Morgunblaðið - 30.09.1986, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986
33
IWtrgw Otgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakiö.
Horfur í
afvopnunarmálum
Horfur í afvopnunarmál-
um virðast nú bjartari
en oft áður. Fulltrúar stórveld-
anna, Bandaríkjanna og
Sovétrílganna, hafa setið á
rökstólum um nokkurt skeið
og þær fregnir sem af þessum
fundum hafa borist benda til
þess að grundvöllur sé að
skapast fyrir samkomulagi um
verulega takmörkun kjam-
orkuvígbúnaðar og kjamorku-
vopnatilrauna, bann við
framleiðslu efnavopna og
frestun geimvamaáætlunar-
innar í nokkur ár. Mörg ljón
em enn í vegi samkomulags
og atvik sem kunna að virðast
lítilflörleg í samanburði við
slíkt samkomulag geta breytt
horfunum á skammri stundu.
Ástæða er hins vegar til að
ætla að bæði sé raunverulegur
áhugi á samningum fyrir hendi
í Washington og Moskvu og
ráðamenn stórveldanna telji
hagsmuni sína bjóða að sam-
komulag náist hið fyrsta.
Öryggismálaráðstefnunni í
Stokkhólmi lauk á mánudag í
vikunni sem leið með fyrsta
samkomulagi sem ríki austurs
og vesturs hafa gert með sér
um hemaðarleg efni frá því
SALT-II samningurinn var
undirritaður árið 1979. Sam-
komulagið í Stokkhólmi
kveður á um tilkynningaskyldu
og eftirlit með heræfíngum og
af því er mikill ávinningur í
sjálfu sér til að minnka líkur
á styrjaldarátökum fyrir
slysni. Það skapar líka aukið
traust milli austurs og vesturs
og stuðlar með þeim hætti að
því að undirbúa jarðveg fyrir
umfangsmikið samkomulag í
afvopnunarmálum.
Um nokkurt skeið hefur
fundur Reagans, forseta
Bandaríkjanna, og Gorbachev,
leiðtoga Sovétríkjanna, verið í
undirbúningi. Vonir hafa stað-
ið til að á þeim fundi gæti
tekist samkomulag um einhver
þau atriði sem fyrr vom nefnd,
eða fundurinn gæti a.m.k. flýtt
verulega fyrir lausn þeirra
ágreiningsmála, sem enn
hindra afvopnunarsamkomu-
lag. Hið svonefnda Daniloff-
mál, sem rakið hefur verið hér
í blaðinu, vakti um hríð ugg
um að leiðtogafundurinn færi
út um þúfur. Margir spurðu,
hvort ekki væri rétt að gefa
eftir í þessu máli til að hindra
að svo yrði. í gær var Daniloff
látinn laus og ágreiningurinn
um hann mun því ekki koma
í veg fyrir fund Reagans og
Gorbachevs. En harka Reag-
an-stjómarinnar í þessu máli
var bæði skiljanleg og réttlæt-
anleg. Daniloff var án nokkurs
vafa leiddur í gildru sovésku
leyniþjónustunnar og það
framferði vakti upp efasemdir
um raunveruleg áform Sovét-
stjómarinnar og um það, hver
ræður ferðinni í Kreml. Við
slíkar aðstæður er ákaflega
hæpið, að reyna samninga um
takmörkun vígbúnaðar.
Nú þegar Daniloff-málið er
að baki kemst samband stór-
veldanna væntanlega í eðli-
legra horf. Engin ástæða er
til að ætla annað en að haldið
verði áfram af fullum krafti
að fínna leiðir til að yfírstíga
þann ágreining sem enn kemur
í veg fyrir afvopnunarsamn-
inga. Það tækifæri sem nú er
fyrir hendi verður að nota.
Orlög mannkyns velta á því
að skynsemin ráði ferðinni.
Konungs-
bók Eddu-
kvæða
Astæða er til að vekja
athygli á fyrirhugaðri
viðhafnarútgáfu Konungs-
bókar Eddukvæða, fyrstu
ljósprentuninni í litum á þessu
sögufræga handriti. Þetta er
þörf útgáfa og tilefnið, 75 ára
afmæli Háskóla íslands, er
vissulega við hæfí.
Hinar fomu bókmenntir em
eitt af akkerum þjóðartilveru
okkar og hvers kyns útgáfa
er miðar að því að færa þær
nær okkur og gera þær að-
gengilegri á skilið hvatningu
og lof. Konungsbók Eddu-
kvæða er einn af gimsteinum
þessara bókmennta og hugur
þjóðarinnar til hennar birtist
eftirminnilega er tugir þús-
unda íslendinga fögnuðu komu
hennar hingað fyrir hálfum
öðrum áratug.
