Morgunblaðið - 30.09.1986, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986
Walesa ráðgast við neðan-
jarðarleiðtoga Samstöðu
Hyggjast móta stefnu í kjölfar sakaruppgjafarinnar
Gdansk, AP.
LECH WALESA hitti í gær að
máli helstu leiðtoga hinnar bönn-
uðu verkalýðshreyfingar, Sam-
stöðu. Meðal þeirra sem komu til
fundar við hann var Zbigniew
Bujak, en honum var sleppt úr
haldi í síðasta mánuði. Auk hans
voru níu aðrir leiðtogar hreyf-
Þurrkasvæðin í Súdan:
Samkomulag um
matvælaflutninga
Khartoum, AP.
MATVÆLAAÐSTOÐ við fólk á
þurrkasvæðunum í suðurhluta
Súdan mun hefjast á miðvikudag,
að því er fulltrúar alþjóðlegra
hjálparstofnana sögðu á sunnu-
Knattspyrna:
Óeirðir og
handtökur
í Hollandi
Eindhoven, HolIandi.AP.
ÓEIRÐALÖGREGLA handtók
fjölda manns um sl. helgi i bæn-
um Eindhoven í Hollandi. Voru
það stuðningsmenn tveggja
knattspyrnuliða og er þetta í
þriðja sinn f septembermánuði
sem slíkir aðilar valda óspekt-
Sjötíu og tveir voru handteknir
og þrir meiddust í óspektum er
hófust á laugardagskvöld er
stuðningsmenn Feyenoord frá
Rotterdam komu til Eindhoven.
Óspektimar urðu fyrir kappleikinn
á sunnudag, milli Feyenoord og
PSV frá Eindhoven.á meðan á
honum stóð og eftir að honum
lauk. Stuðningsmenn Feyenoord
veittust að vegfarendum og brutu
gluggarúður í miðbæ Eindhoven,
strax eftir komuna þangað. Var
óeirðalögregla þá kvödd til. Þegar
hleypt var inn á leikvanginn á
sunnudag, tók lögreglan í sínar
vörslur litla heimagerða sprengju,
tvær reyksprengjur og flölda bar-
efla.
Helgina 20-21 sept. voru 64
handteknir í bænum, Den Bosch,
í átökum milli stuðningsmanna
tveggja knattspymuliða. Þá fann
lögreglan tvær eldsprengjur. Þann
7. sept. særðust 14 manns og 21
var handtekinn vegna átaka í
tengslum við knattspymuleiki í
Eindhoven og Haag.
dag. Neyðaráætlunin, sem nefn-
ist Bifröst, felst í því að
matvælum og lyfjum verður flog-
ið á neyðarsvæðin.
Fyrsta kastið verður flogið til
bæjanna Juba og Malakal og verða
Herkúles-vélar notaðar til þess
ama. Samkomulag hefur náðst við
uppreisnarmenn um að flugvélarnar
og starfsmenn hjálparstofnananna
verði látnir óáreittir við störf sín.
Samskonar samkomulag náðist
við þá í síðustu viku um flug til
bæjanna Wau og Yirol, en ríkis-
stjóm Súdan bannaði flug til Yirol
á þeirri forsendu að bærinn væri á
hemaðarsvæði, en flugbrautin í
Wau var lokuð.
ingarinnar víðsvegar af Póllandi
viðstaddir fundinn.
Leiðtogar Samstöðu, sem var
bönnuð árið 1982 í samræmi við
herlögin, sem þá vora í gildi, hafa
að undanfömu rætt hvemig koma
eigi til móts við sakarappgjöf
stjómvalda. Meðal leiða, sem rædd-
ar hafa verið, era stofnun nefndar,
sem hefði það að markmiði að koma
á frelsi innan hinnan opinbera
verkalýðsfélaga. Með þeim hætti
telja sumir að hægt væri að endur-
vekja fijálsa verkalýðshreyfingu í
Póllandi og að koma í stað neðan-
jarðarhreyfingarinnar, sem hefur
átt erfitt uppdráttar að undanfömu.
