Morgunblaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1986
ÚRSLIT í MÁLI
„SÉRA JÓNS"
Ingólfur Margeirsson greiddi ekki búslóðarflutningana
eftirRagnar
Kjartansson
Við Ingólfur Margeirsson, ritstjóri
Helgarpóstsins, höfum að undan-
fömu skrifast á með blaðagreinum
vegna endurgjaldslausra flutninga
Ingólfs með Hafskip hf. á árunum
1983 og 1984.
í Morgunblaðinu 2. desember sl.
birtist heilsíðugrein Ingólfs undir
fyrirsögninni: „Eg greiddi búslóðar-
flutningana að fullu“. Og í undirfyr-
irsögn sagði: „Af ógeðfelldri
tvöfeldni Ragnars Kjartanssonar".
Birtar voru myndir af gögnum sem
sýna áttu fram á greiðslur Ingólfs.
En nú eru komnar fram óyggj-
andi sannanir þess að Ingólfur
hafi ekki borgað neitt og stað-
hæfingar þar með rangar.
En riijum mál þetta aðeins upp:
* í framhaldi af skítkasti Helgar-
póstsins í nóvember sl. í garð
dóttur Alberts Guðmundssonar
vegna afsláttar af búslóðarflutn-
ingi, vakti ég athygli á því að
annar ritstjóra Helgarpóstsins
hefði tvívegis notið frírra flutn-
inga hjá félaginu. í stuttri grein,
sem birtist í Morgunblaðinu 26.
nóvember undir heitinu „Jón eða
séra Jón“, benti ég á að Ingólfur
Margeirsson, ritstjóri HP, hefði
fengið búslóð flutta milli landa
hjá félaginu á árinu 1983 og bif-
reið á árinu 1984 — hvort tveggja
án greiðslu flutningsgjalda. Fram-
reiknuð eru þessi fríu fmtnings-
gjöld talin nema 70—100 þúsund
krónum. Þar er um að ræða svip-
aða fjárhæð og blað Ingólfs telur
að Helena Albertsdóttir hafi feng-
ið eftirgefna hjá Hafskip, Helgar-
póstinum til mikillar hneykslunar.
Blaðið ræddi m.a. um það hvort
hlunnindi af þessu tagi hafi verið
talin fram til skatts. I blaðaskrif-
um mínum hef ég hins vegar ekki
enn sem komið er gert það að
umtalsefni hvort Ingólfur Mar-
geirsson taldi sín hlunnindi fram
til skatts.
* Ingóifur Margeirsson svaraði
strax næsta dag í Morgunblaðinu
með stuttri grein, „ Af rannsóknar-
blaðamennsku Ragnars Kjartans-
sonar". Þar viðurkenndi ritstjór-
inn að hafa tvívegis þegið fría
flutninga hjá félaginu eins og ég
hafði haldið fram. Hann gerði þó
lítið úr þeim og talaði um „litla
búslóð" og „bíltík". Auk þess taldi
hann mig hafa „vegið að starfs-
heiðri sínum sem blaðamanns og
ritstjóra". Hvorki meira né minna!
* Þar næsta dag, hinn 18. nóvem-
ber, bætti ég nokkrum línum við
í Morgunblaðinu um Ingólfs-mál-
ið. Þar sagði: „í gær, fimmtudag,
staðfesti Ingólfur að þessi gagn-
rýni mín um ógeðfellda tvöfeldni
hans hefði verið rétt og að hann
hefði notið sömu fyrirgreiðslu og
fólkið sem blað hans sá ástæðu
til að ráðast á í vikunni á undan."
