Morgunblaðið - 30.09.1986, Page 50

Morgunblaðið - 30.09.1986, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986 Afmæliskveðja: Salbjörg Jóhanns- dóttir á Lyngholti Níræð er í dag 30. sept. merkis- konan Salbjörg Jóhannsdóttir ljósmóðir á Lyngholti á Snæijalla- strönd, norðanvert við ísafjarðar- djúp. Foreldrar hennar voru Jóhann Sigurgeir Engilbertsson frá Lóns- eyri við Kaldalón og kona hans Sigrún Jónsdóttir ættuð frá Breiða- fírði. Salbjörg giftist 4. nóv. 1917, Ingvari Ásgeirssyni bónda, smið og bókbindara ættuðum úr Barða- strandars. f. 15. ágúst 1886 d. 11. aprfl 1956. Ingvar ólst upp á ísafirði til ellefu ára aldurs, en síðan á Skjaldfönn í Slqaldfannardal. Þeim varð íjögurra barna auðið og eru þijú á lífí: 1) Ásgeir Guðrjón f. 29. jan. 1919, múrari og tækniteiknari í Kópa- vogi, kvæntur Ámýju Kolbeins- dóttur. Ásgeir er afar músíkalskur og hefur samið sönglög og texta. Hann var organisti fyrr meir og stjómaði kóram, m.a. Alþýðukóm- um í Reykjavík. 2) Jón Hallfreð f. 1. ágúst 1921 d. 29. apríl 1945. Hann var lamað- ur allt frá bamsaldri og að miklu leyti ósjálfbjarga líkamlega, en bráðgreindur ogvel gefínn andlega. 3) Engilbert Sumarliði f. 28. apríl 1927, bókbindari og bóndi á Tyrðil- mýri á SnæQallaströnd, kvæntur Kristínu Ragnhildi Daníelsdóttur hárgreiðslukonu frá ísafírði. — Auk ýmissa trúnaðarstarfa fyrir heima- sveit sína er Engilbert formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Vestfjörðum. 4) Jóhanna Sigrún f. 1. jan. 1933, gift Sveini Friðbjömssyni múrara, Nú verkstjóra í Hraðfrystihúsi Hnífsdals. — Bamabömin era 12 og bamabamaböm 13. Rósa Guðrún Bjamadóttir f. 30. júlí 1945, systurdóttir Salbjargar ólst upp hjá þeim Ingvari frá þriggja ára aldri, gift Guðvarði Jónssyni bifreiðastjóra frá Fossi í Nauteyrar- hreppi og eiga þrjú böm. Búsett í Reykjavík. Salbjörg tók próf frá Ljósmæðra- skóla íslands 25. júní 1929 og skipuð samsumars ljósmóðir á Snæ- Qallaströnd. Hún þjónaði einnig Nauteyraramdæmi frá 1944 og er raunar á hálfum launum þar enn. Reykjagarðaramdæmi þjónaði hún 1953-1956. Salbjörg var með afbrigðum lán- söm ljósmóðir og lífi hélt hún í hveiju einasta nær átta tugum bama er hún hjálpaði inn í þessa skrýtnu veröld og var oftlega sótt í önnur umdæmi en henni tiiheyrðu. Hún tók síðast á móti bami haustið 1962 og hafði þá starfað í freka þijá áratugi. Eftir dauða Ingvars bónda síns vorið 1956, hefur Salbjörg verið búsett á Lyngholti. — Um 13 ára skeið bjó hjá henni Elín Þorbjöms- dóttir ásamt ungum syni sínum, ættuð af Homströndum. Elín brá búi 1972 og síðan hefur Salbjörg dvalið ein á býli sínu, utan þijá vetrarparta er hún vegna lasleika var hjá Jóhönnu dóttur sinni og tengdasyni í Hnífsdal. Sjötti september Haustveður við Djúp geta verið illskeytt og þess vegna var horfið að því ráði, að halda Salbjörgu af- mælissamsæti snemmendis. í fegursta veðri laugardaginn 6. sept. sl. var