„Við viljum vinna að velferð
landsins fyrir opnum tjöldum og í
samkvæmt landslögum", sagði
Walesa, en hann varð 43 ára í gær.
Samkvæmt ónefndum heimilda-
mönnum innan Samstöðu væri
tilgangurinn með því að stofna slíka
nefnd sá að reyna á samningsvilja
stjómarinnar eftir sakarappgjöfina,
en með henni var 225 pólítískum
föngum sleppt úr haldi. Ef stjóm-
völd viðurkenndu nefndina kynni
neðanjarðarhreyfingin að vera leyst
upp, en hún var stofnuð eftir setn-
ingu herlaga árið 1981.
Walesa tók þó skýrt fram að
ekki hefðu neinar ákvarðanir verið
teknar í þá átt að leggja neðanjarð-
arhreyfinguna niður.
Sprenging íBrussel
AP/Símamynd
SNEMMA í gærmorgun sprakk sprengja fyrir framan aðalstöðvar
Frímúrarareglunnar í miðborg Brassel. Nokkuð tjón varð á bílum
og mannvirkjum en engin slys urðu á mönnum.
Skattalögin samþykkt í bandarísku öldungadeildinni:
Skattamir lækka hjá
flestum launþegum
-en auðugt f ólk og fyrirtæki munu greiða meira
Washingfton, AP.
BANDARÍSKA öldungadeildin
gaf á laugardag lokasamþykki
sitt við einhverjum mestu skatta-
Iagabreytingum, sem orðið hafa
í landinu í langan tíma. Sam-
kvæmt þeim munu skattar
almennt lækka á launþegum en
skattbyrði fyrirtækja aukast.
í öldungadeildinni vora nýju
skattalögin samþykkt með 74 at-
kvæðum gegn 23 og er sá munur
meiri en í fúlltrúadeildinni, sem
samnþykkti lögin sl. fimmtudag
með 292 atkvæðum gegn 136. Búist
er við, að Reagan, forseti, staðfesti
lögin um miðjan október.
„Það geta allir verið stoltir af
því að styðja þessi lög,“ sagði Bob
Packwood, öldungadeildarþingmað-
ur, sem átti mikinn þátt í að semja
lögin. „Við getum borið höfuðið
hátt gagnvart fólki og sagt, sem
satt er, að við höfum gert eitthvað
fyrir almenning í þessu landi."
Packwood sagði, að með nýju
lögunum myndu skattar lækka hjá
öðram en þeim, sem notað hefðu
alls kjms lagakróka til að koma sér
hjá eðlilegum gjöldum. Sagði hann,
að þetta atriði eitt væra lögunum
nóg réttlæting. Við umræður á
þingi urðu þó margir til að velta
því fyrir sér hvort lögin yrðu e.t.v.
til að draga enn úr efnahagsvextin-
um, einkum með því að gera
samkeppnisaðstöðu bandarískra
fyrirtækja enn verri en nú er.
Lögin koma til framkvæmda á
árinu 1988 og munu almennt lækka
skatta einstaklinga um 6,1%. Rúm-
lega 20 milljónir hjóna og einstakl-
inga munu greiða meira í gjöld og
Deilt á spænska þing-
inu um NATO-aðild
Barcelona, frá Jóni Friðríki Arasyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Utanríkisráðherra Spánar,
Francisco Fernandez Ordonez,
fuUyrti i gær, að Spánverjar
væru ekki fullgildur aðili í hern-
aðarlegu samstarfi Atlantshafs-
bandalagsríkjanna og að stjórnin
hefði og væri tilbúin til að standa
við þau skilyrði, sem sett voru
við þjóðaratkvæðagreiðsluna um
Nato fyrr á þessu ári.
Kom þetta fram hjá Ordonez á
þingi í gær þegar hann svaraði fyr-
irspum stjómarandstöðunnar um
stöðu Spánverja í Nato og lagði
hann áherslu á, að enginn hefði
neytt stjómina til að setja þau skil-
yrði við þjóðaratkvæðagreiðsluna,
að Spánverjar stæðu utan hemað-
arsamstarfsins að nokkru leyti. Það
hefði hún gert sjálf af því hún ætl-
aði sér að standa við þau.