Einnig varpaði ég fram þessum
spurningum:
„Hvað hefði gerst ef Helgarpóst-
urinn hefði talið sig komast að
því að t.d. Seðlabankastjóri, Rann-
sóknarlögreglustjóri eða alþingis-
maður, sem ekki væri í náðinni,
hefði fengið ámóta niðurfellingu
flutningsgjalda að upphæð allt að
kr. 100.000 á núvirði? Er ekki
fullvíst að málinu hefði verið sleg-
ið upp, rannsóknar krafíst og að
viðkomandi segði af sér og skatt-
rannsóknarstjóri rannsakaði hvort
„gjöfm“ hefði verið talin fram til
skatts?"
* Nú liðu fórir dagar, en þá tók
Ingólfs-málið óvænta stefnu þeg-
ar ritstjóri Helgarpóstsins birti
heilsíðugrein í Morgunblaðinu
þann 2. desember undir heitinu
„Ég greiddi búslóðarflutninga að
Ragnar Kjartansson
„Fyrst viðurkenndi
hann móttöku hlunn-
indanna og reyndi að
réttlæta gjörninginn.
Þá snéri hann við blað-
inu og þóttist hafa
greitt eitthvað sem
hann alls ekki greiddi.
Og nú hefur verið sann-
að að Hafskip hf.
greiddi þann víxil sem
ritstjórinn þóttist hafa
borgað „skilvíslega“.“
fullu". Undirfyrirsögn: „Af ógeð-
felldri tvöfeldni Ragnars Kjart-
anssonar". Með greininni birtust
5 myndir af gögnum sem sýna
áttu fram á heiðarleika og skilvísi
ritstjórans. Birtir eru reikningar
sem gengið var frá með víxli svo
og víxillinn sjálfur og greiðslu-
nóta. Ingólfur segir m.a.:
„Víxilinn greiddi ég skilvíslega
þann 13. desember 1983“.
* Daginn eftir, þann 3. desember,
birti ég grein í Morgunblaðinu
undir heitinu „Af „skáldsagnar-
gerð“ ritstjóra Helgarpóstsins“.
Ég var mjög undrandi á fullyrð-
ingu Ingólfs er hann sagðist hafa
greitt búslóðarflutningana því all-
ir fyrrverandi samstarfsmenn
mínir hjá Hafskip hf. sem höfðu
af málinu að segja voru sannfærð-
ir um að Ingólfur Margeirsson
hefði aldrei greitt neitt vegna
flutningsgjaldanna. Fullyrðing
Ingólfs frá vikunni á undan vakti
og athygli þegar hann hafði hald-
ið hinu gagnstæða fram. Var til
þess tekið að Helgarpóstsmenn
töldu sig vera fama að ljúga upp
á sjálfa sig. Fram til þess höfðu
utanaðkomandi aðilar einungis
orðið þess aðnjótandi.
Fyrrverandi samstarfsmenn mínir
hjá Hafskip hf. brutu nú mjög um
það heilann hvemig Ingólfs-mál
hefðu verið til lykta leidd hjá félag-
inu. Ákveðin gmnsemd tók að vakna
sem menn töldu óhjákvæmilegt að
kanna til hlítar. Það fór að rifjast
upp fyrir mönnum að Hafskip hf.
hefði leyst til sín víxilinn sem
Ingólfur hafði samþykkt.
Því var það að lögmaður minn fór
þess á leit við borgarfógetaembættið
í Reykjavík að það aflaði afrita af
fylgiskjölum vegna greiðslu þessa
víxils.
Nú liggja staðfestingar og gögn
fyrir. Og hvað kemur á daginn?
Hinn 13. desember 1983 greiddi
Hafskip hf. víxil reikningi 1180
við Útvegsbankann og leysti fé-
lagið þar með sjálft víxilinn inn
til sín. Ritstjóri Helgarpóstsins
greiddi því ekki búslóðarflutninga
sína þrátt fyrir stóryrtar yfírlýsingar
þar um sem nú liggur fyrir að em
ósannar. Fullyrðingar hans em falln-
ar. Ingólfur segir í Morgunblaðs-
grein sinni: „Víxilinn greiddi ég
skilvislega þann 13. desember
1983“. Það er rangt. Hafskip hf.
