Morgunblaðið - 18.12.1986, Page 36

Morgunblaðið - 18.12.1986, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1986 Heilbrigðis- stofnun Islands eftir Brynjólf Mogensen Þau ótíðindi bárust um landið fyrir skömmu, að ríkið ætlaði að kaupa Borgarspítalann og Rík- isspítalar yfirtaka reksturinn. Sem ástæða fyrir innlimun Borgarspítal- ans í ríkisspítalakerfið var óstjóm, stöðugur hallarekstur á daggjöldum og að meiri hagkvæmni yrði í rekstri við að fara á föst fjárlög og vera undir stjóm Ríkisspítala. Heilbrigðismálaráðherra hefur þó ekki getað sýnt fram á meiri hag- kvæmni í rekstri, ef af yrði. Rök borgarstjórans í Reykjavík vom þau, að fyrst heilbrigðismála- ráðuneytið neyddi Borgarspítala á föst fjárlög væri réttast að ríkið keypti umframeignarhluta borg- arbúa. Hann óttaðist, að hallarekst- ur spítalans á föstum fjárlögum gæti bitnað á borgarbúum. Jafnhliða þessu er verið að setja önnur daggjaldasjúkrahús í landinu á föst fjárlög. Ríkið stefnir með þessu móti hraðbyri í algera mið- stýringu á öllum sjúkrahúsrekstri landsins og hefur þar með lagt grunninn að Heilbrigðisstofnun Islands. ustu Reykvíkinga og reyndar landsins alls? Því er fljótsvarað. Borgarspítalinn er kröftugasta heil- brigðisstofnun landsins, sem veitir þriðjungi allra landsmanna þjón- ustu á hveiju ári. Þar er yfirleitt veitt góð þjónusta og legutími að jafnaði mjög stuttur. Hvemig má það vera að kröftug- asta heilbrigðisstofnun landsins sé í fjársvelti ár eftir ár? Ástæðan er einföld. Til er svokölluð daggjalda- nefnd, sem ekki hefur skilið hvaða hlutverki Borgarspítalinn hefur gegnt og gegnir og því skammtað spítalanum einhveija nánös ár eftir ár. Þrátt fyrir lítinn skilning dag- gjaldanefndar hefur ekki tekizt að drepa niður starfsemi spítalans heldur hafa afköstin í stómm drátt- um aukizt ár frá ári, án þess að kómi niður á gæðunum. Það er hætt við, að ef Heilbrigðis- stofnun íslands ætti að reka Borgarspítalann myndu hlutimir breytast til hins verra. B-álma Borgarspítalans er talandi dæmi um getuleysi ríkisins. Það er til lítils að byggja, en ekki taka í notkun. Hver er fjármagnskostnaður slíks rekstrar? Fj ármögnunarkerfin „ Að slík miðstýringar- stefna kæmi frá hluta af forystu Sjálfstæðis- flokksins, sem hefur keppzt við á undanförn- um árum að reyna að minnka hlutdeild ríkis- ins á nær öllum sviðum, er mér hulin ráðgáta.“ sem sjúkrahúsum er áætluð upp- hæð ár hvert. Hagkvæmast er því fyrir viðkomandi sjúkrahús að hafa enga sjúklinga, því þannig verður reksturinn hagkvæmastur. Bæði kerfin hafa galla, en §ár- lagakerfíð er sýnu verra, því þar er sjúklingurinn til trafala fyrir kerfíð. Brynjólfur Mogensen Sjúklingurinn Ég lærði og starfaði í Svíþjóð um margra ára skeið. Ég þekki því af raun það miðstýringarkerfí, sem hluti af forystu Sjálfstæðisflokksins virðist vera að vinna að um þessar mundir. Þar getur sjúklingurinn ekki valið sér heimilislækni, heldur heilsugæzlustöð, þar sem margir læknar starfa. Sjúklingurinn getur ekki