Morgunblaðið - 06.01.1987, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987
15
Öryggismál sjómanna
Skyggða svæðið á kortinu er leitar- og björgunarsvæði það sem fjall-
að er um.
eftirMagnús
Jóhannesson
I Morgunblaðinu 28. desember
sl. fjallar „Víkveiji" í dálki sínum
um þau hörmulegu sjóslys sem
urðu hér við Iand í síðasta mán-
uði og leiðir hugann að björgun-
arbúnaði skipa, og varpar fram
spurningum um björgunarbúnað
íslenskra kaupskipa.
Það skal hér tekið undir þau orð
„Víkvetja“ að þessir hörmulegu at-
burðir snerta okkur öll og vega á
vissan hátt að lífsafkomu þjóðarinn-
ar. Þau leiða jafnframt hugann að
því hversu mikilvægt það er, fyrir
þjóð sem byggir lífsafkomu sína að
svo miklu leyti á fiskveiðum og sigl-
ingum við óvenju erfiðar aðstæður
frá náttúrunnar hendi, að svo sé
jafnan fyrir séð, að öryggi þeirra
sem starfa á sjó sé sem allra best
tryggt. Það er ein megin forsenda
þess að okkur takist í framtíðinni
að stunda þessar atvinnugreinar
þannig að sómi sé af.
Þrátt fyrir að öryggi sjómanna
verði ávallt best tryggt með fyrir-
byggjandi aðgerðum, sem byggjast
fýrst og fremst á vel hönnuðum og
traustum skipum, sem mönnuð eru
vel , menntuðum og þjálfuðum
áhöfnum, er jafnljóst að við verðum
jafnan að vera viðbúin því að sjó-
slys verði. Því þarf einnig að vera
vel fyrir björgunarbúnaði skipa séð
og skipulagi leitar og björgunar
þannig háttað að á sem allra styst-
um tíma sé skipreika mönnum
komið til hjálpar.
Bj örgunarbúnaður
skipa
Eins og kunnugft er höfum við
íslendingar um langa hríð gert á
margan hátt ítarlegri kröfur um
björgunarbúnað skipa en aðrar
þjóðir. Má í því sambandi sérstak-
lega benda á sér íslenskar kröfur
um gerð og búnað gúmmíbjörgun-
arbáta sem Siglingamálastofnunin
byggði á sínum tíma á rannsóknum
sem gerðar voru á hafi úti á árunum
1980 og 1981 í samvinnu við Land-
helgisgæslu íslands og vakið hafa
verðskuldaða athygli erlendis. Hafa
margar þjóðir þegar tekið upp þess-
ar nýju kröfur ýmist að hluta til
eða allar. Víst er að hér er um að
ræða verulegar endurbætur til auk-
ins öryggis gúmmíbjörgunarbáta.
í grein þeirri sem vísað er til í
upphafi þessarar greinar er fjallað
um lokaða björgunarbáta og leitað
svara við því hvort slíkir bátar séu
ekki nauðsynlegir í öllum stærri
skipum. Ekki er vafamál að lokaðir
björgunarbátar standa á stærri
skipum mun framar hinum hefð-
bundnu opnu björgunarbátum og
veita betri vörn gegn vosbúð og
kulda en gúmmíbjörgunarbátar eft-
ir að í sjó er komið. Af þeim
ástæðum verður að telja þessa báta
mun æskilegri kost frá öryggislegu
sjónarmiði í stærri skipum.
Þess má geta að Norðurlanda-
þjóðimar fimm áttu verulegt
Keflavík^
ÞRETTÁNDINN verður haldinn
hátíðlegur í Keflavík í kvöld.
Áður fyrr var viðtekin vepja
meðal Keflvíkinga að halda álfa-
brennu á þrettándanum með
söng, dans og gleði. Þar komu
jafnan fram álfakóngur og álfa-
drottning ásamt álfum, jólasvein-
um, púkum og fleiri furðuverum.
Nokkrir aðilar hafa nú tekið
saman höndum um að endur-
vekja þessa gömlu og skemmti-
legu hefð.
Hátíðin hefst með skrúðgöngu
frá bæjarskrifstofunum kl. 19.30.
