Morgunblaðið - 30.09.1986, Side 43
MORGUNBLAÐDO, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986
ekki kominn? Verður hann þá lagð-
ur inn á reikninginn síðar í dag?
Jæja, það er gott.“
Kaffíð var komið á borðið. Mað-
urinn með farsímann drakk úr
kaffíbolla. Hringdi í Húsnæðismála-
stjóm og síðan í leigubfl. Allt fór
þetta fram á tæpum klukkutíma
þarna við matarborðið í veitinga-
húsinu og geri aðrir betur.
Þess em dæmi að á tækniöld
fari menn rólega í að endumýja
tækniáhöld. Að minnsta kosti veit
ég um mann sem um daginn var
loks að skipta yfír úr svarthvítu
sjnvarpstæki í litasjónvarp eftir að
hafa átt svarthvíta tækið síðan sjón-
varpið hóf göngu sína fyrir
nákvæmlega tuttugu ámm síðan.
Hann er sæll og glaður yfír að fá
nú loks að sjá veröldina í lit.
Skáktalva er ein tækninýjungin
sem er komin á markað nokkmm
ámm áður en farsíminn kom til
sögunnar. Notagildi skáktölvu er
ef til vill ekki eins mikið og farsíma,
eigi að síður má hafa gaman af
skáktölvunni og sem tómstunda-
gaman er hún kannski í sérflokki.
Þannig vill til að rithöfundur sem
ég þekki hefur átt skáktölvu í nokk-
ur ár og teflir við hana að jafnaði
tvisvar til þrisvar í viku þó árangur-
inn hafí enn sem komið er ekki
verið nógu góður að áliti rithöfund-
arins. Undantekningarlaust tapar
hann skákum fyrir skáktölvunni og
er hann þó enginn byijandi, hefur
meira að segja teflt á skákþingi
Reykjavíkur, í fyrsta flokki og náð
öðm sæti. Þetta undratæki er frá
Japan eins og farsímamir. Þrisvar
hefur rithöfundurinn náð jafntefli
við skáktölvuna en aldrei unnið
hana. Það er farið að fara í taugam-
ar á honum og um daginn sagði
hann mér i trúnaði að hann hefði
lokað skáktölvuna inni f læstum
skáp, hann þyldi ekki lengur að sjá
hana fram í stofu. Hann ætlar að
sjá hvemig hún bregst við refsivist-
inni og taka hana út úr skápnum
einhvem tímann í októbermánuði
og gera þá heiðarlega tilraun til að
sigra hana með óvæntu sóknaraf-
brigði sem hann hefur nýlega
rannsakað og veit fyrir víst að skák-
talvan á ekki að hafa hugmynd um.
Það gæti orðið skemmtileg viður-
eign.
Frá Ítalíu skrifar 24 ára karlmað-
ur með áhuga á náttúmlífí o.fl.
Mario Zacchini,
Via Lamponi 28,
40137 Bologna,
Italia.
Frá Bandaríkjunum skrifar 39
ára einhleypur verkfræðingur með
áhuga á ljósmyndun, útivist o.fl.
Morgan Kizer,
1326 3 Abbey Pl.,
Charlotte,
N.C. 28209,
USA.
Fimmtán ára vestur-þýzk stúlka
með áhuga á íþróttum, frímerkjum,
píanóleik o.fl. Hún á heima í litlu
þorpi rétt fyrir utan Liineburg, sem
er skammt frá Hamborg. Skrifar á
ensku.
Claudia Benecke,
Nicolaus-Harms-Ring 4,
D-2121 Deutsch Evem,
Deutschland.
Frá Bandaríkjunum skrifar ein-
hleyp kona, sem getur ekki um
aldur en hún vill skrifast á við 30-45
ára karlmenn.
Fe Alaan Watkins,
P.O.Box 59140 N.W.
Washington,
DC 20012,
USA.
Fertug austurrísk húsmóðir,
safnar þjóðbúningadúkkum, póst-
kortum og frímerkjum, svo og
minjagripaskeiðum. Er hjúkrunar-
kona.
Brigitte Fröhlich,
1100 Wien,
Geissfussgasse 65,
Austria.
Rannsóknastofnun uppeldismála:
Fyrirlestur um hugmyndir
skólabarna um eigin athafnir
Á VEGUM Rannsóknastofnunar
uppeldismála flytur Sigrún Aðal-
bjamardóttir, MA og kennari,
fyrirlestur i kvöld, þriðjudaginn
30. september, er nefnist „Hug-
myndir skólabarna um eigin
athafnir í samskiptum við kenn-
ara og bekkjarfélaga".
Sigrún mun kynna rannsókn,
sem hún hefur unnið að f doktors-
námi sínu í uppeldis- og þroskasál-
arfræði við Harvard háskóla í
Bandaríkjunum. í rannsókninni
voru tekin viðtöl við 60 íslensk böm
á aldrinum 7 til 12 ára. Kannað var
hvemig bömin líta á eigin sam-
skipti við kennara og bekkjarfélaga.
Tilgangur rannsóknarinnar er m.a.
sá að stuðla að því að auka skilning
kennara og annarra uppalenda á
hugsun og samskiptahæftii bama
við ýmsar aðstæður í skólanum.
Fyrirlesturinn verður haldinn í
Kennaraskólahúsinu við Laufásveg
og hefst kl. 16.30. Öllum er heim-
ill aðgangur.
43
Trésmiðjan Viðja hóf nýlega framleiðslu á
vönduðum og sterkum fataskápum sem eru
afrakstur áralangrar þróunar og reynslu
starfsmanna fyrirtækisins. Þeir byggjast á
einingakerfi sem gerir kaupendunum kleift að
ráða stærð, innréttingum og útliti, innan
ákveðinna marka.
Hægt er að fá skápana í beyki, eik eða hvítu,
með sléttum hurðum. Auk þess eru hvítu
skáparnir fáanlegir með fræstum hurðum
(sjá mynd). Einingaskáparnir frá Viðju eru
auðveldir í uppsetningu og hafa nánastóend-
anlega uppröðunar- og innréttingamöguleika.
Þeir einkennast af góðri nútímalegri hönnun
og sígildu útliti sem stenst tímans tönn.
Stærðir:
hæð: 197 cm eða 247 cm
breidd: 40 cm - 50 cm - 60 cm o.s.frv.
dýpt: 60 cm.
20% útborgun
12 mánaða
greiðslukjör.
Trésmiðjan
viðja
Smiðjuvegi 2 Kópavogi
stmi 44444
þar sem
góðu kaupin
gerast.
FALJLEGIR FATASKÁPAR Á
SÓSIAKLEGA GÓÐU VBÍÐI
Viðja býður nú nýja gerð af fataskápum sem settir eru
saman úr einingum eftir óskum viðskiptavinanna sjálfra
4.
IH
Allar bflaperur
þokuljós í úrvali
Aðalluktir, aukaluktir, vinnuljós,
Ijós, samlokur og kastarar
Síðumúla 7-9, “S* 82722