Morgunblaðið - 30.09.1986, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRUXTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986
48
Frá málþingi
þroskaheftra
Rætt við nokkra leiðbeinendur og þátttak-
endur i málþingi þroskaheftra sem haldið
var í Hveragerði dagana 19. og 20. sept. sl.
MÁLÞING þroskaheftra var haldið á Hótel Ljósbrá í Hvera-
gerði dagana 19. og 20. september sl. Þátttakendur voru 14
og leiðbeinendur fimm. Málþingið var haldið á vegum Lands-
samtakanna Þroskahjálpar og skipulagt af Astu Baldvins-
dóttur og Halldóru Sigurgeirsdóttur.
Að sögn þeirra Ástu og Hall-
dóru var tilgangurinn með mál-
þinginu sá að veita þroskaheftum
tækifæri til að hittast og ræða sín
mál og ekki síst til að þeir fengju
æfíngu í fundahöldum og hóp-
starfí. Þær töldu að málþing sem
þetta hefði sannað tilgang sinn,
starfíð hefði gengið mjög vel.
Flestir þátttakendúr höfðu verið
mjög virkir.
Þær kváðu málþingið á Hótel
Ljósbrá sprottið upp af hópstarfí
með þroskaheftum sem þær hefðu
stjómað. Landssamtökin Þroska-
hjálp byijuðu upphaflega með
slíkt hópstarf sem var þannig
skipulagt að 6-8 þroskaheftir hitt-
ust með leiðbeinanda í sex skipti
og ræddu sín málefni. Markmiðið
með slíku starfí er að efla sjálfsvit-
und hinna þroskaheftu, til þess
að þeir geti haft aukin áhrif á
ákvarðanir er varða þeirra eigið
líf, til dæmis hvað snertir búsetu,
vinnu og frítíma. Þátttakendur í
málþinginu komust að þeirri nið-
urstöðu að mikilvægt væri að
halda fleiri slík þing, ef til vill
árlega.
Blaðamaður Morgunblaðsins
fór til Hveragerðis á málþing
þroskaheftra og ræddi við, auk
þeirra Ástu Baldvinsdóttur og
Halldóru Sigurgeirsdóttur leið-
beinenda, þau Birgi Bjömsson,
Hafþór Snorrason og Maríu Jónu
Geirsdóttur, sem vom meðal 14
þátttakenda á málþinginu.
Birgir Bjömsson
Birgir Bjömsson er 24 ára gam-
all, fæddur á Akureyri en fluttist
til Reykjavíkur bamungur ágamt
foreldmm sínum og stundaði nám
við Öskjuhlíðarskólann. Hann er
kvæntur Ingibjörgu Sæmunds-
dóttur og búa þau í Árbæjarhverfi
í Reykjavík. Birgir vinnur hjá Bíla-
ryðvöm í Skeifunni. í samtali við
blaðamann kvað Birgir þau hjón
búa í einbýlishúsi og sjá algerlega
um sitt heimili sjálf. Kona hans
vinnur hjá Múlalundi. Og nú gef-
um við Birgi orðið: „Það var voða
HRAÐLESTUR
Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn?
Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum?
Vilt þú auðvelda þér námið með auknum
lestrarhraða og námstækni?
Svarir þú játandi, skaltu drífa þig á næsta
hraðlestrarnámskeið, sem hefst miðviku-
daginn 8. október nk.
Síðast komust færri að en vildu, svo þú
skalt skrá þig snemma.
Skráning öll kvöld kl. 20:00 — 22:00 í síma
611096.
HRAÐLESTRARSKÓLINN
KBVGTEL Símamir,
6bm«í*
Sterklegir
og
vandaðir
borðsímar
á
frábæru
verði.