Álfakóngur og drottning fara fyrir
„Góðum björgunarbún-
aði er fyrst og fremst
ætlað að gagnast skip-
reika mönnum þar til
neyðarhjálp berst og
því er nauðsynlegt að
tryggja eftir megni að
bið verði sem styst frá
því að siys verður og
björgun berst.“
frumkvæði í þróun lokaðra björgun-
arbáta fyrir kaupskip og sat fyrr-
verandi siglingamálastjóri, Hjálmar
R. Bárðarson, í norrænni nefnd sem
vann að þessu verkefni frá árinu
1974. Starf Norðurlandaþjóðanna
hafði mikil áhrif á að í alþjóðaregl-
um er nú krafist lokaðra björgunar-
báta á vöruflutningaskipum sem
smíðuð eru eftir 1. júlí 1986.
1. janúar 1985 tóku gildi hér á
landi reglur um lokaða björgunar-
báta á öllum nýjum vöruflutninga-
skipum, stærri en 500 brl. Sökum
þess að lokaðir björgunarbátar taka
verulega meira rými á hvetju skipi
en hinir hefðbundnu bátar eru ýms-
ir tæknilegir örðugleikar á því að
koma fyrir slíkum bátum á eldri
skipum. Því var ekki talið fært að
lögleiða notkun þeirra í eldri skip-
um. Ýmsar aðrar ástæður valda því
að vöruflutningaskip hafa ekki ver-
ið byggð fyrir íslendinga síðan
þessar reglur tóku gildi. Samt sem
áður eru nú tvö íslensk vöruflutn-
ingaskip, ms. Jökulfell og ms.
Saltnes, búin lokuðum björgunar-
bátum.
í Noregi hefur lokaðra björgun-
arbáta verið krafist í ný vöruflutn-
ingaskip frá því 1. júní 1978.
Annað björgunartæki sem mjög
hefur verið til umræðu undanfarin
ár eru svonefndir björgunarbúning-
ar, en þeim er ætlað að verja
skipreika menn gegn kulda og vos-
búð. Ströngustu kröfur til þessara
búninga gera ráð fyrir því að menn
geti lifað í a.m.k. 6 klst. í 0°C heit-
um sjó. Siglingamálastofnunin setti
fram kröfur sl. sumar um að frá
og með 1. júlí 1987 verði öll vöru-
flutningaskip búin björgunarbún-
ingum fyrir alla áhöfn þeirra og
mun svo verða. Ljóst má því vera
að stefnt er að því að bæði lokaðir
björgunarbátar og björgunarbún-
ingar fyrir alla áhöfnina verði í
íslenskum vöruflutningaskipum.
En meira þarf til. Auka verður
stórlega þjálfun áhafna í meðferð
björgunar- og öryggistækja þannig
að lögskipaður búnaður komi að
sem mestu gagni. Munu starfsmenn
Siglingamálastofnunar m.a. fylgj-
ast með því að lögskipaðar æfingar
verði haldnar í þessum tilgangi um
borð í skipunum.
Leit og' björgim skip-
reika manna
göngunni ríðandi á hestum að
íþróttasvæðinu þar sem ýmislegt
verður gert til skemmtunar. Félag-
ar í Björgunarsveitinni Stakki verða
með flugeldasýningu, kórar syngja
ogfélagar í Unglúðrasveitinni leika.
Unga kynslóðin er hvött til að koma
til leiks í furðufötum og taka virkan
þátt í gleðinni.
Karlakór Keflavíkur, Skátafélag-
ið Heiðabúi, Keflavíkurbær, Björg-
unarsveitin Stakkur og Tónlista-
skólinn í Keflavík standa að þessu
framtaki.
- BB
og fremst ætlað að gagnast skip-
reika mönnum þar til neyðarhjálp
berst og því er nauðsynlegt að
tryggja eftir megni að bið verði sem
styst frá því að slys verður og björg-
un berst.
I þessum tilgangi ákváðu þjóðir
heims á áttunda áratugnum að
koma á fót samstarfí er tryggði sem
skjótasta björgun skipreika manna
hvar sem væri í heiminum. Þessu
til staðfestingar var undirritaður
árið 1979 hjá Alþjóðasiglingamála-
stofnuninni samningur „Um leit og
björgun á sjó“ (Search and rescue
Convention). Samningur þessi gerir
ráð fyrir því að þjóðir heims geri
með sér samkomulag um skiptingu
hafsvæðisins, þannig að hvert ríki
taki að sér að sjá um skipulagningu
og stjómun leitar og björgunar á
ákveðnu hafsvæði og verði allt haf-
svæðið undir sérstakri stjórnun að
þessu leyti. Samningurinn tengist
mjög náið þeim breytingum sem
nú eru að verða á neyðarfjarskipta-
kerfi skipa í alþjóðlegum siglingum.
