Morgunblaðið - 06.01.1987, Síða 7

Morgunblaðið - 06.01.1987, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987 7 Takmarkanir á gjaldskrárhækkunum hins opinbera: Fyrirtækin verða af háum upphæðum ÁGREININGUR ríkisstjórnar- innar við nokkrar opinberar stofnanir um gjaldskrár þeirra snýst um háar upphæðir, þegar á heildina er litið. Ef Lands- virkjun og Hitaveita Reykjavík- ur hefðu takmarkað hækkanir sínar við 4% annars vegar og 10% hins vegar hefðu þær feng- ið um 140 milljón króna lægri tekjur en þær fá að óbreyttu. Af sömu ástæðum verða Ríkisútvarpið og Póstur og simi liklega af tekjum, sem samtals nema um 190 milljónum króna. Heildarupphæðin, sem hér er um að tefla, er því varla lægri en 330 milljónir króna. Gjaldskrá Landsvirkjunar hækkar um áramótin um 7,5%, en ríkisstjómin hafði óskað eftir því að hækkunin yrði ekki meiri en 4%. Að sögn Halldórs Jóna- tanssonar, forstjóra fyrirtækisins, hefði það kostað Landsvirkjun um 74 milljónir króna, ef tilmælum ríkisstjórnarinnar hefði verið sinnt. Borgarráð hefur samþykkt, að hækka gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur um 15% frá og með áramótum, en málið á eftir að fara fyrir borgarstjóm. Upphaf- lega var áformað að hækka gjaldskrána um 33,4% en frá því var horfíð í framhaldi af tilmælum ríkisstjórnarinnar um að sveitar- félög hækkuðu einstakar gjald- skrár sínar ekki um meira en 10%. Jóhannes Zöega, hitaveitu- stjóri, segir, að þessi lækkun niður í 15% kosti hitaveituna um 200 milljónir króna. Ef hækkunin hefði aðeins orðið 10% hefði tapið numið 60-70 milljónum króna til viðbótar. Á fundi ríkisstjórnarinnar 22. desember s.l. var ákveðið, að heimila aðeins 10% hækkun á gjaldskrám Pósts og síma og Ríkisútvarpsins. Póstur og sími hafði farið fram á 16% hækkun og að sögn Guðmundar Bjöms- sonar, fjármálastjóra stofnunar- innar, hefur þetta í för með sér að Póstur og sími missir af um 150 milljóna króna tekjum. Kvað hann stofnunina væntanlega þurfa að afla þess fjár með láni. Ríkisútvarpið hafði farið fram á 20-30% hækkun á afnotagjöld- um. Fallist hafði verið á 20% hækkun, en síðan var tekin ákvörðun um helmings lækkun. Guðrún Óðinsdóttir í ijármála- deild Ríkisútvarpsins segir, að tekjumissir vegna þessa nemi um 9-10 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Verði ekki um frekari hækkanir afnotagjalda á árinu gæti því tekjumissirinn numið allt að 40 milljónum króna. Borgarráð: Fræðslumynd um fíkniefni kostar 3,5 millj SAMKOMULAG hefur náðst milli Reykjavíkurborgar og Tákn sf. um að kostnaður við gerð fræðslukvikmyndar um fíkni- efnamál verði 3 milljónir og 500 þúsund. Upphafleg kostnaðará- ætlun hljóðaði upp á 1 milljón 750 þús. fyrir 30 mínútna kvik- mynd, en þegar ákvörðun var tekin um að stöðva frekari kvik- myndun var áætlaður kostnaður um 4 milljónir fyrir einnar klukkustundar mynd. I samkomulaginu er gert ráð fyr- ir að myndinni verði skipt niður í fjóra 15 mínútna þætti sem saman myndi eina heild. „Myndin er orðin allt önnur heldur en lá fyrir í upp- hafí í drögum að handriti og upplýsingum um hvernig ætti að gera myndina," sagði Ómar Einars- son framkvæmdasstjóri íþrótta og æskulýðsráðs borgarinnar. „Því var síðan breytt án samráðs við borg- ina.“ Samið hefur verið við Mennta- málaráðuneytið og Ríkisútvarpið- sjónvarp um kaup á sýningarétti í sjónvarpi og í skólum fyrir 1 milljón króna. Að sögn Ómars hafa fulltrúar Reykjavíkurborgar séð kvikmynd- ina og lýst yfir ánægju með það efni sem fest hefur verið á filmu. Vinna við klippingu er hafín og stendur til að myndin verði tilbúin til sýningar 15. febrúar eins og að var stefnt. Húsavík: * Afengisútsölu hafnað Húsavík HÚSVÍKINGAR höfnuðu hug- myndinni um opnun áfengisút- sölu í atkvæðagreiðslu síðast- liðinn laugardag. Áður hefur tvívegis verið kann- aður hugur Húsvíkinga til þessa máls og í bæði skiptin verið fellt við atkvæðagreiðslu. Nú vildu áhugamenn um útsölu hafa sér- staka atkvæðagreiðslu um málið og vildu ekki bíða kosninganna í vor. Úrslitin urðu þau sömu og áður, að meirihlusti Húsvíkinga vill ekki áfengisútsölu á staðinn. Á kjörskrá voru 1698 og atkvæði greiddu 1211 eða 71,3%. Já sögðu 546, nei 652. Auðir og ógildir seðlar voru 13. Fréttaritari ULLORÐINSFRÆÐSLA Verzlunarskóla ÍSLANDS ÖLDUIMGADEILD: Kennsla hefst 19. janúar. Eftirtaldar námsgreinar verða kenndar: Bókfærsla, enska, hagfræði, íslenska, efnafræði, stærðfræði, stjórnun, vélritun, þýska. STARFSNÁM: Kennsla hefst 26. janúar. BÓKHALDSBRAUT: Verslunarreikningur, bókfærsla I, rekstrarhag- fræði, tölvunotkun, bókfærsla II, bókfærsla lll, tölvubókhald, kostnaðarbókhald. SKRIFSTOFUBRAUT: Vélritun I, bókfærsla I, verslunarreikningur, íslenska, vélritun II, ritvinnsla, lögfræði, skjala- varsla og stjórnun, enska. Innritun er hafin. Ekki komast fleiri en 25 á hvert námskeið. Umsóknareyðublöö fást á skrifstofu Verztunarskói- ans að Ofanleiti 1, 108 Reykjavík. Lesefni í stórum skömmtum!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.