Morgunblaðið - 18.12.1986, Side 24

Morgunblaðið - 18.12.1986, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1986 Enn um miðbæj- arskipulagið eftir Hildigunni Haraldsdóttur Margt hefur verið skrifað um fyrirliggjandi skipulagstillögur mið- bæjarins á síðustu vikum, og hefur þar komið fram mikill fróðleikur um sögu Reykjavíkur og húsanna í hjarta hennar. Við vinnslu deili- skipulags í grónum hverfum er algengasta vinnuaðferðin sú að greina ýtarlega ástand svæðisins, setja sér markmið til úrbóta og skýra síðan með teikningum, í greinargerð og/eða skilmálum hvernig tryggt verði að þeim mark- miðum verði náð. Oft gerist það að ástand svæðisins og þar með for- sendur breytast á skipulagstímabil- inu, og sú hefur orðið raunin í „kvosinni". Hafskip er á bak og burt, Fjalakötturinn er allur og Kirkjustrætishúsin á sömu leið vegna nýbyggingar alþingis. Auk þess hefur komið fram mikil óánægja meðal fagmanna og ann- arra vegna hugmynda um niðurrif. Reyndar hefur aðeins verið komið til móts við þessar breytingar með því að falla frá niðurrifí Austur- strætis 22 og Lækjargötu 2. Eðli- legt hefði verið að gefa höfundum skipulagstillögunnar kost á að vinna annan valkost vegna stór- breyttra forsendna. Flestir eru sammála um að brýnt sé að taka á skipulagi miðbæjarins og fylla upp í skörð. I skipulagstillögu þeirri, sem nú liggur fyrir, er lögð rækt og alúð við útirými. Líklegt er að þeim markmiðum verði náð, enda eru þær framkvæmdir í höndum borgarinnar. Eg er hins vegar sann- færð um að markmið um byggðina verða varla framkvæmanleg, enda er lítt tekið á því hvemig eigi að fylgja þeim eftir. Á nokkrum lóðum er gert ráð fyrir lítilli aukningu á byggingarmagni. Þar sé ég fyrir mér fjármálaspekúlant, sem sér ekki hag sinn í að eyða fé í að rífa veglegt hús til að byggja annað af svipaðri stærð. Þar sem nú kúra lítil hús en má byggja stórhýsi er hættan meiri. Islenska framtaks- semin lýsir sér oft í því að rokið er Hildigunnur Haraldsdóttir í framkvæmdir að lítt yfirveguðu ráði. Flestir vilja uppbyggingu i kvosinni, en ekki meira flausturs- legt niðurrif, sem skilur eftir enn fleiri skörð með ómarkvissum og ljótum bílastæðum. Til að koma í veg fyrir þetta tel ég nauðsynlegt „íslenska framtakssem- in lýsir sér oft í því að rokið er í framkvæmdir að lítt yfirveguðu ráði. Flestir vilja uppbygg- ingu í kvosinni, en ekki meira flausturslegt nið- urrif, sem skilur eftir enn fleiri skörð með ómarkvissum og ljótum bílastæðum.“ að setja í skilmála ákvæði um að ekki verði heimilað niðurrif í kvos- inni nema fyrir liggi fjárhags- og framkvæmdaáætlun og samþykkt- ar teikningar af nýbyggingu. Ég skora því á borgarstjórn að setja slík ákvæði í skilmála, ef svo fer fram sem horfir, að meirihiuti borg- arstjómar drífí kvosartillöguna áfram í kerfinu eftir næsta borgar- stjómarfund. SINGER SPAJtAR ÞER ALLT NEMA SPORIN Ódýr í innkaupi, lækkar heimilisútgjöldin og fljótlegt að læra á hana. N • Frjáls armur • Ral'einda fótstig • Lárétt spóla • Sjált'virk hnappagötun • Bcinn saumur • Zikk-zakk • Blindfaldur \ • Stungu-zikk-zakk • Styrktarsaumur • Teygjusaumur • Overlock • Völflusaumur • Tvöfalt overlock • Fjöldi nytja og skrautsauma Singer saumavélar hafa löngum sannað'ágæti sitt, þær eru söluhæstar á Norðurlöndum og njóta vinsælda um alla Evrópu. Þeir sem hafa einu sinni saumað á Singer sjá ekki annað, það sem ræður þessum vinsældum er allur hinn fullkomni tæknibúnaður og þeirótfúl^gu möguleikar sem vélarnar bjóða og hve þægilegar og einfohda'f þær eru í notkun. Singer geta allir lært á. Singer sparnaður á öllun) «víðum og spori framar. ViA spjöllum^saríían um útborgun og greiðsluskilmála — og kijmilmst örugglega að samkomulagi \ - snúrulausa ryksugan frá AEG AEG Ryksugan er hlaðin á smekklegri veggfestingu og þar er alltaf hægt að grípa til hennar. AEG Ryksugan fyrir heimilið.sumarbústaðinn og bílinn. AEG Ryksugan er ómissandi þeim er reynt hafa og freistandi þeim er séð hafa. AEG ALVEG EINSTÖK GÆDI BRÆÐURNIR (©) ORMSSON HF Lágmúla 9, slmi 38820 SÖLUAÐILAR: Versl. Sveiris Guðmundssonar, Egilsstöðum. Rafbær, Keflavlk. < Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki. Kf. Þingeyinga, Húsavlk. œ Málningarþiónustan, Akranesi. Straumur, Isaflrði. Versl. Einars Guðfinnssonar, Bolungarvlk Árvirkinn, Seltossi. g Kf. Eyfirðinga, Akureyri. KEA. E.P. innréttingar, Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.