Morgunblaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987 Dansiballið A IVelvakanda síðastliðinn sunnu- dag birtust tvö bréf er viku all harkalega að nýársleikriti ríkissjón- varpsins, Líf til einhvers. Þannig segir ónefndur faðir: Jóla- og nýárs- hátíðin er sá tími ársins sem fólk sér sér helst fært að setjast niður saman og njóta fjölskyldulífsins án þess að þurfa að vera með áhyggj- ur af vinnu, námi og öðru þvf sem það fæst við dags daglega. Það er líka staðreynd að fólk notar mikið af þessum frítíma sem gefst yfir hátíðimar saman fyrir framan sjón- varpið. Eg rek ekki frekar ummæli föð- urins er ég tel vel ígrunduð því vissulega er laukrétt að á stórhátíð- um safnast fjölskyldan fyrir framan sjónvarpið og það er vart hægt að ætlast til þess að menn geti horft á jafn ágengt og bersögult verk og Líf til einhvers í faðmi afans og ömmunnar eða bamanna. Verk sem þetta ber að sýna síðla kvelds þá börnin eru komin í draumalandið, þá geta hinir fullorðnu notið þess að skoða þann hráslagalega veru- leika er Kristín lýsti í myndinni og máski krufið hugsun verksins í kyrrð nætur. Oft hef ég minnst á það hér í þætti hversu mikilvægt er að haga dagskrá Ijósvakafjölmiðlanna í samræmi við ytri aðstæður. Sumar sjónvarpskvikmyndir eru þess eðlis að þær eiga ekki heima í stofu á stórhátíðum og hljóta á slíkum stundum að kalla eld og brennistein yfir höfundinn en samt tel ég að verk á borð við Líf til einhvers eigi fullt erindi við fullþroska fólk. Mér finnst raunar ofur eðlilegt að lýsa tilfinningalífi fólks með þeim hætti sem gert var í nýársmynd sjón- varpsins en sú lýsing kann að afskræmast í huga áhorfandans þá hann situr í hlýjum faðmi fjölskyld- unnar. Ég er innilega sammála föðumum um það að á slíkum stundum verður að bera fram . . . dagskrá sem sé við hæfi venjulegra fjölskyldna. SkaupiÖ Áramótaskaupið var bara nokk- uð broslegt að mínu mati, til dæmis var kostulegt að fylgjast með Gor- basjev og Raisu á labbinu um Keflavíkurveginn í leit að strætó. Villtist ég satt að segja á Gísla Halldórssyni og félga Gorbasjev. Moldryk hafði þyrlast upp útaf út- setningu lagsins: Hjálpum þeim. Persónulega fannst mér sá söngur bráðfyndinn þótt hann særði vissu- lega velsæmistaugamar en er nú ekki Skaupinu ætlað að tæta sund- ur og saman máttarstólpa sam- félagsins? Dansinn En þótt umsjónarmenn Skaups- ins hafí skriðið á prófinu og vel það þá er ekki hægt að segja hið sama um umsjónarmenn áramótadans- leiksins. Valgeir Stuðmaður bauð til veislunnar með þeim orðum að hann óskaði þess að sjónvarpsáhorf- endur gætu . . . slegist í hóp dansgesta í Broadway. Undirritað- ur þakkaði sínum sæla fyrir að þurfa ekki að kúra þama í hálftóm- um salnum undir slætti Glen Millerbandsins og svo voru náttúr- lega „skjólstæðingar" fjölmiðla- stjómendanna fengnir til að hita gestum í hamsi með frumsömdum engilsaxneskum slögurum. Þungu fargi létti af undirrituðum er Diddú sté fram á sviðið en sú dýrð stóð ekki lengi og fyrr en varði var áhorfandinn horfínn aftur í faðm hinnar engilsaxnesku stórhljóm- sveitar. Hefði ekki verið nær að kveðja til íslenska hljómsveitar- menn, hvað til dæmis um Léttsveit ríkisútvarpsins? Ekki er að efa að rýmra verður um áramótadansleiki ríkissjónvarpsins þá höllin á Foss- vogshæðum opnar sali og þá verður vonandi Ieitað til íslenskra tónlistar- manna um flutning tónlistarinnar. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/ SJÓNVARP Stöð tvö Besta vændishúsið í öllu Texasi ■I Á dagskrá 30 Stöðvar tvö í —" kvöld er m.a. bandaríska kvikmyndin The Best Little Whore- house in Texas, eða „Besta litla hóruhúsið í Texas“, eins og það nefnist á því ylhýra. Þetta er söngva- og gleðimynd, sem gerist í litl- um bæ í Texas. Þar er vændishús eitt og er það hin víðáttubarmfagra Dolly Parton, sem ríkjum ræður. íbúar bæjarins eru hinir umburðarlyndustu, enda er hórukassinn búinn að vera þama í eina og hálfa öld, engum til ama, en flestum til ánægju og yndisauka. Jafnvel lögreglustjórinn á staðnum, Burt Reynolds, H hefur engan áhuga á að fangelsa léttúðardrósimar, þó svo að hann hafí meira en lítinn áhuga á maddö- munni. Fljótt á litið er því ekki annað að sjá en að allt sé í lukkunnar velstandi. Það verður þeim þá til ógæfu að utanaðkomandi aðilar komast að því hvemig málum er