Morgunblaðið - 30.09.1986, Page 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986
.. . hollur morgun-
verður.
TM Reg. U.S. Pat. Otl —all rights reserved
© 1986 Los Angeles Times Syndicate
Með
morgunkaffinu
937
POLLUA
939
Jæja, þá tók hann loksins Höggf neðan beltis eru ólög-
hjá þér.
leg, það veistu?
HÖGNI HREKKVISI
T
rrm
ívso
TBKUfZOO MOWPAR OÖfZ.UíZ'?"
Salernið læst og fullt af drasli
Andrés Viðarsson skrifar:
Agæti Velvakandi!
Fyrir um ári síðan birtist bréf í
dálkum þínum frá fötluðum manni
utan af landi. Maður þessi fór í
ónefndan stórmarkað og hugðist
fara þar á salemi því að hann taldi
víst að þar hlyti að vera aðstaða
fyrir fólk í hjólastólum. Ekki fann
hann salerni þar nema fyrir fullf-
riska menn.
Stórmarkaðurinn Mikligarður
tók þetta til sín og svaraði einhver
starfsmaður þar bréfínu og hrósaði
aðstöðunni, sem átti að vera til fyr-
irmyndar og birti mynd af viður-
kenningarskjali sem þeir hlutu.
Eg undirritaður, sem er líka utan
af landi, hugði mér gott til er ég
var í verslunarferð í Reykjavík um
daginn. Þá sá ég strax hversvegna
maðurinn fann ekki rétta salemið.
Það er nefnilega á allt örðum stað
en hin og að því er engin ör sem
vísar vegin eins og að hinum salem-
unum.
En þá er eftir það sem stakk
mig mest og skildi ég þá af hverju
hurðin var læst. Salemið er nefni-
lega notað sem geymsla. Þar ægði
öllu saman, þvottabölum, fötum,
grindum, brotnum stólum og allra-
handa skrani og varð maður að
byija á því að msla frá sér til að
komast á salemið. Meira að segja
vaskurinn var notaður undir þetta
drasl.
Þetta kalla ég ekki nógu gott
hjá fyrirtæki sem hrósar sér af
góðri aðstöðu fyrir fatlað fólk.
Svo í lokin, ef þið sjáið ástæðu
til að mæla þessu bót í annað sinn
með því að segja að salemið sé
sama sem ekkert notað, þá afsakar
það þetta ekki. Salemið er til stað-
ar og það á að vera opið og ekki
fullt af drasli, því við fatlaðir eigum
sama rétt og þið þótt við séum
færri.
P.S. Afgreiðslukassamir standa
svo þétt saman að hjólastólar kom-
ast ekki á milli þeirra ef manni
skildi detta í hug að versla hjá ykk-
ur.
Það er ekki nóg að hrósa aðstöð-
unni og fá viðurkenningarskjöl, því
þegar að saleminu var komið var
hurðin læst og engin ljósskíma kom
undan hurðinni, svo ég taldi víst
að þar inni væri ekki nokkur mað-
ur. Eg sneri mér til næstu afgreiðsl-
ustúlku sem vildi ekkert gera í
málinu vegna þess að hún var ný-
byijuð á staðnum. Fór ég þá í
upplýsingamar og fékk þar það
svar, að hurðin væri opin og vildi
upplýsingardaman greinilega ekki
aðstoða meira.
Loksins eftir 20 mínútna bið við
harðlæstar dymar kom stúlka, sem
hafði einhvem snefíl af framtaks-
semi, og hafði upp á lykli.
Hélt ég að þar með væri allt í
lagi og fór inn á fyrirmyndarsaler-
nið
Vissulega er það rúmgott, en það
er ekki nóg að hafa salemi, það
þarf líka hjálpartæki til að komast
á það og af. Ekkert slíkt var að
fínna.
Víkverji skrifar
Víkveiji brá sér til Skálholts um
síðustu helgi og sat þar ráð-
stefnu um fjölmiðla og siðfræði.
Þama hittust nokkrir blaðamenn,
kirkjunnar menn og yfírmenn lög-
reglu og ræddu fram og aftur um
meðhöndlun fjölmiðla á ýmsum við-
kvæmum málum í þjóðfélaginu.
Vom þessar samræður mjög gagn-
legar að mati Víkveija og jafnframt
brýnar því fjölmiðlasiðfræði hefur
ekki verið áberandi í umræðunni
hér á landi.
