Morgunblaðið - 30.09.1986, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐŒ), ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986
Kasparov
stímdi
beint á
jafnteflið
Margeir Pétursson
TILÞRIFIN í tuttugu einvígis-
skák þeirra Kasparovs og
Karpovs í gærkvöldi voru
ekki mikil, eftir þijú töp I röð
þvingaði heimsmeistarinn
strax fram jafnteflislega
stöðu með hvítu. Staðan í ein-
viginu er þar með orðin
10—10 og aðeins fjórar skákir
eftir. Það er að sjálfsögðu
ógerlegt að spá neinu um úr-
slit í þeim en ef dæma má af
talfmennsku Kaskarpvs í
gærkvöldi gerir hann vart
miklar tilraunir til að vinna
einvigið, eftir það sem á und-
an er gengið má hann þakka
fyrir að halda titlinum á
jöfnu, 12—12.
Það er jafnan sagt frá því í
frettum að Karpov þurfí 12V2
vinning til að vinna titilinn til
baka, en Kasparov nægi 12
vinningar til að halda honum.
Það gleymdist hins vegar að
geta þess að sá er sigurvegari
sem fyrr vinnur sex skákir.
Hvor hefur nú unnið Qórar skák-
ir og náði t.d. Karpov að vinna
tvær næstu skákir er einvíginu
þá þegar lokið.
Kasparov mætti til leiks í
nýjum fötum en að sögn frétta-
ritara AP í Leningrad er það
nú orðin hefð að þeir skipti um
föt eftir ósigur. Þrátt fyrir þetta
var meira klappað fyrir Karpov
enda bjó hann í borginni á
námsárum sínum.
Næsta skák verður tefld á
morgun, þá hefur Karpov hvítt:
20. einvígisskákin
Hvítt: Garry Kasparov
Svart: Anatoly Karpov
Katalónsk byrjun
1. d4 - Rf6,2. c4 - e6,3. g3
Nú er bleik brugðið, Kasparov
snýr sér aftur að hinni traustu
katalónsku byijun sem hann
hefur ekki beitt gegn Karpov
gegn 1984. Karpov er sérfraeð-
ingur í að mæta þessari byijun,
en hún hefur litlar hættur í för
með sér fyrir hvít.
- d5, 4. Bg2 - Bd7, 5. Rf3 -
0-0, 6. 0-0 — dxc4, 7. Dc2 —
a6, 8. Dxc4 — b5, 9. Dc2 —
Bb7, 10. Bg5 - Rdb7, 11.
Bxf6 - Rxf6, 12. Rdb2 -
Hc8, 13. Rb3 - c5!, 14. dxc5
- Bd5, 15. Hfdl - Bxb3, 16.
Dxb3
Svartur nær einnig að jafna
taflið eftir 16. axb3 — Hzc5!
- Dc7, 17. a4 - Dxzc5, 178.
axb5 — axb5, 19. Rd4 — b4,
20. e3 - Hfd8,21. Hd2 - Db6
í þessari stöðu var samið jafn-
tefli.
Morgunblaðia/Ámi Sœberg Herbert H. Áirústsson.
Anders Nilson og Arne Mellnas eru höfundar verka, sem flutt verða
á tónleikunum í kvöld, sópransöngkonan Hona Maros syngur og
maður hennar, miklós Maros stjórnar.
Norrænir tónlistardagar:
Frumflutningnr á kvintett
eftir Herbert H. Agústsson
KVINTETT eftir Herbert H.
Ágústsson verður frumfluttur á
tónleikum Norrænna tónlistardaga
í Langholtskirkju f kvöld, þriðju-
dagskvöld, sem hefíast klukkan
20:30.
Önnur verk á efnisskrá tónleik-
anna verða eftir Anders Nilsson,
Ame Mellnas og Jan Sandström.
Flytjendur eru Kammersveit
Reylgavíkur, Blásarakvintett
Reykjavíkur og Musica Nova og
sópransöngkona Ilona Maros, sem
syngur í tveimur verkanna. Stjóm-
andi er Miklós Maros.
Forsætisráðherra um
fjárlagafrumvarp:
„Fullt samkomu-
lag um frum-
varpið eins og
það stendur nú.“
STEINGRÍMUR HERMANNS-
SON forsætisráðherra segir fullt
samkomulag vera um fjárlaga-
frumvarpið eins og það stendur
nú, og það hafl verið afgreitt
endanlega á ríkisstjórnarfundi
sl. fimmtudag með fullu sam-
komulagi.
Forsætisráðherra sagði í samtali
við blaðamann Morgunblaðsins í
gær, að tillögur Sverris Hermanns-
sonar menntamálaráðherra um
niðurskurð hefðu verið felldar út
úr frumvarpinu. „í staðinn, þá var
sett inn 200 milljón króna lækkun
á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, en
þó með þeim fyrirvara að það verði
skoðað nánar, hvort einhver verk-
efni sem ríkissjóður greiðir fyrir,
verði í staðinn felld út,“ sagði
Steingrímur.
Menntamálaráðherra hefur lýst
því yfír, að hann sé ekki fallinn frá
niðurskurðarhugmyndum sínum, og
muni beita sér fyrir þeim, þegar
fíárlagagerðin kemur til kasta
þingsins. Forsætisráðherra var
spurður álits á þessari ákvörðun
Sverris Hermannssonar: „Það er
auðvitað hans mál, ef hann ætlar
að beijast fyrir því. Vitanlega er
það Alþingi, sem ákveður að lokum,
hvemig fíárlög verða," sagði for-
sætisráðherra.