farið í bænum og þá er friðurinn úti. Auk þeirra Dollýar og Burts leika Dom De Luise og Charles Durning í aðal- hlutverkum. Kvikmynda- handbókin hermir að myndin sé þess virði að horfa á og gefur henni þijár og hálfa stjömu af fímm mögulegum. Vítt og breitt Hi Frá klukkan 00 fjögur til sex í — dag ráða gömul og góð dægurlög ríkjum á Rás 2. Þá sjá þeir Bertram Möller og Guðmundur Ingi Kristjánsson um þátt, sem nefnist „Vítt og breitt" og eins og nafnið gefur til kynna leita þeir félagar víða fanga. Rokkaðdáend- ur munu fá sinn skammt, sem og unnendur tónlistar sjöunda áratugarins, en að sjálfsögðu verða mörkin ekki mjög skýr. Meðal flytjenda, sem tíðum koma við sögu í þættinum verða stórstirni á borð við Elvis Presley, Bítlana og Shadows, en sem fyrr segir er megin- áherslan lögð á fjölbreytn- ina. ÚTVARP ÞRIÐJUDAGUR 6. janúar 6.4B Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin — Jón Baldvin Halldórsson, Sturla Sigurjónsson og Guömundur Benediktsson. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Tilkynningar eru lesn- ar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 7.20 Daglegt mál. Guömund- ur Sæmundsson flytur þáttinn. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barn- anna: „Hanna Dóra" eftir Stefán Jónsson. Ragnheiöur Gyöa Jónsdóttir les (2). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.36 Lesið úrforustugreinum dagblaðanna. Tónleikar. 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.30 Ég man þá tíö. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liönum árum. 11.00 Fróttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 I dagsins önn — Heilsu- vernd. Umsjón: Anna G. Magnúsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Menningarvitarnir" eftir Fritz Leiter. Þorsteinn Ant- onsson les þýðingu sína (3). 14.30 Tónlistarmaður vikunn- ar. Ragnar Bjarnason. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Landpósturinn. Frá Suöurlandi. Umsjón: Hilmar Þór Hafsteinsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.16 Veöurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Stjórn- endur: Vernharður Linnet og Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Síödegistónleikar. a. „Suöureyjar", forleikur eftir Felix Mendelssohn. Sin- fóníuhljómsveitin í (srael leikur. b. Hugleiðing op. 42 nr. 1 eftir Pjotr Tsjafkovskí. Itzhak Perlman leikur á fiölu meö Sinfóníuhljómsveit- inni í l’srael; Zubin Mehta stjórnar. c. Tilbrigöi úr „Malarastúlk- unni fögru" eftir Franz Schubert. James Galway og Philip Moll leika á flautu og píanó. 17.40 Torgiö — Samfélags- mál. Umsjón: Bjarni Sig- tryggsson. Tilkynningar. 18.46 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guö- mundur Sæmundsson flytur. 19.35 Úr kýrhausnum. Flórinn mokaöur á elleftu stundu við áramót í útvarpssal. Endurtekin dagskrá frá gamlárskvöldi. Höfundur efnis: Jón Hjartarson. Flytj- endur: Jóhann Sigurðarson, Aðalsteinn Bergdal, Karl Guömundsson, Jón Hjartar- SJÓNVARP ÞRIÐJUDAGUR 6. janúar 18.00 Dagfinnur dýralæknir (Dr. Dolittle) — Tólfti þáttur. Teiknimyndaflokkur geröur eftir vinsælum barnabókum eftir Hugh Lofting. Þýöandi Rannveig Tryggva- dóttir. 18.20 Fiörildaeyjan (Butterfly Island) Sjötti þáttur. Ástralskur myndaflokkur í átta þáttum fyrir börn og unglinga um ævintýri á Suö- urhafseyju. Þýöandi Gunnar Þorsteins- son. 18.40 Poppkorn — Upprifjun II Litiö um öxl til síöasta árs meö Gísla Snæ Erlingssyni og Ævari Erni Jósepssyni. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Sómafólk (George and Mildrid) 9. Fjölskyldubönd. Breskur gamanmyndaflokk- ur. Þýöandi Ólöf Pétursdóttir. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar 20.35 Falin myndavél Brot úr áöur sýndum þátt- um. Kynnir Elisabet Sveins- dóttir. Umsjón og stjórn upptöku: Tage Ammendrup. 21.10 Fröken Marple 2. Líkiö í bókastofunni Breskur sakamálamynda- flokkur í tíu þáttum um eina vinsælustu söguhetju Agöthu Christie. Aöalhlut- verk: Joan Hickson. Þýðandi Veturliöi Guðnason. 22.00 I brúöuheimi (The World of Puppetry) Annar þáttur Breskur myndaflokkur I sex þáttum. Jim Henson, sem skóp Prúöuleikarana góðkunnu, kynnir sex snjalla brúöuleik- húsmenn í ýmsum löndum og list þeirra. Þýðandi Hallveig Thorla- cius. 23.00 Fréttir í dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 6. janúar 17.00 Myndrokk. Nýbylgjutón- list. Stjórnandi er Timmy. 