Morgunblaðið - 06.01.1987, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987
Borgarspítalinn:
Nefnd ræðir um
breyttan rekstur
RAGNHILDUR Helgadóttir, heilbrigðisráðherra, hefur skipað nefnd
til að gera tillögur um fyrirkomulag á rekstri Borgarspítalans verði
úr því, að ríkið taki við rekstri spítalans af Reykjavíkurborg. Nefnd-
inni er falið að skila tillögum sínum áður en Alþingi kemur saman
hinn 19. janúar næstkomandi.
Ragnhildur Helgadóttir sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær, að
nefndinni væri sérstaklega falið að
gera tillögur um, með hvaða hætti
heppilegast og hagkvæmast væri
að auka samstarf Borgarspítalans
og annarra spítala sem nú eru í
rekstri ríkisins. Heilbrigðisráðherra
sagði að í nefndina hefðu valist
menn, sem mest hefðu með stjómun
Borgarspítalans og Landspítalans
að gera, en þeir eru Olafur Jons-
son, formaður læknaráðs Borg-
arspítalans, Jóhannes Pálmason
framkvæmdastjóri Borgarspítalans,
Davíð Ó. Gunnarsson forstjóri
ríkisspítalanna og Ámi Bjömsson
formaður læknaráðs Landspítalans.
Auk þeirra skipar nefndina Friðrik
Sophusson, alþingismaður, og er
hann formaður nefndarinnar.
VEÐUR
„Nefndinni er ætlað að vinna
hratt og skila tillögum sínum áður
en Alþingi kemur saman, enda tel
ég mjög mikilvægt að þær liggi
fyrir þegar ríkisstjómin tekur á-
kvörðun um heimild til fjárframlaga
til að kaupa hluta borgarinnar í
Borgarspítalanum að því marki sem
um hefur verið rætt," sagði heil-
brigðisráðherra. „Ég tel það einnig
mikils virði að forráðamenn þessara
spítala ræði saman fordómalaust
um málið, eins og það blasir við.
Ég hef haft af því töluverðar
áhyggjur hvemig umræður hafa
fallið um þetta mál að undanfömu,
en þær hafa í mörgum tilfellum
einkennst af misskilningi, tilfinn-
ingasemi og tilhæfulausum ótta,“
sagði Ragnhildur Helgadóttir, heil-
brigðisráðherra.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Beðið eftir að sjóprófin hefjist. Fremst á myndinni eru Kristján Jónsson fiugmaður hjá Landhelgis-
gæslunni og Guðjón Armann Einarsson útgerðarstjóri Nesskips hf, en aftar eru Jón Snæbjörnsson 1.
stýrimaður ms. Suðurlands og Júlíus Víðir Guðnason háseti.
Sjópróf vegna ms. Suðurlands haldin í gær:
Gífurleffur sjór
reið undir skipið
ENGAR öruggar vísbendingar
komu fram við sjópróf um hvað
fór úrskeiðis þegar ms. Suður-
/ DAG kl. 12.00:
Heimild: Veðurstofa íslartds
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær)
VEÐURHORFUR í DAG:
YFIRLIT á hádegi í gær: Skammt norður af Skotlandi er 983 milli-
bara djúp lægð sem þokast suðaustur og grynninst, en hæðar-
hryggur á Grænlandshafi hreyfist austur. Önnur lægð, 982 millibara
djúp og vaxandi, er um 500 km norðnorðaustur af Nýfundnalandi
og þokast norður.
SPÁ: Útlit er fyrir vaxandi sunnanátt með súld eða rigningu sfðdeg-
is á vestanveröu landinu. Um austanvert landið verður hæg
breytileg átt og léttskýjaö. Smám saman hlýnar í veðri, fyrst vestan-
lands.
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
MIÐVIKUDAGUR: Allhvöss suðaustanátt og rigning um sunnan-
og austanvert landið en úrkomulítið annars staðar. Hiti á bilinu 5 til
6 stig.
FIMMTUDAGUR: Fremur hæg sunnan- og suövestanátt, víða skúr-
ir eöa slydduél um sunnan- og vestanvert iandið en þurrt á
noröaustur- og austurlandi. Kólnandi veður.
TAKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
m Skýjað
Alskýjað
y. Norðan, 4 vindstig:
* Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrimar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
t r r
r r r r Rigning
r r r
* r #
r # r *
r * r
Siydda
# # #
*# * # Snjókoma
10° Hitastig:
10 gráður á Celsius
V Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—|- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEÍM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri hiti 0 veöur alskýjað
Reykjavík -4 léttskýjað
Bergen -2 snjókoma
Helsinki -26 léttskýjað
Jan Mayen -2 léttskýjað
Kaupmannah. 2 skýjað
Narssarssuaq -13 skýjað
Nuuk -9 léttskýjað
Osló -10 snjókoma
Stokkhólmur -5 snjókoma
Þórshöfn 2 snjóél
Algarve 14 léttskýjað
Amsterdam 6 skúr
Aþena 4 slydda
Barcelona 11 heiðskírt
Berlín 3 rignlng
Chlcago -4 helðskírt
Glasgow 6 skúr
Feneyjar -2 þokumóða
Frankfurt 4 rigning
Hamborg 2 skúr
Las Palmas 20 skýjað
London 8 skýjað
LosAngeles 10 skýjað
Lúxemborg 3 súld
Madrid S heiðskfrt
Malaga 15 léttskýjað
Mallorca 16 hélfskýjað
Miami 13 léttskýjaö
Montreal -7 skýjaö
NewYork -3 léttskýjað
París 7 rigning
Róm 8 hélfskýjað
Vln -2 snjókoma
Washington -2 léttskýjað
Winnipeg -8 skýjað
land sökk á aðfangadagskvöld
um 290 sjómilur norðaustur af
Langanesi. Enginn þeirra skip-
veija sem lifðu af slysið töldu
sig verða vara við neitt óvenju-
legt við hleðslu eða siglingu
skipsins, og skipið hefði ekki
oltið óeðlilega fyrr en „ríður
gífurlegur sjór afturundir skip-
ið og lyftir því upp að aftan, svo
að framendinn fer í kaf aftur
undir fremri krana og þannig
veður skipið áfram með sjónum
og snýst siðan til stjórnborða
um 30-40 gráður og leggst sam-
stundis á bakborðshlið,“ eins og
Jón Snæbjörnsson 1. stýrimaður
lýsir atburðum í skýrslu fyrir
sjódómnum sem haldinn var í
bæjarþingi Seltjarnarness i gær.
Rúmum hálftíma eftir þetta var
skipið komið á hvolf i sjónum.
Suðurland lagði upp í síðustu
ferð sína frá Grindavík klukkan 6
að morgni 18. desember, en þar
hafði skipið lestað 4689 tunnur af
saltsfld. Þegar skipið lagðist að
bryggju í Grindavík tveimur dögum
áður rakst það utan í bryggjuna
og kom á það lítil dæld og 5-6 lang-
bönd bognuðu aftantil í geymslu-
lest bakborðsmegin. Ekki er þó
talið að þetta hafí haft neitt að
segja um það sem síðar gerðist.
Skipið hélt suðurfyrir landið og
lestaði saltsíld á 6 stöðum til við-
bótar á Austfjörðum, alls 19.032
tunnur eða tæpar 3000 lestir. Fyr-
ir sjódómnum sagði Stefán Björg-
vinsson hleðslustjóri, sem fór með
skipinu frá Grindavík til Reyðar-
fjarðar, að hleðsla skipsins hefði í
engu verið frábrugðin öðrum skipt-
um sem skipið og systurskip þess
sigldu með síld til Sovétríkjanna
sömu leið, en það er alls 11 sinnum.
Stefán sagði að skipið væri vel
fallið til þess að flytja tunnur og
hlaðið væri í lestamar þannig að
tunnumar liggi þétt að hliðum og
fremra skilrúmi. Stefán sagði að
tunnumar í þessum farmi hefðu
verið trétunnur, nýteknar út af
ríkismatinu. Hefðu þær verið mjög
sterkar og til marks um það sagði
Stefán að aðeins tvær tunnur hefðu
brotnað í lestuninni.