veislan haldin fyrir forgöngu Þóris H. Óskarssonar Ijós- myndara í Reykjavík, í samvinnu við Átthagafélag SnæQallahrepps. Brottfluttir sveitungar og heima- menn fpmenntu í Dalbæ á Snæ- fjallaströnd, heimili Átthagafélags- !ins og samfögnuðu sinni ástkæra Salbjörgu, þar sem nær 120 manns vora saman komin. Veitingar vora hinar rausnarlegustu og allt fór fram með glæsibrag. — Hinn §öl- hæfí tónlistarmaður, Ásgeir, sonur Salbjargar leiddi Q'öldasöng og lék á gítar. En Þórir ljósmyndari bar hitann og þungann af framkvæmd- inni og gerði það ekki endasleppt. Auk þess að vera veislustjóri tók hann meðfylgjandi mjmdir og þá er dans var stiginn lék hann á harm- óníku ásamt fyrmefndum Ásgeiri Ingvarssyni á gítar og sonarsyni Salbjargar, Atla Engilbertssyni, á trommur. Salbjörgu var færð forkunnar- fögur gestabók unnin af hinum landskunnu listamönnum, feðgun- um Halldóri Sigurðssyni frá Bæjum og syni hans Hlyni, sem búsettur era á Miðhúsum á Héraði austur. Halldór Sigurðsson gat þess rétti- lega í sinni ræðu, að Lyngholt var sannkölluð menningarmiðstöð og þau Ingvar og Salbjörg tóku ávallt hugmyndum ungs fólks opnum huga og áttu stóran þátt í er til framkvæmda kom. Textahöf. minnist þó sérstaklega jólatrés- fagnaða er alltaf vora tilhlökkunar- efrii, þar sem glitfagrar körfur vora fýlltar af heimabökuðu góðgæti. Steingrímskveðja í Morgunblaðinu 6. sept. sl. birt- ist afmæliskveðja til Salbjargar, eftir hinn kunna skríbent og mynd- listarmann Steingrím St. Th. Sigurðsson. Greinin er fjörlega skrifuð eins og vænta mátti, enda hefur hann einlægt dáð líf og list. En þar sem ókunnugir ganga um garða vill oft geta ónákvæmni í frásögn. Ég vil því færa það helsta til betri vegar og neita því ekki, að greinarkorn mitt ber yfírbragð þurra heimilda. I. Fyrirsögn kveðjunnar en Sal- björg við Djúp. Allir þekkja Sal- björgu á Lyngholti, en hitt er nýmæli. Og varðandi forsetninguna á, þá er það lenska vestra, en ekki í, og sagt er á Ármúla en í Bæjum. II. Salbjörg er fædd í Unaðsdal, enekki á Lónseyri. III. Að Jens minn í Bæjum, kenndur við Kaldalón, sé rithöftmd- ur þá trúi ég að hann hafi sjálfur einhver kringilyrði látið falla á sínu kjamgóða máli. IV. Margvísleg störf hafa hlaðist á vin minn og frænda í ættir fram, Engilbert Ingvarsson bónda á Tyrð- ilmýri og í fámennum byggðum leggjast þau oftast á 1—2 menn. Auk sveinsprófs í bókbandi, sem hann tók 3. júlí 1952, þá fær hann vélstjóratign ókeypis hjá Steingrími. V. Það er sálmanúmerataflan í kirkju Unaðsdals, sem er eftir snill- inginn Halldór Sigurðsson, en ekki altaristaflan. VI. Trillan sem Hermann Her- mannsson á Svalbarði í Ögurvík átti, heitir Hermóður og er enn í ágætu standi. Það vora aðrir sem áttu Ögra og Vigra og hinn síðar- nefndi raunar í Hnífsdal. VII. Það var Gísli Jón (f. 1932) sem Salbjörg tók á móti, en ekki Þórður Guðmundur (f. 1924 d. 11985) enda fæddist hann fimm áram áður, en hún