14 minni (3 hraðminni)
endurval á síðasta númeri
tónval / púlsaval
elektronisk hringing
ítölsk hönnun
stöðu ljós
þagnar hnappur
viðurkenndír aí Pósti oq síma
■ íaánJegir í sexiiturh
M
wasta]
Leiðbeinendur og þátttakendur á málþingi þroskaheftra fyrir utan Hótel Ljósbrá i Hveragerði.
gaman á málþinginu, það er svo
margt í okkar málum sem þarf
að laga. Sumt fólk skilur okkur
illa og margir spyija mig: „Ertu
þroskaheftur?" Eg segi að ég sé
það ekkert mikið sjálfur. Konan
mín er það svolítið, en ekkert
mikið. Hún er heldur eldri en ég
og hafði búið lengi í sambýli. Við
höfum mikið samband við krakk-
ana á sambýlinu. Við erum mjög
ánægð með lífíð, bæði hjónin, við
höfum verið gift í tvö ár.
Ég talaði ekki mikið á mál-
þinginu, ég hlustaði mest og svo
ræddum við saman í hópum, við
skiptum okkur í hópa og töluðum
saman, um margt, um lífíð."
Hafþór Snorrason
Hafþór Snorrason fæddist í
Hafnarfirði í nóvember 1954, en
ólst upp hjá móður sinni í
Reykjavík þar til hann fluttist á
Selfoss, þar sem hann býr enn.
Hann stundaði nám í Höfðaskóla.
Hann er á sambýli á Selfossi og
líkar orðið vel. „Mér fannst það
stórt stökk að fara frá mömmu
og á sambýlið," segir Hafþór við
blaðamann og heldur svo áfram,
„en nú er ég orðinn vanur. Sam-
bandið milli mín og mömmu er
mjög gott og ég má fara í bæinn
að heimsækja hana þegar hún
getur tekið á móti mér. Ég var
að vinna í frystihúsi í Þorláks-
höfn, en er að byija að vinna í
sundlauginni á Selfossi. Ég vil
heldur vinna á staðnum, það var
erfítt að fara að vinna eldsnemma
á vetuma, vinna frá kl 7 á morgn-
ana til kl 7 um kvöldið. Þá þurfti
ég að vakna mjög snemma.
Við erum sex á sambýlinu núna.
Það er mjög gott að búa á sam-
býli og fólkið er mjög gott. Við
tökum öll þátt í að taka húsið í
gegn á laugardögum og sá sem
er á vaktinni skipar mönnum í
verk. Það er misjafnt hvaða verki
maður lendir í. Ég tók þátt í fund-
um á Selfossi í vor og mér fínnst
þetta málþing hafa verið svipað
og starfíð á fundunum á Selfossi.
Það hefur verið rætt um frítímann
og skemmtanir. Ég fer oft út að
skemmta mér á Inghól og Hótel
Selfoss og víðar. I kvöld á hljóm-
sveitin Upplyfting að spila á
Selfossi og ég ætla að fara. Upp-
lyfting er mín uppáhaldshljóm-
sveit, og svo Þrívídd, sem áður
var Kaktus. Ég er ánægður með
lífið, ég hef veikst voðalega sjald-
an.“
María Jóna Geirsdóttir
María Jóna Geirsdóttir býr hjá
mömmu sinni. Hún var stuttan
Ásta Baldvinsdóttir
tíma á sambýli í fyrra. „Ég þekki
fullt af krökkum á sambýlum.
Mamma reynir að styðja Þroska-
hjálp eins og hún getur. Ég var
í Oskjuhlíðarskóla, ég byijaði í
almennum skóla, en varð svo að
fá sérkennslu, en náði ekki prófum
og varð síðan að fara í Öskjuhlíð-
arskóla. Það er besti skóli sem
ég hef verið í. Ég vinn sem ganga-
stúlka á Reykjalundi. Það er
ALLT í RÖÐ OG REGLU!
Ef þú ert þreytt(ur) á óreiðunni
og uppvaskinu í kaffistofunni
þá er Duni kaffibarinn lausn á vandanum.
Duni er ódýrasti barínn í bænum
Duni kaffibarinn sparar bæði tíma og pláss.
Hann getur staðið á borði eða hangið á vegg.
CHICAGO
PNEUMATIC
LOFT
VERKFÆRI
TOPPVARA
GÓÐ
ÞJÓNUSTA
©
MARKADSWÓNUSTAH
SKIPHOLTI 19-105-REYKJAVÍK-S.269n