Samningur um leit og björgun á
sjó tók gildi 22. júní 1985 en Island
hefur ekki enn staðfest samninginn.
Meðal samningsaðila hefur verið
gengið út frá því að ísland tæki
að sér að sjá um stjóm og skipulag
leitar og björgunar á því hafsvæði
sem svarar til íslenska flugstjórnar-
svæðisins (sjá mynd). Þetta svæði
er eins og kortið ber með sér all-
stórt og í framkvæmd þýddi þetta
að gera yrði samkomulag við þau
ríki sem annast aðliggjandi svæði,
þ.e. Kanadamenn, Breta, Dani
(Færeyjar) og Noreg um aðstoð og
samvinnu um leit og björgun á sjó.
Öll þessi ríki hafa þegar staðfest
samninginn og má því segja að
raunverulega sé hér á Norður-
Atlantshafi gat í þessum samningi
sem nauðsynlegt er að bæta úr sem
fyrst, ekki hvað síst til að auka
frekar öryggi íslenskra sjómanna
er stunda fiskveiðar og siglingar á
ytri mörkum þessa svæðis. Til þess
þarf þó að mínu mati skýra stefnu-
mótun um framkvæmd þessara
mála hér á landi og án efa aukið
fjármagn til þess að geta sinnt verk-
efninu þannig að vel sé.
Verulegar breytingar hafa orðið
á leit og björgun skipreika manna
eftir Asgrím S.
Björnsson
Eftirfarandi grein birtist í
Árbók Slysavarnafélags Islands
1982, og er birt hér að beiðni
Slysavarnafélagsins:
Að undanfömu hefur mörgum
orðið tíðrætt um tvær nýjungar í
öryggismálum sjómanna, fyrir utan
Sigmundsgálgann og neyðarsenda
í gúmmíbjörgunarbáta, en það eru
yfirbyggðir björgunarbátar og flot-
björgunarbúningar. Kostir yfir-
byggðu bátanna ættu að vera öilum
augljósir, ef að er gáð. Meðal þess,
sem nefna má er, að þeir eru þann-
ig úr garði gerðir, að hægt er að
sjósetja þá á þrennan hátt. í fyrsta
lagi frá skipinu sjálfu. í öðru lagi
er hægt að slaka bátnum niður inni
í honum, þó allir séu komnir í hann,
og í þriðja iagi er hægt að láta
bátinn fljóta sjálfkrafa upp, ef skip-
ið sekkur, vegna sjálfsleppibúnaðar,
sem verkar þegar sjór fer að þrýsta
í lokann.
Skipstjóri á norsku skipi, sem við
töluðum við í Straumsvík, sagðist
hafa verið með í að sjósetja slíkan
bát með 70 ° halla á skipinu. Bátur-
inn er útbúinn þannig, að þó honum
hvolfí, réttir hann sig sjálfkrafa
við. Fólkið situr njörvað niður í stól
með beltum. Nægar súrefnisbirgðir
eru í bátnum til margra klukkutíma
í björgunarbátum með tilkomu
neyðarsenda, sem senda út á neyð-
artíðni flugvéla og nú er um borð
í öllum björgunarbátum íslenskra
skipa. Segja má að með þeim hafi
leitarþátturinn verið verulega ein-
faldaður frá því sem áður var.
Gervihnattatækni gerir nú kleift að
nema neyðarsendingar þessar og
staðsetja innan 10—15 mínútna frá
því sendingar hefjast á hafsvæðinu
umhverfis landið.
Leitarþátturinn mun væntanlega
verða enn minna afgerandi í leit
og björgun skipreika manna með
nýrri kynslóð neyðarsenda sem
senda mun á nýrri tíðni gervihnatta
(406 MHz). Gervihnettir þessir
nema sendingar neyðarsenda og
staðsetja með 2—3 km nákvæmni.
Þegar hefur verið ákveðið að þessir
neyðarsendar verði í kaupskipum í
alþjóða siglingum.
