Morgunblaðið - 30.09.1986, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 30.09.1986, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986 41 Sr. Guðmundur Guðmundsson gengur úr kirkju í hinzta sinn sem sóknarprestur Mikill mannfjöldi var í heiðurssamsætínu. Útskálakirkju í 34 ár. Við hUð hans gengur kona hans, frú Steinvör Kristófersdóttír. Garður: Samsæti til heiðurs fráfar- andi sóknarpresti osr konu hans M. O SL. SUNNUDAG var haldið veglegt heiðurssamsæti í samkomuhúsinu fyrir fráfarandi sóknarprest Útskála- kirkju séra Guðmund Guðmundsson og konu hans Steinvöru Kristófersdóttur. Veizlan hófst að lokinni síðustu guðsþjónustu sr. Guðmundar í Útskálakirkju þar sem Garðmenn fjölmenntu og var kirkjan þéttsetin. Séra Guðmundur Guðmunds- son hefír starfað við Útskála- sókn í rúm 34 ár. Hann tók prestvígslu í Dómkirkjunni í Reykjavík 18. júní 1944 og var settur i embætti í Útskálasókn 2. ágúst 1952. Guðmundur og kona hans gegndu fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir ýmis starfandi félög í Garðinum og séra Guðmundur kenndi lengi við Gerðaskóla. Þá ber einnig að geta þess að sr. Guðmundur þjónaði einnig Hvalsneskirkju og mun kveðjuguðsþjónusta hans þar verða um næstu helgi. Það kom berlega í ljós í heið- urssamsætinu í samkomuhúsinu hvaða hug sóknarbörnin bera til sr. Guðmundar og Steinvarar konu hans. Þau fengu margar góðar gjafír m.a. frá sóknar- nefnd, kvenfélaginu Gefn, Tónlistarfélagi Gerðahrepps, hreppsnefnd, Styrktarfélagi aldraðra á Suðumesjum, kirkju- kómum, fermingarbömum 1986, knattspymufélaginu Víði o.fl. o.fl. Fjölmörg ávörp vom haldin og einnig komu fram nokkrir yngri og eldri tónlistarmenn. Finnbogi Bjömsson oddviti Gerðahrepps ávarpaði prests- hjónin fyrir hönd Garðbúa og rakti störf þeirra hjóna í gegnum tíðina og þakkaði þeim gæfuríkt starf í þágu safnaðarins. Sigrún Oddsdóttir formaður kvenfé- lagsins flutti þeim kveðjur frá Kvenfélaginu Gefn og Tónlistar- félagi Gerðahrepps sem var stofnað 1979 og var mikið óska- bam þeirra prestshjóna. Kjartan Ásgeirsson meðhjálpari í Út- skálakirkju ávarpaði prestshjón- in og kom m.a. fram í máli hans að sl. 60 ár hafa einungis tveir meðhjálparar starfað við kirkj- una. Kjartan hefír verið með- hjálpari í 11 ár en hann tók við af valinkunnum manni, Sigur- bergi Þorleifssyni hreppstjóra sem hafði verið meðhjálpari í ein 50 ár. Ýmsir fleiri tóku til máls. Steinn Erlingsson söng nokk- ur lög í samsætinu. Var söngur hans að venju góður og einkum var lagaval hans mjög vel heppn- að. Tvær ungar og upprennandi listakonur, Heiða Ingimundar- Morgfunblaðið/Amór dóttir og Herborg Hjálmars- dóttir léku saman á píanó og kiarinett. Þá söng kirkjukórinn nokkur ættjarðarlög og stjómaði fjöldasöng. Það má geta þess að kirkjukór Útskálakirkju hefír sjaldan verið betri undanfarin ár en nú undir öruggri stjóm organistans Jónínu Guðmunds- dóttir sem einnig er skólastjóri Tónlistarskólans. Mikið fjölmenni var í heiðurs- samsætinu og skráðu sig á þriðja hundrað manns f gestabók þeirra hjóna. Séra Guðmundur Guðmunds- son og frú Steinvör Kristófers- dóttir em þessa dagana að flytja til Reykjavíkur. Eg leyfi mér fyrir hönd Garðmanna að flytja þeim þakkir fyrir samveruna og blessunar Guðs. Arnór f Gerðum Sr. Guðmundur og Steinvör ásamt tveimur börnum sínum, Barða Guðmundssyni, leikara, og Hraf nhildi Guðmundsdóttír, söngkonu. Sr. Guðmundur kvaddi söfnuðinn með handabandi i messulok. Hér kveður hann Björn Guðjónsson aldraðan sjómann i Garðinum. CASSIDY Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Morris