Morgunblaðið - 06.01.1987, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 06.01.1987, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987 13 Ríkisendurskoðun á vegum Alþingis: Merkur at- burður í stjómsýslu landsins segir forseti Sam- einaðs þings Fyrsta janúar síðastliðinn tóku gildi lög nr. 12/1986 sem kveða á um að ríksendurskoðun skuli starfa á vegum Alþingis. Þessi breyting á sér lagan aðdraganda. Asgeir Pétursson, bæjarfógeti, setti fram rökstuðning fyrir þessari breytingu í grein í tíma- ritinu Úlfljóti þegar árið 1954. Hann átti og sæti í stjórnskipaðri nefnd sem samdi frumvarp að þeim lögum, sem hér um ræðir, og nú hafa tekið gildi. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Sameinaðs þings, sagði m.a. í boði, sem Alþingi hélt starfsfólki Ríkisendurskoðunar af þessu tilefni: „Um þessi áramót er að ske merkur viðburður í stjórnsýslu landsins... Með lögum þessum er gerð grundvallarbreyting á ríkis- endurskoðuninni. Ákveðið er að ríkisendurskoðun starfi á vegum Alþingis. Fram til þessa hefur ríkis- endurskoðun heyrt undir fjármála- ráðuneytið og ríkisendurskoðandi verið ráðinn af fjármálaráðherra. Nú er ríkisendurskoðun gerð óháð framkvæmdavaldinu. Þetta er stjómskipunarlega séð veigamesta breytingin. Og með þessu hætti fetum við íslendingar í fótspor ýmissa annarra þjóða, sem fært hafa ríkisendurskoðanir sinna landa frá framkvæmdavaldi til löggjafar- valds. Má þar nefna t.d. lög sem tóku gildi í Bretlandi 1984, í Kanada 1977 ogDanmörku 1976“ Fram kom í máli þingforseta að Ríkisendurskoðun á vegum Alþingis skuli hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga og vera þingnefndum til aðstoðar við störf er varða fjár- hagsverkefni. Ólafsvík: Besta ára- mótaveðrið í mörg ár ólafsvik. HÁTÍÐAHÖLD um jól og áramót voru hér með hefðbundnum hætti og óphappa- og slysalaus. Eftir rysjótta tíð i haust var gott veður jóladagana og áramóta- veðrið var það besta um margra ára skeið, logn, heiðrikja og froststillur. Á miðnætti stafaði bjarma af blysum og flugeldum langt upp í fjalishlíð en yfir höfninni blasti við upplýst ártal sem Lions-menn gera árlega. Bærinn er mikið skreyttur. Samkomuhald var rólegt. Fólk er bjartsýnt en þó ber skugga á vegna óvissu um hvenær róðrar hefjast vegna kjaradeilu sjómanna og út- vegsmanna. Helgi Leiðrétting í Morgunblaðinu sunnudaginn 4. janúar er frásögn um Eureka- áætlunina. Er í henni ekki alls kostar rétt skýrt frá hverjir sóttu af íslenskri hálfu ráðherrafund Eureka í Stokkhólmi 17. desember sl., en í sendinefnd íslands voru: Knútur Hallsson ráðuneytisstjóri, sem jafnframt var formaður nefnd- arinnar, Vilhjálmur Lúðvíksson framkvæmdastjóri og Berglind Ás- geirsdóttir sendifulltrúi. ANIMÁLL 1986 Eróbikk Mánudagurog Priðjudagurog Föstudagur Laugardagur 12 KENNARAR STÖRFUÐU VIÐ SKOLANN A ÁRINU Á myndinni eru: Anna Ólafs- dóttir, Ágústa Johnson, Sigrún Arnar, Sigríður Valdimarsdótt- ir, Þuríður Hreiðarsdóttir, Jónína Benediktsdóttir, Kristín Gísladóttir og Mark Wilson. Á myndina vantar: Ágústu Kristj- ánsdóttur, Hildigunni Johnson, Norwell Robinson og Önnu Borg. Sunnudagur Innritun í síma 29191 milli klukkan 10 og 22 alla daga. 09.30-10.30* Morguntimi: * ★ 09.30-10.30* Morguntími: * ★ 12.07-12.55* Hádegisþrek’ ★ 12.07-12.55* Hédegisþrek * ★ 11.30-13.00* Púltími * ★ 12.00-13.10* Þrektfmi * ★ 16.20-17.20 Byrjendat. 