HELGARPÓSTURINN 8lml 8180«-Box 320-Nifnnr. 0337-2751 3fr. 1305 T&iJt.uZlR KF.«
108 3 KRÓNUR
12.12. Vegna auglýeingar.
UmBamiÖ verö: 37.697.00.-
JkJtfSS&t
C7
hMj
Q-
ORÍITT
Afc
' u V </
Tilbúinn auglýsingareikningur frá Helgarpóstinum. Athygli vekur
að reikningurinn er nákvæmlega sömu fjárhæðar og skuld ritstjóra
Helgarpóstsins við Hafskip hf. vegna búslóðarflutninga hans. Reikn-
ingurinn er undirritaður af Ingólfi Margeirssyni sjálfum! (Hvað
myndi Helgarpósturinn kalla svona reikning — falsaðan?)
MOKCUNBUUMD. MmUUDACUK 2. Di
Ég greiddi búslóðar-
flutningana að fullu
Af ógeðfelldri tvöfeldni Ragnars Kjartanssonar
eftirlagólf
hf.. hefur i tvfgmng riðirt í
legm mð mér I greinmmkhhim I
MnrgunfaUðinu. Fjrrri greinin
birtút miðrikudmginn 26. nðv-
mérm Jðn". Þmr ber Rmgnmr Kjmrt-
on i mig þaer mmkir að
kip hí. hmfi fluU búmlðð mlnm
Imndm i irinu 1983 in þeaa
að taka flutningagjöld fyrir. Enn-
takm flutningmgjútd fjrrir.
Gcngið var f ri greiðalunni með
vtzli I Útvegmbmnka fmlandm (nr.
039797) til þrigjom minaða.
Vhillinn var mmmþykktur af und-
irrituðum og geflnn út af pr.
Hmfakip hfTTryggvi Viggðamon.
I vimilupplueð voru frmmreiknaðir
vextir kr. 4.781 þmnnig að allm
hþððaði rixiUinn upp i kr.
91S97,- VixUinn greiddi ég mldl-
vimlegm þ. 13. deaember 1983.
(Sji meðfylgjmndi afrit af greidd-
um reikningum, rixli og greiðalu-
nðta banka.) Ég greiddi þri
flutninga af búalðð minnl tfl
fuflm að viðbtrttum vðxtum.
Orð Ragnara Kjmrtanmsonar
um „ðgeðfeilda tvöfeldni' og nið-
urfellingu af flutningigjöidum
eru Mr með dauð og ðtnerk. Um
annað akltkamt hana hirði ég ekki
að avara. Hvað varðar flutning
af bifreið minni ( júniminuði
1984 tU Fredrikatad og aftur tfl
lalanda minuði aiðar er þetta að
aegja: Samkvmrnt farmakýnhi I
mlnum fðrum eru fmrmgjöldin af
t*að er umhugaunarefni fyrir
leaendur og lýxir beat hugarfari
og atarfaaðferðum fotTÍðajnanna
Hmfakipa, þegmr fymim xtjðrnar-
von um að kllna eigin aððamkap
4 saklauat fólk. Én riðþrota
hefndarþoreti fær oft 4 aig undar-
legustu myndir.
„Éff fór því alvarlega í
saumana á heimilisbók-
haldi mínu til að komast h*n 1
að hinu sanna um þetta
þriggja ára gamla
_hneykslismál“. Og
hvað fann ég? Jú, Ing-
ólfur Margeirsson
greiddi að fullu ÖU
gjöld af flutningi á bú-
slóð sinni frá Frcdrik-
stad til Reylcjavíkur
með ms. Laxá þ. 7.8.