Ekki eru nein tök á því að gera
umræðunni í Skálholti skil á þessum
vettvangi. Þess má þó geta að hjá
flestum þátttakenda kom fram sú
skoðun að íslenzkir fíölmiðlar væru
miklu varfæmari í umQöllun um
viðkvæm mál en erlendir fjölmiðlar
og væri smæð íslenzka samfélags-
ins þar meginskýring. Nýleg dæmi
úr sjónvarpi og útvarpi(Hafskip/
GuðmundurJ./Albert) voru rædd en
illu heilli sáu engir sér fært að
mæta frá þeim miðlum. Menn bera
jafnan við tímaskorti og má það til
sanns vegar færa að ijölmiðlamenn
vinna langan vinnudag. En þeir sem
vinna mikið hafa ríka þörf til að
skipta um umhverfi. Og um það
getur Víkverji borið sjálfur vitni að
helgi í Skálholti við gagnleg skoð-
anaskipti er ákaflega vel varið.
XXX
kálholtsskóli er að hefja vetrar-
starf sitt undir stjórn nýs
rektors, sr. Sigurðar Áma Þórðar-
sonar. Sigurður virðist dugmikill
og áhugasamur og er með margar
nýjungar á pijónunum. Er full
ástæða til að hvetja ungmenni, sem
óráðin eru með framtíðina, að at-
huga hvort Skálholtsskóli hefur
ekki eitthvað áhugavert upp á að
bjóða fyrir það. Skólinn er í nýleg-
um húsakynnum og virðist vel búin
tækjum. Staðurinn sjalfur er auðvit-
að alveg einstakur. Hann býr yfir
kyngi sem er óútskýranleg.
XXX
umræðunum í Skálholti bar á
góma þær tilhneigingar sumra
fjölmiðla að búa til e.k. hetjuímynd
úr mönnum sem hrasað hafa á hál-
um brautum dyggðarinnar ellegar
komist í kast við lögin. Nýjasta
dæmið var viðtal DV núna um helg-
ina við ungan Akureyring, sem
handtekinn var fyrir stórfellda ólög-
lega bruggun.
Bent var á það í þessu sambandi
að lögbrot eru litin misjöfnum aug-
um hér á landi. Sum brot eru litin
alvarlegum augum en önnur ekki.
Sum lögbrot eru nánast þjóðarí-
þrótt, t.d. bruggun og skattsvik. Á
það hefur verið bent áður hér á
þessum vettvangi að skattakerfið
er eitthvert mesta mein þjóðfélags-
ins í dag. Og það verður ekki
upprætt fyrr en tekjuskatturinn
verður með öllú aflagður. Tiltölu-
lega lítill hópur greiðir mestan part
þessa óréttláta skatts eins og fram
hefur komið í fjölmiðum. Þessi hóp-
ur hefur verið seinþreyttur til
vandræða. En nú eru teikn á lofti
um að þetta sé að breytast. í Vest-
manneyjum og á Selfossi hafa
staðarblöðin birt skattálagningu
þessa árs. Urðu margir undrandi
við lesturinn. Það kom nefnilega í
ljós að ýmsir sem virtust vel efnum
búnir báru litla sem enga skatta.
Einn þeirra manna sem ekki
stendur á sama er Sigurgeir Jóns-
son í Vestmannaeyjum. Hann ritar
athyglisverða grein í blaðið Fréttir
þar í bæ 18. september s.l. I grein-
inni segir hann m.a: “Sá sem þetta
ritar er gamall íhaldsmaður og var
lengi vel á móti félagsiegum styrkj-
um og aðstoð frá hinu opinbera.
Hann hefur eilítið mildast á því
sviði og viðurkennir núna að slíkt
eigi rétt á sér. En hann er alfarið
á móti því að fólk, sem hefur efni
á því(þrátt fyrir fátækramörk í tekj-
um) að dóla sér til útlanda tvisvar
á ári og endumýja bíl og innan-
stokksmuni árlega, njóti fátækra-
styrks af almannafé.
Mér er engin launung á því að
þessum gjaldalistum úr Fréttum hef
ég safnað undanfamar vikur. Þeir
eru geymdir á góðum og nokkuð
áberandi stað á heimilinu og dreg-
inn rauður hringur um þá sem eru
undir fátæktarmörkum(þó svo að
þess sjái ekki merki í daglegu lífí
og umsvifum)
Og svona í lokin. í gamla daga
var börnum efnamanna oft bannað
að hafa nokkurt samneyti við fá-
tæklinga. Nú hefur þessi regla að
nokkru leyti verið endurvakin í húsi
þess sem þetta ritar. Heimilisfólki
er bannað að eiga nokkur viðskipti
við það lið sem merkt er með rauðu
á listanum(og skal það tekið fram
til að forðast misskilning að á þess-
um lista er ekki að fínna hinn
almenn launþega). Frekar verður
farið suður til Reykjavíkur með við-
skiptin en eiga þau við ölmusulýð-
inn.“