Einnig má nefna þróun á sjálf-
virku tilkynningaskyldukerfi fyrir
íslensk fiskiskip, sem nú er unnið
að í Háskóla Islands á vegum sam-
gönguráðuneytis og m.a. er ætlað
notkunar, og þó eldur leiki um bát-
inn að utan, er hægt að verja hann
innan frá með úðun. Að sjálfsögðu
er báturinn búinn öllum hugsanleg-
um tækjum, vélum og vistum, sem
of langt yrði að telja upp. Sam-
kvæmt upplýsingum frá ýmsum
aðilum er farið að framleiða slíka
báta fyrir smærri skip en áður, og
þá ætti að fara að vænkast okkar
hagur.
Svo við snúum okkur að hinni
nýjunginni, þ.e.a.s. flotbjörgunar-
búningnum, þá má geta þess að
þeir eru aðalíega tvenns konar og
stofnanir munu álykta í þessu máli,
en miðað við þá reynslu, sem ég
hef aflað mér með notkun þessara
búninga, þá vona ég, að við verðum
svo lánsöm að leyfa eingöngu notk-
un þurrbúninga, þar sem þeir verða
lögskipaðir. Enginn sérfræðingur
ætti að fá að ákveða þetta nema
hann hafi reynt þetta sjálfur í sjó
eða köldu vatni.
Á síðastliðnu ári og til þessa
dags hefur Slysavarnafélagið reynt
af fremsta megni að kynna og beij-
ast fyrir lögleiðingu yfirbyggðra
björgunarbáta í öllum íslenskum
skipum, þar sem þeim verður við
komið. Það sama hefur einnig átt
sér stað varðandi flotbjörgunarbún-
ingana. Samt finnst mér ekki nógu
vel tekið á þessu; það vantar herslu-
muninn. Reynsla er fengin hjá
Norðmönnum um ágæti þessara
að auðvelda leitunarþáttinn þegar
sjóslys verða.
Ljóst er að þyrlur munu í æ
ríkari mæli yfirtaka hlutverk skipa
við björgun skipreika manna. Raun-
ar sést gildi þyrlna við björgun úr
sjó og sú þróun sem orðið hefur
hin seinni ár afar vel þegar litið er
til björgunar sjómanna í þremur
síðustu sjóslysum er íslensk vöru-
flutningaskip hafa farist, þ.e. ms.
Tungufoss við Lands End 1981,
ms. Suðurland norður af Færeyjum
1982 og nú síðast ms. Suðurland
um 290 sjómílur aust-norð-austur
af Langanesi.
Með þessar staðreyndir í huga
er nauðsynlegt að skipuleggja til
framtíðar leit og björgun á sjó þar
sem reynt er að nýta sem best þann
tækjakost og mannafla sem hér er
fyrir hendi og gera frekari ráðstaf-
anir sem þarf til að tryggja sem
best framkvæmd alþjóðasamnings
um leit og björgun á hafsvæðinu
umhverfis landið.
öryggistækja, og við megum og
eigum ekki að dragast aftur - úr
hvað varðar öryggismál sjómanna.
Það er öllum ljóst, bæði sjómönnum
og áhugafólki um slysavarnamál,
að á alltof mörgum sviðum ríkir
einhvers konar deyfð eða drungi í
þessum málum, en til þess eru sam-
tök okkar að sjá til þess, að ekki
verið sofið á verðinum, heldur reynt
að vekja alla til samstilltra átaka í
þágu slysavama.
Það er og á að vera keppikefli
okkar að vinna gegn slysum með
því að styðja við bakið á þeim, sem
Íeggja sig fram um að bæta örygg-
ið á sjónum. Að hvetja útgerðar-
menn og sjómenn til meira
samstarfs og samvinnu um úrbætur
og æfingar. Umfram allt verðum
við að hafa áhrif á löggjafarvaldið
og embættismannakerfið til þess
að koma því í skilning um, til hvers
sé ætlast af því. Alltof mörg mál
lenda — á óskiljanlegan hátt fyrir
venjulegt fólk — á færibandi
hringavitleysunnar og eiga ekki
afturkvæmt þaðan, fyrr en allir
standa lamaðir eftir einhvem harm-
leikinn og spyija: „Hvers vegna?
Hveijum er þetta að kenna? Hver
ber ábyrgðina?“
Áframhaldið þekkjum við öll því
miður allt of vel.
Höfundur er erindreki Slysa-
varnafélags íslands.
Góðum björgunarbúnaði er fyrst
Þrettándagleði í
Kef lavík í kvöld
Höfundur er siglingamálastjóri.
Yfirbygging björgunarbáta
og flotbjörgunarbúningar