1983“
ef ég vilji atefna Ragnari
Kjartansayni fyrir upploginn
iburð og ærumeiðingmr. Þmð mi
vel verm. En ég æUm að hiðung
aú og mneypm mem Rmgnmr Kjmrt-
mnmmon hiýtur vegna þeaam
púðurakota aé nmrgur dðmur fyrir
fyrrvermndi atjðrnmrformmnn
Hmfakipa og atti að nægja til að
aýna þennmn mann I réttu (jðai.
i Siksr
feldni* og að ég hmfl fengið
mál". Og hvmð fmnn ég? Jú,
„ .„ GjöW von* *
_________Mmrgeirmaoo g^rriddi H«'»''nK»Kjal<i
Ég fðr þri alvarlegm I maummna mð"fuih. Bll gjðld mf nutningi Eftirkrmfa
i heimilisbókhaldi mlnu Ul að i búmlðð aúmi íri Fredrlk.Lad t*PPH“'Pun
kommmt mð hinu mannm um þetta til Krykjavíkur mrd ma. Uii orugjald
þriggja ira gamla „hneykslis- þ. 7-8. 1983.
®,.:, jcmm i7 - li jí. U.*; t ZJJ
' A G-j-í ' Á’ zjznz 1 W-Æ_ r-j-,. Jlj. -'ýttner.'r-r- m
.' . þykkti vrgna búvlóöarflutninga i vegum Hafakipa. lltgefandi pr.
. Hafakip/Tryggvi Viggðmion. Viaillinn greiddur i gjalddaga og
—--------- mtimplmður mf banka. CreiðalunðU Útvegmbmnkan. greidd og
Samtmla kr. 32.966 mtiapluð af bankm.
Hið stórbrotna útspil ritstjóra Helgarpóstsins í Mbl. 2. des. sl.
leysti víxilinn til sín á síðasta degi,
en Ingólfur Margeirsson greiddi ekki
neitt eins og fyrrv. samstarfsmenn
mínir hjá Hafskip hf. voru vissir um
og hafa haldið ákveðið fram allan
tímann.
Um ástæður þess að Ingólfur
Margeirsson samþykkti víxilinn upp-
haflega er það að segja að hann
mun hafa gengið frá skuld sinni með
þeim hætti áður en hann færði niður-
fellinguna í tal við forstjóra Hafskips
hf. En þegar gjalddaginn tók að
nálgast ítrekaði Ingólfur ósk sína
um niðurfellingu og mun Björgólfur
hafa samþykkt hana. Ingólfur ósk-
aði hinsvegar eftir því að á móti
víxlinum yrði færður tilbúinn aug-
lýsingareikningur frá Helg-
arpóstinum sömu upphæðar.
Undir þennan „falska“ reikning ritar
Ingólfur Margeirsson. Reikningur
en engin auglýsing!
Á árinu 1983 birtist engin aug-
lýsing frá Hafskip í Helgarpóstin-
um. En á árinu 1984 birtist aðeins
ein þriggjadálka auglýsing frá Haf-
skip hf., þann 19. apríl 1984, í
blaðinu. Auglýsingareikningurinn,
kr. 5.625, var greiddur af viðkom-
andi auglýsingastofu og gerður upp
af Hafskip hf. samkvæmt reikningi
frá henni, svo eigi verður því bland-
að saman við „prívat“-auglýsinga-
reikningaútgáfu ritstjóra Helgar-
póstsins.
Um það þarf því ekki að deila að
fullyrðingar mínar hafa verið réttar
allan tímann um að ritstjóri Helgar-
póstsins þáði tvívegis niðurfellingu
flutningsgjalda hjá félaginu, en blað
hans hafði einmitt atað fólk auri
skömmu áður vegna slíkrar fyrir-
greiðslu. Tilgangur minn með
þessari ábendingu var upphaflega
aðeins sá að sýna fram á „ógeð-
fellda tvöfeldni“ forráðamanna
blaðsins — sem töldu viðeigandi
að atyrða aðra fyrir það sama og
þeim þótti viðhlítandi fyrir sjálfa
sig — og gott betur. Það er sitt-
hvað Jón eða séra Jón — Helena
Albertsdóttir eða Ingólfur Margeirs-
son. En sá er munurinn að Ingólfur
Margeirsson hefur orðið ber að lyg-
um frammi fyrir alþjóð:
Fyrst viðurkenndi hann móttöku
hlunnindanna og reyndi að réttlæta
gjöminginn. Þá snéri hann við blað-
inu og þóttist hafa greitt eitthvað
sem hann alls ekki greiddi. Og nú
hefur verið sannað að Hafskip hf.