18.00 Þrettándinn. Barnatími. Kynnir er Hólmfríöur Karls- dóttir (fv. Ungfrú alheimur.) í þættinum er leikþáttur fyrir börnin og ýmis skemmtiat- riöi. Umsjonarmaöur er Sverrir Guöjónsson. 19.00 Teiknimynd. Gúmmí- birnirnir (Gummi Bears.) 19.30 Fréttir. 19.55 Klassapíur. Þáttur um fjórar konur komnar af létt- asta skeiöi, sem eru komnar til Flórida aö eyða ævikvöld- inu á........................ 20.30 Besta litla hóruhúsið í Texas (Best Little Whore- house in Texas.) Bandarísk kvikmynd með Burt Reyn- olds, Dolly Parton bg Dom Deluise í aöalhlutverkum. í nágrenni bæjar nokkurs í Texas hefur veriö rekiö vændishús I eina og hálfa öld meö vitund og samþykki bæjarbúa. Allt gengur sinn vanagang þar til sjónvarpiö kemst í málið. 22.10 Zarzuela Spænskur söngleikur meö Placido Domingo I aöal- hlutverki. Zarzuela lýsir betur en nokkuö annað verk þjóðlegri hefö í spænskri tónlist. 23.15 Guö getur beöiö (Heav- en Can Wait.) Bandarísk kvikmynd meö Warren Beatty og Julie Cristie í aöalhlutverkum. Joe Pendleton liösstjóri fótbolta- liðsins í Los Angeles er kallaður á vit feöra sinna fyrir mistök skrifkera nokk- urs í Himnaríki. Pendelton er þó skilað aftur til jarðar, en í likama annars. 00.50 Dagskrárlok. son, Soffía Jakobsdóttir og Saga Jónsdóttir. Gunnar Gunnarsson leikur á píanó og Hreinn Valdimarsson á munnhörpu. Stjórnandi: Ásdís Skúladóttir. 20.26 Erick Friedman leikur fiölulög eftir Dinicu, Kreisler, Wieniawski o.f'. Brooks Smitj leikur með á píanó. 20.40 Iþróttaþártur. Umsjón: Ingólfur Hannesson og Samúel örn Erlingsson. ÞRIÐJUDAGUR 6. janúar 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meðal efnis: Barnadagbók i umsjá Guöríöur Haralds- dóttur aö loknum fréttum kl. 10, Matarhorniö og get- raun. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal. 13.00-Skammtaö úr hnefa. Stjórnandi: Jónatan Garö- arsson. 16.00 l’ gegnum tíöina. Þáttur um íslensk dægurlög í um- sjá Vignis Sveinssonar. 17.00 (hringnum. Gunnlaugur Helgason kynnir lög frá átt- unda og níunda áratugnum. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30-18.30 Svæöisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 18.00-19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 Trönur. Umsjón: Finnur Magnús Gunnlaugsson. Fjallaö um menningarlíf og mannlíf almennt á Akureyri og í nærsveitum. /7m98-9 Ifmsaam W ÞRIÐJUDAGUR 6. janúar 07.00—09.00 Á fætur meö Sigurði G. Tómassyni. Létt 21.00 Perlur. Platters og Mills bræður. 21.30 Útvarpssagan: „( túninu heima" eftir Halldór Lax- ness. Höfundur les (3). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orö kvöldsins. 22.16 Veðurfregnir. 22.20 Lúöraþytur. Umsjón Skarphéðinn H. Einarsson. 23.00 Danslög. Jólin dönsuö út. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. tónlist meö morgunkaffinu. Sigurður litur yfir blöðin og spjallar viö hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur öll uppáhaldslögin, afmæliskveðjur, matarupp- skriftir og spjall til hádegis. Símin er 611111. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aöi meö Jóhönnu Haröar- dóttur. Fréttapakkinn, Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fygljast meö því sem helst er í fréttum, spjalla við fólk og segja frá. Flóamarkaðurinn er á dag- skrá eftir kl. 13.00. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spil- ar síödegispoppiö og spjall- ar viö hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrimur Thorsteinsson í Reykjavík síödegis. Hallgrimur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar viö fólkiö sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—20.00 Tónlist meö léttum takti. 20.00—21.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Þorsteinn J. Vil- hjálmsson kynnir 10 vinsæl- ustu lög vikunnar. 21.00-23.00 Vilborg Hall- dórsdóttir. Vilborg sníður dagskrána viö hæfi ungl- inga á öllum aldri, tónlistin er í góöu lagi og gestirnir líka. 23.00—24.00 Vökulok. Þægi- leg tónlist og fréttatengt efni í umsjá fréttamanna Bylgj- unnar. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upp- lýsingar um veöur. ALFA Krlstileg útvsrpsstM. FM 102,9 ÞRIÐJUDAGUR 6. janúar 13.00-16.00 Hitt og þetta f umsjón John Hansen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.