I upphafi nýs leikárs
Nú er sumarið enn á förum og
má heita að verið hafi gott ískarii
af norðurslóðum, sem jafnan óskar
sér að kominn væri október á ný
þegar líður fram í maí. Undanfam-
ar þtjár til fjórar vikur hefur hitinn
til dæmis verið svo hófstilltur að
ég hef getað látið loftkælingu lönd
og leið. Slíkt lækkar rafmagns-
reikninginn, léttir skapið og lífgar
sporið. Annars er september oft
nærri jafnheitur og ágúst og seinna
koma stundum hitaskorpur, jafnvel
fram í nóvember. Það kalla þeir
indíánazsumar hér um slóðir, en
ekki veit ég af hveijum sökum það
er svo nefnt. Jafnvel lærðustu
orðabækur hafa enga skýringu á
uppruna þeirrar nafngiftar.
Straumurinn á
Broadway
Já, haustið er um það bil að
kveðja dyra og þá hefst nýtt leik-
húsár, enda hafa sýningar verið sem
óðast að streyma inn í borgina und-
anfamar vikur. Þetta stafar af því
að meirihluti nýrra verka sem bókuð
eru í leikhúsin kringum Broadway
er að jafnaði „pmfukeyrður" utan
höfuðborgarinnar, í „sveitabæjum"
eins og Boston, Ffladelfíu og þaðan
af smærri plássum. Jafnvel eftir að
til New York er komið eru aðstand-
endur sýninga oft svo taugaóstyrkir
að þeir þurfa að hafa „forsýningar"
hér líka áður en þeir hafa kjark í
sér til að hafa „frumsýningu". Og
stundum er fiðringurinn í maganum
raunar ekki að ástæðulausu. Stórar
fíárfúlgur eru í húfi og sum þeirra
verka sem mikið hefur verið til
kostað að koma á svið deyja drottni
sínum jafnskjótt og þau líta ljósin
á Broadway — komin, séð og sigr-
uð. Eitt þeirra sem þegar hafa
hlotið þessi örlög, þótt leikárið sé
tæplega hafið, er söngleikurinn
Rags — Tuskur — sem gekk ekki
nema tvo daga áður en sýningum
var hætt. Þó vom síst neinar tusk-
ur að honum nautamir. Ópemsöng-
konan Teresa Stratas, sem mörgum
er að góðu kunn úr kvikmynd Zef-
ferellis, La Traviata,var í aðal-
hlutverkinu. Tónskáldið var Charles
Strouse, þrefaldur Tony-verðlauna-
maður, sem kannski er þekktastur
fyrir músíkina í Annie en samdi
einnig tónlistina íBye Bye Birdie
og Applause, auk fjöldamargs ann-
ars. Joseph Stein, sem samdi talað
mál íFiðlaranum á þakinu gerði
hið sama fýrirTuskur. Og textahöf-
undur var Stephen Schwartz, sem
samið hefur texta (og stundum
músík líka) fyrir margar sýningar,
m.a. Pippin og Godspeed. En leik-
urinn barðist í bökkum frá upphafi.
Fregnir bámst af utanbæjaræfing-
um um uppsagnir, gagngerðar
breytingar og alls kyns aðrar uppá-
komur, og loks vék hinn upphaflegi
leikstjóri fyrir leik-„lækninum“
Gene Saks. En jafnvel sá ágæti
hæfileikamaður gat ekki forðað
feigum. Leikurinn fíallaði um inn-
flytjendur af gyðingaættum um og
eftir aldamótin og lýsti þeim sám
vonbrigðum, basli og eymd sem
beið þeirra í fyrirheitna landinu. í
þeirri mynd sem upp var dregin
virðast hafa verið fáir ljósir litir og
áhorfendum ku hafa þótt þetta efni
svo þjakandi, þrátt fyrir margt gott,
að það hafi beinlínis deytt leikinn.
Eins og James O’Neill sagði við son
sinn, Eugene, þegar hinn síðar-
nefndi fór að rita harmleiki: Fólk
fer í leikhús til að lyfta sér upp,
ekki til að verða dapurt. Og það á
sennilega við um söngleiki fremur
en nokkur önnur leikhúsverk. Eftir
því sem mér er tjáð vissu öll munn-
vik niður um það er lauk og það
kann ekki góðri söngleikjalukku að
stýra.
