Morgunblaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987 sínu að kynna verk listamanna af Norðurlöndum í Skotlandi. Framkvæmdastjóri þessa sýn- ingarsals er Derek Vaughan, sem einnig er aðaleigandi hans Frú S. Thompson opnar sýningarsalinn. Hjá henni standa Derek Vaughan (t.v.) og Haukur Halldórsson (t.h.). í félagi við konu sína Elínu Bjarnadóttur. Fyrsta sýningin er á verkum Hauks Halldórsson- ar. Frú S. Thompson, ræðismað- ur Islands í Edinborg, opnaði sýningarsalinn að viðstöddu fjöl- menni. Hún lofaði framtakssemi Dereks Vaughan við að koma þessum sal á laggirnar. Það er ekki á hverjum degi, að opnaður er listsýningarsalur, sem hefur sömu eða svipuð markmið og Nordic Art Gallery. Norrænu húsin, sem njóta styrks úr opinberum sjóðum Norðurlandaráðs, hafa gegnt umtalsverðu menningarhlut- verki, þar sem þeim hefur verið komið upp. Hugmyndin er að láta Nordic Art Gallery gegna svipuðu hlutverki, ef mögulegt reynist. Fyrst í stað verður það sýningarsalur, en einnig er von- ast eftir því, að þar verði flutt erindi, kynnt iðnaðarvara og listmunir af öðru tæi. Til að svona fyrirtæki gangi vel, þarf það á velvilja almennings og fyrirtækja að halda. Ef allar áætlanir ganga eftir, hyggst galleríið eignast eða taka á leigu vinnustofu fyrir listamenn til að þeir geti komið hingað til Skot- lands og dvalizt hér við vinnu sína. Nordic Art Gallery er í jaðri elzta hluta bæjarins við enda aðal verzlunargötunnar, Market Street. Það er í fallegu, hvítmá- luðu húsi. Salurinn sjálfur er ekki stór en rúmar vel myndim- ar, sem í honum em, og hann er bjartur og lýsingin er góð. Listamaðurinn, Haukur Halldórsson, útlistar verk sín. Nordic Art Gallery opnað í St. Andrews eftir Guðmund Heiðar Frímannsson St. Andrews er lítill friðsæl bær á Norðursjávarströnd Skot- lands, nokkuð suður af Dundee við Tayflóann. Hann er álíka stór og Akureyri, þar búa tæp- lega 15.000 manns. Bærinn er kenndur við heilagan Andrés, en þjóðsagan segir, að heilagur Regulus hafi flutt með sér jarð- neskar leifar postulans, strand- að skipi sínu út af ströndu Fife-héraðsins og byggt kirkju þar sem hann náði landi. Heilag- ur Andrés hefur síðan verið vemdardýrlingur Skotlands og St. Andrews var um langan ald- ur kirkjuleg höfuðborg landsins. Myndir Hauks em unnar með akrýllitum. Margar þeirra em svarthvítar, en nokkrar hafa svarthvítan bakgmnn en í for- gmnninn er teiknað og málað með lit, gjarnan mjúk lína í litn- um á harðan bakgrann. Myndefnið er tekið úr þjóðsög- um, þar er mikið um tröll og aðrar forynjur. En líka má sjá Hinrik áttunda í bakgmnn með fagra konu í forgmnn, og einnig em þarna tilkomumiklar myndir af dauðasyndunum sjö. Að því er bezt verður séð, hefur vel tekizt til með þessa fyrstu sýningu í þessum nýja sýningarsal. Það er ástæða til að vona, að hann geri íslenzkum myndlistarmönnum auðveldara að koma list sinni á framfæri í Skotlandi og Englandi. í þessum bæ er elzti háskóli íslands, sem stofnaður var í upphafi fimmtándu aldar og á sér óslitna sögu síðan. Bærinn ber þess merki að vera skólabær og um það bil þriðjungur alls athafnalífs í honum er tengt skólanum. Þar er einnig umtals- verð menningarstarfsemi. 6. desember sl. var formlega opnað þar Nordic Art Gallery, sem hefur það að höfuðmarkmiði Þarna er Nordic Art Gallery til húsa. h - Eftirminnileg> gjöf NYLEGA barst prestshjónunum á Prestsbakka fögur gjöf frá Staðarsöfnuði í Hrútafirði. Gjöf- in er gestabók, sem sóknarbörn Staðarsóknar hafa ritað nöfn sín í. Nokkur kveðju- og þakkarorð fylgja fyrir langt og gott. sam- starf. En prestshjónin hafa lokið löngum starfsferli, nær því 40 árum í prestakallinu. Bók þessi er fagurlega gerð og hinn mesti kjörgripur. Framan á bókarspjaldi er útskorin mynd af hinni 100 ára gömlu Staðarkirkju, ásamt nafni kirkjunnar. Innan á bókarspjaldinu eru útskorin nöfn prestshjónanna, Jóhönnu Helga- dóttur og sr. Yngva Þóris Árnason- ar, ártalið 1986 og nafn gefandans, safnaðar Staðarsóknar. Um leið og þökkuð er góð gjöf, sem gefin er af hlýhug, vilja prests- hjónin láta í ljósi, að vart hefðu þau getað kosið sér kærkomnari gjöf frá söfnuði sínum en þessa. : ÆM Vinningar í H.H.i i 2.160 á kr. 20.000; Samtals 135.000 vif
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.