hóf Ijósmóður- störf. Vni. Rétt er það hjá Steingrími, að Salbjörg er elskuð og virt af öllum, sem til hennar þekkja. En eftir giftudijúgan starfsdag era það skondnar ýkjur, að segja hana starfandi ljósmóður í meira en mannsaldur. Frá bernsku til búskapar Salbjörg er afar ern og ber aldurinn vel. Um miðjan ágúst gerði ég stuttan stans á bernsku- slóðum mínuin og spjallaði þá um liðna tíð við mína elskulegu „yósu“. „Ég er fædd 30. sept. 1896 í Unaðsdal á Snæfjallaströnd, sem var tvíbýli. Kolbeinn Jakobsson hreppstjóri og sjósóknari, þekktur sem Kolbeinn í Dal, bjó í svonefíid- um Fremribæ eða'Heimabæ, en í hinum bænum, sem stóð niðri á hól og nefndist Neðribær, bjó Guð- mundur Þorláksson. Faðir minn lést úr lungnabólgu er ég var rúmlega ársgömul. Nokkra eftir það fór móðir mín með mig inn í Bæ (Neðribæ) og var þar vinnukona hjá Sigríði Jónsdóttur, sem þá var orðin ekkja og bjó með tveimur sonum sínum Rósinkar og Bjama Pálmasonum. Tvíbýli var í Neðribæ og þar bjó einnig dóttir Sigríðar, Kristný og maður hennar Gísli Daní- elsson. Sigríður var systir Sigur- borgar konu Kolbeins í Dal, en bóndi hennar Pálmi Árnason, lést rúmri viku áður en ég fæddist. Rósinkar sonur þeirra var sá er barðist við Bæjardrauginn og móðir mín var önnur kvennanna, sem vakti yfír honum síðustu vikuna fyrir andlátið." (Héma er dálítil missögn hjá Salbjörgu minni. Rós- inkar Pálmason lést 5. feb. 1894, tæpra 18 ára, talið vegna ásóknar ófreskjunnar, en í kirkjubók sagt lungnabólga. Aftur á móti er það rétt, að móðir hennar vakti yfir honum. Sigríður hefur því búið með Bjama syni sínum, en hann drakkn- aði í sjóróðri frá Beijadalsá 17. mars 1901, tæpra 17 ára. Innsk. H.J.) „Eftir tveggja ára vera í Neðribæ, fluttumst við út að Tyrðil- mýri til Guðmundar Pálmasonar og þar leið okkur ljómandi vel. Að tveimur áram liðnum fór móðir mín sem vinnukona til hálfbróðurs síns út að Beijadalsá, á svonefndri Ytri- Strönd, en kona hans var mikið veik. Þá var ég á sjötta ári. Svo lá leiðin þama inn með kabminum og móðir mín var í eitt ár vinnukona í svokölluðu Eiríkshúsi. Þá var all- fjölmennt á Ytri-Ströndinni, líklega vel yfír hundrað manns, enda sjó- sókn stunduð allt árið og helstu staðimir: Gullhús- og Beijadalsár, Sandeyri og Skarð. Eftir þetta var hún svo í sjálfsmennsku í eitt ár og fór síðan sem vinnukona að Sandeyri og kynntist þar Guðmundi Helga Jósepssyni, sem þá var ekk- ill og fæddi honum tvíbura, en lést tíu dögum eftir bamsburðinn. Guð- mundur var bróðir Sigurðar bónda á Sandeyri og er minnst á hann í bók föður þíns Frá Djúpi og Strönd- um, í greininni um Sumarliða póst Brandsson, er hrapaði fram af Bjamamúpnum, en fylgdarmaður hans, Jón Kristjánsson trésmiður, komst til bæjar og sagði hin válegu tíðindi. Guðmundur fórst í snjóflóði við leitina að Sumarliða 18. des. 1920, ásamt tveimur mönnum. Á Sandeyri ‘höfðum við það af- skaplega gott og bóndinn