Morgunblaðið - 06.01.1987, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987
sínu að kynna verk listamanna
af Norðurlöndum í Skotlandi.
Framkvæmdastjóri þessa sýn-
ingarsals er Derek Vaughan,
sem einnig er aðaleigandi hans
Frú S. Thompson opnar sýningarsalinn. Hjá henni standa Derek Vaughan (t.v.) og Haukur Halldórsson
(t.h.).
í félagi við konu sína Elínu
Bjarnadóttur. Fyrsta sýningin
er á verkum Hauks Halldórsson-
ar.
Frú S. Thompson, ræðismað-
ur Islands í Edinborg, opnaði
sýningarsalinn að viðstöddu fjöl-
menni. Hún lofaði framtakssemi
Dereks Vaughan við að koma
þessum sal á laggirnar.
Það er ekki á hverjum degi,
að opnaður er listsýningarsalur,
sem hefur sömu eða svipuð
markmið og Nordic Art Gallery.
Norrænu húsin, sem njóta
styrks úr opinberum sjóðum
Norðurlandaráðs, hafa gegnt
umtalsverðu menningarhlut-
verki, þar sem þeim hefur verið
komið upp. Hugmyndin er að
láta Nordic Art Gallery gegna
svipuðu hlutverki, ef mögulegt
reynist. Fyrst í stað verður það
sýningarsalur, en einnig er von-
ast eftir því, að þar verði flutt
erindi, kynnt iðnaðarvara og
listmunir af öðru tæi. Til að
svona fyrirtæki gangi vel, þarf
það á velvilja almennings og
fyrirtækja að halda. Ef allar
áætlanir ganga eftir, hyggst
galleríið eignast eða taka á leigu
vinnustofu fyrir listamenn til að
þeir geti komið hingað til Skot-
lands og dvalizt hér við vinnu
sína.
Nordic Art Gallery er í jaðri
elzta hluta bæjarins við enda
aðal verzlunargötunnar, Market
Street. Það er í fallegu, hvítmá-
luðu húsi. Salurinn sjálfur er
ekki stór en rúmar vel myndim-
ar, sem í honum em, og hann
er bjartur og lýsingin er góð.
Listamaðurinn, Haukur Halldórsson, útlistar verk sín.
Nordic Art Gallery
opnað í St. Andrews
eftir Guðmund Heiðar
Frímannsson
St. Andrews er lítill friðsæl
bær á Norðursjávarströnd Skot-
lands, nokkuð suður af Dundee
við Tayflóann. Hann er álíka
stór og Akureyri, þar búa tæp-
lega 15.000 manns. Bærinn er
kenndur við heilagan Andrés,
en þjóðsagan segir, að heilagur
Regulus hafi flutt með sér jarð-
neskar leifar postulans, strand-
að skipi sínu út af ströndu
Fife-héraðsins og byggt kirkju
þar sem hann náði landi. Heilag-
ur Andrés hefur síðan verið
vemdardýrlingur Skotlands og
St. Andrews var um langan ald-
ur kirkjuleg höfuðborg landsins.
Myndir Hauks em unnar með
akrýllitum. Margar þeirra em
svarthvítar, en nokkrar hafa
svarthvítan bakgmnn en í for-
gmnninn er teiknað og málað
með lit, gjarnan mjúk lína í litn-
um á harðan bakgrann.
Myndefnið er tekið úr þjóðsög-
um, þar er mikið um tröll og
aðrar forynjur. En líka má sjá
Hinrik áttunda í bakgmnn með
fagra konu í forgmnn, og einnig
em þarna tilkomumiklar myndir
af dauðasyndunum sjö.
Að því er bezt verður séð,
hefur vel tekizt til með þessa
fyrstu sýningu í þessum nýja
sýningarsal. Það er ástæða til
að vona, að hann geri íslenzkum
myndlistarmönnum auðveldara
að koma list sinni á framfæri í
Skotlandi og Englandi.
í þessum bæ er elzti háskóli
íslands, sem stofnaður var í
upphafi fimmtándu aldar og á
sér óslitna sögu síðan. Bærinn
ber þess merki að vera skólabær
og um það bil þriðjungur alls
athafnalífs í honum er tengt
skólanum. Þar er einnig umtals-
verð menningarstarfsemi. 6.
desember sl. var formlega opnað
þar Nordic Art Gallery, sem
hefur það að höfuðmarkmiði
Þarna er Nordic Art Gallery til húsa.
h -
Eftirminnileg> gjöf
NYLEGA barst prestshjónunum
á Prestsbakka fögur gjöf frá
Staðarsöfnuði í Hrútafirði. Gjöf-
in er gestabók, sem sóknarbörn
Staðarsóknar hafa ritað nöfn sín
í. Nokkur kveðju- og þakkarorð
fylgja fyrir langt og gott. sam-
starf. En prestshjónin hafa lokið
löngum starfsferli, nær því 40
árum í prestakallinu.
Bók þessi er fagurlega gerð og
hinn mesti kjörgripur. Framan á
bókarspjaldi er útskorin mynd af
hinni 100 ára gömlu Staðarkirkju,
ásamt nafni kirkjunnar. Innan á
bókarspjaldinu eru útskorin nöfn
prestshjónanna, Jóhönnu Helga-
dóttur og sr. Yngva Þóris Árnason-
ar, ártalið 1986 og nafn gefandans,
safnaðar Staðarsóknar.
Um leið og þökkuð er góð gjöf,
sem gefin er af hlýhug, vilja prests-
hjónin láta í ljósi, að vart hefðu þau
getað kosið sér kærkomnari gjöf
frá söfnuði sínum en þessa.
:
ÆM
Vinningar í H.H.i i
2.160 á kr. 20.000;
Samtals 135.000 vif