greiddi þann víxil sem ritstjórinn
þóttist hafa borgað „skilvíslega".
Virtur blaðamaður hafði samband
við mig fyrir skömmu. Hann hafði
fengið pata af því að nú væru komn-
ar óyggjandi sannanir þess að
Hafskip hf. hafí greitt vixil Ingólfs
Margeirssonar og ritstjórinn stæði
því uppi sem ósannindamaður. Ég
staðfesti þetta við blaðamanninn
sem kvaðst vera mjög sleginn yfír
þessu. Hann sagði: „Hér er á ferð-
inni eitthvert versta mál sem íslensk-
ur blaðamaður hefur lent í, einkum
í ljósi stóryrða hans um málið áður
og ennfremur að teknu tilliti til hinn-
ar hörðu stefnu Helgarpóstsins í
siðferðismálum, þar sem engum er
hlíft. Blðamannafélag íslands kemst
ekki hjá því að láta Ingólfs-málið tii
sín taka.“
Að lokum vitna ég í heilsíðugrein
Ingólfs Margeirssonar, ritstjóra Hel-
garpóstsins, frá 2. desember sl. Er
einkar athyglisvert að lesa stóryrði
ritstjórans í ljósi fyrirliggjandi stað-
reynda, sem sýna að málatilbúnaður
Ingólfs er hruninn til grunna:
„Orð Ragnars Kjartanssonar um
„ógeðfellda tvöfeldni" og niðurfell-
ingu af flutningsgjöldum eru hér
með dauð og ómerk“.
Ennfremur sagði Ingólfur:
„Það er umhugsunarefni fyrir les-
endur og lýsir best hugarfari og
starfsaðferðum forráðamanna Haf-
skips, þegar fyrrum stjómarformað-
ur skipafélagsins öslar fram á
ritvöllinn með lygar og órökstuddar
fullyrðingar í veikri von um að klína
eigin sóðaskap á saklaust fólk. En
ráðþrota hefndarþorsti fær oft á sig
undarlegustu myndir.“
Já, ritstjóri góður, er von þér
blöskri!
En hæst reiðir ritstjóri Helgar-
póstsins til höggs í lokaorðum sínum:
„Lögfræðingar sem ég hef verið
í sambandi við, tjá mér að ég hafí
borðleggjandi mál í höndunum ef ég
vilji stefna Ragnari Kjartanssyni
fyrir upploginn áburð og æru-
meiðingar. Það má vel vera. En ég
ætla að háðung sú og sneypa sem
Ragnar Kjartansson hlýtur vegna
þessa púðurskots sé nægur dómur
fyrir fyrrverandi stjómarformann
Hafskips og ætti að nægja til að
sýna þennan mann í réttu ljósi.“
Rifjast nú upp það lögmál sem
fram kemur í 7. kapítula, 1.—4. versi
Mattheusar-guðspjalls, en þar segir:
„Dæmið ekki til þess að jiér verðið
ekki dæmdir; því að með þeim dómi
sem þér dæmið, verðið þér dæmdir,
og með þeim mæli, sem þér mælið,
verður yður mælt. En hví sér þú
flísina í auga bróður þíns, en tekur
ekki eftir bjálkanum í auga þínu?“
Höfundur er fyrrverandi stjórnar-
formaður Hafskips hf.