Andstæðingar stjómarinnar á
þingi saka hana um að halda upp-
lýsingum leyndum og fullyrða, að
Spánveijar séu í raun famir að taka
fullan þátt í hemaðarlegu sam-
starfi Natoríkjanna. Ordonez bar á
móti þessu og vitnaði m.a. í forsæt-
isráðherra máli sínu til stuðnings.
í síðustu viku neitaði stjómin að
afhenda þingdeild skjal, sem skýrir
nánar þátttöku Spánverja innan
Nato og bar því við, að það væri
flokkað sem „leynilegt" innan
bandalagsins. Talsmenn stjómar-
andstöðunnar vitna aftur til stjóm-
arskrárinnar þar sem segir, að
leyniskjöl megi ekki halda frá þing-
deildum. Einn benti á, að þekktu
ráðgjafar Nato, fulltrúar allra þátt-
tökuríkjanna, til skjalsins væri það
fáránlegt, að spænska þingið fengi
ekki hugmynd um innihald þess.
Filippseyjar:
Vopnahlé
í vændum?
Manila, AP.
S AMNIN G AMAÐUR stjóm-
valda á Filippseyjum segist vera
bjartsýnn um að samkomulag
náist við skæruliða kommúnista
um vopnahlé. Kommúnistar
hafa þegar lagt fram drög að
samkomulagi um að binda endi
á átökin.
Ramon Mitra, sem einnig gegn-
ir starfi landbúnaðaráðherra,
sagðist í gær telja að samningar
myndu nást í lok þessarar viku.
Kvaðst hann sannfærður um að
kommúnistar vildu ná samkomu-
lagi um vopnahlé.
Fyrr í þessum mánuði höfnuðu
skæuliðar tilboði stjónar Corazon
Aquino. Um helgina lögðu stjónar-
andstæðingar hins vegar fram
tilboð þar sem kveðið var á um
að þegar í stað yrði lýst yfir mán-
aðarlöngu vopnahléi. Skæraliðar
hafa jafnframt krafist þess að
sérstakar nefndir fylgist með því
að ákvæði samningsins verði virt.
Ramon Mitra gaf í skyn að stjóm-
völd hefðu nú þegar fallist á þessa
kröfu.
rúmlega sex milljónir fátækra fjöl-
skyldna munu engan tekjuskatt
greiða. Ýmsir frádráttarliðir verða
afnumdir og nú á að nást til auð-
ugra fjárfestenda, sem engan skatt
hafa borið. í því sambandi era
nefndir til 30.000 skattleysingjar,
sem þó hafa meira en 250.000 doll-
ara í árstekjur. Auðugu fólki og
arðsömum fyrirtækjum verður gert
að greiða skatt hvað sem líður lög-
legum frádrætti.
Á næstu fimm áram munu fyrir-
tækin greiða 120 milljarða dollara
í skatt aukalega vegna laganna og
nýjar fjárfestingar verða ekki leng-
ur frádráttarbærar.
Nýju skattalögin má rekja til til-
lögu tveggja þingmanna demókrata
árið 1982 um lægri skattstiga og
færri frádráttarliði en í maí árið
1985 tók Reagan, forseti, undir
þessar hugmyndir og lagði fram
áætlun um gagngera uppstokkun.
Bangladesh:
Mannfall eykst
50.000 heimilislausír
Dhaka i Bangladesh, AP.
TILKYNNT var um sex dauðsföll
af völdum flóðanna I vesturhluta
Bangladesh á mánudag og er tala
látinna þá orðin tíu.
Embættismenn í hjálparbúðum í
Dhaka sögðu að fimm hefðu farist í
Jessore, sem er um 274 km frá Jess-
ore, en einn hefði látist í Kushita,
skammt frá. Dauða fólksins bar þann-
ig til að hús hrundu ofan á íbúa þeirra
með ofangreindum afleiðingum. Fram
hefur komið að um 50.000 manns eru
talin heimilislaus, en um hálf milljón
hefur orðið fyrir barðinu á flóðunum.
í Jessore einni eyðilögðust um 37.000
hús úr leir og strái.