Frá blaðamannafundi menntamálaráðherra Norðurlandanna og fulltrúa menningarmálanefndar Norðurlandaráðs f gær. Frá vinstri:
Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra, Bengt Göransson menningarmálaráðherra Svíþjóðar, Gustav Björkstran menningar- og
viðskiptaráðherra Finnlands, Eiður Guðnason formaður menningarmálanefndar, Kirsti Kolle-Gröndal kennslumálaráðherra Noregs
og Lennart Bodström menntamálaráðherra Svíþjóðar.
Árlegnr fundur menningarmálanefndar Norðurlandaráðs og menntamálaráðherra:
„Hef lítinn áhuga á Tele-X sjón-
varpssamstarfi Norðurlanda“
- segir Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra
MENNINGARMÁLANÉFND Norðurlandaráðs og menningar- og
menntamálaráðherrar Norðurlanda héldu sinn árlega fund í
Reykjavík í gær. Helstu mál á dagskrá voru fjárveitingar til
norræns menningarmálasamstarfs árið 1987, fyrirhuguð starfs-
áætlun um menningarmálasamstarf Norðurlanda og norrænt
samstarf á sviði hljóðvarps- og sjónvarpsmála.
Norrænu menningarmálafíár-
lögin fyrir árið 1987 hafa þegar
verið samþykkt og eru þau að
upphæð rúmlega 900 milljónir
króna. Til að unnt verði að hrinda
í framkvæmd tillögum, sem
menningarmálanefnd hefur lagt
fram, m.a. um að æskulýðssam-
starf á Norðurlöndum verði
styrkt, að nemenda- og kennara-
skipti á Norðurlöndum verði
aukin, að stuðningur við farand-
myndlistasýningar verði aukinn,
og að Bókmenntaverðlaun Norð-
urlandaráðs verði hækkuð í
15.000 danskar krónur, þarf að
hækka fjárveitingar til menning-
armálasamstarfsins um 13 millj-
ónir króna.
Að tillögu menningarmála-
nefndar samþykkti Norðurlanda-
ráð árið 1986 tilmæli til Norrænu
ráðherranefndarinnar um nor-
ræna starfsáætlun um menning-
armálasamstarf Norðurlanda.
Menningarmálanefnd leggur ríka
áherslu á að drög að starfsáætlun
þessari verði lögð fyrir næsta þing
Norðurlandaráðs í lok febrúar
1987, til samþykktar.
Menningarmálanefnd leggur
og ríka áherslu á að Danir gerist
aðilar að fyrirhuguðu samstarfi
um Tele-X sjónvarpshnöttinn og
að fundin verði án tafar lausn á
því hvemig útvarps- og sjónvarps-
sendingum Tele-X hnattarins til
og frá íslandi verði háttað.
Nefndin telur það vera megin-
atriði í samstarfi Norðurlanda á
sviði sjónvarpsmála að veruleg
aukning verði á gerð innlends
dagskrárefnis á Norðurlöndum og
að löndin auki samstarf sín á
milli á þessu sviði.
Eiður Guðnason, formaður
menningarmálanefndar Norður-
landaráðs, sagði í samtali við
Morgunblaðið að samþykkt hefði
verið á fundinum að hækka veru-
lega íjárveitingar til þróunar
hugbúnaðar fyrir skóla og verða
þær 2,1 milljónir danskar krónur
á næsta ári. Hann sagði að ákveð-
ið hefði verið að taka ekki afstöðu
til sjónvarpssamstarfsins hér á
íslandi fyrr en þær tillögur lægju
fyrir um hvemig hægt væri að
koma efninu til íslands. Norræn
embættismannanefnd hefur fíall-
að um tillögumar, en ekki hefur
enn verið fjallað um þær af hér-
lendum stjómvöldum.
Sverrir Hermannsson, mennta-
málaráðherra, sagði að hann hefði
enn þær óskir sínar að íslenskar
bókmenntir fengju að njóta sín á
íslensku máli í samkeppni um
bókmenntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs, en hingað til hefur þurft að
þýða öll verk yfír á sænsku eða
dönsku í tengslum við bókmennta-
verðlaunin. Hinsvegar sagðist
Sverrir ekki vera mjög hrifinn af
Tele-X hugmyndinni.
Lennart Bodström, mennta-
málaráðherra Svíþjóðar, sagði í
samtali við Morgunblaðið að þar
sem Norðurlandabúar, aðrir en
íslendingar, skildu ekki íslensku,
væri óæskilegt að bækur yrðu
sendar á íslensku í samkeppni um
bókmenntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs. „Norðurlandamálin hafa
þróast frá sömu rótum, en íslensk-
an er svo frábrugðin hinum
málunum að Norðurlandabúar
skilja hana einfaldlega ekki. Við
verðum að binda vonir okkar við
að fleiri Norðurlandabúar leggja
sig fram um að læra íslensku."
Bodström sagði viðvíkjandi
sjónvarpssamstarfinu að áætlun-
um um Tele-X hnöttinn hefði
seinkað vegna tæknivandamála,
en það gæfí nefndinni nú aukinn
tíma í dagskrárskipulagningu.
Hugmyndin nú er að hefia útsend-
ingar í gegnum Tele-X árið 1988.
Hann sagði að ef íslendingar
tækju þátt í samstarfínu, gæti
íslenskt mál orðið þekktara á hin-
um Norðurlöndunum en það er í
dag.