West: Cassidy Hodder & Stoughton, útg. 1986. CHARLES Pamell Cassidy — guð sé sálu hans náðugur — því að ekki mun af veita. Hann var stjóm- málamaður fram i fingurgóma, hann hefði þess vegna getað verið kardináli eða eiturlyfjasmyglari, braskari eða bakari. Allt lék í hönd- unum á honum. Og kannski hann hafí gutlað við þetta allt, þótt pólitíkin hafi verið aðalstarfið, svona út á við, að minnsta kosti. En þótt Cassidy gamli hafi verið lífið og sálin í hveiju því sem hann tók sér fyrir hendur, var einkalífíð ekki sérlega lánlegt. Hann lagði hatur á væntanlegan tengdason sinn — sem er sögumaður bókarinn- ar — vegna þess hann áttaði sig á því fljótlega að hann gat ekki beygt hann undir vald sitt. Þetta kostaði slit Cassidys við dóttur sína og eig- inkonu og bamaböm sem síðan komu til sögunnar lét hann af- skiptaláus með öllu. Samt hefur vald hans — óáþreifanlegt að vísu — yfir dóttur sinni og tengdasyni alltaf verið óumdeilanlegt. Gamli maðurinn hefur búið f Ástralíu og fjölskylda hans fluttist til Englands en allt í einu skýtur þeim fullorðna upp í Englandi. Hann er á hátindi stjómmálaferils síns, en fársjúkur maður og dauðinn við næsta fót- mál. Hann er kominn að sættast við dóttur sína og tengdason — segir hann. Og deyr síðan. Hann hefur ákveðið að tengdasonurinn sjái um og gangi frá fjárreiðum búsins og þá fer nú aldeilis að fær- ast líf í tuskumar. Hafi verið einhverjar efasemdir um óheiðar- leika hans fljúga þær út í vindinn. Það er ekki ofmælt að Cassidy hafi komið víða við. Tengdasonurinn Martin tekst á hendur ferð til Sydney með jarð- neskar leifar tengdaföðurins og til að ljúka ýmsum peningamálum og fleiru. Stúlkan, Laura Larson, sem Morris West er sessunautur hans í flugvélinni til Ástralíu, virðist hafa kynlega mikinn áhuga á öllum hans málum, að ekki sé nú talað um bezta vininn hans Cassidy gamla, Melville nokk- um í Svisslandi. Sennilega ekki allur sem hann er séður karlinn sá. Og jafnskjótt og jarðarförin er af- staðin fara alls kyns sögusagnir á kreik um Cassidy og blaðamennim- ir telja sig vera komna í feitt. Kona sem hafði búið með stjómmála- manninum og alið honum bam, kemur fram á sjónarsviðið um hríð. Allt flækist í eina bendu og Martin gerir sér grein fyrir því að loks er hefnd Cassidys í hans garC full- komnuð: hann hafí litið svo á að tengdasonurinn hefði rænt sig fjöl- skyldunni á sínum tíma, vegna þess að Martin lét ekki kúga sig — af honum. Jafnframt gerði Cassidy sér mæta vel grein fyrir að í hatri sínu fannst ekki rökrétt hugsun. En hefndunum hefur hann komið fram og það má engu muna að bæði Martin og kona hans glutri niður því sem verra er en lífið. Morris West er frábær sögumað- ur og fer leikandi létt með efnið, sem verður í það flókuasta á stund- um. Hann þekkir vel til umhverfis Sydney, þar sem meginhluti sög- unnar gerist, enda er hann sjálfur fæddur og alinn upp í Ástralíu og býr þar nú. Um hríð bjó hann utan heimalands síns, ætlaði ungur að gerast munkur en hvarf frá og hef- ur sent frá sér margar bækur sem hafa aflað honum góðs orðstírs. Síðasta bók hans á undan þessari sem hvað mestar vinsældir hlaut var Skór fískimannsins. Frá Frakklandi skrifar 29 ára karlmaður sem vill skrifast á við íslenzkar konur, sem skrifað geta á móðurmáli hans: Beaudet Philippe, 25 rue Emile Zola, 76600 Le Havre, France. Sextán ára sænsk stúlka með áhuga á tónlist, bréfaskriftum, skíðum o.fl., vill skrifast á við 14-18 ára stráka og stelpur: Johanna Maria Eriksson, Dye, 33021 Reftele, Sweden.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.