Morgunblaðið - 18.12.1986, Side 73
73
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1986
löngum. í veiðiskapnum var Karl
sami heiðursmaðurinn eins og í öllu
öðru, sem hann tók sér fyrir hendur,
vandur að virðingu sinni og háttum.
Einn son áttu þau Karl og Elín
sem á legg komst, Grétar Þór, fædd-
an 19. júní 1936. Honum kynntist
ég einnig sem vönduðum manni.
Hann féll frá rúmlega fimmtugur.
Var það þeim hjónum þyngra áfall
en þau sýndu, en tengdadóttirin Sig-
rún Haraldsdóttir og sonarbömin,
Haraldur Þór, nú 23 ára og Elín
Klara 13 ára hafa verið þeim til
mikillar gleði.
Ég votta Elínu, ekkju Karls, Sig-
rúnu og bömum hennar innilega
samúð mína og konu minnar við frá-
fall drengskaparmannsins Karls
Benders.
Gunnar J. Möller
Þriðjudaginn 9. desember lést í
Reykjavík Karl Chr. Bender, fyrrver-
andi verslunarmaður.
Karl var fæddur í Grímsey, 24.
maí 1904, sonur hjónanna Sesselju
Ingvarsdóttur og Carls Benders
verslunarmanns. Fjölskyldan flutti
austur á firði og bjó Karl þar sín
unglingsár. Karl ólst upp í fjölmenn-
um systkinahópi við leik og störf.
Móðir Karls féll frá þegar hann var
15 ára og leystist þá heimilið upp
og varð Karl eftir það á eigin vegum.
Karl réðist ungur til búðarstarfa
hjá Arnesen, faktor á Eskifirði, og
varð starfsvettvangur hans þar ráð-
inn.
Á Eskifirði kynntist Karl Elínu
Klöm, f. 9. apríl 1905, dóttur hjón-
anna Hildar Jónsdóttur, ljósmóður
og Valdimars Sigurðssonar, útgerð-
armanns. Elín þótti hinn vænsti
kvenkostur, þokkafull og lífsglöð
stúlka. Felldu þau Karl og Elín sam-
an hugi og gengu í hjónaband árið
1927. Þau lifðu síðan í farsælu hjóna-
bandi í hartnær sextíu ár.
Karli og Elínu varð tveggja sona
auðið. Eldri drengurinn lést í frum-
bemsku, en yngri sonurinn, Grétar
Þór, var fæddur 19. júní 1932.
Grétar Þór var menntaður loft-
skeytamaður og starfaði um árabil
hjá Pósti og síma, seinast sem yfír-
skoðunarmaður radíóeftirlits þeirrar
stofnunar. Var Grétar einstaklega
umhyggjusamur sonur, sem ávallt
var vakinn yfir velferð foreldra sinna.
Fann maður greinilega til hins nána
og sterka vináttusambands þeirra
feðga. Grétar veiktist í árslok 1983
og lést 14. febrúar 1984 eftir mjög
erfíð veikindi. Fráfall Grétars skildi
eftir sig sár, sem ekki greri, en Karl
bar harm sinn í hljóði.
Grétar var kvæntur Sigrúnu Har-
aldsdóttur og áttu þau tvö böm,
Harald Þór og Elínu Klöru. Sigrún
hefur reynst tengdaforeldrum sínum
sem besta dóttir og hlúð að þeim
eftir föngum, eftir að árin færðust
yfir. Elfn og Karl hófu búskap sinn
á Norðfirði, en fluttu um 1930 til
Reykjavíkur.
Fjölskylda Elínar var þá áður flutt
suður. Heimili þeirra Karls og Elínar
stóð á ýmsum stöðum, hér í borg,
þar til Karl réðist í það stórvirki að
reisa sér eigið hús og árið 1935
flutti fjölskyldan að Hringbraut 104,
þar sem heimili þeirra stóð, þar til
fyrir tveim árum, að þau fluttust að
Hátúni lOb.
Eftir að til Reykjavíkur kom, var
atvinnusaga Karls bundin við Áust-
urstræti. Hann vann um árabil í
Soffíubúð og síðar hjá SÍS í Gefjun,
sem deildarstjóri. Þar starfaði Karl,
þar til hann lét af störfum í árslok
1978. Karl var áreiðanlegur og
traustur og gekk til starfa sinna af
alvöru. Hann var raungóður og greið-
vikinn svo af bar. Samstarfsfólk
Karls man hann sem hinn ljúfa heið-
ursmann, er ávallt lagði gott til allra.
Með þessu er ekki verið að segja,
að Karl hafi verið skaplaus, langt í
frá, heldur hafði hann tamið skap
sitt. Aðfinnslur Karls vom fáar, sett-
ar fram af ró, en festu, og þær
gleymdust ekki.