Nýtt stórstirni
Öðmm hefur famast betur. Gam-
Loraa Patterson, Vicki Lewis, Carolyn Casanave, og Camille Saviola era, sem sjá má, Heiftugar húsmæður.
Teresa Stratas I hlutverki sinu I Tuskum, sem ekki var sýnt nema
tvo daga.
all breskur uppvakningur, söngleik-
ur frá því fyrir heimsstyrjöldina
síðari, hefur þegar gert stórstimi
úr breskum leikara sem áður var
lítt þekktur og þá helst í alvarlegum
hlutverkum. Sá heitir Robert
Lindsay, en leikurinn nefnistMe
and My Girl — Ég og stúlkan mín
— og er um enskan lágstéttarmann,
Cockney frá Lambeth-borgarhiut-
anum í London — sem uppgötvar
að hann er enginn annar en jarlinn
af Hereford, týndur frá bamæsku
og verður nú að læra heldri manna
mál og siði ef hann vill erfa titil
og auð. Þetta minnir óneitanlega
nokkuð á sjónleik G.B. Shaws, Pyg-
malion.sem söngleikurinn My Fair
Lady var saminn upp úr og mikill
hluti Mín og stúlkunnar minnar
skilst mér séu fremur grófir og
tvíræðir brandarar á kostnað hinna
svokölluðu æðri stétta, sem og önn-
ur hót- og heimskufyndni. En
Lindsay fer á slíkum kostum að
hann sléttar flestar misfellur sem
á gerð verksins eru og hann er
dyggilega aðstoðaður af Maryann
Plunkett, amerískri leikkonu sem
síðast sást hér í Sunnudögum í
garðinum með Georg. Eins og
Lindsay, hefur hún heldur en ekki
aukið hróður sinn með frammistöð-
unni í þessum leik. Mörg lögin f
leiknum eru gamlir kunningjar
þeirra sem komnir eru á minn ald-
ur, svo sem „Lambeth Walk“ („Allir
eru að puða í pólitík ...“.) Svo er
að sjá sem þessi söngleikur hafí
þegar búið um sig til frambúðar á
fíölum Broadways.
Þrautir Nikulásar
En gæfunni er misskipt. Annar
breskur uppvakningur, nú til sýnis
fyrir hundrað dali, takk, er átta og
hálfs tíma leikgerð (í tveim hlutum)
á skáldsögu Dickens, Nikulás
NIckleby.Þetta sjónarspil var fyrst
sýnt hér í mjög takmarkaðan tíma
fyrir einum fíórum eða fimm árum
(og fyrir sama verð) en var síðan
sýnt í sjónvarpi þar sem ég sá það.
Því er ekki að neita að þetta var
áhrifamikil og bráðvel gerð sýning
en þó varð ég meira en lítið hissa
þegar það fréttist, að Bretar ætluðu
að endurtaka þetta strandhögg sitt.
Sú sýning sem nú er á ferðinni
er skipuð öðrum leikurum en sú
fyrri og túlkunin er þar af leiðandi
öðruvísi. Hún hefur líka fengið
ágæta dóma eins óg sú fyrri, en
nú er samt svo komið að talað er
um að stytta enn hipn takmarkaða
'sýningartíma vegna dræmrar að-
sóknar. Tapið er sagt að nemi þegar
tæpum tveim milljónum dala.
Vafalaust stafar hin dræma að-
sókn nú af sýningh leiksins í
sjónvarpinu fyrir tiltölulega
skömmum tíma. Sú upptaka var
beint úr leikhúsinu svo að þar gat
fólk að heita má farið í leikhús fyr-
ir ekki neitt í stað þess að borga
of fjár fyrir. Að koma svo á ný
með sýninguna svo skömmu eftir
útsendingu var eins og að storka
örlögunum. Enda virðist nú raunin
sú að þarna hafi eitthvað verið
skakkt reiknað.
Fyrir nokkru settist annar upp-
vakningur að á Broadway, sem eldri
borgarar í Reykjavík munu kannast
við. Þetta er farsinnArsenic and
Old Lace eftir Joseph Kesselring
sem á íslensku var kallaður Blúnd-
ur og blásýra, ef ég man rétt.
Margir kunna líka að muna eftir
kvikmynd sem eftir leiknum var
gerð með Gary Grant í aðalhlut-
verkinu.