16.20-17.20 Framhaldst. 16.20-17.20* Byrjendat. * ★ 13.00-14.00* , Framhaldst. * ★ 17.20-18.20 Framhaldst. 17.20-18.20 Byrjendat. 17.20-18.30* Þrektimi * ★ 14.00—15.00* Byrjendat. * « 18.20-19.40 Púltími 18.20-19.30 Þrektími 19.40-20.40 Byrjendatimi 19.30-20.30 Framhaldstimi 20.40-21.40* , Bamshafandi * * 20.30-21.30* Byrjendatimi * ★ 21.40-22.40* „Old Boys“ * ★ Þessi stundaskrá gengur i gildi 5. janúar 1987. Stjörnumerktir tímar eru frjálsir tímar. JfírwírtiÆ sigiísti* Borgartúni 31. S: 29191. „Low Impact' Minna álag á fætur. Eróbikk er fyrir þá sem vilja ná árangri jafnframt því að hafa gaman af Eróbikkstúdíó Jónínu og Ágústu var opnað 15. mars og hefur mikill sviti runnið til sjávar síðan. Aðsóknin segir sína sögu og hafi einhver minnst á magn en ekki gæði hvað Eróbikk varðar, þá teljum við fólkið, sem hefur mætt í mörg ár reglulega, bestu dómarana hvað það snertir. Því teljum við kennsluna hjá okkur miðast við getu nemendanna og þá þekkingu sem nýjust er hvað varðar öryggi. Öryggi er aðalsmerki þeirra sem fylgjast með og á árinu sem leið höfum við sent kennarana út um allan heim til þess að kynna sér sem best nýjasta nýtt í Eróbikk. Ágústa Johnson sótti námskeið í Colorado, Chicago og núna nýverið í Los Angeles. Jónína Ben. fór og kynnti sér Eróbikk í Danmörku. Ágústa Kristjánsdóttir fórtil Colorado. Mark Wilson fór til Kanada á námskeið. Kristín Gísladóttir er nýkomin frá Los Angeles. Anna Borg var líka í Los Angeles. Anna Ólafsdóttir stundar nám í Eróbikk í San Fransiskó. Þessu verður haldið áfram á nýju ári. Námskeið var haldið á vegum Jónínu og Ágústu með aðstoð sjúkraþjálfara, læknis og læknanema auk þess sem kennararnir aðstoðuðu. Þetta tókst vel og var þátttakan mjög góð. 25 nem- endur tóku þátt í námskeiðinu sem stóð yfir í 5 vikur. Við töldum tímabært að einhverjirfaglærðir stæðu fyrirfræðslu um Eróbikk almennt, þar sem augljóst er að einhver sú gagnrýni sem við heyrum stafar af því að fólk, sem telur sig vera að kenna Eró- bikk, veit varla hvað það er. Námskeiðið gefur að sjálfsögðu engin kennararéttindi heldur er um að ræða viðurkenningu fyrir u þátttöku í námskeiði undirritað af Jónínu og Ágústu. Annað slíkt námskeið verður haldið með vorinu. Ráðstefna á Hótel Esju fyrir nemendur í Eróbikk var sérlega vel sótt og virtist fólk hafa endalaust úthald, enda allir í góðu formi. Fjallað var um helstu þætti hreyfingar, næringar og svo forvarna í líkamsrækt. Margirfyrirlesarar voru og vonandi voru allir vel upplýstir og saddir af heilsufæði eftir þann skemmtilega dag. Norwell Robinson kom sem gestakennari og væntum við komu hans að nýju með vorinu. Annál lýkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.