Karl átti sér sitt hjartans áhuga-
mál, sem var stangveiði. Bestu
stundir Karls voru á árbakka með
stöng í hendi. Hann var slyngur veiði-
maður og var m.a. fenginn til að
kenna meðferð á flugustöngum. Hin
síðari ár var veiðin stunduð í Meðal-
fellsvatni og Bugðu. Ætla ég, að
fáir hafi dregið þar fleiri laxa en
Karl. Karl hélt ítarlegar veiðiskýrsl-
ur, þar sem hann skráði veidda laxa,
hvaða agni var beitt og eins veðurlýs-
ingar. Fjölskyldan dvaldi mikið í
sumarbústaðnum Dalakofa við Með-
alfellsvatn og var sá staður Karli
einkar kær. Attu þau hjónin þar ófá
handtök við að prýða umhverfið.
Karl Bender er einn þeirra er stað-
ið hafa mér næst í lífinu og reynst
mér best. Milli æskuheimilis míns að
Guðrúnargötu 7 og fjölskyldunnar á
Hringbraut 104 voru mjög náin fjöl-
skyldu- og vináttubönd. Systumar,
Steinunn, Margrét og Elín töluðust
við oft á dag og daglega hringdi
Karl til að fylgjast með og bjóða
aðstoð sína. Eftir að ég hafði stofnað
eigið heimili, hélt Karl áfram þessum
sið. Karl þurfti að fylgjast með nafna
sínum og bræðrum hans, og eins að
leita frétta, helst að heyra veiðisög-
ur. Síðustu árin hafa verið þeim
hjónunum þung f skauti, sonarmissir
og heilsan þverrandi.
Elsku Ella mín, ég veit að þú ert
þreytt og sorg þín sár, en ég veit
líka að þú átt sterka trú og vissu.
Þú hjúkraðir manni þínum og varst
hans stoð og styrkur í löngu hjóna-
bandi og varst hjá honum, er hann
kvaddi. Megi þín einlæga trú veita
þér huggun þá erfiðu daga, er nú
fara í hönd. Góður Guð styrki þig
og styðji, Ella mín.
Guð blessi minningu kærs vinar,
Karls Benders.
Steinunn M. Lárusdóttir
Bók um
Marilyn
Monroe
BÓKHLAÐAN hf. hefur gefið
út bókina Gyðjan — leyndardóm-
urinn um Marilyn Monroe eftir
Anthony Summers.
Á bókarkápu segir m.a.: „Þó tutt-
ugu og fímm ár séu liðin frá dauða
Marilyn Monroe, er hún og hennar
nafn stöðugt á vörum fólks. Bókin
Gyðjan er árangur af meira en
tveggja ára rannsóknarstarfi. Af
viðtölum við hundruð manna sem
aldrei áður hafa viljað segja frá
kynnum sínum af Marilyn og lestri
ýmissa gagna sem ekki var auðvelt
að ná til.
Höfundurinn kannar sannleikann
á bak við sögumar er gengu um
hana, um ástarlíf hennar, um eigin-
mennina. Bókin varpar ljósi á
ævintýralegt líf hennar sem ekki
var alltaf dans á rósum.
Bókin skýrir hvers vegna Marilyn
varð kyntákn sem aldrei gat bund-
ist einum manni til langs tíma.
Barátta hennar við sálræn vanda-
mál sem komu af misheppnuðu
uppeldi og eiturlyfjanotkun.
Gyðjan segir í fyrsta sinn frá
sambandi hennar við Kennedy
bræður. Þessi tengsl eru meðal
höfuðskýringa á dauða hennar, og
leið maJfiunnar til þess að koma
helstu leiðtogum Bandarílganna á
kné.
Sagt er frá nýjum upplýsingum
um hinn leyndardómsftilla dauða
hennar.
Gyðjan fjallar um konu sem virð-
ist ætla að lifa í umræðu fólks
áratugi eftir að hún dó.“
'ANTOMMUR
STCR.
BYÐUR EINHVER BETUR?
HLJOMRÆR
Umboðsmenn: . . ”... —. — g . .. •' HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 Opið til kl. 16.00 í dag
Bókaskemman Akranesi, Radíóver Húsavík, Kaupféiag Rangœinga Hvolsvelli,
Kaupfélag Borgfiröinga, Skógar Egilsstööum, M.M.búöin Selfossi,
Sería ísafirði, Kaupfélag Héraösbúa Egilsstööum, Rás Þorlákshöfn,
Kaupfélag Skagfiröinga Sauöárkróki, Myndbandaleiga Reyðarfjaröar, Rafeindaþjónusta Ómars Vestmannaeyjum,
KEA Akureyri, Djupiö Djúpavogi, Fataval Keflavík,
Radíóröst Hafnarfiröi, Búland Neskaupstaö,
J.L. húsiö Reykjavík, Hornabœr Hornafiröi,
l blíðu og stríðu E\Iiðaárnar ÍSAFOLD