valið neinn ákveðinn lækni, heldur fær þann lækni, sem tiltæk- ur er hveiju sinni. Þurfí sjúklingur- inn á sérfræðingshjálp að halda getur hann ekki valið sér sérfræð- ing. Sérfræðingsbeiðni frá heilsu- gæzlustöðinni fer sfðan á sjúkrahús, þar sem einhver af 15—30 manna liði viðkomandi sérgreinar skoðar sjúklinginn. Ef sjúklingurínn þyrfti að fara í aðgerð er eins víst að ein- hver sem sjúklingurinn hefur aldrei séð, framkvæmi aðgerðina. Er það slíkt heilbrigðiskerfí, sem við viljum á íslandi? Eg held ekki. Lausnin: 1. Ríkið breyti um stefnu í heil- brigðismálum og minnki sinn hluta í rekstrinum eins og frekast er kostur, því ríkis- reksturinn er sá dýrasti og jafnframt sá versti sem völ er á. 2. Landsfjórðungamir fái aukin völd og beri ábyrgð á stjóm- un, rekstri og þróun heilbrigð- ismála, hver í sfnum fjórðungi. 3. Þróað verði punktakerfí, þar sem greitt er fyrir góða þjón- ustu samfara afköstum. Að lokum vil ég leggja áherzlu á, að hæfilegur starfsmetnaður og samkeppni í heilbrígðismálum era nauðsynleg til þess að ná fram bezt- um árangri. Ef ríkið tekur yfír allan sjúkrahúsrekstur í landinu og legg- ur þar með drögin að Heilbrigðis- stofnun íslands bitnar það fyrst og fremst á sjúklingnum, en það er um sjúklinginn, sem heilbrigðis- þjónustan á að snúast, ekki öfugt. Höfundur er læknir & Borgarspit- ala og flokksbundinn sjálfstæðis- tnaður. Sameinast um bókaklúbb Hér er um miklu stærra og alvar- legra mál að ræða en sölu Borg- arspítalans og yfírtöku Rfkisspítala. Hér er um að ræða einn af hom- steinum lýðræðisins. Hér er um að ræða frelsi einstaklingsins til þess að velja og hafna í heilbrigðiskerf- inu. Ef Heilbrigðisstofnun íslands yrði að raunveraleika yrði miðstýr- ingin slík, að einstaklingurinn væri í algera aukahlutverki meðan bákn- ið léki aðalhlutverkið. Upphaflega snerist heilbrigðiskerfíð um ein- staklinginn, en á því er greinilega að verða breyting. Hætta er á að persónuleg þjónusta hverfí með tíð og tíma. í dag era í gangi tvö fíármögnun- arkerfí fyrir sjúkrahús. I fyrsta lagi er daggjaldakerfíð, þar sem sjúkra- húsið fær greitt fyrir hvem sjúkl- ing. Þetta kerfí býður þeirri hættu heim, að sjúklingar séu hafðir leng- ur inni en nauðsyn krefur. Jafn- framt hegnir daggjaldakerfið þeim spítölum, sem hafa mikil umsvif, því hröð skipti sjúklinga verða ávallt dýrari (fyrstu dagamir dýr- astir) en ef sami sjúklingur liggur í rúminu langtímum saman. Þannig ýtir daggjaldakerfíð undir illa rekin sjúkrahús, en hegnir þeim vel reknu. í öðra lagi era föst fjárlög, þar FJÖGUR bókaforlög, Mál og menning, Svart á hvítu, Hið íslenska bókmenntafélag og Lög- berg, hafa sameinast um bóka- klúbb sem nefnist „Betri bækur“. Að sögn Bjöms Jónassonar, framkvæmdastjóra Svarts á hvítu, ætlar þessi klúbbur að standa undir nafni með því að bjóða félagsmönnum bókmenntir sem geta kallast sígildar. í þess- ura mánuði býður klúbburinn eina bók frá hveiju forlagi, og hafa þijár þeirra verið til sölu á almennum markaði. Bjöm