Þessi endursýning hlaut ekki
góða dóma, þótti bera með sér ærin
ellimörk. En þótt þunn sé hefur hún
ekki ennþá lekið niður á milli fíal-
anna. Sýningartími fer ekki alltént
eftir áliti leikhúsgagnrýnenda og
leikurinn hefur á að skipa allgóðum
leikurum eins og Jean Stapleton og
William Hickey. Eins var hann svið-
settur af Bryan Murray sem stjóm-
aði HeysóttNoéls Coward hér svo
afbragðsvel sl. vetur.
Á leiðinni
Af leiksýningum sem innan
skamms munu húsaðar við Broad-
way má nefna Broadway Bound,
eða Á leið til Broadway, eftir þann
sífijóa brandarakarl Neil Simon.
Þetta verður þriðjji leikurinn í svo-
kallaðri BB-syrpu (hinir fyrri voru
Bríghton Beach Memoirs og
Biloxi Blues), sem er að mestu
byggð á sjálfsævisögu höfundarins.
Leikir Simons eru ævinlega vel sótt-
ir, og svo verður sjálfsagt enn. Ég
sá þó ekki hina tvo fyrri og býst
varla við að öðruvísi verði um þann
nýja. Þótt Simon sé yfirleitt bráð-
fýndinn og skemmtilegur hefur
hann oftast skilið eftir einhvers
konar tómarúm eða óbrúað bil innra
með mér, kannski vegna þess að
hann kemst stundum glettilega
nærri því að stíga yfir mörkin milli
þess sem einungis höfðar til hlátur-
tauganna og hins sem snertir mann
dýpra. En hann virðist alltaf veigra
sér við að taka lokastökkið. Það er
eins og hann þori ekki að bera sig
tilfinningalega.
Miklu seinna í vetur er von á
söngleik (eða kannski ætti að kalla
það óperu, þar sem ekki mun vera
eitt einasta talað orð) gerðum eftir
Vesalingum Victors Hugo. Leikur
þessi verður fluttur inn frá Lundún-
um, þar sem hann hefur verið afar
vinsæll, en er með amerískri söng-
leikkonu í aðalhlutverkinu. Sú heitir
Patti LuPone og varð fyrst fræg
Frá vinstrí: Aubrey Radebe, Sidney Khumalo, og Aubrey Molefe Moalosi eins og þeir koma fram i
Bopha!, eftir Percy Mtwa.
Patti LuPone leikur Fantine i óperugerð Vesalinganna eftir Victok-
Hugo. Myndin er frá Lundúnasýningu verksins.
Sviðsmynd úr Asinamalil, eftír Mbongeni Ngema.
fyrir hlutverk Evu Perón í söng-
leiknum Evitu fyrir fárum árum.
Ef marka má af fýrirframsölu miða
hér fyrir um 2,5 milljónir dala, jafn-
vel þótt sýningar hefíist ekki fyrr
en í mars ’87, virðist svo sem leikn-
um muni vegna vel héma megin
hafsins líka.
Kynlífsráð og-
kalstjörnur
Utan Broadway er og mun úr
fleiri kostum að moða. Olympus
on My Mind, sem ef til vill mætti
kalla Með Olympus á heilanum á
íslensku, heitir nýr söngleikur og
svo er það Sex Tips for Modera
Girls, eða Kynlífsráð handa
nútímastúlkum, söngleikur frá
Vancouver á vesturströndinni sem
nú er um það bil að taka sér ból-
festu hér í borg. Á heimaslóðum
sínum hefur hann að sögn gengið
f tvö ár samfleytt, en ekki mundi
ég af þeim sökum veðja á gengi
hans í New York.
Mjög um sama leyti er von á
nýja söngleiknum Back in the Big
Time, sem kannski mætti kalla
Auðnan brosir aftur við á íslensku.
Þetta mun vera nokkurs konar inn-
hverf athugun á leikhúslífi fyrr og
nú, og í aðalhlutverki verður gömul
dansstjarna frá Ziegfeld Follies
1936, Harald Nicholas að nafni.
Fleira gamalt „show business“-fólk
verður einnig með. Aðeins reynslan
mun úr því skera hvort hægt er að
fá slíkar kalstjömur til að tindra á
ný.