Sigurður Jósepsson, langafí'Þóris Óskarsson- ar ljósmyndara, var mér afar góður. Um þetta leyri varð ég fyrir slysi, þar sem naut rak mig undir. Ég lá í rúminu í einn dag og fór svo í- erfíða vinnu fyrir krakka, að taka á móti mó og kasta upp í hlaðann. Lá svo rænulaus í marga daga og hafði legið í rúminu í hálfan mánuð þegar amma mín Salbjörg Guð- mundsdóttir kom með kúfískbát í vonskuveðri innan frá Hamri á Langadalsströnd, þar sem hún var búsett. Amma mín var kunn ljós- móðir þó ólærð væri og hún hjúkraði mér þar til bráði svolítið af mér. Þá féll bátsferð inn í Bæi og ég varð henni samferða. Morguninn eftir var komin klofófærð, því þreif- andi bylur hafði verið um nóttina. í Neðribæ í Bæjum, lá ég rúmföst og rænulítil í viku. Lögðum síðan af stað inneftir, en maður nokkur, sem var að fara ríðandi inn að iMelgraseyri, tók mig á hestinn ifyrsta hluta leiðarinnar. Við kom- umst við illan leik til bæjar og varð mér til láns, að maður kom að okk- ur og tók mig á öxlina og bar heim að Armúla, en gengum síðan að Hamri. Ég var rúmföst í hálfan mánuð og vissi ekki af mér nema endram og eins. Linka var í mér allan veturinn, en hresstist þá smám saman. Að þremur áram liðnum lést amma mín og ég þá 14 ára. Á Hamri dvaldi ég framyfír hjónaband og giftist 21 árs Ingvari Ásgeirs- syni. Hávarður bóndi Guðmundsson á Hamri hafði úthlutað okkur land- spildu og Ingvar byggði íjárhús fýrir 30 kindur og það var ekki meiningin að fara þaðan. Þó höguðu örlögin því svo, að 1922 fluttumst við hingað út á Snæfjallaströnd og leigðum Hólhúsið, sem var tólfti partur eða tvö hundrað í landi Bæja. Eftir þriggja ára vera þar hugðumst við kaupa jörðina, en Ingvar hafði þá ekki fengið ábyrgð- armenn og Kolbeinn í Dal varð fyrri til og greiddi í reiðufé. Sem við voram þarna húsnæðislaus kom Helgi bóndi Guðmundsson í Unaðs- dal og bauð okkur húsmennsku hjá jsér þar til annað yrði og þágum það. í Fremribænum í Unaðsdal, sem þá var raunar nefndur Gamli bærinn, bjuggum við í ellefu ár. 1934 var brúin byggð á Dalsá og fóram þá að hugsa okkur til hreyfíngs. Ingvar fékk mótatimbrið úr brúnni og hóf byggingu íbúðar- hússins hér á Lyngholti 1935, sem þá hét Pétursmýri í landi Bæja. f ársbyijun 1936 fluttumst við í eigið húsnæði og hófum hér búskap." — En héma var heimangöngu- skólinn til húsa eftir að honum var komið á fót? „Já, já. Faðir þinn Jóhann Hjalta- son, hafði verið hér farkennari í tvo vetur. Haustið 1934 tók bama- og héraðsskólinn í Reykjanesi til starfa og skólastjórinn þar Aðalsteinn Eiríksson, vann merkt brautryðj- endastarf. í fyrstu stóðu að skólan- um Nauteyrar- og Reykjaijarðar- hreppar, en til tais hafði komið að Snæfjallahreppur yrði þar í sam- floti, sem þó ekki varð. Það var svo hugmynd Aðalsteins, að fá hér leigða stofu undir fastan skóla, enda vora hér um eða yfír tuttugu böm á skólaskyldualdri. Þeir sóttu þetta svo fast pabbi þinn og Helgi f