sagði að í framtíðinni myndi klúbburinn bjóða félags- mönnum nýja bók í hveijum mánuði, þó yrði hlé á útgáfunni yfír sumarið. „Við ætlum ekki að hafa klúbbinn raslakistu fyrir gaml- ar bækur af lageram forlaganna, heldur bjóða þar vandlega valin rit- verk í hæsta gæðaflokki." Hann sagði að forlögin fjögur hefðu ákveðið að stofna „Betri bækur" vegna þess að tilfinnanlega vantaði slíkan klúbb sem byði dýrar og vandaðar bækur. Bjóst Bjöm við því að forlögunum gæfist þannig svigrúm til að ráðast í viðamikil verkefni, svo sem gerð handbóka, alfræðiorðabóka og stærri ritverka. Félagsmenn myndu sjá sér hag í því að skipta við klúbbinn þar sem hann veitti þeim 25% afslátt af smásöluverði bókanna. Eina skilyrðið sem félagsmenn þurfa að uppfylla er að kaupa eina bók. Þeim ber einnig skylda til að afpanta þær bækur sem þeir hyggj- ast ekki kaupa með þeim fresti sem gefínn er í hvert skipti. Bjöm sagði að til þess að gera félagsmennskuna eftirsóknarverða hygðist klúbbur- inn veita þjónustu af ýmsu tagi. Hann nefndi að á hveiju ári yrði félagsmönnum send dagbók með nafni þeirra árituðu. Ég hef enga trú á, að íslending- ar vilji slíkt bákn. Kerfíð á að þjóna einstaklingnum en ekki öfugt. Að slík miðstýringarstefna kæmi frá hluta af forystu Sjálfstæðis- flokksins, sem hefur keppzt við á undanfömum áram að reyna að minnka hlutdeild ríkisins á nær öll- um sviðum, er mér hulin ráðgáta. Kröftug mótmæli á innlimun Borgarspítalans í ríkisspítalakerfíð hafa átt sér stað, en hluti af for- ystu Sjálfstæðisflokksins hefur hingað til staðið af sér hríðina og virðist hinn ánægðasti með miðstýr- ingarstefnuna án þess að hugsa um hvaða afleiðingar það hafí fyrir sjúkrahúsþjónustuna í landinu. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur lýst yfír eindregn- um vilja sínum um að ef Borgarspít- alinn yrði seldur, þá yrði spítalinn alfarið sjálfstæð stofnun og að engu leyti undir stjóm Ríkisspítalanna, en allt kemur fyrir ekki. Ekki hélt ég, að ég ætti eftir, sem sjálfstæðismaður, að eiga óbeinan þátt í þessari óheillaþróun og sama sinnis era margir sjálfstæðismenn þessa dagana. Af hverju var Borg- arspítalinn byggfður á sínum tíma? Af þeirri einföldu ástæðu, að ríkið hafði enga framsýni í þróun sjúkrahúsmála á íslandi. Þetta leiddi til þess, að biðlistar urðu lang- ir, öllum til ama og þó sérstaklega sjúklingunum. Reykjavíkurborg hafði framkvæði að byggingu Borg- arspítalans og stóð að byggingunni með miklum myndarskap. Hvaða hlutverki gegnir svo Borg- arspítalinn í dag í heilbrigðisþjón- Gagnrýni á kosningalögin frá 1984: Lögin keppa að tveimur ósam- rýmanlegum markmiðum - og verða því aldrei gallalaus, segir Þorkell Helgason, stærðfræðingur „ÞAÐ ER ekki rétt, að nefna mig aðalhöfund kosningalag- anna frá 1984, eins og gert var i Morgunblaðinu á þriðjudaginn, því ég var fyrst og fremst reikni- legur ráðunautur þingmanna- hópa og flokksformanna, sem unnu að þessari lagasmíð, og reifaði fyrir þeim ýmsa val- kosti,“ sagði Þorkell