leituðu umsagnar Lögmannafélags íslands í máli þessu og stjórn þess annars ágæta félags, treysti sér ekki til að gefa umsögn í málinu. Hér var einfaldlega verið að biðja um túlkun á lögum nr. 108/1967. Ég er hrædd- ur um, dr. Gunnlaugur, að þú hafir ekki fylgst með þessu máli, hafír aðeins heyrt á spjall manna í sund- laugunum. Landssamband lögreglu- manna þarf ekki að biðja afsökunar opinberlega á því sem að lögreglu- menn hafa ekki gert. Það bæri þér að gera fyrir að fara með rangt mál. Umsækjendur um nefnt starf rannsóknarlögreghistjóra voru að mínu viti allir hæfíistu menn og ástæðulaust að öfunda herra dóms- málaráðherra Jón Helgason af því að þurfa að velja. Það hefur hann gert og þar við situr. Hinsvegar er ég hissa á þér, dr. Gunnlaugur, að halda því fram í grein þinni, að ráðherar lands okkar séu hafnir yfír gagnrýni í störfum sínum og gerðum, þú virðist hafa gleymt því að þessir ágætu menn eru pólitískt kjömir og eiga ekki að vera neinir hálfguðir, hamingjunni sé lof. Síðar í grein þinni talar þú um kaffibaunamál þeirra Sambands- manna og ferð á kostum að vanda en lítilli fyrirhyggju. Ég nenni varla að skamma þig fyrir þau skrif, en þar sem þú hefur þar sest í stól þess er alla hluti veit, þá vil ég gera svo- hljóðandi athugasemd: Dr. Gunnlaugur. Það ætti að vera gagnstætt siðareglum lögmanna og óbijótanleg regla, að skrifa ekki um mál á dómstigi. Við skulum eftiriáta dómstólum að §alla um þetta mál og bíða átekta. Þegar svo málið hef- ur fengið sína meðferð fyrir rétti og við höfum eitthvað um það að skrifa þá gerum við það. Að lokum vil ég segja við þig. dr. Gunnlaugur. Vand- aðu til skrifa þinna eins og þú hefur oftlega gert og hafðu alltaf sannleik- ann, og það sem rétt er, að leiðarljósi. Hittumst svo hressir í kaffistof- unni á Hverfisgötu 113. Höfundur er lögregluvarðstjóri í Reykjavík. Bandarískur verkfræðingur, frá- skilinn og kominn á eftirlaun, vill skrifast á við þroskaðar og róman- tískar konur, eins og hann orðar það: Charlie Burwell, 33170 Aurora Road, Solon-Ohio 44139, USA Átján ára sænsk stúlka með áhuga á dýrum, tónlist, bflum o.fl. Safnar póstkortum og Andrés önd- blöðum: Asa Lindqvist, PI 11537 Yttervik, 931 91 Skellefteá, Sweden.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.