Unaðsdal, sem var formaður fræðslunefndar og þrátt fyrir and- stöðu Ásgeirs Ásgeirssonar þáver- andi fræðslumálastjóra og síðar forseta, þá kom Vilmundur land- læknir Jónsson því í kring, að þessi skipan mála varð. Kennsla hófst hér haustið 1936 og var næstu ell- efu vetur, en þá hafði bömum fækkað mjög í hreppnum og kennsla lagðist hér af vorið 1947. En í byijun þá var ekki einu sinni kominn dúkur á stofugólfið og steinninn því ber og engin miðstöð, en hún kom fljótlega. Svo að þú sérð, að það var ekki björgulegt fyrir föður þinn að heija hér skóla- starf, en hann vildi þetta heldur, en að vera á faraldsfæti." — Kenndir þú ekki handavinnu alla vetuma? „Jú. Og upphafíð var það, að Guðríður Helgadóttir í Unaðsdal, þá 13 ára beiddi mig að segja sér til við útsaum. Svo bættust fleiri stúlkur í hópinn og pabba þínum hugkvæmdist að skella strákunum einnig í þetta. Þeir urðu himinlif- andi, pijónuðu peysur og fengust við útsaum og afköstin vora geysi- leg.“ — Kenndi Ingvar bókband? „Það var bara part úr vetri. Að- staðan var bágborin og strákunum fannst líka miklu meira spennandi að fást við pijóna- og saumaskap. Og það var alveg lygilegt hversu vel þetta gekk, aldrei misklíð. í sambandi við bókband Ingvars, þá var hann sjálfmenntaður, en naut tilsagnar í trésmíði hjá Jóni Hálfdáni Guðmundssyni á Árbakka f Hnífsdal, sem var, faðir Rann- veigar síðast ljósmóður í Súðavík. Móðir Ingvars, Kristrún Bene- diktsdóttir var hagmælt og um bókbandsiðju hans gerði hún þessa vísu: Margur syndamaðurinn má nú hrinda trega. Ingvar bindur bækur inn bara myndarlega. „Ingvar og bróðir hans Steinn, ivora einnig dálitlir vísnasmiðir." Félagslíf — Hvað um skemmtanir. Vora einhver félög stofnuð? „Já, já. Það var nú aldeilis líf í tuskunum á stundum. Ég má segja, að Ungmennafélagið Framför hafí verið stofnað 1923. Helgi bóndi Guðmundsson í Unaðsdalog, bræð- ur hans Bjami og Kolbeinn vora svo féiagslyndir, einkum Helgi. Hann lék m.a. á harmóníku og það gerði Sigurður Ólafsson í Hærribæ einnig. Helgi gaf skúr, sem hann átti á sjávarkambinum í Unaðsdal og félagsmenn innfettuðu. Þar vora færðir upp leikþættir og Helgi var meðal leikenda, bögglauppboð hald- in, dansað og sungið. Einig var komið saman á bæjunum og er mér minnisstætt jólaball í Unaðsdal, þá hélt maður að gólfíð hryndi. Svo dofnaði nú yfír þessu þegar sumt af fólkinu fluttist brott. En með nýrri kynslóð lifnaði aftur yfír fé- lagslífínu og unga fólkið í Bæjum, Unaðsdal og víðar stofnaði ung- mennafélagið ísafold 7. júlí 1935 og það gaf út handskrifað blað, sem hét Hvöt. Fyrsti fundur eftir stofn- un félagsins var svo 1. sept. samkvæmt bókum, sem enn era varðveittar. Aðstöðu hafði það fyrst um sinn í svokölluðu Bjömshúsi í Bæjum, sem þá var reyndar nefnt Bensahús eftir eigandanum Bene- Frá afmælishófinu í Dalbæ, félagsheimilinu á Snæfjallaströnd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.