Helgason, stærðfræðingur, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Ég er ekki að víkjast undan ábyrgð," sagði Þorkell. „Ég Iagði á sínum tíma mikið kapp á, að sam- komulag tækist um ný kosningalög í kjölfar stjórnarskrárbreytingar og lagði því ýmsum hugmyndum lið, enda þótt þær væra ekki allar að mínu skapi. Að sjálfsögðu varaði ég við_ýmsu sem mér þótti vafa- samt. Eg taldi þá niðurstöðu, sem að lokum fékkst, engan veginn ótæka, og er enn sama sinnis, ef gerðar verða nokkrar lagfæringar á lögunum. Þó kysi ég mun frem- ur, að þau yrðu nú endurskoðuð allrækilega," sagði hann. Eins og fram kom í frétt hér í blaðinu á þriðjudaginn hefur Þor- kell nýlega ritað kosningalaganefnd neðri deildar Alþingis bréf og hvatt til þess að gildandi kosningalög verði tekin til gagngerrar endur- skoðunar fyrir næstu þingkosning- ar. Þorkeli sagði í gær, að nefndin væri nú annars vegar að vinna að iágmarksbreytingum á lögunum, er miða að því, að sníða af þeim ákveðna tæknilega galla. Hins veg- ar væri nefndin, að athuga mögu- leika á gagngeram breytingum, en óvíst væri, hvort samstaða gæti tekist um sifkar breytingar. „Vandinn í sambandi við núver- andi kosningalög er sá,“ sagði Þorkell, „að þar er keppt að því að ná tveimur markmiðum, sem í raun- inni era ósamrýmanleg. Annars vegar að fullkominn jöfnuður ríki á milli flokkanna, þ.e. þingmanna- fy'öldi þeirri miðist við landsfylgi. Hins vegar, að áfram verði misvægi milli atkvæða eftir kjördæmum. Það stendur ekki til að breyta þessu, heldur gera kosningalögin þannig úr gerði að allir stjómmálaflokkam- ir geti við unað. Þess er ekki að vænta, að hægt sé að fá fullkom- lega gallalausa niðurstöðu, en það er hægt að snfða ýmsa vankanta af núverandi lögum." Sem dæmi um atriði, sem menn hafa staldrað við í kosningalögun- um, nefndi Þorkell Helgason, að ef þau hefðu verið f gildi í kosningun- um 1983 hefði Bandalag jafnaðar- manna fengið 2 þingsæti f Reykjaneskjördæmi en Alþýðu- flokkurinn 1, þótt hinn síðamefndi hefði mun fleiri atkvæði í kjördæm- inu. Þessi ágalli hefði ekki verið í sumum öðram tillögum, sem reifað- ar hefðu verið, en þær hefðu þá bara flutt misvægið eða ranglætið til, s.s. með þeim hætti, að Banda- lag jafnaðarmanna fengi 3 þing- menn f Reykjavík og Alþýðubanda- lagið einnig 3, þótt síðamefndi flokkurinn hefði helmingi fleiri at- kvæði á bak við sig. Þorkell sagði, að gagnrýni hefði einnig komið fram á þá uthlutunar- reglu, sem nýju kosningalögin væra byggð á, þ.e. reglu stærstu leifar. Hefði ýmsum þótt varhugavert, að hverfa frá notkun reglu d’Hondts, sem hefur verið alisráðandi hér á landi við uppgjör á hlutfallskosning- um. Kvað hann Jón Ragnar Stef- ánsson, stærðfræðing, hafa lagt mikla áherslu á þetta atriði, en hann hefur sent kosningalaga- nefndinni ýtarlega greinargerð með útreikningum, þar sem núverandi ákvæði era gagnrýnd og gerð til- laga um kosningakerfí er byggir alfarið á reglu dHondts.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.