Skipið lagði af stað frá Reyðar-
fírði klukkan 16.30 á þorláks-
messu. Skipið fékk strax á sig
ágjöf og veður sem ágerðist og um
nóttina var fært í dagbót að sjó
tæki yfír lúgu og bakka. Klukkan
21 á aðfangadagskvöld vom komin
9-10 vindstig að sunnan og sam-
svarandi mikill sjór með einstökum
brotum.
Skipið stjórnlausl
I skýrslu Jóns Snæbjömssonar
1. stýrimanns, sem lögð var fyrir
dóminn, og framburði hans fyrir
réttinum, segir að klukkan 21.10
hafí verið slegið af ferð og haldið
upp í sjó og vind meðan gengið var
frá landgangshliði sem hafði opn-
ast. Skipstjóri var þá kvaddur upp
í brú og klukkan 21.25 var skipinu
snúið á fyrri stefnu en ferðin var
minnkuð úr 11,5 sjómílum í 8
sjómílur.
í skýrslu Jóns segir síðan að
skömmu eftir eftir kl. 23.09 hafí
ólagið riðið á. Skipstjóri og 1. stýri-
maður vom tveir einir í brúnni
þegar þetta gerðist, en háseti kom
á stjómpall í sömu mund. Skipstjór-
inn setti strax handstýri á og
minnkaði ferð skipsins og beygði
hart í bakborða og reyndi að slá
skipinu undan sjó og vindi. Þrátt
fyrir þetta beygði skipið ekki.
Minnist Jón þess að skipstjóri hafi
kallað að skipið stýrði ekki. Skipið
lá stöðugt undir ááföllum og var
nú með slagsíðu upp á 15-20 gráð-
ur. Vindur og sjór svo til þvert á
stjómborða. Skipstjóri sendi háseta
(Júlíus Guðnason) niður til að safna
áhöfninhi saman. Samkvæmt
skýrslunni var ekkert óvenjulegt
var að sjá á lúgum og krönum, en
skipið var þungt í sjó að framan
og augljóst að það lá fram. Sjór
gekk stöðugt yfír framhluta lestarl-
úgu og bakka.
Skipið á hvolf
hálftíma síðar
Aðeins leið rúmur hálftími frá
því ólagið reið á skipinu þar til
áhöfnin var komin í sjóinn og skip-
ið á hvolf. Annar gúmbátur skipsins
losnaði frá af sjálfsdáðum og var
annaðhvort ekki bundinn við skipið
eða festitaugin slitnaði. Áhöfnin
sjósetti hinn bátinn en hann
skemmdist af því að slást utan í
skipið. Þeim atburðum sem gerðust
á eftir hefur verið lýst áður í Morg-
unblaðinu í viðtölum við skipveij-
ana.
Jón Snæbjömsson sagðist að-
spurður fyrir dómnum ekki geta
gert sér neina grein fyrir því hvað
hefði valdið því að skipið fékk á
sig þessa slagsíðu óg þyngsli að
framan. Einnig voru yfírheyrðir
Halldór Gunnarsson 1. vélstjóri,
Anton Sigþórsson viðgerðarmaður,
Júlíus Víðir Guðnason háseti og
Kristinn Harðarson háseti en ekk-
ert kom fram sem varpað gæti ljósi
á ástæður slyssins.
Talsvert fjölmenni var viðstatt
sjóprófín, þar á meðal fulltrúar
útgerðar skipsins, tryggingarfé-
laga þess, Stýrimanna- og vél-
stjórafélagsins, Siglingamálastofn-
unar, Sjómannafélags Reykjavíkur,
Farmanna og fískimannasam-
bandsins og Sjóslysanefndar.
Hlutverk Sjóslysanefndar var
útvíkkað af Alþingi í sumar og mun
nefndin rannsaka slysið áfram og
senda frá sér skýrslu um það og
hugsanlegar orsakir. Sjóprófunum
lauk hinsvegar í gærkvöldi. Þeim
stjómaði Guðmundur L. Jóhannes-
son hérðaðsdómari en meðdómend-
ur voru Viðar Þórðarson skipstjóri
og Hans Linnet vélstjóri.