Ekki er heldur hörgull á leikritum
sem komast vilja á svið þrátt fýrir
stuttan meðalaldur. Það sem helst
hefur vakið athygli mína fyrirfram
er The Hands of Its Enemy, eða
í beinni þýðingu Hendur óvinar
þess. Höfundur þessa verks er Mark
hefur hlotið mjög þokkalegar við-
tökur. Hann virðist vera kominn
yfír erfíðasta hjallann og ætlar
líklega að ganga eitthvað fram eft-
ir vetri að minnsta kosti. Annar
heitir Angry Housewives — Heift-
ugar húsmæður — og fíallar um
fjórar mannlausar kvensur, sem
stofna rokkhljómsveit. Ekki líst mér
svo á þá sýningu að ég muni eyða
í hana tíma og fé. Öllu betur líst
mér á Lady Day at Emerson Bar
and Grill, sem ekki fer vel í beinni
þýðingu á íslensku en fjallar um
„blues“-söngkonuna Billie Holiday;
hún var oft kölluð Lady Day. Og
Medoff, sá hinn sami og ritaði Guð
gaf mér eyra fyrir nokkrum árum.
Phyllis Frelich, daufdumba Ieikkon-
an sem mesta lukku gerði í þeim
leik, mun aftur fara með aðalhlut-
verk hins nýja, enda leikurinn
beinlínis skrifaður fyrir hana, ef
mínar upplýsingar eru réttar.
Annað leikrit, sem reynst gæti
þess virði að sjá er Coastal Dis-
turbances — Strandhræringar —
hvað sem það á að merkja. Höfund-
ur þess, Tina Howe, hefur áður
skrifað meðal annars Painting
Churches, sem ég minntist ein-
hveiju sinni á í gömlu bréfi. Þótt
mér hafi ekki alls kostar líkað það
leikrit, fannst mér hún skrifa listi-
lega vel, og þetta er fyrsta nýja,
verkið sem hún hefur látið frá sér
fara síðan.
Sami leikhópurinn mun sfðar
sýna Division Street — Klofhings-
götu — eftir Steve Tesich, sem áður
var sýnt hér 1979 en entist þá mjög
skamma hríð. Höfundurinn hefur
síðan gert gagngerar breytingar á
verkinu, og vonandi til bóta. Einnig
ráðgerir þessi hópur að vekja upp
Little Murders — Smámorð — eft-
ir skopteiknarann Jules Feiffer, sem
gekk á annað ár hér í lok sjöunda
áratugarins og hefur sfðan verið
sýnt víða. Sú sýning verður undir
handleiðslu Johns Tillinger, sem ég
gat um í síðasta bréfi að leikstýrt
hefði Loot eftir Joe Orton. (Meðal
annarra orða: Ég þýddi þann titil
eins og beint lá við, Þýfi, en hef
nú fengið þær upplýsingar að heiti
leiksins á íslensku sé raunar Illur
fengur. Þá það.)
Að lokum
Ekki má ég svo skiljast við þessa
upptalningu að ég minnist ekki á
Woza Afrika!, sem er syrpa fimm
suður-afrískra sjónleikja eftir þar-
lenda höfunda, sem verið er að sýna
hér í borg um þessar mundir. Þessi
verk hafa verið sýnd sína vikuna
hvert siðan snemma í þessum mán-
uði. Asinamali!, sem mun leggjast
út Við erum blankir, eftir Mbongeni
Ngema, er söng- og dansleikur um
fimm blökkumenn sem hittast í
fangelsi. Bopha! (merking mér
ókunn) eftir Percy Mtwa fjallar um
átök innan blökkufjölskyldu, þar
sem faðirinn er lögreglumaður en
dóttir hans athafnasöm í and-
spyrnuhreyfíngunni. Children of
Asazi (Bömin í Asazi) eftir Matse-
mela Manaka er ástarsaga úr
blökkumannabæ. Gangsters (Bóf-
ar) eftir Maishe Maponya mun vera
innblásið af dauða Stephens Biko,
sem drepinn var meðan hann var í
haldi hjá suður-afrísku öryggislög-
reglunni. Og Bora in the RSA, eða
Fæddur f Suður-Afríkulýðveldinu
eftir Bamey Simon, sem er eini
hvíti höfundurinn í hópnum, fjallar
um viðbrögð svartra manna og
hvítra á örlagatímum.
Þessi syrpa virðist með því at-
hyglisverðasta sem nú er á fjölunum
hér í borg, en því miður eru sýning-
ar svo takmarkaðar að ég fæ
sennilega ekki komist til að sjá eitt
eða tvö þessara verka — ef nokk-
urt þeirra.
Hér hefur auðvitað fátt eitt verið
,talið af því sem verða mun — og
þegar er — á boðstólum í leikhúsum
New York-borgar. Sumt af því verð-
ur sennilega skammlíft, en annað
kann að hafa f sér lffsanda. Þá mun
ég ef til vill skrifa um það aftur
sejnna. Við sjáum til.
New York, 18. september 1986
New York-bréf frá Hallberg Hallmundssyni: