Morgunblaðið - 18.12.1986, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1986
Elliðaárnar eru náttúruperla Reykjavíkur. Höfundurinn
kemur fróðleik og leiðbeiningum fjögurra ættliða um veiði og
veiðistaði í ánum til skila í skýru og skemmtilegu máli. í bók-
inni eru á annað hundrað litmyndir, m.a. af öllum veiði-
stöðum, ásamt mörgum svarthvítum myndum og kort sem
sýnir kennileiti og veiðistaði við árnar. Þetta er bók veiði-
mannsins og náttúruunnandans.
viSgVil ekki
Vil, vil e/c/c/fjallar um menntaskólastúlkuna Elísu sem stendur
á tímamótum í lífi sínu. Hún er í föstu sambandi við ungan
mann á uppleið sem getur tryggt henni áhyggju- og áreynslu-
lausa framtíð. En með henni bærast margvíslegar tilfinningar.
Er þetta það sem hún vill? Lætur hún aðra stjórna sér? Eða
tekur hún óvissu og ævintýri fram yfir öryggið? Skemmtileg og
spennandi bók um vaknandi vilja og sjálfsvitund.
Menn með mönnum gerist í demantalandinu Suður-Afríku.
Oraumur Zougas Ballantyne um „Norðrið“ hefst í þrældómi
demantanámanna í Kimberley og lýkur á frjósömum gras-
lendum Matabelelands - en ekki fyrr en heil þjóð stoltra
stríðsmanna hefur nánast verið þurrkuð út. Metsöfuhöfund-
urinn, Wilbur Smith, gjörþekkir náttúru landsins og sögu
þjóðanna sem það byggja. Heillandi saga, mannleg, þrungin
spennu, ævintýrum og rómantík.
I blíhuog stríöu
I blíðu og stríðu er önnur bókin í þriggja bóka fiokki um
Stúlkuna á bláa hjólinu eftir metsöluhöfundinn Régine
Deforges. Við fylgjumst áfram með söguhetjunni Leu Delmas
í síðari heimsstyrjöldinni, ástum hennar, sorgum og baráttu
í hinu hernumda Frakklandi. Atburðarásin er hröð og spenn-
andi og örlög ráðast.
Boðið er upp á 1. og 2. bindi sögunnar saman í pakka á
afsláttarverði.
ÍSAFOLD
Atriði úr sýningfu Þjóðleikhússins á ópenmni Tosca.
Óperan Tosca:
Morgunblaðið/Einar Falur
Ekki fleiri sýningar í vetur
Þjóðleikhúsið hefur í haust sýnt
óperuna Tosca. Að sögn Gísla
Alfreðssonar, Þjóðleikhússtjóra,
hefur verið uppselt á nánast allar
sýningarnar tuttugn.
Síðasta sýning á óperunni var
14. desember. Aðspurður, sagði
Gísli að Þjóðleikhúsið myndi ekki
taka Toscu til frekari sýninga eftir
áramótin. Kæmi þar tvennt til. í
fyrsta lagi á leikhúsið ekki kost á
Kristjáni Jóhannssyni nema í stutt-
an tíma í febrúar. Í öðru lagi er
geymslupláss á sviði það lítið, að
ekki er hægt að geyma leikmynd-
ina, nema fresta frumsýningu á
næsta verki.
Að sögn Gísla hefur aðsókn að
sýningum Þjóðleikhússins verið
mjög góð í haust. Hann kvað það
benda til að áhugi fyrir leikhúsi
væri að aukast hér, því þetta væri
samfara því að fijálsum leikhópum
fjölgaði, framboð á leikhúsi hefði
sjaldan verið meira.
Um áframhaldandi óperuflutning
Þjóðleikhússins kvaðst Gísli ekki
vilja tjá sig. Umræður innan húss-
ins væru ekki komnar á það stig
að vert væri áð gefa neitt upp.
Það er barnaieikur -
☆ vV að byggja upp
og stæla líkama þinn!
með lyftingasetti frá Weider.
Lyftingarsettin frá Weider eru vinyl-húðuð
☆ og henta því sérstaklega vel til heimanota. .y v
Með hveiju setti fylgir æfingarkerfi Joe Weider í íslenskri þýðingu, ásamt
6 veggspjöldum, sem skapa þér möguleika á að æfa rétt frá byrjun og þyngja
æfingamar eðlilega og rétt, eftir því sem þrek og geta eykst!
Hveiju setti fylgir: lyftingastöng 150 cm eða 180 cm löng, handlóðastengur,
4 x 5 kg lóð, 4 x 2.5 kg lóð, 4 x 1 kg og æfingakerfi Weider á íslensku.
☆ Teg. 1000 Verð: 6.890,-
UPPB YGGJANDI JÓLAGJÖF